Dagur - 14.09.1955, Page 2
2
D AGUR
Miðvikudaginn 14. sept. 1955
.. Þó um fjarSægB förin
liggi mínr feginn sneri eg
afiur heim fil þín..."
Kveðjoorð, er aska próf. dr. med.
SKÚLA GUÐjÓNSSONAR var
lögð í skagfirzka mold á laugard.
Eftir Ólaf Sigurðsson á Hellulandi
Góðir gestir frá Akureyri
í N.-Þingeyjarsýslu
Um leið og síðustu leifar hans
eru fluttar til Skagafjarðar i átt-
hagana í íslenzkri mold langar mig
til að rita örfáar línur. Ekki er það
setlun mín að fara að rita neina
æfisögu heldur bregða upp nokkr-
um leifturmyndum úr æfi þessa
ágæta vinar mins og stórfræga vis-
indamanns.
Skúli er fæddur og uppalinn i
Vatnsholti, næsta bæ við Hellu-
land. Ragnheiður kona mín, og
hann voru systkinabörn og uppeld-
'issystkin, mátti svo heita að eg
væri uppeldisfélagi þeirra.
Þó að hann væri nokkru yngri
en eg unnum við ýmislegt saman,
rerum t. d. alloft á sjó með hand-
færi, fórum til grasa vestur á fjöll
eða vorum við veiðibrask inn í
Héraðsvötnum eða úti við sjó.
Snemma bar á því að þessi
drengur var athugull i bezta lagi.
Tindi grös og steina og safnaði
hornsílum í krúsir til að rannsaka
þeirra lifnaðarhætti og svo gera á
þeim uppskurði og það merkilega
nákvæma. Fámáll var hann og
fullorðinslegur og sagði fáum hug
sinn. Kornungur las hann „Hvers
vegna? Vegna þess“ spjaldanna á
milli, var það hans mesta uppá-
haldsbók. Svo virtist sem náttúru-
fræði og lifeðlisfræði væri hans
hugðarefni.
Frá því fyrst hann fór í skóla og
alla tíð siðan höfum við skrifast á.
Hvar sem hann var staddur á
hnettinum sendi hann mér bréf eða
kort og það síðasta 5 dögum áður
en hann lézt, skemmtilegt og fjör-
ugt að vanda og allmargar vísur og
Ijóð með, eins og venjulega.
Skólaferill.
A skólaárum sínum las hann
mjög margt annað, en skólabæk-
urnar, einkum voru það fræðibæk-
ur og rit margvísleg, svo að hann
kom vel menntaður út úr mennta-
skólanum. Mikið dálæti hafði
hann á einum kennara sinna, Sig-
urði Guðmundssyni, síðar skóla-
meistara, og taldi sig lánsmann að
hafa átt þess kost að nema hjá
honum. Einhverju sinni áttum við
Sigurður skólameistari tal saman
um Skúla. — „Eg hef aldrei þekkt
eins andskoti djúpt hugsandi ung-
ling eins og Skúla,“ sagði Sigurð-
ur. Þeirra vinátta var föst og trygg
alla tíð. Eftir að Skúli fór að hafa
hér sumardvöl heimsóttu þeir
hvorn annan á víxl.
Um skólagöngu sína sagði
Skúli þetta: „Eg rúmlega skreið
gegnum prófið. Menntaskólinn
fann ekkert út úr mér, en lífið
hefur þó fundið nokkuð.“ Lækna-
próf tók hann ágætt og eftir að
hafa stúderað tvö ár í Berlín, verk-
smiðjusjúkdóma og manneldismál,
tók hann læknapróf við Hafnarhá-
skóla til að hafa full læknisréttindi
þar í landi, sagði hann mér að það
hefði verið fremur leitt fyrir sig.
Skúli greiddi götu fjölmargra Is-
lendinga er til hans leituðu og áttu
þeir gestrisni og góðvild að mæta
á hans elskulega heimili. Honn var
kvæntur danskri konu, Melite Lar
sen. Hinni glæsilegustu konu -—
eiga þau 3 mjög mannvænlegar
dætur.
V.sindastarf.
Vísindastarf hans var tvíþætt.
Annars vegar rannsóknir á at-
vinnusjúkdómum, þar um reit
hann sína doktorsritgerð og var
svo settur yfir allt verksmiðjueftir-
lit i Danmörk. Nú síðast hafði
hann það einungis á Jótlandi, enda
hlóðust þá á hann margvísleg störf.
En hinn þátturinn, sem hann
vann að með fullum krafti þar til
yfir lauk, voru manneldisvísindi og
undirstaðan var þessi:
Þjóðirnar hafa á þúsundum ára
sjálfar fundið það bezta sem
hentaði hverju landi í klæðnaði,
matarhæfi, matreiðslu og geymslu
matvæla. Kom þeim Vilhjálmi Stef
ánssyni landkönnuði og honum vel
saman um þessa hluti og voru
bréfafélagar um skeið.
Fyrsta skrefið til rannsókna í
þessa átt var vísindaleiðangur hans
til Færeyja. Stóð sá leiðangur í
tvö sumur með mannmörgu hjálp-
arliði og sérstöku leiðangursskipi.
Greiddi Carlsbergssjóður allan
kostnað. I Færeyjum var að finna
elzta hátt í matarhæfi og matvæla-
geymslu á Norðurlöndum. Um
þennan leiðangur reit hann bók á
ensku, í tveim bindum mjög mynd-
um prýdda.
Næst var það að hann las allar
íslenzkar fornbókmenntir og Bisk-
upasögu með það í huga að fá
vitneskju um matarhæfi og
geymslu matvæla á Víkingaöld-
inni og þar á eftir til að freista að
fá ljóskast yfir hvað valdið hefur
hinni miklu og öru hnignun eftir
víkingatímabilið. Reit hann bók
um þetta efni sem þýdd hefur ver-
ið á íslenzku og heitir: „Matarhæfi
og heilsufar í fornöld".
Þá var það að prófa varð allt
þetta sem hann hafði orðið vísari,
á nákvæman, vísindalegan hátt. En
góða aðstöðu til slíkra rannsókna
fékk hann ekki fyrr en hið stóra
„Hygenisk Institut“ var byggt við
Arósar háskóla, það langstærsta og
fullkomnasta á Norðurlöndum.
Var í vetur verið að setja þar af
stað geysimiklar dýratilraunir, þar
sem sannprófað er gildi sem flestra
matartegunda, margs konar mat-
reiðslu og geymsluaðferða á mat-
vælum. Samhliða þessu eru svo
framkvæmdar nákvæmar efna-
rannsóknir. Þegar þessum tveim
rannsóknaraðferðum ber saman,
þykir fullsannað svo að trúa megi.
Fulltrúi á Þjóðabandalags-
þingum.
Meðan gamla Þjóðabandalagið
var við líði með aðsetur í Geneve
átti Skúli þar sæti sem fulltrúi
danska ríkisins úr læknastétt, þar
voru þá um 200 læknar. Ekki hafði
þetta þir.g lengi setið, er valdir
voru 7 læknar í yfirnefnd eða ráð,
var Skúli einn þeirra. Starfaði þing
þetta nokkra mánuði ár hvert í
nokkur ár.
Kurr heyrðist í dönskum blöð-
um um að óþarfi væri að senda
útlendat? læknir á þing þetta. Rík-
isstjórnin benti á að þar sem pró-
fessor Skúli væri í þessu ráði, væri
hann orðinn Þjóðabandalagsins
maður og það greiddi honum laun-
in (sem þó voru helmingi hærri en
þjóðirnar sjálfar greiddu sínum
sendimönnum).
A þingi 20 vísindamanna um
manneldismál og atvinnusjúk-
dóma, sem háð var í Sidney í
Astralíu, var Skúli eini læknirinn
sem mættu þar frá Norðurlöndum.
A heimleiðinni flutti hann svo er-
indi á læknafundum í San Frans-
isco, New York, London. Nokkru
síðar var haldið Norðurlandaþing-
ið í Stokkhólmi um manneldisvís-
indi og þar afróðið að Danir skyldu
taka forystuna um rannsóknir og
kennslu í manneldisvísindum undir
stjórn Skúla. Var þá þegar hafin
bygging að þessari stofnun „Aar-
hus Universitets Institut".
Fjármagnið gegnum eldhúsin!
Þessa spurningu lagði Skúli fyr-
ir sig og aðra manneldisfræðinga:
Hvar streymir mest f jármagn þjóð-
anna? — Gegnum eldhúsin var
svarið. — Og það var eins og þjóð-
irnar hrykkju við, við þetta stutta
og nærtæka svar. Það er því auð-
skilin hin geypilega fjárhagslega
þýðing að vel sé farið með matinn,
en það hefur líka aðra enn meiri
og óútreiknanlega þýðingu fyrir
vöxt og hreysti kynslóðanna, að
maturinn sé ekki skemmdur, hin
verðmætustu efni eyðilögð eða því
bezta fleygt á leiðinni gegnum eld-
húsin.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu
sendimann á fund Skúla til við-
ræðu að koma upp fullkomnum
háskóla með mörgum prófessorum
um þetta efni í Arósum undir
handleiðslu hans og leggja fé til, ef
Norðurlöndin öll stæðu saman um
háskólann. Atti fundiy- að vera um
þetta mál milli Norðurlandanna í
Kaupmannahöfn snemma í vetur
sem leið, eða þegar Skúli treysti
sér heilsunnar vegna og segði til.
Heíur sá fundur ekki enn verið
haldinn, þegar siíkur hámenntaður
vísindamaður er horfinn sjónum og
starfsdagur hans allur, mun marg-
ur góður Islendingur harma það að
þjóðin bar ekki gæfu til að njóta
hinna glæsilegu starfskrafta hans.
Heima á fornum slóðum.
Ekkert var honum jafnkært og
dvölin hér hjá okkur á æskustöðv-
unum. Hann var ekki fyrr farinn,
en hann fór að hlakka til næstu
komu sinnar hingað og stundum
átti hann erfitt með að dylja sökn-
(Framhald á 7. síðu).
Valþjótsstað 5. sept. 1955.
Við Núpsveitungar fengum góða
gesti síðastliðinn laugardag. Voru
það þeir Jóhann Konráðsson
söngvari og Askell Jónsson undir-
leikari. Skemmtu þeir í kirkjunni
að Snartarstöðum á vegum Ung-
mennafélags Núpsveitunga. Kirkj-
an var troðfull fram að dyrum.
Fólk kom úr öllum sveitum sýsl-
unnar, allt frá Þórshröfn og Rauí-
arhöfn til þess að hlusta á þennan
glæsilega söngmann. — Jóhann
brást heldur ekki vonum manna,
fremur en endranær, því að hvar
sem hann lætur til sín heyra hrífur
hann áheyrendur með hinni fá-
dæma blæfögru rödd sinni, sem
einnig er mjög þróttmikil og glæsi-
leg. Meðferð hans á lögunum Sum-
ardagur eftir Pétur Sigurðsson,
Kveðja og Dísa eftir Þórarinn
Guðmundsson og Ungtduld Schu-
berts, svo að eitthvað sé nefnt, var
með afbrigðum góð, svo að eg hef
ekki heyrt hana slíka hjá öðrum
söngvurum. Annars voru sum lag-
anna greinilega of lág fyrir radd-
svið Jóhanns, til þess að hann gæti
gert þeim góð skil. Að vísu hefði
það verið mjög góður söngur við
hlið íslenzku útvarpssöngvaranna
alkunnu, en Jóhann má þó athuga
vel val þeirra laga, er hann syng-
ur. — Askell annaðist undirleik af
sinni alkunnu lipurð og smekkvisi.
Mörg laganna varð að endurtaka
og fimm aukalaga kröfðust áheyr-
endur.
Þeir félagar hafa nú síðastliðin
sumur ferðast talsvert um Norður-
og Austurland og alls staðar kom-
ið, séð og sigrað. Þeir eru einnig
hin mestu ljúfmenni í öllum samn-
ingum og kynningu. Setja sig inn í
allar aðstæður og gera sér allt að
góðu.
Það er ómetanlegt fyrir okkur
Norðlendinga að eiga þess kost að
heyra af og til í þessum vinsæla
söngvara, sem nefndur er um leið
og þeir Stefán Guðmundsson og
Einar Kristjánsson.
Jóhann! Hafðu þökk fyrir marg-
ar ógleymanlegar stundir, bæði
fyrr og síðar. Ragnar Helgason.
SÝNINGAR.
Fróðleiksþrá var fjarska sterk
á Fróni, alla daga.
Ýms voru samin ágæt verk,
um bað getur saga
— og baga.
Ennþá reyna allir þeir,
sem eiga á slíku færi,
að stuðla að því að meir og meir
mannfólk sjái og læri,
— þó væri.
Sýnt er allt, til sjós og lands,
sem að nafnið hefir:
Hestar; málverk, hrútar, dans,
hannyrðir og vefir,
— og refir.
Blámenn, tröll og berserkir,
búningar og gríinur,
starfshlaup, akstur, skreið og skyr,
skáldsögur og rímur,
— og gl.'mur.
Nýung hverja að nema og sjá
nú er orðinn siður.
Værugjörnum verður þá
varla gefinn friður,
— því miður.
Fróðlegt er að fylgjast með
þeim fúrðum, er þeir sýna.
Margt við höfum sjaldgæft séð,
nú s ðast þetta fína,
— frá Kína.
DVERGUR.
Gagnfræðaskóli Akureyrar
Vegna skiptingar í bóknáms- og verknámsdeiklir G.A.,
eru börn þau, er tóku fullnaðarpróf frá Barnaskóla
Akureyrar sl. vor, eða forráðamenn þeirra, beðnir að
koma til viðtals við mig fyrir 18. þ.m. F.g verð til viðtals
í skólanum frá kl. 5—7 síðd. dagana 15.—17. þ.m., að
báðiim meðtöldum.
Akureyri, 12. sept. 1955
JÓHANN FRÍMANN
skólastjóri