Dagur - 26.10.1955, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 26. október 1955
D A G U R
7
Ákureyrðrkirkja vel iallin til lónleika
halds - nýfur sín aðeins ef hún eignasf
pípuorgel
Sóknarprestarnir birta ávarp til al-
mennings - almenn fjársöfnun til
orgelkaupa að hefjast
Blaðinu hefur borixt eftirfarandi
„ávarp til 'Akureyrarsafnaðar" írá
sóknarprestunum:
Eins og bæjarbúum er e. t. v.
kunnugt, er nú komin upp hreyfing
innan safnaðarins til þess að vinna
að því að keypt verði pípuorgel af
íullkomnustu gerð í Akureyrar-
kirkju. Þetta mál hefur verið all-
mikið rætt og hugsað af áhuga-
mönnunt safnaðarins.
Þegar kirkjan var nýbyggð, gáfu
þau hjónin, frú Rannveig og Vil-
hjálmur Þór, nýtt orgel til kirkj-
unnar af svokallaðri Hammond-
gerð. Þessi gjöf hjónanna var hin
glæsilegasta, og eiga þau skildar
miklar þakkir fyrir rausn sína og
höíðingsskap. Hvert það orgel, sem
á’ eftir að hljóma hér í kirkjunni,
mun vissulega varðveita minning-
úna um vinarhug þeirra og fórnir
til kirkjúnnar.
En þær vtmir, sem menn ólu með
sér í sambandi við þessa tegund
hljóðfæris í kirkjuinii, hafa ekki
íyllilega rætzt. Ekki er t. d. hægt að
nota það* til flútníngs hinna stór-
brötnari kirkjútónverka, eins og
bezt kont i ljös, ér lúnn nafntogaði
orgelleikari, Ameríkumaðurinn E.
Potver Biggs, kom hingað og hélt
tónleika hér í kirkjunni á síðast-
liðnu vori. I.ét hann svo um mælt,
að kirkjunni væri mikil nauðsyn á
að eignast vandað og gott pípuorg-
el, því að hún væri að hans áliti
mjög vel fallin til slíkra tónleika,
cn raunveruleg kirkjutónlist nyti
sín alis ekki, nema liún væri leikin
á pípuorgel.
Slík voru ummæli þessa manns,
sem talinn er í fremstu röð orgel-
snillinga nútímans. Reynslan hefur
sannað og sýnt það æ betur og bet-
ur, að pípuorgel eru hin einu réttu
kirkjuorgel.
Af framangreindum ástæðum
haía því ýmsir kirkjuunnendur hér
í bæ hafizt handa urn þetta mál.
Var það fyrst og Tremst rætt við gef-
cndur núverandi orgels, og eru
framkvæmdir þessar gerðar í sam-
ráði við þá og með fullu samþykki
þeirra.
f flestum stærri kaupstöðum
landsins eru kirkjurnar að eignast
vöndúð pípuorgel. Hafa söfnuðirn-
ir staðið þar vel saman, enda þurft
á því að lialda, þar sem pípuolgelin
eru dýr hljóðfæri. Víða hefur fjár-
söfnun í þessu skyni tekið ótrúlega
stuttan tíma. í Hafnarfirði, sem er
minni bær en Akureyri, eru tvær
kirkjur. Söfnuðir þcssara kirkna
láta sér ekki nægja rninna en pípu-
orgel í báðar kirkjurnar.
Ekki mega Akureyringar hafa
minni metnað fyrir hönd sinnar
kirkju en aðrir söfnuðir, ekki sízt
vegna þess, að Akureyrarkirkja er
talin eitt fegursta og tilkomumesta
guðshús landsins.
Ofurlítið hefur þegar vérið unnið
að fjársöfnun hér í bæ í orgelsjóð-
inn, en treglega hefur söfnunin
gengið til þessa. Af hálfu sóknar-
nefndar Akureyrarkirkju hefur nú
verið skipuð nefnd til að vinna að
framgangi þessa rnáls. Næstu daga
mun nefndin hefja almenna fjár-
söfnun í þessu skyni meðal bæjar-
búa. Okkur preslunum er ljúft að
hvetja söfnuðinn til samtaka í þessu
máli. Við væntum þess fastlega, að
Akureyringar bregðist vel við. Oll
framlög verða fúslega þegin, smá og
stór, — og blessun mun fylgja þeim
öllum. Einnig væri ánægjulegt, að
félagssamtök sæju sér fært að láta
eitthvað af mörkum. Þess má geta,
að eitt fyrirtæki í Hafnarfirði gaf
50 þúsund krónur til kaupa á jtípu
orgeli þjóðkirkjunnar þar.
Hér er þýðingarmikið menning
armál á ferðinni.
Gjörum veg kirkjunnar okkar
sem mestan.
Kristján llóbertsson.
Pétur Sigurgeirsson.
BJARTARI HLIÐIN Á EVRÓPU
Eftir ART BUCHWALD
Eiga þau að hrökkva eða stökkva?
Ýmis mál, er veru fil afgreiðslu
í gær
Oddur Ágústsson sækir urn leyfi
til að selja sælgæti .o. ,þ. h, vörur,
eins og seldar eru í sams konar búð-
um við Ráðhústorg í húsi því, sem
hann lieíur fengið bráðabirgðáleyfi
til að setja niður suðaustan við Nýja
Bíó. — Bæjarráð majij' njeð þyí .fyr-
ir sitt leyti, að- orðið sé við beiðn-
jnni.
Erindi frá Kristjáni Kristjánssyni,
dags. 13. ok’t. þár sem liánn sækir
um að fá að setja upp til bráða-
birgða benzíndælu á eignarlóð sinni
sunnan við „Gamla Bíó". — Meiri
hluti bæjarráðs leggur til að umbeð-
ið leyfi verði veitt til bráðabirgða.
Hinrik Thorarensen, f. h. Egg
h.f., Sléttu, Holtshreppi, óskar með
bréfi dags. 18. sept. sl., að útsvar
það, er lagt er á félagið hér á yfir-
standandi ári, kr. 2.200.00, verði
fellt niður, þar eð íélagið hafi flutt
héðan fyrir nokkrum árum. — Skatt-
stjóri upplýsir, að leyfilegt sé að
leggja útsvar á félag, þar sem það
hefur atvinnurekstur, enda þótt það
hafi skrásett lieimilisfang á öðrum
stað, og sé timrætt útsvar lagt á
eignir félagsins í Glerárþorpi og á-
ætlaðar tekjur af þeim. Bæjarráð
telur ofangreint útsvar rétt á lagt
og getur ekki lagt til að það verði
fellt niður.
Brunabótafélag íslands tilkynnir,
með bréfi dags. 14. okt. 1955, að fé-
lagið samþykki að verða við skil-
yrðum bæjarstjórnar Akureyrar um
1. millj. kr. lán til vatnsveitufram-
kvæmda, cr veilt verði á samnings-
tíma bilinu.
Bæjarráð samþykkir, að veita
Gagnfræðaskóla Akureyrar 3000 kr.
til risnu á 25 ára afmæli skólans 1.
nóvember næstk.
Skógræktarfélag Akureyrar óskar
að bærinn taki að sér að annast
skógarreitinn í brekkunni norður af
Rósinborg austan Eyrarlandsvegar,
frá Sigurhæðum að girðiugu, sent
liggur á milli Skjaldborgar og Rós-
inborgar. — Bæjarráð leggur til að
prðið sé við beiðni Skógræktarfé-
lagsins og að garðyrkjuráðunaut sé
falið að annast um reitinn.
Guttórmur Berg sækir um, með
erindi dags. 10. þ. m., að bæjar-
stjórn mæli með því, að hann fái
veitingaleyfi í bænum. Guttormur
hyggst reka veitingasölu í veitinga-
stofunni Litli Barinn. — Bæjarráð
leggur til að orðið sé við beiðninni
með því skilyrði, að húsnæðið upp-
fylli skilyrði nefndarinnar.
Níræðisafmæli
átti sl. laugardag ekkjan Jóhanna
Finnbogadóttir á Hjalteyri.
Hún er fædd 22. okt. 1865 á
Einarsstöðum í Reykjadal og voru
hálfbræður hennar hinir þekktu
skipstjórar Valves og Albert Finn-
bogasynir, er báðir drukknuðu af
hákarlaskipum nokkru eftir síð-
ustu aldamót.
Jóhanna var gift Þórði Þórðar-
syni og áttu þau heima á Oddeyri.
Mann sinn missti hún fyrir 46 ár-
um.
Börn hennar eru frú Valrós,
ekkja Péturs Jónassonar, frarnkv,-
stjóra á Hjalteyri, og Reimar, bif-
reiðastjóri í Reykjavík.
Jóhanna býr enn við hina beztu
heilsu og nýtur nú hvíldar og
sskjóls eftir starf og storma sinn-
ar löngu ævi, elskuð og virt af öll-
um.
A afmælisdaginn heimsóttu hana
fjöldi vina og nágranna, en í því
hófi flutti Vald. V. Snævan skáld
á Völlum, frænku sinni kvæði
PARÍS í október.
Spurningin um það, hvort Mar-
grét prinsessa muni eiga Tcwns-
end flugforingja, gnæfir hátt upp
úr fréttum úr heimsbyggðinni um
þessar mundir. Eiga þau að
hrökkva eða stökkva? Það er
spurning dagsins. Og ef þau
stökkva, þá hvar og hvenær og
hvérnig? Vér höfum að vísu traust
sambönd við Buckinghamhöll, en
þegar vér hringdum þangað í gær
til þess áð vita, hvernig lægi á
þeim þar, þá var oss sagt sem svo:
„Vitum ekki hvað er í bígerð
þama fyrir handan í Clarence
House. Vitum' það raunar aldrei.“
Þarf engan speking til þess að
lesa þarna i milli Hnanna, og sjá,
hvað þar stendur.
Jafnvel hinn almenni borgari á
götunrti veit drjúgum meira en
hann lætzt. I gær, er vér vorum á
göngu í Champs-Elysées, að svip-
ast um eftir Englendingum, rák-
umst vér loks á einn, og gripum
óðara tækifærið að spyrja hann,
hvernig honum litist á Townsend.
„Tojvnsend?" hvóði hann.
„Þekkti einu sinni Townsend í
Blackpool. Bezti náungi. Veit ekki
hvað varð um hann. Hann var
sjötíu og þriggja.“
„Nei,“ sögðum vér. „Þetta er
vitlaus maður. Vér eigum við
Townsend flugforingja, þann, sem
orðaður er við. Margréti prins-
essu.“
„Nú, þann Townsend, Towns-
end flugforingja. Held nú ekki að
kunninginn minn gamli í Black-
pool hafi verið flugforingi, þótt
við töluðum aldrei sérstaklega um
það. Og ekki um stríðið. Vissi
ebki að hann þekkti Margrétu
prinsessu. Þegar eg fer að hugsa-
um það, held eg hún hafi ekki ver-
ið fædd í-okkar-tíð.“
„Já,: eg er viss um, að þér eigið
við allt ánnan Townsend," sögðum
vér.
„Já, ætli' það ekki,“ svaraði
hann. „Hváð gerir hann þessi vin-
ur prinsessunnar?"
„Er í flughernum. Einhvers
konar sendiráðunáutur. Laglegur
náungi, mikill riddari. Alltaf á
hestbakí.“
„Gæti hreint ekki verið vinur
minn frá Blackpool. Hann hafði
skömm á hrossum. Og hann var
alls ekki það sem kallað er að
vera laglegur. Var aldrei bendlað-
ur við flugherinn að heldur."
„Höfum það þá heldur svona:
Haldið þér að Margrét prinsessa
ætti að giftast Townsend flugfor-
ingja?“
„Eg get ekki séð neitt athuga-
vert við það. Veit samt ekki hvort
Margrét prinsessa kærir sig um að
búa í Blackpool árið um kring.
Það er fjandans kalt þar. Og ef þú
vilt heyra mína skoðun, þá held eg
að Townsenda gamli hé hreint
ekkert á biðilsbuxunum.“
Vér ákváðum að ræða við
franskan borgara, gripum hann á
götunni. Hann stóð þar, skammt
frá bílasýningunni stóru, og var að
selja póstkort. Vér spurðum,
hvernig honum litist á samdrátt
Margrétar og Townsend?
„Við Fransmenn skiptum okkur
ekki af ástamálum annarra þjóða.
Samdráttur þeirra er hrezkt vanda
mál. Aly Khan er franskt vanda-
mál.“
Til þess að heyra sem víðast af
heimsbyggðinni hittum vér Banda-
rxkjamann, eða réttara sagt fyrr-
verandi Bandaríkjamann. Sagðist
hafa verið rekinn úr landi, vera
ítalskur, hafa verið 8 ár í Sing
Sing og vera á ferðalagi um Ev-
rópu.
„Hvurn fjandann varðar mig um
þetta,“ svaraði hann. „Eg þekki
þetta fólk ekki neitt. Hvernig á eg
þá að vita hvort þau eiga .að gifta
sig eða ekki?“
„Oss fannst bara, að sérhverjum
heimsborgara bæri að mynda sér
skoðun á málinu. Það er dálítið
erfitt að stunda samkvæmislifið’ef
maður hefur enga skoðun.“
„Hvers konar prinsessa er þetta,
sem þú ert að tala um?“
„Margrét, drottningarsystir í
Bretlandi."
„Og hvaða náungi ér þetta?“
„Townsend flugforingi, úr
brezka flughernum. Eg tek það
strax fram, að Townsend skildi
við konuna sína.“
„Hvurn fjandann gerir það?
Ætlarðu að nudda þessum náunga
upp úr hjónaskilnaðarmáli fram í
andlátið? Hann þjónaði sinn tíma.
Láttu hann í friði. Ef hann er góð-
ur Ameríkani má hann gifta sig í
friði.“
Vér útskýrðum, að Townsend
væri nú ekki Ameríkani.
(Framhald á 11. síðu).
Mjólkurskömmtun í Reykjavík -
næg mjólk á Norðurlandi
Er unnt að flytja mjólk suður?
sem blaðið mun flytja innan
eftir með bréfi, dags. 1Œ okt. 1955,^3^^^
Mjólkurskömmtun var tekin upp
í Reykjavík 19. október síðastlið-
inn. Er skammturinn % lítri á
mann. Búizt var þó við, þegar
skömmfunin hófst, að mjólk yrði
seld óskömmtuð síðari hluta dags
meðan hún entist. — Skömmtun
þessi stafar af því að mjólkurfram-
leiðslan á óþurrkasvæðinu svokall-
aða hefur dregist mikið saman,
bæði vegna fækkunar nautgripa
og líka vegna þess að nyt mun
hafa minnkað til muna í kúnum
eftir að þær komu á hús.
Er það ekki vanzalaust að þriðj-
ungur þjóðarinnar búi við mjólk-
urskort — sé hálft í hvoru í þurra-
búð, eins og það var áður kallað
um fólk, sem ekki átti neina kú og
fékk mjólk með höppum og
glöppum. Má það vera hugsandi
mönnum áhyggju- og umhugsunar-
efni með tiilliti til hinnar ört vax-
andi höfuðborgar.
En á Norðurlandi er nóg mjólk
til að fullnægja þeirri mjólkurþörf
Reykvikinga, sem Sunnlendinga,
að þessu sinni, skortir á fram-
leiðsluna. Húnvetningar, Skagfirð-
ingar og Eyfirðingar hafa mikið
mjólkui-magn, sem fer til vinnslu.
Það er aðeins flutningaerfiðleik-
arnir, sem valda því að mjólkin er
ekki flutt suður í stórum stíl. Mun
þó hafa verið í athugun sá ínögu-
leiki og væri vissulega vel ef slíkt
tækist.