Dagur - 24.08.1955, Qupperneq 8
Daguk
Miðvikudaginn 24. ágúst 1955
Mikil laxveiði sunnanlands - með-
alveiði og vel það norðanlands
Sunnanlands, og þó einkum við
Faxaflóa, hefur verið mikil lax-
veiði í sumar, og mun meiri en
var metárið 1952, sagði Þór Guð-
jónsson veiðimálastjóri blaðinu í
viðtal í gær.
En hann er nú á ferð hér nyrðra
og á leið austur í Mývatnssveit til
þess að ræða veiði- og fiskiræktar-
mál við bændur þar og e. t. v. víð-
ar.
I ánum á Suðurlandi hefur verið
mikil laxagengd, en nýtist illa
vegna vatnsflaums í ánum og erf-
iðrar aðstöðu, enda hafa rigningar
Bæklingur um ferðalag
með fljúgandi diski!
Kominn er út á íslenzku bæk-
lingur eftir Bandaríkjamanninn
Daniel W. Fry, og heitir hvorki
meira né minna en: „Vélfræðingur
ferðast með fljúgandi diski og boð-
skapur Marzbúa til jarðarbúa." Er
lesendum ætlað að taka heitið bók-
staflega. Undur þessi og stórmerki
eiga að hafa gerzt á tilraunastöö
Bandarikjamanna á Wliite Sands
eigi alls fyrir löngu. Bæklingur þessi
mun fást í bókabúðum hér í bæn-
Endurbæfur á Svalbarðs-
sfrandarvegi
Nýlega er að mestu lokið endur-
byggingu vegarkafla í milli Siglu-
víkur og Halllandsness á Svalbarðs-
strönd. Var vegurinn breikkaður og
hækkaður. Snjóþungt var jafnan á
þessum kafla og urðu af erfiðlcikar
við mjólkurflutninga á vetrum. —
Bændur á Svalbarðsströnd og í
Höfðahverfi hófu forgöngu um að
koma þessum cndurbótum á. Sval-
barðsstrandarhreppur lagði fram
200 þús. kr. lán til þess að vinna
verkið, og verður það endurgreitt
af vegaframlaginu á næstu árum,
eftir því sem það fellur til. Höfð-
hverfingar leggja fram 14 vaxta af
fé því, senr hreppurinn jturfti að
taka að láni til jress að hrinda mál-
inu í liöfn.
á þeim slóðum verið með eindæm-
um. A Vesturlandi og í Húnavatns-
sýslu hefur verið góð veiði, og hér
nyrðra, t. d. í Laxá í Aðafdal, virð-
ist vera meðalveiði. Veiði lýkur í
mörgum ám nú um mánaðamótin,
en annars staðar er veitt til 15.
september.
Ilrygnir laxinn hér fyrr en
ætlað var?
Veiðimálaskrifstofan hefur haft
með höndum ýmsar merkilegar
rannsóknir á fiskistofninum i ís-
lenzkum ám og lífsskilyrðin þar.
Veiðimálastjóri sagði blaðinu frá
því m. a., að rannsóknir þessar
hefðu m. a. leitt það í ljós, að lax
í sumum ám á Suðvesturlandi
hrygndi mun fyrr en hingað til hef-
ur verið lalið. Væri fróðlegt rann-
sóknarefni, að athuga þá hluti í
fleiri ám, t. d. norðlenzku ánum,
og mikils virði fyrir bændur og
veiðimenn að vita hið rétta í því
efni. Veiði- og fiskiræktarmál okk-
ar öll eru nú í deiglunni, og' er
ætlunin að koma þeim í fastara
form með lagafrumvarpi því, sem
lagt var fram á Alþingi í vor og
verður væntanlega tekið fyrir á
næsta þingi. Var það frv. samið af
milliþinganefnd, er hafði kynnt sér
reynslu síðustu áratuga, viðhorf
manna nú, og niðurstöður þeirra
athugana, sem gerðar hafa verið á
fiskistofninum í ám og vötnum.
Hinni nýju löggjöf er ætlað að
tryggja eftir föngum viðhald fiski-
stofnsins og eðlilegS nýtingu hans,
til hagsbóta og ánægju fyrir sem
flesta landsmenn.
Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum
Góður heyskapur í iKartöfluuppskera neð-
Svarfaðardal
Svarfaðardal, 22. ág.
Heyskapur hefur víðast gengið
vel hér um slóðir, enda tíðin verið
hin bezta. Nú munu allmikil hev
komin í garð, en [)ó er heyskap enn
haldið áfram og mun verða eitthvað
enn[)á, enda ekki mjög á sumarið
liðið. Bændur hér um slóðir munu
geta litið ókvíðnir fram á veginn
að því cr fóðuröilun snertir lianda
búpeningi sínum í })etta skipti.
Fiskafli er tregur á Dalvík. Von-
andi glæðist aflinn senn. Langt er
síðan síld hefur borizt [)angað til
söltunár.
Fjöldi norskra skipa
í vari á Raufarhöfn
Raufarhöfn 23. ágúst.
20 norsk síldarskip liggja nú í
vari á Raufarhöfn, og margir Norð-
menn í landi. Sum þessara skipa
eru á þorskveiðum þar eystra, en
önnur á síld.
Enn er mikið að gera og langur
vinnudagur hjá flestum. Er nú
unnið við að ápakka síldina, því
að flutningaskip munu innan
skamms taka hana til útflutnings.
60 þús. tunnur voru saltaðar.
Margt aðkomumanna er hér
enn. Verið er að heyja túnin. Til
þess var enginn tími á meðan síld-
arsöltunin stóð yfir.
Bæjarsljórn - og fjöldi manns -
heiðra Þorstein M. Jónsson
Fjöldi manns heimsótti Þor-
stein M. Jónsson skólastjóra á 70
ára afmæli hans sl. laugardag, og
mikill fjöldi lieiilaóska barst
hvaðanæfa af landinu.
Bæjarstjórn Akureyrar heiðraði
forseta sinn myndarlega á þessum
tímamótum. Bæjarráð heimsótti
hann og færði honum að gjöf tvö
- Óþurrkarnir á Suðurlandi
(Framhald af 1. síðu).
lömbunum ekki neitt. Lömbin svo
hörmuleg kvikindi, að eg skil ekki
að nokkurt þeirra geti orðið með
meira en 20 punda kroppi i haust.
Þau eru með „votahrúður“ um
snoppur og haus.“
Lítið mótstöðuafl.
„Hvemig myndi svo verða að
taka þessar skepnur á fóður í
fiaust, ef eitthvað af þeim
yrði látið lifa? Hvað ætli þær hafi
mikið mótstöðuafl gegn komandi
vetri, og hvað verður mikið bæti-
efni í fóðri þvi, sem kynni að svæl-
ast inn á þessu sumri? Það liggja
þó nokkrir peningar í strigayfir-
breiðum á hey, allt þetta graut-
fúnar niður.“
Fúi og ófærð.
„Girðingastaurar eru orðnir
grænir af fúa. Allt, sem eyðilagzt
getur, stefnir í eina og sömu átt.
Vegir upp til dala eru gjörsamlega
ófærir. Það boðar það, að ef ekki
hættir að rigna innan tíðar, verða
menn í mestu vandræðum með að
koma að sér þungavöru, svo sem
kolum og fóðurbæti, ef hann þá
einu sinni fæst nokkur.
Upp úr kartöflugörðum fæst
ekki neitt.“
Því miður satt.
„Eg veit, að þetta er ljót lýsing,
en þvi miður er hún sönn, því að
svona er ástandið í dag.
Blöð og útvarp segja ekki nema
undan og ofan af ástandinu. . . . “
Þannig farast þessum bónda orð,
og menn setur hljóða við lestur-
inn. — Um þessi vandamál þjóð-
félagsins er rætt í leiðara blaðsins
í dag.
an við meðallag á
Svalbarðsströnd
Svalbarðsströnd 22. ágúst.
Heyskapur hefur gengið ágæt-
lega, enda hefur tíðin verið svo
hagstæð að óvenjulegt er. Tún
voru yfirleitt vel sprottin, enda er
hér notaður mikill, tilbúinn áhurð-
ur. Þó mun þurrkurinn sums stað-
ar hafa háð því nokkuð að vel
sprytti eftir fyrri slátt. Margir
bændur eru nú meira en hálfnaðir
með seinni slátt, og hafa væntan-
lega flestir lokið heyskap fyrstu
daga september.
Horfur með kartöfluuppskeru
munu vera neðan við meðallag, en
margir garðar eru of þurrir, enda
hefur varla rignt, svo teljandi sé,
nema einu sinni til tvisvar í 2 síð-
ustu mánuði.
Byggingaframkvæmdir eru með
meira móti í sveitinni í sumar. Fjós
eru byggð á 3 bæjum, fjárhús á 2
og heyhlöður á 2, og auk þess 2
votheysturnar 12 metra háir. Þá
hefur kirkjubyggingunni miðað
nokkuð, áleiðis.
Tvö tófugreni voru unnin hér í
sumar. Grenjaskytta er Októ
Guðnason, Svalbarðseyri, og er
hann afbragðsskytta.
Saltað í 5000 timnur
í Hrísey
málverk eftir listamennina Ás-
grim Jónsson og Jón Stefánsson.
BOÐ BÆJARSTJÓRNAR.
I gær hafði bæjarstjórnin svo
hádegisverðarboð til heiðurs Þor-
steini og frú Sigurjónu Jakobsdótt-
ur, konu hans. Þar töluðu, auk
bæjarstjóra, bæjarfulltrúarnir Jón
Sólnes, Steindór Steindórsson,
Björn Jónsson, Marteinn Sigurðs-
son og Jakob Frímannsson, sem
mælti fyrir minni frú Sigurjónu.
I þakkarræðu minntist Þorsteinn
M. Jónsson Akureyrar og minnti á,
að bærinn vaeri nú talinn fallegasti
bær landsins, og væri mikilsvert,
að sá orðstir lifði. Benti hann m. a.
á, að stækka bærí Lystigarðinn
með því að tengja saman gilið
austan við veginn og garðinn. Á
afmælisdaginn voru og fluttar
margar ræður á heimili Þorsteins.
Jóhann Frímann afhenti málverk
eftir Guðm. Einarsson frá Miðdal,
frá kennurum Gagnfræðaskólans,
og ávarpaði Þorstein skólastjóra
ennfremur töluðu Sverrir Pálsson,
séra Kr. Róbertsson, Jón Sigur-
eeirsson, Egill Þórláksson og séra
Pétur Sigurgeirsson.
Hvassviðri af suðvestri geysaði
um mikinn hluta landsins í fyrri-
nótt og gær. Syðra var versta hrak-
viðri, en hér bjart og hlýtt, 20 stig
um miðjan dag í gær. I Húnavatns-
sýslu var aftaka rok í fyrrinótt. og
urðu skaðar af, þótt ekki stórvægi-
legir. Sunnanáttin mun verða ríkj-
andi næstu dægur, með úrkomu
syðra en góðviðri hér.
Hrísey 21. ágúst.
Hér er fremur dauft yfir þessa
siðustu daga. Ógæftir hamla veið-
um, og hafa bátar legið í vari að
undanförnu, þar til nú, að fyrsti
báturinn fór á handfæraveiðar í
nótt. Alls var saltað í um 5000
tunnur síldar, og er það að visu
ekki mikil söltun, en þó sú mesta
um margra ára skeið og góð at-
vinnubót.
Heyskap er lokið að mestu. —
Kartöfluuppskera er góð og sums-
staðar ágæt.
Merkiskona sextug
Svarfaðardal, 22. ág.
Sextug verður á morgun, 23. ág.,
ein af merkiskonum þessa byggðar-
lngs, frú Ré>sa Þorgilsdóttir á Sökku.
Hún er fædd þar 23. ág. 1895. For-
eldrar hennar sent þar bjuggu, voru
lijónin: Þorgils Þorgilsson, ættaður
úr Árnessýslu, d. 29. júlí 1918, og
Elín Sigurbjörg (f. 25. júní 1863, d.
14. júh' 1933) Árnadóttir, hrcpp-
stjóra í Syðra-Holti, Pálssonar, pr.
að Bægisá, Árnasonar, biskups Þór-
arinssonar á Hólunt.
Hinn 29. apríl 1924 giftist frú
Rósa og gekk að eiga Gunnlaug
Gíslason’ frá Hofi í Svarfaðardal,
Jónssonar, bónda þar, og Ingihjarg-
ar Þórðardóttur frá Hnjúki, er nú
er nýlega látin. Ári síðar hófu þau
Rósa og Gunnlaugur búskap á
Sökku, og búa þau j)ar enn blóm-
legu qg farsælu búi. Þeim varð fjög-
urra barna auðið, sem öll eru upp-
komin. Tvær dætranna eru giftar,
en sonur þcirra og ein dóttir eru
enn heima hjá þeim. Giftu og burt-
fluttu'dæturnar eru: Jóna Magnea,
gift sþra Stcfáni Snævarr á Völium,
og Dagbjört, sem er gift séra Þóri
Stephensen á Hvoli í Dalasýslu.
Frú Rósa er vinsxl kona, ljúf og
hlýleg í viðmóti og fraimirskarandi
gestrisin. Myndarskapur og fyrir-
mennska er henni í blóð borin.
Heimilið á Sökku ber þess líka ótví-
ræðan vott. — Megi þessari merku
konu verða langra lífdaga auðið
og góðra!
Hátíðlegur bændadag-
ur á Laugum
Laugum 21. ágúst.
Búnaðarsamband Suður-Þingey-
inga hélt bændadag að Laugum í
Reykjadal á sunnudaginn var. Sér-
stakur hátíðisdagur bænda —
bændadagurinn — er orðin föst
venja þar og hafa bændur í öðrum
landshlutum tekið upp sama sið-
inn.
Bændadagurinn á sunnudaginn
var hófst með guðsþjónustu í
íþróttahúsinu og messaði Friðrik
A. Friðriksson, prófastur i Húsa-
vík, en Páll H. Jónsson, kennari á
Laugum stjórnaðii almennum
söng.
Formaður Búnaðarsambandsins,
Hermóður Guðmundsson í Árnesi
í Aðaldal, setti samkomuna með
ræðu og stjórnaði henni. Aðrir
ræðumenn voru: Tryggvi Sig-
tryggsson bóndi á Laugabðft í
Reykjadal og Baldur Baldvinsson
bóndi á Ofeigsstöðum, Jóhann
Konráðsson frá Akureyri söng með
undirleik Áskels Jónssonar, Jón
Norðfjörð leikari skemmti með
upplestri, skrítlum og gamanvís-
um, og Karlakór Reykdæla söng
undir stjóm Páls H. Jónssonat, og
stjórnaði söngstjórinn einnig al-
mennum söng á samkomunni.
Þá kepptu knattspyrnumenn úr
Mývatnssveit og Reykjadal, og
unnu Mývetningar. En í þessum
sveitum báðum hefur knattspyrnu-
þjálfari verið í sumar og kennt
ungum mönunm.
L'til berjaspretta.
Berjasoretta er mjög lítil x
Reykjadal, en betri talin í upp-
sveitunum, í Mývatnssveiit og líka
í Bárðardal.
Þorgrímur Stefánsson,
fyrrum ferjumaður á
Blöndu, látinn
Blöndudalsliólum 17. ágúst.
Hinn 13. ágúst lézt í sjúkrahús-
inu á Blönduósi Þorgrímur Stef-
ánsson, sem lengi bjó í Syðra-
Tungukoti i Blöndudal, en sá bær
heitiri nú Brúarhlíð, enda stendur
hann rétt við nýju brúna á Blöndu.
Aður en brúin var byggð var þarna
um lengri tíma dragferja á Blöndu
og Þorgrímur ferjumaður. Minnast
hans margir frá þeim tíma er hann
stóð við ferjusveifina og barðist
við vatnsflauminn í ánni.
Þorgrímur var fæddur 19. marz
1891 í Rugludal í Blöndudal, sem
var fremsta býlið í dalnum og nú
fyrir löngu komið í eyði. Árið
1916 kvæntist Þorgrímur frænd-
konu sinni, Guðrúnu Björnsdóttur,
og reistu þau bú í Syðra-Tungu-
koti (Brúarhlíð), en þar höfðu for-
eldrar beggja búið. Á síðastliðnu
ári lét Þorgrímur af búskap, sök-
um vanheilsu, og fékk dóttur sinni
og tengdasyni (Guðmundi Evþórs-
syni) jörðina í hendur.
Þorgrímur var áhugasamur elju-
maður, sem þrátt fyrir langvarandi
veikindi í fjölskyldunni, gat bætt
jörð sína verulega, og þegar hann
hætti búskap hafði hann nýlega
reist snoturt íbúðarhús úr stein-
steypu.
Fimm börn þairra Guðrúnar og
Þorgríms komust til aldurs, öll
gift Stefán, verkamaður í Reykja-
vík, Björn, verkamaður á Hofsósi,
Aðalbjörg, húsfreyja í Holti í Ás-
um, Konkordía, húsfreyja á Tanna-
stöðum í Hrútafirði, og Emilía,
húsfreyja í Brúarhlíð. — B J.