Dagur - 09.11.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 09.11.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagiinn 9. nóvember 1955 D A G U R 7 Fyrsta stórviðri vetrarins í sl. viku: Bílstjóri strengdi þess heit, að kaupa sér prjónanærföt eftir næturvist á Öxnadalsheiði Langferðabílstjórar reyna margt vetrarferðum 70 ára: Jóhannes Jónasson fyrrv. yfirfiskimats- maður Jóhannes Jónasson verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og fyrrum yfirfiskimatsmaður á Norðurlandi, varð sjötugur í gær. Hann er fæddur í Yztuvík í Grýtu- bakkahreppi, en hefur lengst af átt í norðangarðinum, sem gekk yfir í fyrri viku, setti víða niður nokkum snjó. — Vaðlaheiði og Fljótsheiði tepptust þó ekki, en umferð truflaðist á Öxnadalsheiði. — Á miðvikudaginn féll áætl- unarferð Norðurleiðar h.f. niður, og bílar sátu fastir á heiðinni, bæði vegna snjóa, sem þó voru ekki miklir, og ennfremur vegna veðurs, sem var hið versta. Meðal þeirra, er leið áttu um Öxnadalsheiði á miðvikudags- kvöld, voru Órn Pétursson bif- reiðastjóri frá Akureyri, og með honum Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Hrappsstöðum í Bárðar- dal. Urðu þeir að dvelja nætur- langt við Giljareit á fimmtudags- nptt. Tveir heyflutningabílar fuku um koll undir Hafnarfjalli. Bóndinn á Hrappsstöðum leit inft á skrifstofu Ðags, er hann kom til bæjarins. Kvaðst hann aldrei hafa verið á ferð í sílku fárviðri, sem á þá skall undir Hafnarfjalli, og síðan í Norðurárdal og á Öxna- dalsheiði. Á miðvikudagsmorgun lögðu þeir af stað frá Reykjavík á .stórum óg traustum vöruflutn- ingabíl, hlöðnum, sem mun hafa vegið um 12 tonn. Var það stöðug- ur' fararkostur og ekki líklegt að hann fyki ut af veginum, þótt hvasst væri og veðurstofan spáði meiri vindi. Undir Hafnarfjalli var vitlaust veður. Þar lágu tveir heyflutninga- bílar á hliðinni. Annar á vegar- brún, en hinn yfir þvera braut. Annar var úr Þingeyjarsýslu, en hinn úr Dölum. Þá var með öllu óstætt veður og hinn þungi bíll þeirra félaga mátti hafa sig allan við að verða ekki þriðji ósjálf- bjarga bíllinn undir Hafnarfjalli. Bílstjórinn fyllti olíugeyminn x Varmahlíð en. . . . Síðan gerðist ekkert sögulegt á leiðinni norður. Veðrið var skap- legt þangað til kom í Norðurárdal. I Varmahlíð fyllti bílstjórinn olíugeyminn, með þeim ummæl- um að ætíð skyldi leggja á fjallveg með nægan brennsluforða. Kom þetta sér vel síðar. Fram Norðurárdalinn var ekið á móti grenjandi stórhrið. Fannkoman var þó ekkert óvenjulega mikil. En veðurhæðin var ógurleg og svo mikið kóf, að illt var að keyra. Þegar upp í heiðina kom, versn- aði enn og þurfti að grípa til skófl- unnar. Þótti bónda bílstjórinn all- stórtækur við moksturinn. Það kom þó fyrir ekki, og urðu þeir að setjast að vestan í háheiðinni. Þar er hinn illræmdi Giljareitur. Þar er að vísu kominn nýr vegur og fljótfarinn, en gljúfrin eru þau sömu og allhrikalegt um að litast, og enginn óskar sér þar nætur- staðar. Nú kom sér vel að vera birgur af olíu. Hreyfillinn var hafður í gangi og miðstöðin. Var því þolan- lega hlýtt, en hroll setti þó að ferðamönnunum, því að þeir voru holdvotir. ... nestið gleymdist. Nokkrir tómatar voru í bílnum, en ekki annað matarkyns. Þeir voru etnir með góðri lyst, og þó meira hefði verið. Heldur þótti hinum bárðdælska bónda óvist- legt. Grenjandi norðanstórhriðin gnauðaði á bílnum og fyrir neðan, í djúpum og dimmum gljúfrum, blandaðist niður árinnar við ham- farir veðráttunnar, sem hvein í sprungnum klettum, er mynduðu þverhnýpt hengiflug, allt frá veg- brúninni, þar sem bíllinn stóð, nið- ur að ánni. Nóttin sniglaðist áfram, og í morgunsárið var ferðinni haldið áfram og ekki numið staðar fyrr en á Akureyri. Var þá veður sæmi- legt og enginn snjór til fyrirstöðu, nema á stuttum kafla vestan í heið inni, þar sem þeir félagar höfðu setzt að. (Framhald á 11. síðu). Stríðskenningu Lenins og Sfalíns hafnað í Sovétríkjunum Kenning Krustjofs um „friðsamlegar samvistir“ hin nýja og opinbera „lína“ heima hér á Akureyri. Hér í bæ hefur hann gegnt fjölmörgum trún- aðarstörfum, átti sætiibæjarstjórn um hríð, var fátækrafulltrúi og sat í ýmsum nefndum. Var einn af brautryðjendum ungmennafélags- hreyfingarinnar og ágætur liðs- maður Leikfélagsins. Hann var verkstjóri hjá KEA 1928—1950, en síðan verkstjóri hjá Útgerðar- félagi Akureyringa. Hann var fiskimatsmaður um fjölda mörg ár, og yfirfiskimatsmaður á Norður- landi. Jóhannes Jónasson er hinn mætasti borgari, sem jafnan er þess albúinn að leggja góðum mál- um lið. Hann gengur enn að öll- um störfum sem ungur væri. HINN 24. október sl. birtist grein i rússneska timaritinu „Kommunist", sem vakti þegar mikla athygli, og hefur verið um- ræðuefni blaða um vestrænan heim síðan. En tímarit þetta er op- inbert málgagn miðstjórnar komm únstaflokksins, og gefur út „lin- una“ hverju sinni, eftir því sem heppilegt þykir að gera hana opin- bera. I grein þessari er í fyrsta sinn af opinberru hólfu afneitað kenningunni um óumflýjanlegt strið milli kapítalisma og komm- únisma, og um leið er viðurkennd kenningin um að kommúnisminn muni að lokum sigra eftir lang- vinnar, friðsamlegar samvistir við hina kapítalísku veröld. Nú um langa hríð hefur verið alger þögn um þann boðskap Len- ins, að styrjaldir, hver af annarri, í milli kapítalískra og kommúnis- tiskra landa, séu óumflýjanlegar. Og samkvæmt þessum boðskap hans átti hið kapítalíska skipulag að líða undir lok afloknum „ógnar- legum árekstrum". Um 2800 æviskrár í bók séra Jóns Guðnasonar um Strandamenn Blaðinu barst nýlega stór og falleg bók, um 690 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda. Þetta er hið merka rit séra Jóns Guðna- sonar um Strandamenn. Það geym- ir hvorki meira né minna en um 2800 æviskrár Strandamanna, sem uppi hafa verið á tímabilinu 1703 —1953. Eru taldir 2260 heima- menn, 300 utanhéraðsmenn og 260 Vestur-íslendingar. Um 500 mannamyndir eru í bókinni. Þessi upptalning sýnir þegar, að þarna hefur verið unnið stórvirki í íslenzkri persónusögu og ættfræði. Allar jarðir í Strandasýslu eru taldar, og getið allra ábúenda og heimilisfeðra á þessu langa tima- bili og birtar myndir, sem til náð- ist. Heimildir höfundar eru ýmis prentuð rit, og svo óprentaðar heimildir í söfnum, svo sem prest- þjónustubækur, skiptabækur, sókn- armannatöl, ættartölur og margt fleira. I formála segir höfundur, að mikill áhugi Strandamanna fyrir þessum fræðum hafi hvatt sig til þess að vinna verkið. Getur hann þess, að Tryggvi Þórhallsson ráð- herra, hafi verið kominn nokkuð áleiðis að gera æviskrár, er hann lézt 1935. Fékk séra Jón að nota uppistöðu hans, en vann þó verk sitt á öðrum grundvelli en Tryggvi hafði ætlað. Sýslunefnd Stranda- sýslu og Alþingi veittu nokkurn styrk til útgáfunnar, en kostnaðar- maður hennar er höfundur sjálfur. Allir þeir, sem áhuga hafa á per- sónusögu — og þeir eru margir — munu fagna útkomu þessa rits. Það mun jafnan verða talin mik- ilsverð handbók og heimild. Séra Jón Guðnason skjalavörður, fyrr- um prestur á Prestbakka, hefur sannarlega ekki varið frístundum sínum til ónýtis á liðnum árum. Bókin er prentuð í Leiftri h.f. og er hin vandaðasta að allri gerð. Hún fæst í bókaverzlunum um land allt. Ný skáldsaga eftir Hugrú unu ÁGÚST í ÁSI, gefin út af Isafoldarprentsmiðju h.f., er komin á bóka- markaðinn. Bók þessi er skrifuð á lipru mál og fjallar um líf og baráttu einstaklingsins, eins og það gerist í dag. Það einkennir þessa bók, eins og allar bækur Hugrúnar, að hún túlkar hreinleik og leit eftir að glæða og þroska hið bezta í sál lesandans, auk þess er bókin svo spennandi, að sá sem byrjar á lestri hennar, getur tæplega hætt fyrr en lokið er. Auðvitað lítur hver sínum augum á þessa bók sem aðrar. Einum finnst þetta gott en öðrum annað. Það er víst ekki auðvelt að gera svo öllum líki. Þeir, sem álíta sig kunna að gagn- rýna, tala hátt um list og skáld- skap, en má þá spyrja: hvar liggja takmörkin? Er ekki lesendafjöld- inn beztu dómendurnir? Skáldkon- an skrifar einnig í bundnu máli eins og kunnugt er, hefur gefið út þrjár ljóðabækur og eru í þeim mörg snilldarkvæði, og unglinga- bókunum má sérstaklega vekja at- hygli á. Auk þess mun hún hafa skrifað leikrit, þó að lágt fari, þó hefur útvarpið einu sinni flutt leikrit eftir hana og var því vel tekið. Hér verður ekki nánar lýst persónum né efni bókarinnar Ágúst í Ási, hún kynnir sig bezt sjálf, lesið bókina og aðrar slíkar bækur, sem skrifaðar eru í likum anda, en leggið glæpasögurnar og sorpritin til hliðar. S. M. VETNISSPRENGJAN „ÓSTÉTTVÍS“. Áhorfendur rekja sinnaskipti þessi til þess, er það rann upp fyr- ir Rússum, sem öðrum stórþjóð- um, að kjamorkuvopnin — eink- um tilkoma vetnissprengjunnar — hefur gjörbreytt allri hernaðarað- stöðu í heiminum, og öllum striðs- viðhorfum. Krustjof, framkvæmdastjóri kommúnistaflokksins, hefur hvað eftir annað látið orð falla á þá lund, að Rússar geri sér vel ljóst, að hin nýju vopn séu þannig vax- in, að í næstu styrjöld muni eng- inn sigurvegari, heldur verði tor- timing örlög allra .Eða eins og háttsettur, vestrænn sendimaður í Moskvu orðaði það: „Rússar hafa komizt að raun um, að vetnissprengjan er ekki stéttvís. Hún getur tortímt sósía- listum jafnt sem kapítalistum.“ En fram á síðustu tíma hafa hin nýju viðhorf ekki verið túlkuð op- inberlega í blöðum í Rússlandi. — Hin opinbera lína hefur enn verið hið óumflýjanlega stríð við hinn kapítalíska heim, sem enda mundi með algerum sigri kommúnistískra ríkja. EFNAHAGSLEG SAMKEPPNI EN EKKI STRÍÐ. I greininni í tímaritinu, sem nú boðar hina nýju línu, er m. a. kom- izt svo að orði: „Ekki er hægt að þröngva kommúnisma upp á neina þjóð með vopnavaldi, fremur en öðrum þjóðfélagsstefnum. Af þessu leiðir sú sannfæring kommúnistaflokks- ins, að spurningunni um framtíðar- þróunina í heimsbyggðinni verði í framtiðinni svarað af efnahags- legri samkeppni en ekki styrjöld.“ Forráðamönnum rússneska kommúnistaflokksins virðist hafa verið það ljóst, - að þessi skýring yrði sennilega túlkuð erlendis sem enn ein sönnun fyrir tækifæris- stefnu Rússa, og því segir timarit- ið: „Þessi stefna hinna friðsam- legu samvista er vissulega ekki til bráðabirgða, heldur er þette stefna sem í raun og sannleika er í sam- ræmi við hagsmuni Sovétþióð- anna. Þetta er ekki móiefni til að ræða um%á fræðilegum grundvelli. Það snertir undirstöður samtím- ans: hvernig á að lifa og láta aðra lifa.“ STRIÐSKENNINGIN BAKHJARL VÍGBÚNAÐAR OG LANDVINNINC-rA. Allar þessar vangaveltur vekja svo mikla athygli, bæði í Rúss- landi og erlendis, af því að hér er (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.