Dagur - 14.09.1955, Síða 5
Miðvikudaginn 14. sept. 1955
D AGUR
5
Hinn glæsilegi heimavistarskóli á Húsabakka í Svariaðardal, er vigður var hátíölega á sunnudaginn.
Svarfdælingar hafa vígf glæsilegan
heimavisfarbarnaskóla á Húsabakka
Kvöddu Þórarin Kr. Eldjárn, skólastjóra sinn í
46 ár, í fjölmennu hófi og vöttuðu honum ást
sína og sýndu honum margvíslegan sóma
S ðastl. sunnudag var merkileg-
ur hátíðis- og kveðjudagur i
Svarfaðardal.
Var þá vígt með hátíðlegum
hætti nýtt heimavistarbarnaskóla-
hús, sem Svarfaðardalshreppur
hefur komið upp af miklum mynd-
arskap, og jafnframt var haldið
veglegt kveðjusamsæti fyrir Þór-
arin Kr. Eldjárn, er gegnt hefur
barnakennslu og skólastjórn í
Svarfaðardal um 46 ára skeið. —
Nýjum skólastjóra var heilsað við
sama tækiíæri. Er hann Gunnar
Markússon, úngur maður, fyrrum
skólastjóri á Flúðum í Arnessýslu.
Glæsilegt hús á fögrum stað.
Samkoman hófst laust eftir kl.
1 á sunnudaginn í fögru veðri, og
gat sjálf vígsluathöfnin því farið
fram úti undir beru lofti, í sól-
skini og við dýrðlegt útsýni. Hið
nýja skólahús stendur á Húsa-
bakka, allskammt innan við Tjörn,
óg sér þaðan til um 30 jarða í
dalnum. Hjörtur Eldjárn Þórarins-
son, oddviti og bóndi á Tjörn, setti
samkomuna með ræðu og stýrði
henni. Af hálfu bygginganefndar
skólans flutti skýrslu Gunnlaugur
Gíslason á Sökku. Er húsið að
mestu leyti fullgjört. Aðeinseftirað
mála og ganga til fulls frá fáum her
bergjum. Húsið er tvær hæðir, auk
kjallara og riss og er gólfflötur 220
m2. I húsinu eru 3 rúmgóðar
kennslustofur, íbúðir fyrir skóla-
stjóra og kennara og heimavist
fyrir 30 börn. Er húsið í senn veg-
legt og vandað, og hefur verið mik-
ið átak fyrir fámennt sveitarfélag
að koma því upp, enda þótt það
hafi notið til ágæts og lögákveðins
framlags ríkisins — sem þó er ekki
enn greitt að öllu leyti — og að-
stoðar stofnana eins og Menning-
arsjóðs KEA, ,er átakið þó mest
heima fyrir, meðal einstaklinga,
félaga og sveitarheildar. — Byrjað
var að grafa fyrir grunni hússins
21. jan. 1947. Hefur byggingin því
tekið langan tíma, og hefur margt
valdið. En allir eru nú sammála
um, að vel hafi tekist og fagna því
að miklu átaki er lokið.
Yfirsmiður var Jón E. Stefáns-
son í Dalvík. Kostnaður mun alls
nema, er lokið verður, um 1,1
roillj. króna.
Vígsla skólans.
Formaður skólanefndar, séra
Stefán Snævarr á Völlum, flutti
ræðu, og lýsti m. a. starfstilhögun
skólans. Bað hann síðan Þórarin
Kr. Eldjárn að draga fána að hún,
og lýsti síðan yfir vigslu bygging-
arinnar.
Þórarinn á Tjörn dregur íána að
hún við víéslu heimavistarskólans
á sunnudaéirm.
Magnús Jónsson alþm. flutti
kveðju frá menntamálaráðherra og
Stéfán Jónsson námsstjóri flutti
ávarp.. Var þessi samkoma hátíð-
leg og virðuleg. Sleit Hjörtur odd-
viti henni.
Samsæti til hciðurs
Tjarnarhjónum.
Bauð hann síðan, í nafni sveitar-
stjórnar, til samsætis í skólahúsinu,
er haldið var til heiðurs Þórarni
Eldjárn og frú Sigrúnu Sigurhjart-
ardóttur, konu hans. Var síðan
'setzt til borðs í mörgum síofum í
húsinu, en ræðum útvarpað um
gjallarhorn frá þeirri stofu, er heið-
ursgestirnir, Þórarinn Qg frú Sigrún
og nánustu ættingjar þeirra, sátu í.
Veizlustjóri var Björn Jónsson á
Olduhrygg, en ræðumenn: Séra
Stefán Snærvarr, Jóhannes Har-
aldsson í Laugahlíð, Hjalti Har-
aldsson í Ytra-Garðshorni, Gestur
Vilhjálmsson í Bakkagerði, Magn-
ús Jönsson alþm., Gunnar Markús-
son skólastjóri, Snorri Sigfússon
námsstjóri, Bernharð Stefánsson
alþm. og Kristinn Jónsson oddviti
(Framhald af 8. síðu).
X Kveðja frá nemanda i;
!; Það var kennslustund í reikn-!
; ingi í skólastofunni á Grund.;
•.[Þórarinn hafði gefið okkur |j
; | dæmi, og við sátum öll niður- >
;; sokkin í viðfangsefnið. Það var 'u
. steinhljóð. Allt í einu segir ein \\
; stúlkan stundarhátt: „Má ekki '. j
; reikna þetta svona, pabbi.“ Við ;|
; hin litum öll upp, og stúlkan j;
;; roðnaði, en Þórarinn brosti Ijúf-•
;; manntega að vanda. Og ef til'•!
;; vill hefur hann aldrei hlotið j
;l kærkomnari laun fyrir starf sitt !
■ I en þetta ávarp. En slík var!;
;; kennsla Þórarins, slíkur kennari \;
I; var hann. Nemendurnir;;
; gleymdu því, að þeir voru í • >
; skófa. Þeim fannst sem þeir';
;; væru heima hjá sér, umvafðir!;
; ! hlýju foreldra og heimilis. !;
! I Þegar eg kom í Menntaskól-;;
I; ann á Akureyri, vat sagt við;;
;; mig: Það er ekki vanda að sjá,;!
!; hvaðan þú kemur, þú hefur ver- '!
\ið. hjá Þórarni á T jörn, það sé '!
. eg á skriftinni. — Já, auðvitað!
!! kom eg frá Þórarni. Þetta dæmi'. \
‘.; sýnir, þótt í smáu sé, hversu •!
I; hann mótaði nemendur sína.!!
;; Þeir þekktust margir á skrift- ! I
;; inni einni saman, þar sem þeir !;
;' fóru. En eg ætla, eða vona að ;;
;! minnsta kosti, að svo hafi hann ;
; mótað okkur á þeim sviðum, er; >
!; skipta enn meiru, því að rík •
;! ustu þættirnir í fari Þórarins, '•!
!! ætla eg að séu: tildurslaus íyr- !;
!; irmennska, glaðlyndi, góðvild ',;
!! og dugnaður. — Þórarinn hefur ;;
!; verið sá gæfumaður, að eiga sér j
;; hugsjónir, sem honum hefur;!
;; auðnazt að sjá rætast, enda \!
;; hefur hann haft fullan vilja og ;;
;; alla burði til að bera áhugamál!!
;! sín fram til sigurs. '.!
J; Kæri vinur. Frá mér og mín- Í!
,; um flyt eg þér alúðarþakkir ',!
;; fyrir langa, órofa vináttu. Frá ];
;; nemendum þínum öllum, fyrr;;
;> og síðar, flyt eg þér og þakkir
! fyrir allt, sem þú hefur fvrir;!
! okkur gert, bæði innan skóla og •!
!; utan. Þér vildum við helzt líkj- \!
; ast. !;
; Gisli Jónsson. !;
1
í DAG OG Á MORGUN
--------- Eftir WALTER LIPPMANN. -----
Um að sfíga niður úr skýjunum
FYRIR EITTHVAÐ mánuði
ávarpaði Eisenhower lögfræðinga-
sambandið á fundi í Filadelfíu-
borg, og lét í ljósi nokkra eftir-
þanka um Genfarfundinn. Orðum
var hagað til þess að uppræta þann
skilning, að Bandaríkin væru
lungamjúk viðkomu og svo altekin
af andrúmslofti Genfarfundarins,
að þau væru þess albúin að semja
af sér áhugamál sín í Þýzkalandi
og Au.-Evrópu. Osannar hugleið-
ingar af þessu tagi skjóta upp koll-
inum þegar rætt er um utanríkis-
mál í háfleygum en ónákvæmum
siðferðipredikunartón fremur en
með rólegu, gjörhugsuðu og ná-
kvæmu orðalagi. Það var aldrei af-
sakanlegt að leyfa þeirri skoðun
að fá byr undir vængi, að í kjölfar
Genfarfundarins mundi að sjálf-
sögðu senn koma samkomulag um
að leysa hin stóru ágreiningsmál
kalda stríðsins. Það var heldur
aldrei afsakanlegt að fá þeirri fals-
von vængi, að Sovétrikin væru að
því komin að framselja meginvirki
sín í Evrópu, né heldur þeirri fals-
hyggju, að Vesturlönd ætluðu að
framselja sína aðstöðu.
ÞAÐ HEYRIST OFT NÚ, að
ekkert, sem mikilvægt getur kall-
ast, hafa breytzt á Genfarfundin-
um. En eg hygg, að segja megi að
í Genf hafi upplýstst og verið
skjalfest, að mjög mikil breyting
hefur orðið á sl. tveimur árum í
samskiptum Sovét-Rússlands og
Atlantshafsríkjanna. Breytingin er
fólgin í skilningi á því, sem orðin
er hin raunverulega stefna, að með
nýtízku vopnum og því valdajafn-
vægi, sem á er komið, er ekki um
að ræða neitt val í milli friðar og
einhvers annars. I Genf kom fram
viðurkenning á hernaðarlegu jafn-
tefli. Þetta jafntefli hefur þegar
haft — og á eftir að hafa — geysi-
legar og langdrægar verkanir.
OG HERRA DULLES, sem nú
er að undirbúa utanríkisráðherra-
fundinn í október, verður að horf-
ast í augu við afleiðingarnar. Miklu
vandamáli var brugðið á loft í
Genf: Ef valdi og valdbeitingu er
afneitað, hvernig er þá hægt að fá
Sovétríkin til samninga, sem þau
eru ekki fús að gera? Hvað gæti
svo sem hindrað Sovétríkin í að
standa fast á skiptingu Þýzkalands
og á viðhaldi leppríkjakerfisins í
Austur-Evrópu? Herra Dulles
hefur sjálfur nú gerzt talsmaður
kenningarinnar um afneitun vald-
beitingar. Samt mælist hann til
sameiningar Þýzkalands með slík-
um hætti, að hún gæti ekki orðið
nema með stórfelldum undanslætti
af hálfú Sovétríkjanna.
Það vandamál, að koma á breyt-
ingum á alþjóðlegum samskiptum,
einkum er varðar umráð yfir land-
svæðum, er þekkt sem vandamál
hinnar friðsamlegu breytingar. En
það er stærsta og erfiðasta vanda-
máíið í því starfi, að skipuleggja
alþjóðlegt friðarástand. Hvorki
Þjóðabandalag né Sameinuðu
þjóðir hafa fundið lykil að þessu
vandamáli, og tala dæmin þar
skýrast: Indó-Kína, Kórea, Pale-
stína, Kashmír og Norður-Afríka.
Með fáum undantekningum jafn-
gildir viðhald friðarins varðveizlu
status quo. Hvað viðkemur nú Sov-
étríkjunum, vilja Vesturveldin
helzt breyta status quo. Stefna
Bandaríkjastjórnar, eins og Eins-
enhower forseti lýsti henni i ræð-
unni í Fíladelfiu, miðar að brott-
kvaðningu Rauða hersins og póli-
tiskrar valdaaðstöðu Rússa í Ev-
rópu. En í framkvæmd þýðir sam-
eining Þýzkalands samkvæmt skil-
málum Adenauers kanzlara, að
viðbættri frelsun leppríkjanna,
hvorki meira né minna en þetta.
Allt væri þetta æskilegt. En hér
væri um að ræða stórbreytingu.
Og hvernig á að koma henni á,
þegar tillit er tekið til þess, sem
staðfest var í Genf, að ekki er
hægt að neyða Sovétrikin til þess
að hörfa brott úr Evrópu?
Alvqg vissulega ekki með því að
tala digurbarkalega upp á nýtt,
eða með því að gretta okkur frem-
ur en brosa. Aðstaða stórveldanna
er staðreyndabundin. Þau búa við
hernaðarlegt þrátefli, enda bótt
málin, sem aðskilja þau, risti djúpt
og séu óumsamin. Þessari aðstöðu
verður ekki breytt með ræðuhöld-
um, með því að fara alls kyns
krókaleiðir í milli uppörvandi
bjartsýni Eisenhowers og svart-
sýniblandinn ótta Dulles. Allt og
sumt, sem hefst upp úr því, að
þræða krókana, er að það verkar
sem staðfestuleysi, óvissa og van-
þroski í utanríkisstefnu Banrla-
rikjanna. Hvað gæti stjórn
þeirra því hafa gert — og getur
enn gert — til að forða því að slík-
ur misskilningur nái tökum? Hún
gæti útskýrt fyrir fólkinu raun-
verulegt innihald hins hernaðar-
lega jafnteflis. En það er m. a., að
Bandarikin hafa kraft til þess að
fyrirbyggja að Sovétrikin auki
valdasvið sitt, en hins vegar er
okkur vamað af krafti Sovétríkj-
anna að þrýsta þeim til baka. Við
getum, til dæmis, varið Formósu
og Suður-Kóreu gegn árás, en við
getum ekki hrakið kommúnista úr
Norður-Kóreu og frá meginiandi
Kína. Við getum varið Vestur-
Þýzkaland og Vestur-Berlín, en
ekki neytt Sovétríkin til að hörfa
frá Austur-Þýzkalandi og Austur-
Berlin. En hvernig má þá breyting
verða við slíkar aðstæður? Með
diplomatískum samningum, eða,
að þeim slepptum, með straumi
tímans er ný viðhorf kunna að
skapast.
—o—
í DIPLOMATÍSKUM samning-
um er herra Dulles nú í andrúms-
lofti Genfarfundarins um enga
valdbeitingu, og aðaltækið til að
ná árangri er því verzlunarleg
samskipti. Eitthvað má gera með
því að vísa til almenningsálitsins
í veröldinni, en ekki mikið. Það
álit er ekki líklegt til að standa
sterklega að baki okkar. Heildar-
niðurstaðan af Genfarfundinum er,
að þar sem hernaðarlegt þrátefli
ríkir, byggjast samningar á sam-
komulagsvilja, og í slíkum átökum
er sá vilji í rauninni bundinn því
að fá eitthvað fyrir eitthvað, að
báðum aðilum takist að hafa eitt-
hvað upp úr samningunum.
Forseti Bandaríkjanna gæti und-
irbúið almenningsálitið með því að
útskýra, hvað samningar hér í
rauninni þýða. Þá mundi hann
stíga niður úr skýjunum, þar sem
Framhald á 7. síðu).