Dagur - 14.09.1955, Síða 8
8
Dagur
Miðvikudaginn 14. sept. 1955
Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum
Kaupsýslumenn hafa fjölmennt
á leiðbeiningarfundi t
Ýmsar markverðar ábendingar um bætt vinnu
brögð og aukna tækni hafa komið fram
Slátrun hjá K. Þ. fer
fram á 3 stöðum
Mánudaginn 19. þ. m. hefst slátr-
un sauðfjár hjá Kaupfélagi Þingey-
inga. Slátrað verður 24 þús. kind-
um. Vegna garnaveikivarna verður
slátrað vestan Skjálfandafljóts á
Ofeigsstöðum og svo úti í Flatey.
Var þetta gert sl. haust og gekk
þá vel.
Sunnudaginn 11. þ. m. var fund-
ur haldinn i Laugaskóla að tilhlut-
un Kaupfél. Þingeyinga. Voru þar
rædd skattamál samvinnuféiaga
og önnur kaupfélagsmál. Frum-
mælendur voru þeir Karl Krist-
jánsson alþingismaður, Finnur
Kristjánsson kaupfélagsstjóri og
Páll H. Jónsson kennari á Laugum.
Margt áhuga manna um samvinnu-
mál mætti á fundinum. — Kvartað
hefur verið um lélega berjasprettu
í ár. Að undanförnu hefui þó úr
rætzt með þetta og hefur berja-
fólk komið heim með mikinn feng
og e. t. v. meiri en nokkru sinni
fyrr. En berin eru ekki á venjuleg-
um slóðum og krækiber nær engin
í byggð. En austur á Reykjaheiði
og fjöllum uppi er gnægð kræki-
berja.
Vegabætur gerðar á
Austurf jöllum - Minka
enn vart í Mývatnssveit
Reynihlíð 12. sept.
Lokið er við að gera þriggja km.
langan veg, upphlaðinn á Austur-
fjöllum. Hefur Pétur Jónsson í
Reynihlíð verið þar eystra með
flokk manna. Þessi vegarkafli er
hjá Nýjahrauni og var áður aðeins
ruddur og tepptist því fljótt.
Héraðsfundur prófastsdæmis S.-
Þing. var haldinn á sunnudaginn.
Mættu þar 4 prestar af fimm og
margir safnaðarfulltrúar. Gengið
var til kirkju og þjónaði séra Örn
Friðriksson fyrir altari, en séra
Sigurður Haukur Guðjónsson,
sóknarprestur á Hálsi, prédikaði.
Rætt var um ýmis málefni kirkj-
unnar.
Heyskap er lokið í Mývatnssveit
og gekk vel, þótt oft væri hvasst og
tafsamt við heyvinnu. Lítils háttar
mun hafa fokið af heyi.
Ráðgert er að fresta göngum á
Austurfjöllum. Vilja Mývetiningar
ógjarnan taka fé sitt þaðan fyrr en
um leið og slátrað er. I þessari
viku mun Suðurafréttur verða
genginn og lagt af stað þann 15. og
réttað að Baldursheimsrétt á
sunnudaginn kemur.
I Skjólbrekku er samkoma um
hverja helgi og hefur aðsókn verið
góð. Samkomurnar hafa farið vel
fram.
Karlakór Mývetninga fór í söng-
ferð austur i Vopnafjörð og söng
þar á sunnudaginn var við ágætar
undirtektir. A heimleiðinni söng
kórinn á Grímsstöðum. — Minka
hefur orðið vart að undanförnu
norðan við Helluvað.
Skagfirzkir bændur
óttast markaðstregðu
fyrir hrossakjöt
Hólar í Hjaltadal 12. sept.
Verið er að slá hána á skólabú-
inu á Hólum. Þar er heysk-apur
orðinn mikill og verður 4-—5 þús.
hestb. Ileyskapartið hefur verið
leiðinleg, sagði Kristján Karlsson
skólastjóri, og versnandi eftir því
sem á liður. Hefur rignt meira og
minna flesta sólarhringa að undan-
förnu. Hvassviðri hafa líka valdið
töfum. Gróðurinn hefur ekki látið
á sjá og eru tún enn hvanngræn og
gras i vexti.
Göngur og réttir eru nú skammt
undan og sláturtíðin að hefjast. —
Búizt er við því að féð verði sæmi-
lega vænt til frálags. Margir bænd-
ur óttast markaðstregðu fyrir
hrossakjöt. Um útflutning hrossa,
sem talað var um fyrr í sumar, er
enn ekkert vitað.
Húnvetnskir bændur
eiga mikið hey úti
Blönduósi 12. sept.
Slátrun hefur verið frestað á
Blönduósi til 26. sept. — Göngur
fara þó fram á sama tima og vant
er og verður réttað 20.sept. Slátrað
verður 29 þús. fjár, en ekki 20 þús.
eins og áður er frá sagt. — Tíðin
hefur verið mjög erfið og siðustu
viku rigndi óhemjumikið. Bændur
eiga enn nokkuð af heyjum úti. —
Kartöfluuppskera er fremur léleg.
Berjaspretta óvenju lítil.
- Þórarinn Eldjárn
kvaddur
(Framhald af 5. síðu).
í Dalvík. Valdimar Snævarr flutti
kvæði. Að lokum talaði Þórarinn
Eldjárn og þakkaði þann heiður er
honum var sýndur, og ræddi af al
kunnri hógværð um störf sín og
svarfdælska sögu seinni ára.
Langt og giftur'kt starf.
Ræðumenn þökkuðu Þórarni
langt og gifturíkt starf að fræðslu-
málum Svarfaðardals. Báru ræður
manna allar vott um ástsæld kenn-
arans, og þá almennu skoðun í
dalnum og annars staðar, að Þórar-
inn á Tjörn hafi verið afbragðs
kennari og uppalandi, og sjáist
þess merki í þeim manndóms- og
menningarsvip, sem sveitin ber. —
Færðu Svarfdælingar Þórarni góð-
ar gjafir í þakklætisskyni.
Undir borðum var sungið og
blandaður kór skemmti. Var þetta
samsæti, sem var fjölmennt og
virðulegt, öllum er að því stóðu,
til sóma, og vottaði, að Þórarinn
Eldjárn nýtur fágætra vinsælda í
öllum sínum fjölþættu störfum,
þótt þarna væri aðeins ýtarlega
rakin einn þáttur þeirra.
Var samkvawninu síðan slitið.
En þessa sunnudags mun lengi
verða minnzt í Svarfaðardal.
Afli að glæðast í
Ólafsfirði
Ólaísfjörður 12 sept.
Ólafsfirðingar hafa átt við
óþurrka og gæftaleysi að striða að
undanförnu. Afli er að glæðast og
fengu sumar trillurnar 3—4000
pund fyrir helgina. Róið er með
línu.
Norðlendingur landaði 150 tonn-
um af karfa og þ. h. og lagði aflann
upp í hraðfrystihúsið.
Kl. 3 á laugardaginn kviknaði í
húsinu við Vesturgötu 11. Slökkvi-
liðið kom á vettvang og slökkti
eldinn. Eldurinn kom upp i þvotta-
húsi, en náði ekki íbúðinni. Þó
urðu þar nokkrar skemmdir af
vatni. Hey eru bæði mikil og góð,
en kartöfluuppskeran undir meðal-
lagi.
„Gamli Nói“ ósigraður
Hér á Akureyri var í sumar
stofnað knattspyrnufélagið Gamli
Nói. Eins og nafnið bendir til, eru
félagarnir af léttasta skeiði og
hafa flestir lagt knattspyrnuna á
hilluna fyrri 10—15 árum, þar til
nú. Félag þetta hefur æft af kappi
og háð 4 kappleiki. Og enn er
Gaml Nói ósigraður.
Fyrsta kappleikinn lék hann við
sameinað lið Reykjafoss og Helga-
fells. Varð jafntefli 4 : 4. Dómari
var Erlingur Davíðsson. — Næst
var keppt við Húsgagnaverkstæðið
Valbjörk og lauk keppninni með
sigri Gamla Nóa, sem vann með
3:2. Dómari var Arni Sigurðsson.
— Þriðji leikurinn var við Mötu-
neytið í Hafnarstræti. Og enn sigr-
aði Gamli Nói með 3 : 2 mörkum.
Dómari var Jakob Gíslason. — A
mánudaginn var síðasti kappleik-
urinn og þá leikið við POB. Leikn-
um lauk með jafntefli eftir fjörug-
an leik, 1:1. Dómari var Páll Stef-
ánsson.
í Gamla Nóa eru kennarar,
bankamenn, lögreglumenn, toll-
þjónar, verzlunarmenn, blaðamenn
og skrifstofumenn og flestir nokk-
uð við aldur. Allir eru þó gamal-
vanir knattspyrnumenn og eru nú
í góðri þjálfun. ,
Hér i bœmim hnfa verið sladdir
tveir amcriskir scrfrrrðingar, sem
starfa á vegum Framleiðniráðs
Evrójm.
Eru þeir komnir hingað að frum-
kvæði verzlunarsamtakanna í land-
inu og fyrir milligöngu Iðnaðar-
málastofnunar Islands, sem vinnur
að því að hagnýtt verði sérfræðileg
aðstoð á vegum Efnahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu. Er þetta þriðja
heimsóknin til Islands af þessu tagi.
Sérfræðingarnir, sem hingað komu,
cru herra Walter H. C.hanning og
herra Jay l). Runkle, og hafa báðir
mikla reynslu í ýmsum þáttum við-
skiptalífsins og hafa gegnt þar
margháttuðum trúnaðarstörfum.
Hér hafa þeir rætt við kaupsýslu-
menn, skoðað verzlunarbúðir og
loks haldið tvo fundi með kaup-
sýslumönnum og þar flutt lyrir-
lestra. Lauk þeirn fundum í gær-
kvöldi.
A fundinum á mánudagskvöldið
var fjölmenni saman komið í gagn-
fræðaskólahúsinu. Voru það kaup-
sýslumenn í bænum, kaupmenn
og verzlunarstjórar, og starfsfólk
verzlana. Hiýddu menn með at-
hygli á ábendingar sérfræðinganna,
sem voru urn margt mjög athyglis-
verðar, og miða að hagnýtari vinnu-
brögðum og aukinni tækni í við-
skiptalífinu.
Var m. a. rætt á fróðlegan liátt
SPURNINGAR GALLUP
(Framhald af 1. síðu).
árþorpi, og nokkrum hreppum
Eyjafjarðarsýslu. Hér er Kristján
Aðalbjörnsson stud. oecon, um-
boðsmaður stofnunarinnar og vinn-
ur að framkvæmdinni. Hann skýrir
blaðinu svo frá, að fólk taki um-
leitun um svör yfirleitt sanngjarn-
lega og vel. Fólk er valið með
þeim hætti, að nöfn eru dregin út
úr manntalsskýrslu, og er spurt
samtímis víða á landinu. A þá að
koma fram mynd af skoðun fólks-
ins á ýmsum málefnum á hverj-
um tíma.
Liðin.
Sagt er, að engin keðja sé sterk-
ari en veikasti hlekkur hennar.
Hið sama má segja um knatt-
spyrnulið. Ekkert lið er betra en
veikasti hlekkur þess. Ennþá eru
veikir hlekkir í liði Akureyringa,
ekki þó beint hvað einstaklinga
liðsins snertir, því að yfirleitt eru
leikmennirnir mjög svipaðir að
styrkleika. Hins vegar er samleik-
urinn ekki nógu hnitmiðaður, of
mikil hlaup með knöttinn, þegar
hægt er að láta hann ganga miklu
fljótar með samleik, og nokkur
önnur undirstöðuatriði, sem fást
aðeins með mikilli og góðri æf-
ingu.
Af einstökum leikmönnum má
nefna markmanninn Einar, sem
varði oft ágætlega, en einkum voru
þó útspyrnur frá athyglisverðar. I
vörninni stóð Siguróli sig bezt,
staðsetti sig vel, og er fljótur cg
ákveðinn. Framvarðalínan er bezti
hluti liðsins. Guðmundur og Hauk-
ur eru mjög duglegir og sterkir í
návígi, en Haukur, og sama er að
segja um Arngrím, skemmdi fyrir
um birgðir og dreifingu, gerð ver/.I-
unarbúðá, lýsingu óg útstillingar
o. m. fl., þ. ám. blaðaauglýsingar,
sem þeir félagar héldu fram. að
væru eliki nógu miltið né nógu vel
notaðar lil fvamdráttar verzluninni
hér á landi. Var skoðun þeirra á
þessu efni athyglis- og lærdómsrík,
og verður vikið að henni hér í blað-
inu slSar.
Þessi heimsókn hefur tekizt mjög
vel, og örðið til þess að vekja menti
til umhugsunar um ýmislegt, er
betur mætti fara í verzlun og þjón-
ustu.
Ný ljóðabók eftir
Gunnar Hafdal
Komin er út ljóðabók eftir Gunn-
ar S. Hafdal skáld og bónda í
Sörlatungu. Heitir hún „Stundir
skins og skýja" og cr gefin út a£
Leitfri h. f. í Reykjavík.
Bókin er röskl. 220 b]s., og flytur
fjöldamörg Ijóð, er höf. skiptir í
10 flokka. Liðin eru meira en 30 ár,
síðan Gunnar Haldal kom fyrst
fram á sjónarsviðið í blöðum hér á
Akureyri. Og 20 ár eru liðin síðan
hann gaf út ljóðasafnið Glæður. —
En fjöldi kvæða hans hefur birtzt
í blöðurn og tímaritum.
sér með langspyrnum í tíma og
ótíma. I framlínunni er Ragnar
beztur, afar duglegur og með
óvenjugóða knattmeðferð, en hinir
eru einnig ágætir. Hermann, bróð-
ir Ragnars, er fljótur og ákveðinn,
og gaf oft vel fyrir. Hins vegar
skortir hann betri knattmeðferð.
Baldur Arnason er kunnur hér í
Reykjavík siðan hann lék með
Víking. Hann var of hlédrægur í
þessum leik, því að hann getur
vissulega meir en hann sýndi
þarna.
Islandsmeistaramir léku ágæt-
lega i fyrri hálfleik, og upphlaup
þeirra eru hættuleg hvaða vörn
sem er. Hins vegar var leikur liðs-
ins i síðari hálfleik síðri en oftast
áður. Þórður Þórðarson var áber-
andi bezti maður liðsins í þessum
leik.
Dómari og línuveröir í leiknum
voru þeir beztu, sem völ er á hér,
þeir Guðjón Einarsson, Haukur
Oskarsson og Hannes Sigurðsson.
Leystu þeir störf sín af hendi ó-
aðfinnanlega, en það er ekki lítið
atriði í leik, þvi að oft mótast leik-
ur liða af dómara og línuvörðum.
Ný gufubaðstofa í Mývatnssveit
Þetta hús er ný guíubaðstofa, sem Mývetningar eru að ljúka við að
koma upp á Hithól, i grennd við Reykjahlíð. Kemur hún í stað gam-
allar timburstofu sem þar var, og fauk. Þetta er mikil endurbót, og
skapast nú góð aðstaða fyrir þá, er Mývatnssveit gista, að njóta jarðhit-
ans í gufubaði. Aðstaða mun og vera til leirbaða seinna meir.
- Knattspymugrein Halls
(Framhald af 1. síðu).