Dagur


Dagur - 29.06.1955, Qupperneq 5

Dagur - 29.06.1955, Qupperneq 5
"Miðvikudaginn 29. júní 1955 DAGUR S Hitaveita Akureyrar Snæfcllsku bændurnir og húsfreyjur þeirra höfðu bækistöð á Hótcl KEA á mcðan þau dvöldu hér. 130 bæniur og húsfreyjur a oesi hrifusf af rækfun í Kynnisferðir sveitafólks eyða Iiér- aðaríg og efla vinsamleg samskipti SíðaEtliðinn miðvikudag kom hingað stór hópur bænda og hús- freyja ,af Snæfcllsncsi. Búnaðar- samban dhcraðsins hafði efnt til f bændafcrðar um Norður- og Austurland. Varð þátttaka mjög almenn, uin 130 manns. Fararstjórar voru þeir Gunnar var Ragnar Asgeirsson, ráðunautur, en hann hefur tekið þátt í mörgum slíkum bændaferðum, af hálfu Bún aðarfelags íslands: Gagnleg kyilrting. Ragnar sagði blaðinu, er það ræddi við hann 'á miðvikudaginn, voru mættir nokkrir stjórnarmeð- limir Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar og Bændafélagsins og fleiri bún- aðarsamtaka. Eyfirzkur búskapur og samvinnuiðnaður. Síðdegis á miðvikudaginn skoð- uðu gestirnir verksmiðjur SIS hér á staðnum, en óku síðan íram um Eyjafjörð, en skoðuðu bæinn um kvöldið. Nokkrum erfiðleikum var bundið að fá gistingu fyrir þennan fjölmenna hóp, en úr því greiddist vel að lokum. A fimmtudagsmorg- un bauð stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar til morgunverðar að Hótel KEA, og þar flutti Árni Jóns son 'tilraunastjóri fróðlegt erindi um þúskap í Eyjafirði, Ketilí Guð- jónsson bóndi á Finnastöðum flutti gestunum ávarp. Gunnar Guð- bjartsson í Hjarðarfelli þakkaði með ræðu, og síðan var sungið: Eg vil elska mitt land. Var síðan ekið af stað austur á land. Ánægðir mcð fcrðina. Blaðið ræddi við fararstjórana, sem létu mjög vel af móttökunum hér, og allri fyrirgreiðslu, og kváðu bændur og húsfreyjur hafa notið þess mjög að koma hingað og kynn ast gróðri og ræktun, og miklum framkvæmdum í byggð og héraði Þótt veður væri óhagstætt, mundi Akureyri og Eyjafjarðarhérað verða sólskinsblettur í endurminn ingum ferðarinnar. Fararstjórarnir, Gunnar Guðbjartsson (t. h.) og Gunnar Jónatanss. bóndi Guðbjartsson í Hjarðarfelli og Gunnar Jónatansson í Stykkis- hólmi. Er hinn síðar nefndi Eyfirð- ingur, frá Litla-Hamri, en báðir eru þeir nafnarnir í stjóm Búnaðarsam bandsins. Leiðsögumaður í förinni Rósa Jóhannesdóttir í Gaul. að kynnisferðir sveitafólksins um landið, hefðu veruleg áhrif til þess að eyða héraðaríg og misskilningi, og tengja vináttubönd í milli sveita, sem áður höfðu lítil sam- skipti. Gengdu þær því merku menningarhlutverki. Auk þess, sem þær víkkuðu sjóndeildarhring manna, kynntu þeim framkvæmdir og viðhorf annars staðar, og opn- augu margra fyrir dásemdum landsins sjálfs. Alls mun ferð þessi taka 7 daga, og fóru þáttakendur allt til Hallormsstaðar og hafa hvarvetna hlotið ágætar móttökur. KEA tók á móti gestmium. Hér á Akureyri tók Kaupfélag Eyfirðinga á móti gestunum um hádegi á miðvikudag, og bauð til hádegisverðar að Hótel KEA. Þar flutti Jónas Kristjánsson mjólkur- samlagsstjóri ávarp, og ræddi m. a. um starfsemi samvinnufélaganna hér, og flutti gestunum kveðjur framkvæmdastjóra og stjórnar- nefndarmanna félagsins, er voru fjarverandi á aðalfundi SIS. Þarna — Kristjana Bjarnadóttir frá Stakkhamri. Lærdómsríkt aS koma í samvinnuverksmiðjurnar. — Við þekkjum að vísu vel framleiðsluvörum samvinnuverk smiðjanna, sagði Kristjana Bjarna (Framhald á 7. síðu). „Eg kem aftur!“ sagði Alfur malpoki. Eftir einn eða tvo áratugi, þeg- ar „Hitaveita Akureyrar" verður komin í framkvæmd með ærn- um kostnaði fram yfir alla skyn- samlega nauðsyn, taka gamlir bæjarbúar að velta vöngum og spyrja: „En hví í ósköpunum var ekki búið að gera þetta fyrir 20-—30 árum — ha-a?“ Því miður verð ég þá ekki við- staddur til að svara, og ælla því að „biðja um orðið“ í „Degi“ einu sinni enn, meðan eg er á þessum slóðum. — Jarðhiti Akureyrar er sjaldan nefndur nú orðið nema lítillega upp á síðkastið í sambandi við sundlaugarmál bæjarins. Þó kem- ur fyrir, að stjómmálaflokkar bæjarstjórnar hnippa ofurlítið hver í annan — sennilega til að minna á, að einn sé vel-vakandi, en hinir allir sennilega vel-sofandi, og er þá borin fram sem nýmæli tillaga um að atbuga jarðhita í bæjarlandinu! — Og þá hrökkva sennilega hinir upp við vondan draum: — Ha-a-a? Var verið að nefna jarðhita? —■ Jarðhita! Ekki nema það þó! — Síðan halla þeir sér aftur útaf. — Og alvörumálið mikla verður harla þroslegt! ■—' En ’annars án gamans: Hvað . líður raunverulega jarð- hitámálum Akuréyrárbæjar? Er ekki umhugsunarfresturinn senn á enda — og komið að framkvæmd■ i? Oefað hefur þessu máli verið hreyft fleirum sinnum fyrir mína tíð hér. á Akureyri, sem senn er opðin 20 . ár. Og eg hefi a. m. k. hreyft því í „Degi“ einum 3—4 sinnum í „minni tíð“, og stundum af nokkru kappi. Því að mér varð brátt Ijóst, að í Gleráréili átti Akureyrarbær mikil verðmæti og sjaldgæf að virkjunarskilyrðum og aðstöðu allri. Eftir eina af þessum ádrepum mínum var „málið tekið fyrir“ í bæjarstjóm (1940 eða ’41?), og skömmu síðar tekið að bora uppi í gili, —- og að því er mér virtist, ófróðum manninum, — á allra ólíklegasta stað. Enda báru hol- urnar tvær — 80 og 30 m. djúpar „engan árangur". En það var einmitt sá árangur, sem ég hafði búizt við þar. — Síðan var borað ofurlítið — pólitískt — út í blá- inn. — En það er önnur saga. — Mér virtist þegar í upphafi ljóst, að þarna kæmi jarðhiti að ofan úr gilinu, en ekki að neðan. Allt benti einnig til þess, að gamla sundlaugarleiðslan, sem ung- mennafélagar Akureyrar lögðu af brennandi áhuga, en litlum efnum, væri ofanjarðarvatn, hitað af mikl- um jarðhita ofar í gilinu og dýpra. Sennilega helzt upp undir Laugar- hól, eða jafnvel ofar og sunnar. Og sá jarðhiti hlýtur að vera all- mikill til að hita ofanjarðarvatn á jafnbrelðu svæði og þarna er, svo að gamla laugarleiðslan fékk þar vatn á fleiri stöðum frá 40 og upp í 50 stig C. Og það víst án allrar borunar.---------- Síðasta áratug hefur innlendri borunartækni hríðfleygt fram. Nú er „alls staðar borað“ — nema á Akureyri. T. d. í Kópavogi, — og í Vatnsmýrinni, þar sem gullið w>r ekki, hérna um áijið. Og hVer vöit, nema þeir komi þar nú niður á sírennandi silfur jarðar, langtum verðmætara en gullið, sem ekki var! — En hvað líður Akureyrarbæ? Heléi Valtýsson. BÍLAKAUP OG BÍLALEYFI. Fley með spáný farartæki fara hingáð annað vcifið, þótt ótalmargir um þau sæki, öllu færri hljóta leyfið. Marga vagna af mörgum gerðum má nú sjá á landsins vegum, mjúka á skriði, skjóta í ferðiun, með skræpu-litum ýmislegum. Meðal hinna mörgu og fínu má svo líta aðra, á glóðum, aka í lcyfisleysi sínu á lcifunum af gömlum skrjóðum. Vegurinn milli vöggu og grafar víða cr með slæmum gjótum — þar verða lílta „leyfishafar“ að labba á sínum eigin fótum. Á gjörðir minna mætu vina mér er óhægt dóm að fella, — það ásækir mig, eins og hina, ólæknandii bíladclla. DVERGUR.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.