Dagur - 26.10.1955, Side 6

Dagur - 26.10.1955, Side 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 26. október 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástæða þykir til. Gjalddagi er 1. júlL PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Fræðsla um efnahagsmál í HINNI gagnmerku l'jarlagaræðu, sem fjármála- ráðherra flutti við 1. umræðu fjárlagafrumvarpsins nú fyrir skömmu, kom hann að málefni, sem þörf er að ræða frekar. Ráðherrann sagði: — Umræður um efnahagsmál á íslandi og margar ákvarðanir bera þess glöggan vott, að mikil þörf er stóraukinnar almennrar fræðslu í þessum málum. Við þurfum ekkert að fyrirverða okkur fyrir þetta, því að það er skemmra síðan við fórum að fást við þau á nútíma vtsu en margir aðrir, og fleira kemur hér til. En það vil ég láta verða mitt síðasta orð að sinni, að úr þessu verður að bæta á næstunni nteð stórauk- inni almennri fræðslu um efnahagsmálin---“ Hér er vissulega drepið á örlagaríka hluti. Eitt sinn var því haldið fram, að dýrtíðin væri afbragðs- tæki til að jafna efnahagsmetin í þjóðfélaginu. Menn lásu þetta á stjórnmálablöðum og hlýddu á stjórn- málaforingja halda þessu fram. Víst munu margir hafa trúað þessu. Niðurrifsstarfið varð því auðveldara en ella. í áratugi hafa ýmsir stjórnmálamenn haldið því fram af njiklu kappi, að kaupgjald við fram- leiðslustörf hefði aðeins smávægileg áhrif á fram- leiðslukostnað og dýrtíð í landinu. Óhætt væri að hækka kaupið þess vegna. Margir hafa, trúað þessu, og einhliða barátta fyrir krónutölu kaupgjalds hefur. sett mark á efnahagsþróunina undanfarin ár. Nú síð- ast er okkur sagt það í stórum ræðum bg blaðagrein'- um, að áhrif milliliðanna á dýrtíðarmálin séu nánast hégómi cinn, enda standi aðrir undir þyí, sem lakast hefur gerzt á síðustu tímum en þeir. Er vísast, að þetta þyki mikil speki í ýmsum herbúðum. ÞESSI ÓSAMSTÆÐI áróður — og áhrif hans — minnir sannarlega á þá staðreynd, að almennri þekk- ing á efnahagskerfinu og verkunum ráðstafana og lögmála er áfátt. í þessum málum helzt mönnum uppi — nteð árangri — að kalla svart livítt. HVer skynsamleg kenning um úrbætur, sem almennt gildi hefur, á það á hættu að vera hártoguð og afflutt af þeim, sem telja hana ekki þjóna pólitískum stundar- hagsmunum. Fjármálaráðherra benti sannarlega á stórt vandamál I ræðukafla þeim, sem hér er vitnað ! til að framan. Raunhæf þekking mundi eyða mögu- 1 leikum til að láta fjölda manns starfa að því að rífa niður það, sem kynslóðir hafa byggt upp. Aukinn 1 skilningur mundi forða því, að menn sæktust eftir breytingum, sem innan skamms tíma sýna sig að vera öllum til tjóns. Pólitískir spekúlantar mundu ' tæplega geta fleytt sér til langframa á haldlausum liagkenningum. Raunhæf þekking mundi treysta undirstöður efnahagslífsins og verða allri þjóðinni til farsældar. | En hvernig á að útbreiða þessa þekkingu? Á hvaða grunni má hún hvíla? p RÉTT ER að benda á það, að hagfræðilegar upp- lýsingar eru almennt af skornum skammti á íslandi. Lítið er gert að því í blöðum að skýra og túlka op- ' inberar skýrslur á fræðilegan hátt. Það vekur athygli þeirra, sem fylgjast með í erlendum blöðum, að þegar 1 birtar eru skýrslur um þróun efnahags- og fram- leiðslumála á vegum samvinnustofnana lýðræðis- þjóðanna, skortir æði oft að ísland sé þar með, enda þótt við séum þátttakendur. Lýðræðisflokkarnir í Jandinu þurfa að sinna þessum málum frekar en þeir hafa gert. Efla þarf almenna fræðslustarfsemi um þessi mál á Hðandi stund. Nú rétt upp á síðkastið hefur það þó gerzt til úrbóta, að Landsbankinn hcfur byrjað útgáfu rits um fjármál og efnahagsmál, og liefur það þeg- ar unnið verulegt gagn. Loks er að geta þess, að í skólum landsins mun sáralítið gert að því að kenna nemendum stafróf efna- hagsskipulagsins. — Hagfræðilegar undirstöður má kenna ungu fólki til gagns, þótt ekki verði það vís- indi. ÁBENDING fjármálaráðherrans um aukna almenna fræðslu um efnahagsmál þjóðarinnar var sann- arlega ekki ómerkasti hluti merkrar fjárlagaræðu. Vel má svo fara, að aðvörunarörða hans um þetta efni verði minnzt, þegar deiluefni líð- andi stundar eru leyst og fjárhags- eríiðleikar líðandi tíma er liðin saga. Orðin eru til alls fyrst. í kjöl- far þeirra koma athuganir — og framkvæmdir. 38) §j igEl 7j Norðlendingar horfa vongóðir til komandi vetrar. „Heimamaður" skrifar blaðinu: áSAMKVÆMT okkar tímatali eV vetur genginn í garð. Hinn eig- inlegi vetur hefur þó enn haldið sig fjarri, en í þess stað verið blíðuveður það sem af er. Islend- ingar hafa löngum litið með nokkrum ugg til vetrarins og ekki að ástæðulausu. Lega landsins okkar og veðrátta skapar okkur allerfið lífsskilyrði og allt önnur en þeirra þjóða, sem við mildari veðráttu búa. Sagan hefur þó sýnt og sannað, að andlegt og líkamlegt atgerfi er á hærra stigi hjá þeim þjóðum, er einmitt búa við all- ströng lífsskilyrði, eins og við. — Okkur hefur aldrei tekizt að lifa fyrir líðandi stund án þess að hugsa fyrir morgundeginum. ís- lendingar þurftu löngum að lifa að mestu af því, er aflað var á stuttu sumri. Atvinnuhættir hafa tekið margs konar breytingum og eru orðnir ■ ólikt f jölþættari en áður var. En þrátt fyri rþað er sumar- ið enn okkar bjargræðistími. — Norðlendingar geta fagnað vetrar- komu öðrum fremur, því að sjald- an dró ský fyrir sólu í sumar. — Hreysti og heilbrigði ætti því að vera ríkuleg,í fólki og fénaði og bændurnir geta öruggir horft fram á vetrinn, yitandi um fullar hey- hlöður af næringarríku fóðri. Og kaupstaðarfólkið nýtur þess einn- ig í betri landbúnaðarafurðum. ENGIN ÞJÓÐ fagnar sumar- komunni eins hjartanlega og við Islendingar. Vetrarkoman er ekki hátiðleg haldin. En hver maður veit að vetur fylgir sumri og verð- ur ekki umflúinn. Harður og við- sjáll vetur hefur þó án efa aukið manndóm og þor þjóðarinnar, þótt stundum hafi fast að sorfið. — Og hann hefur kennt okkur að lifa öðrum þræði fyrir framtíðina — með hennar hag fyrir augum. — Hvers konar verktækni og fjöl- breytni í atvinnuháttum þjóðarinn- ar, gerir okkur óháðari duttlungum náttúrunnar og dregur úr óttanum við „Vetur konung", Sunnlenzkir bændur munu nú horfa með nokkrum ugg til vetrarkomunnar. Þeirra hlutur hefur orðið lítill á síðasta sumri. Fyrir fáeinum ára- tugum hefði harður vetur eftir slíkt sumar orðið fellivetur. Er þess skemmst að minnast þegar líkt stóð á fyrir bændum á Norð- austurlandi. Þá bjargaði samfélag- ið. Verið er að gera hliðstæðar ráðstafanir nú, vegna sunnlenzkra bænda. Má í því sambandi segja, að félagsþroski er meiri og betri nú en áður var og samgöngurnar svo stórbættar, að tæpast er hægt að gera samanburð. — Um árabil hefur verið góð veðrátta á landinu yflrleitt og hagstæð til ræktunar og búskapar yfirleitt. Þeir erfiðleikar, sem Sunnlending- ar eiga við að búa, þrátt fyrir að- stoð, verða enn til þess að stæla íslenzka bændastétt og beina at- hygli hennar á nýjar leiðir í bún- aðarháttum. YFIRLEITT má segja að þjóð- in geti vongóð horft fram á við, þótt vetur gangi í garð, og þrátt fyrir heimatilbúna erfiðleika. Og enn esm fyrr býður landið okkur öllum, þeim sem vilja sjá, þá kynngimagnaða undrafegurð, sem mun eiga fáa sína líka. Hún verður um langa framtíð eins konar and- leg uppspretta skálda og lista- manna, og vonandi snertir töfra- sproti hennar einnig konur og karla í sveit og við sjó, svo að notið fái hlutdeildar í fegurð og fjölbreytni landsins, sem þegar tjaldar hvítu hið efra. Og enn sem fyrr getur þjóðin bergt af brunni fornra fræða, er skrásett voru af forfeðrunum á löngum og dimm- um vetrum. Þau geymdu tunguna og varðveittu menningu þjóðarinn- ar og eru enn í dag dýrustu perlur bókmennta okkar. Vonandi gefst sem flestum kostúr á að njóta þeirra á komandi vetri. Væri það hollur lestur og góður og aldrei þarfari en nú, á tíma hraðans og vaxandi samskipta við aðrar þjóð- ir.“ Slægjufundir enn haldnir í Mývatnssveit Mývatn fór allt undir ís í frost- unum um dáginn. Undangengin góðviður hafa ekki unnið á ísnum að neinu ráði og mun hann, strax og frýs, fær yfirferðar. Veiði er engin. A sunnudaginn héldu Mývetn- ingar .samkomu í nýja félagsheim- ilinu að Skjólbrekku. Var það slægjufundur. Sá siður hefur hald- ist í Mývatnssveit siðan fyrir alda- mót, að halda slægjufundi á haust- in. Er það eitt af verkum hrepps- nefndarinnar að sjá um undirbún- ing þeirra. Slægjuræðuna hélt Sigurður Þórisson bóndi á Grænavatni. Sið- an var almennur söngur og margar ræður fluttar, meðal ræðumanna voru 3 konur úr sveitinni. Þá var á samkomu þessari sú nýbreytni að hafa keppni í mælskulist. Þátt- takendur voru 8 og höfðu 2 mín útur til umráða. Dregið var um ræðuefni. Keppendur voru karl- menn, en konur sátu í dómnefnd. Sigurvegari var Ketill Þórisson bóndi á Grænavatni. Hlaut hann að verðlaunum bókina um Tryggva Gunnarsson, sem er að koma út um þessar mundir. — Að síðustu var dansað af miklu fjöri og þótti samkoman takast hið bezta. Stjórnandi var Pétur Jóns- son bóndi og gestgjafi, Reynihlíð. Fyrir tveimur árum var fyrsti áburðarkjallarinn byggður í Mý- vatnssveit. Nú eru margir bændur að byggja slíka áburðarkjallara. Þykir ólíkt hentugra að hafa féð á grindum, síðan farið var að nota töðu og kjarnfóður í ríkara mæli en áður var. Nokkrir menn hafa gengið til rjúpna á Reykjahlíðar- og Gríms- staðaheiði. Hafa þeir skotið 130 rjúpur flest á dag hver. Skytturnar nota riffla eingöngu. ERLEND TÍÐINDI Fundurinn í Genf og afstaða Rússa Á MORGUN hefst fundur utanríkisráðherra stór- veldanna í Genf. Hann er framhald Genfar-fundarins í sumar. Líklegt er, að næstu vikurnar skýrisl hin raun- verulega afstaða stórveldanna. Vinsamlegt andrúms- loft nægir ekki lengur, nú þarf haldgóða samninga til að trvggja friðsamlegar samvistir og tilslökuii í kalda stríðjnu. En margir, sem um alþjóðamál rita um þessar mundir, eru fremur vantrúaðir á verulígan árangur af utanríkisráðherrafundinum. í Moskvu situr ein kunnasta blaðakona heims, Mar- guerita Higgins, og stjórnar þar fréttaskrjfstofu New Vork Herald Tribune. Hún ritar margt um alþjóðamál og stór nöfn, og m. a. á þessa leið nú fyrir fáeinum dögum: VESTURLÖND geta koniið fram sameiningu Þýzka- lands á Genfarfundinum, ef þeir vilja kaupa lausn málsins frá Rússum eftirtöldu verði: 1. Með því að leysa upp Atlantshafsbandalagið og stofna til nýrra allsherjar öryggissamtaka ásamt Rúss- um og Austur-Evrópuleppríkjum. 2. Gefa út trýggingar íyrirfram, urn að Þýzkaland tengist aldrei neinum liernaðarhöndum vestur á bóg- inn. 3. Samþykkja, að núverandi efnahagsskipulag Vest- ur-Þ.ýzkalands, sem Rússar segja að Iúti stjórn erlendra auðliringa, banka og stórbænda, verði breytt, og „frið-., aröflin" fái undirtökin í stjórninni., En þetta jafn- gifdir að koma á svipuðu skipulagi í Vestur-Þýzkalandi og‘mt er í Austur-Þýzkalandi. 4. Viðurkenni, að stofnsetning. liips.. aus.tur-þýzka ríkis sé söguleg staðreynd, og að sósíalisminn í Austur- Þýzkalandi sé ekki stundarfyrirbæri, Eða. ineð, öðrum orðum, að Vesturlönd horfist í augu við staðreyndirn- ar, sbr. orð Krútsjoffs, framkvæmdastjóra rússneska kommúnistaflokksins, að Rússar „fallijt, aldrei á neina samninga, sem komi fyrir kattarnpj.þgjui mik,la efua- hagslega ávinningi, sem orðimi er ai). yeruleika undir komnninistiskri stjórn í Austur-Þýzkalandi'‘. EKKI ÞARF að gera því skóna„.,a.ð ajlt. pr þetta utan og ofan við það, sem Vesturveldin geta samþykkt. Má auk heldur kalla furðulegt, að Rússar skuli ætla sér að bjóða upp á samuinga á svona grundvelli. Rúss- ar vita fullvel — því að þcir eru miklir raunsæismenn — að Vesturlönd munu aldrei komast neitt nálægt því að samþykkja þessar tillögur á Genfarfundinum. En þeir eru ekki að liugsa um það sem stendur. Þeim kem- ur nefnilega vel status quo í Evrópu, þar sem vald Sovétríkjanna takmarkast af Saxelfi að vestan. Krutsjoff liefur sagt livað eftir annað, að liann og íélagar hans telji tímann vinna með Rússum. Ef komm- únistar bíða nógu lengi, mun sagan og rás viðburð- anna færa þeim allt það, sem Vesturlönd vilja nú ekki láta af hendi. Þessi skoðun veður uppi á strætum og torgum í Moskvu. Rússar álykta sem svo, að þótt Genfarfundurinn fari út um þúfur og ekkert samkomulag náist þar um fram- tíðarskipun mála, megi vel halda uppi liinu vinsam- lega andrúmslofti í alþjóðamálum, megi halda áfram að brosa blítt í vestur, og í skjóli slíkrar ásýndar lialda áfram að ná að vestan ýmsu því, sem Rússa vanhagar sérstaklega um. Meðal annars þarfnast Rússar mjög verksmiðjuvéla og tækja til iðnaðaruppbyggingarinnar lieima fyrir og í Kína. Og skoðun Rússa uiii aukin viðskipti, livað sem líður diplómatískum samningum, virðist alltraust. Vest- urlönd flest hafa aukinn áhuga fyrir þessum viðskipt- um. Rússar reyna að fá sífellt fleiri vörutegundir leyst- ar úr útfluttningsbanni Vestumnda til Rússlands. Voru þau mál meðal annars rædd við frönsku þing- mannanefndina, sem nýlega var í Moskvu. EN RÉTT EINS og Rússar búast ekki við að Vest- urlönd fórni neinu á Genfarfundinum, þurfa Vestur- landamenn að vita, að Rússar ætla sér aldeilis ekki að slaka til á neinum vígstöðvum. (Framhald á bls. 11).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.