Dagur - 24.08.1955, Qupperneq 1
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 31. ágúst.
XXXVUI. árg.
Akureyri miðvikudaginn 24. ágúst 1955
41. tbl.
Héraðshæli Húnvetninga
Hið nýja og veglega héraðshæli og sp tali Húnvetninga blasir við
vegfarendum skammt fyrir ofan Blönduós. Er það glæsileg bygging,
sem sefur nokkurn svip á umhverfið. Húsið er fullgert að utan. —
Fóru með íshafsfarinu fræga, „Kista Dan“
Hið fræga íshafsfar, Kista Dan,
kom hér í sl. viku og lestaði hér
um 1000 lestir af Grænlands-
varningi, sem geymdur hefur
verið á Oddeyri á vegum Nordisk
Mineselskab.
Lauk lestun sl. mánudag, og hélt
skipið þá af stað til Grænlands.
Verkamenn í mánaðarvinnu.
Mikil atvinna hefur verið fyrir
verkamenn hér við Grænlandsvör-
urnar, og eru þó ekki öll kurl kom-
in til grafar enn. Með Kista Dan
fóru 10 verkamenn til Meistara-
víkur. Eru þeir ráðnir til vinnu þar
að uppskipunar- og hafnarvinnu og
við önnur algeng verkamannastörf
í mánaðartíma. Fá þeir greidd
laun samkvæmt taxta hér. Þessir
fóru: Halldór Aðalsteinsson,
Strandgötu 35, Jón Konráðsson,
Hafnarstræti 23, Ingvar Kristins-
son, Brekkugötu 13, Otto Ryel,
Aðalstræti 58, Rikharður Pálsson,
Skipagötu 2, Guðjón Njálsson,
Munkaþverárstræti 30, Bjarni
Jónsson, Glerárgötu 10, Þorvaldur
Pétursson, Aðalstræti 18, Geir Örn
Ingimarsson, Engimýri, og Eiríkur
Kúld, Þingvöllum.
Ljóðabók eftir
Snæbjörn Einarsson
Ut er komin ljóðabók eftii Snæ-
björn Einarsson frá Raufarhöfn.
Heitir bókin „Ber þú mig þrá“. í
bókinni eru 47 kvæði. Yrkisefni
eru margvísleg, Lóur að hausti,
Oður til íslenzka bóndans, Börnin
úr dalnum, Vígöld og vopnahlé,
Lítil stúlka og vorið, og svo fram-
vegis, og loks mörg tækifæris-
kvæði. Þetta er fyrsta bók höfund-
ar. Bókin er 106 bls., vönduð að
frágangi, prentuð í Prentverki
Odds Bjömssonar h.f.
Enn skip að lesta.
í gær var norska skipið Tottan
að lesta Grænlandsvörur við Odd-
eyrartanga, og enn er von á skip-
um til að flytja vörur til Græn-
lands.
Fleiri verkamenn?
I ráði mun vera að ráða eina 5
menn til viðbótar til Grænlands-
ferðar.
Slíkl rigningar- og sólarleysissumar
ir gefa hugsað sér nema þeir,
Akureyringar sigruðu
Suðurnesjamenn!
í gærkvöldi var háður á
íþróttavellinum í Reykjavík
úrslitaleikur í Knattspyrnu-
móti íslands í II. deild, milli
Akureyringa og Suðurnesjam.
Akureyringar sigruðu með 2 :1
marlti, og eru þar með sigur-
vegarar í II. deild, og flytjast
upp í I. deild með keppnisrétt-
indum á næsta íslandsmóti. —
Mörkin skoruðu: Ragnar Sig-
tryggsson og Baldur Árnason.
Knattspyrnufél. V kingur kem
ur til Akureyrar um næstu helgi
og leikur hér á laugardag og
sunnudág.
Vesiur-íslenzk söngkona
söng við guðsþjónustu hér
Síðastl. sunnudag söng einsöng
við guðsþjónustu hér í kirkjunni
vestur-íslenzk söngkona, sem hér
var á ferð, ungfrú Margrét Thor-
láksson, dóttir Oktavíusar Thor-
lákssonar í San Francisco, er var 25
ár trúboði í Japan. En hann er
bróðir Thorbjörns Tliorlákssonar,
hins fræga vestur-íslenzka læknis.
Ungfrú Margrét liefur í sumar ferð-
azt um Noreg og Island. Hingað
hefur lnin komið einu sinni áður.
I kirkjunni söng liún lagið „Nú legg
ég augun aftur“ eftir Björgvin Guð-
mundsson, og vakti söngur hennar
óskipta athygli kirkjugesta.
Akureyringar sigruðu Kjalnesinga
og Suðurnesjam. í frjálsíþróífum
Kepptu að Hlégarði í Mosfellssveit um s.l. helgi
S.l. laugardag fór fram keppni í
frjálsíþróttum milli ÍBA, Keflvik-
inga og Kjalnesinga að Hlégarði í
Mosfellssveit. Sigruðu Akureyringar
í báðum keppnunum og ennfremur
báru handknattleiksstúlkur frá ÍBA
sigur úr býtum gegn Kjalnesingum
með 6:1 marki. Keppnin var'mjög
tvísýn og spennandi. Veður var hið
versta, rigning og rok meðan á
keppni stóð, og árangur því lakari
en ella. Höskuldur G. Karlsson var
hlutskarpastur keppenda og sigraði
hann í 3 greinum auk boðhlaups.
Eyrstir urðu:
100 m: Hiiskuldur Karlsson, Ak-
ureyri 11.4 sek.
400 m: Guðfinnur Sigurvinsson,
Keflavík 58.9 sek.
1500 m: Þórhallur Guðjónsson,
Keflavík 4.37.2 mín.
4x100 m: Sveit Akureyringa 49.0
sek.
Histiikk: Jóhann Benediktsson,
Keflavík 1.65 m.
Langstökk: Höskuldur G. Karls-
son, Akureyri 6.08 m.
Þrístökk: Höskuldur G. Karlsson,
Akureyri 12.26 m.
Kúluvarp: Reynir Háifdánarson,
Kjalarn. 12.02.
II
Sunnlenzkur bóndi bregður upp mynd
af ástandinu á óþurrkas\ æðinu
Heyin ónýt - í bezta falli lélegt fóður - ær með
sútarsvip, ullarlausar og horaðar, lömbin rýr -
kýr að verða nytlausar
Kringlukast: Magnús Lárusson,
Kjalarn. 36.34.
Spjótkast: Vilhjálmur Þórhalls-
son, Keflavík 43.91.
Keppni var hagað þannig að 2
keppendur voru frá hverjum aðila
og voru gefin stig 5, 3, 2 og 1 fyrir
1. 2. 3. og 4. mann. Næst stigahæst-
ur einstaklinga var Leifur Tómas-
son, Akureyri. Mótsstjóri var Axel
Jónsson.
Akureýri xmnn Iprótlabandalag
Suðurn. með 56:51 stigt'.
Akureyri vann Ungmennasamb.
Kjalarn. með 60:47 stigum.
Nýtt dilkakjöt á boð-
stólum í gær
í gær var nýtt dilkakjöt á boð-
stólum hér í fyrsta sinn á sumrinu,
var slátrað 80 lömbum úr Skriðu-
hreppi. Voru þau væn. Kroppþungi
að jafnaði um 14 kg. Ætlað er. að
slátrað verði tvisvar í viku hér
fram til sláturtíðar.
Ástandið á óþurrkasvæðun-
um sunnan- og vestanlands
hefur aftur versnað þessa síð-
ustu daga, eftir örfáa særni-
lega þurrkdaga um daginn, er
þó nýttust ekki vegna stonns.
Fuku þá hey víða sunnanlands
og varð stórtjón.
Stórrigningar hafa geysað syðra
síðustu daga, ofan á allan þann
vatnsflaum, sem fyrir var. Astand-
ið í mörgum sveitum er orðið
mjog slæmt, og verra, en almenn-
ingur hér um slóðir getur gert sér
grein fyrir án þess að sjá með eig-
in augum.
Ofögur lýsing.
Bóndi á Suðvesturlandi hefur í
bréfi nú um miðjan ágúst lýst
ástandinu. Er það ófögur lýsing,
en því miður allt of sönn. Bréfið
skýrir sig sjálft og fer hér á eftir:
Mikil eyðilegging.
..... Eg held það mætti til
fróðleiks teljast fyrir þá, sem
fjarri okkur Sunnlendingum búa,
að fá sanna og rétta lýsingu af hey-
skaparástandinu hér sunnanlands í
sumar, en eg er, því miður, ekki
nógu orðfær til að gefa lýsingu,
sem gæti nokkurn veginn verið
tæmandi. — En eitt er víst, eyði-
leggingin er þegar orðin svo gífur-
leg, að það mun þurfa 2—3 ár eða
lengri tíma til að bæta það að
fullu. Og sjá má öll merki þess, að
þetta er aðeins fyrsti kapítulinn í
ólesinni sögu, en gefur þó auga
leið, hvernig verða muni.“
„. . . . ef hey skyldi kalla“.
„Það af heyi — ef hey skyldi
kalla — sem sett hefur verið upp
í sæti eða galta, er kolmórautt,
marghrakið, útþvegið og hvergi
nærri vatnslaust. Svo flóðrignir
alltaf ofan á þessar hrúgur. Allir
endar, hom og raðir, sem útundan
striga-ábreiðunum standa, dregur
og drekkur í sig vatn. Frá jörðunnf
gengur vatnið fet upp í hrúgubotn-
inn, svo að neðan til er sætið bara
fúastumpur. Gangi maður fram hjá
þessum hrúgum, leggur af þeim
úldinn fúaþef. Það lítið, sem tekið
hefur verið inn hér sunnan- og
suðvestanlands í sumar, er hálf-
og alónýtt fóður. Þar, sem óslegið
er á túnum, er grasið fúið upp til
miðs eða meira.“
Volað búfé.
„Slikt rigninga- og sólarleysis-
sumar munu fáir geta hugsað sér,
aðrir en þeir, sem reynt hafa.
Mörgum sinnum gæti manni dott-
ið í hug, að sólin væri horfin af
himninum. Jörðin er öll eins og
heili, svo að skepnur kafa í holt-
um og melum. Kýr eru að verða
grúthoraðar og nytlausar, og loðn-
ar eins og útigangsstóð áþorra.Ær
eru með sútarsvip, ullarlausar og
auðsjáanlega horaðar og mjólka
(Framhald á 8. síðu).
Tveir laxar
veiddir í Eyja-
fjarðará
f gær fékk Þorvaldur Jóns-
son smiður hér í bæ 14 punda
lax í Eyjafjarðará, í svonefnd-
um Merkigilshyl. Fyrr í þess-
um mánuði hafði hann fengið
5 punda lax ofar í ánni. Þetta
eru fyrstu laxarnir, sem frétzt
hefur að veiðzt hafi í sumar, en
nokkur silungsveiði hefur ver-
ið í ánni. Telja stangveiðimexm
að árangur friðunar árósanna
og netaveiðibanns sé þegar að
koma í ljós, og horfur séu á því,
að Eyjafjarðará verði góð
stangveiðiá þá tímar líða. —•
Þetta er þriðja árið; sem áin
nýtur friðunar fyrir netaveiði.
Það er stangveiðifélagið hér í
bæ, sem hefur hana á leigu, og
hefur látið laxaseiði í hana
undanfarin tvö ár. Lax sá, seiu
nú hefur veiðzt, getur þó ekkí
verið af þeim stofni heldun
eldri. Var látið laxaklak í ána
sumarið 1938, og hefur lítils
háttar orðið vart við lax í ásuai
nu a semm arum.