Dagur - 14.09.1955, Side 4
4
DAGUR
Miðvikudagirm 14. sept. 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
og á laugardögum þegar ástaeða þykir til.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Sáningin í vor og uppskeran
í haust
ÞESSA DAGANA eru landsmenn sem óðast að
bera í lilöður uppskeru verkfallanna í vetur er leið.
Mun mörgum lítast hún ekki ósvipuð heyjunum, sem
sem legið hafa úti í votviðrunum sunnanlands í allt
sumar. En þau eru, sem kunnugt er, ekki lengur
græn, heldur kolmórauð. Af þeim leggur fúalykt cn
ekki ilm gróandans.
Þegar sáningin liófst undir verkstjórn kommúnista,
virtust ýrnsir gera sér vonir um, að liaustverkin
mundu verða með öðrum hætti, og hirtu þá ekkert
um veðurspár. En í stað sólskinsins, sem kommúnistar
lofuðu, hafa stórrigningar dunið yfir. Dýrtíð flæðir
á ný yfir landið og sópar með sér því, Sem menn
héldu að þeir mundu geta liirt í hlöðu fyrir sig.
Þannig hlaut þessi leikur líka að enda, og engum
mun liafa verið það ljósara en kommúnistum. Enda
réðu þeir mestu í því pólitíska glæfraspili, að nota
þörf lægst launuðu verkamannanna til þess að hleypa
af stað kaupliækkunarskriðu handa öllum stéttum.
Sú pólitík var utan og ofan við efnahagsgetu þjóð-
félagsins, og því er nú komið sem komið er. En
kommúnistar ætla ekki að gera það endasleppt í
hræsni sinni og yfirdrepskap. Þegar öll kaupgjalds-
og verðlagsmál eru úr skorðum fyrir ábyrgðarlausar
aðgerðir þeirra, belgja þeir sig út af vandlætingu
yfir því, að bændur landsins skuli ekki loka aug-
unum fyrir vorverkuin forustumanna Alþýðusam-
bandsins. Ekki er hægt annað að sjá á málgögnum
kommúnista, en réttlætinu væri lielzt þjónað með
því nú, að kaupgjaldi bænda væri lialdið í því sama
og það var áður en verkföllin leystust, án tillits til
þess, sem gerzt hefur síðan. Það skortir sem sé ekki,
að nú sé rætt um aiurðahækkunina, sem varð í þess-
ari viku, í þeim tón, sem hún sé upphaf nýrrar dýr-
tíðaröldu, þegar staðreyndin er, að hækkun land-
búnaðartaranna er afleiðing þess, sem gerðist fyrr
á árinu. Þannig ástunda kommúnistar enn þá íþrótt,
að snúa við staðreyndum. Aðfarirnar fyrr á þessu
ári voru stríð gegn efnahagskerfi þjóðarinnar, en
ekki nein jöfnun þjóðarteknanna. Og svo liefur
nú farið í því stríði, eins og öllum öðrum eyðilegg-
1 ingarstyrjöldum, að heildin hefur tapað, einliverjir
1 fáeinir spekúlantar í pólitík og peningum liafa e. t. v.
1 auðgast um stundarsakir á aukinni fátækt annarra.
p ÞESSIR MEGINDRÆTTIR í þróun efnahágs-
málanna í sumar og haust voru nýlega dregnir fram
í grein hér í blaðinu. Og voru kommúnistar sannar-
lega kallaðir til ábyrgðar fyrir skemmdarverk sín.
' En það var líka rætt um þá staðreynd, sem öllum
landsmönnum mun vera ljós, að ýmsir aðrir aðilar
1 í þjóðfélaginu hafa reynt að notfæra sér upplausnar-
ástandið og óvissuna í verðlagsmálum til að skara
eld að sinni köku. Margar verðhækkanir hafa verið
rökstuddar, og eru eðlilegar og óumflýjanlegar eftir
að hrundið var af stað kapphlaupinu í milli kaup-
i gjalds og verðlags, en aðrar ekki. Undir þeim síðar
| töldu standa braskarar og spekúlantar í ýmsum
greinum, og njóta einkum verndar Sjálfstæðisflokks-
' ins.. Þeir leggja flokknum til mikið fjármagn til
1 stórfelldrar áróðurs- og blekkingar-starfsemi á mörg-
um vígstöðvum, og munu hafa ástæðu til að álíta,
að það sé bezti business, sem þcir liafa gert árum
saman.
EN ÞEGAR þannig er minnt á
vorverk konnnúnista og sumarveik
þessara máttarstólpa, umhverfist
Morgunblaðið gjörsamlega. Þetta
lieitir á þess máli, að kommúnist-
ar hafi verið leystir frá allri ábyrgð
af þróun efnahagsmálánna, en
Sjálfstæðismönnum kennd hún! Og
síðan eys Mbl. blöð Framsóknar-
manna auri í hamslausu reiðiskasti.
Lesendum Mbl. mun koma þessi
hárfína réttlætiskennd alveg á óvart.
Þeim mun þykja sem viðbrögðin
lýsi frekar vondri samvizku en sárs-
auka sakleysingjans. Þjóðin veit
líka mæta vel, að margir menn
liafa starfað á akri dýrtíðarmál-
anna í vor og sumar.. Sáðmenn-
irnir voru alla tið auðþekktir. En
sumir verkamenn að uppskeru-
störfunum vilja dyljast. Það sann--
ar vonzkukast Mbl. liér á dög-
unum. En svona uppþot breyta
ekki staðreyndum.
Nýliðarnir í I. deild.
í VIKUNNI sem leið héldu um
3000 Reykvíkingar upp á íþrótta-
völl sinn til þess að horfa á Akur-
eyrarpiltana keppa í knattspyrnu
við Akurnesinga. Þetta var í miðri
viku að kalla, á kvöldverðartíma
flestum heimilum. Samt kom
þessi mannfjöldi á vettvang. Til
þess munu hafa legið ýmsar ástæð-
ur, en ein þó veigamest: Áhuga-
menn um knattspyrnuíþrótt höfðu
fullan hug á að sjá nýliðana í I.
deild, og gera sér grein fyrir,
hvers af þeim mætti vænta. Að
loknum leik voru dómarnir vin-
samlegir. Þarna eru strákar, sem
ætla má að geti komist nokkuð
langt. Þeir hafa marga ágæta kosti
til brunns að bera. Líklega verða
þeir skæðir keppinautar í næsta
Islandsmóti. Þetta sagði almenn-
ingur á knatspyrnuvellinum í Rvík,
og geta norðanmenþ vel við unað.
Á að láta staðar numið?
KNATTSPYRNAN á Akureyri
er því komin á dagskrá í íþrótta-
heiminum, og það kemur fjölda
bæjarmanna hér á óvart. Um langt
árabil var aðstaða til íþróttaiðk-
ana svo ófullkomin, að það orð fór
smátt og smátt að komast á, að
Akureyringar væru ekki hlutgeng-
ir. En við hristum af okkur slénið
og stofnuðum íþróttasvæðið og
byggðum íþróttahúsið. Endurfæð-
ingin gat ekki orðið með skjótum
hætti, en nú erum við að byrja að
sjá árangurinn. Ungir menn, sem
vaxa upp við sæmilega aðstöðu til
íþróttaiðkana, eru vissulega hlut-
gengir á íþróttamótum. Æskan
hefur, þegar á hólminn kemur,
mikinn áhuga fyrir íþróttum, og er
þess albúin að sækja fram.
En er þá ekki allt gott og bless-
að og getum við ekki haldið að
okkur höndum úr því sem orðið er,
og beðið eftir að sjá uppskeruna?
Nei, ef við látum staðar numið nú,
náum við ekki þeim árangri sem
efni standa til. Enn þarf að endur-
bæta aðstöðuna til íþróttaiðkana,
og vafalaust verður það gert eftir
því sem tækifæri leyfa. En það
sem nú kallar að, er, að tryggja
eftir föngum, að knattspyrnuíþrótt-
in geti þróast hér með eðlilegum
hætti, og hvert ár skilað nokkrum
framförum.
Þjálfun skortir.
ÞEGAR AKURNESIN GAR
heimsóttu okkur hér í sumar, birt-
ist hér í blaðinu samtal við farar-
stjóra þeirra og við kunnasta
knattspyrnudómara landsins. Þeir
voru sammála: Akureyringa skortir
fyrst og fremst aukna þjálfun undir
góðri leiðsögn. Sama heyrðist eftir
kappleikinn í Reykjavík á dögun-
um. Til þess að liðið fái fullnýtt
þá möguleika, sem nú eru fyrir
hendi, þarf að ráða hingað kennara
í vetur, til þess að vera með knatt-
spyrnumönnunum, æfa þá og
þjálfa. En til þess þarf fé. Það fé
geta þeir ekki lagt fram sjálfir.
Þeir leggja fram tíma sinn og
áhuga. Hér þurfa aðrir bæjarmenn
að sýna áhuga sinn í verki. Við er-
um nógu fjölmennir, Akureyring-
ar, og nægilega vel stæðir, til þess
að halda uppi kennara fyrir kapp-
lið bæjarins, er hefur þegar getið
sér gott orð og er af öllum, sem til
þekkja, talið líklegt til markverðra
sigra ef það fær að njóta hentugrar
aðstöðu.
Fyrir knattspyrnuíþróttina hér í
dag virðist þetta vera mál mál-
anna. Vonandi verða bæjarmenn
samtaka um að hrinda því í fram-
kvæmd.
Vinsæll vinnuflokkur við
Skjálfandafljótsbrú.
Vinnuflokkurinn við Skjálfanda-
fljótsbrúna nýju býr í tjöldum á
eystri bakka árinnar og þar er
eldhús og matskáli. Þessi 20
manna hópur „útilegumanna“ hef-
ur þótt góður í nágrenni og laus
við það óorð, sem því miður hefur
stundum loðað við hliðstæða
vinnuflokka.
Sólbrenndir merin með sigg í
lófum voru að leggja frá sér verk-
færin kl. 12 á hádegi fyrra laug-
ardag. Það voru hraustlegir karl-
menn á ýmsum aldri. Ilmurinn frá
eldhúsi gaf til kynna að góð máltíð
væri í vændum. Og aðspurður um
mataræði, svaraði einn verkamað-
urinn „stutt og laggott": „Lax í dag
og lambakjöt á morgun.“
Lítil telpa hljóp í milli tjald-
anna. Hún var enn á þeim aldri að
mega klæðast eftir veðrinu. Lítill
skyrtugopi og spenna í óstýrilátu
hári var kappnóg í logni og brenn-
andi sólskini. „Hún er nú það, sem
allt snýzt um,“ sagði annar brúar-
maður. Og sú litla hljóp berfætt á
hvössu hraungrjótinu áleiðis til
brúarinnar.
En það var ekki alltaf logn
Bárðardal í sumar. Stundum var
nær óstætt veður og fyrir kom að
menn urðu að skríða eftir brúnni,
vegna veðurofsans. — Ofurlítið af
urriða er þarna í Fljótinu. En hann
er ekkert keppikefli fyrir aðra, en
þá, sem eru nokkuð langt leiddir
af veiðiáhuga og verða að „tala við
sinn urriða á kvöldin“.
Nú sjást hópar af gæsum á leið
til Norður-Evrópu. Stundum setj-
ast þær á árbakkana og eru föngu-
legar á að líta. Og nú fyrir skömmu
tóku rjúpurnar að flykkjast í þús-
undatali niður á láglendið. Þær
eru fljótar að finna skárstu berja-
móana og hreinsa þá. Ungarnir eru
orðnir fullvaxnir. Víða gera rjúp-
urnar sig heimakomnar á bæjum.
Bárðdælskur bóndi sagði að á
morgnana væru hóparnir heima
við bæi og ekki síit í görðunum.
Þær eru fundvísar á lausa, þurra
mold og sand og baða sig þar í
ákafa eins og hænsn.
Súrkál
Nýlenduvörudelidin
og útibúin.
Sjálfsagt að lialda áfram að kjósa
fegurðardrottning - segir Arna
Hjörleifsdóttir
Fegurðardrottning íslands 1955, uiigfrú Arna Hjör-
leifsdóttir, helúr dvalið hér í bænúm áð. undauförnu
og starfað á ljósm’yndastpfunni Filman. Blaðið, notaði
tækifærið til að riá tali af henrii og spyrja liana um
framtíðarfyrirætlanirnar.
— Þær eru einfaldlega, að starfa áfram, sagði hún.
Eg verð liér frarn til næstu mánaðamóta, en byrja ]iá
starf lijá Flugfélagi íslands og verð flugþerna.
En hvað um samkeppnina i Lonfion?
Eg fæ leyíi frá störfum hjá Flugfélaginu til þess að
koma þar fam. Sjálf keppnin hefst 21. október, en
keppendur eiga 'að vera mættir tii leiks hinn 15.
október. Um framtíðina að keppninni lokinni vill
hún af eðlileg-
um ástæðum lítið
ræða. Úrslitin þar
eru óráðin gáta,
og um þau mál
betra að spjalla
seinna.
Frk. Arna sagði
blaðinu, að hún
gæti ekki fallist á
iá skoðun, að
hentast væri að
leggja niður feg-
urðardrottningar-
kjör, en raddir
um það skjóta
upp kolli annað
slagið. Því skyld-
um við ekki mega
hafa slíka sam-
keppni eins og
aðrar þjóðir. Að
vísu væri það rétt
athugað, að að-
staðan, sem í boði
væri á sjálfri sam-
keppninni, væri
ófullkomin, en úr
bvl mætti baeta,
og engin ástæða
þess vegna að
leggja árar í bát
á þessum vettvangi frekar en á öðrum sviðum.
Fegiirðardrottningin kemur til
Akureyrar að lokinni keppnini i
Reykjavík.
Og eigum við að reikna með þvi, að Akureyri verði
enn sigurseel?
— Því ekki það?, segir fegurðardrottningin. Eg tel
enga ástæðu til að örvænta í því efni. Hér er nóg af
fallegum stúlkum.
Hún sagði blaðinu, að ástæðulaust væri fyrir urigar
stúlkur að óttast þessa samkeppni. Sín reynsla væri
sú, að úrslitin vektu forvitni fólks að sjá sigurvegar-
ann — fólk veitir manni aukna athygli, það er greini-
legt, sagði hún. Hins vegar hefur hún ekki orðið fyrir
neinum beinum óþægindum af völdum úrslitanna.
Mætti e. t. v. geta þess til, að viðbrigðin séu ekki
mikil. Fallegum stúlkum er alltaf veitt athygli.
En auk þess sem Arna bendir á, að okkur sé raunar
ekkert vandara um en öðrum þjóðum, að lofa tallcg-
um ungum stúlkum að koma fram og hljóta viður-
kenningu fyrir fegurð og yndisþokka, er og þess að
geta, að til mikils er að vinna fyrir þær, sem sigra.
Hér heima fá þær góð verðlaun og tilboð í atvinnu.
Erlendis munu veitt 6 verðlaun, og að þessu sinni eru
1. verðlaun 1000 sterlingspund og ágætur einkabíll a£
Triumph-sportgerð. Og svo opnast möguleikar til starfa
og frama til allra átta.
Samborgar fegurðardrottningarinnar samfagna henni
með unninn sigur og óska henni góðs gengis, er á
hólminn kemur í London. Hvernig sem allt veltur þar,
geta íslendingar verið stoltir af því að eiga þar svo
glæsilegan fulltrúa.