Dagur - 09.11.1955, Blaðsíða 12

Dagur - 09.11.1955, Blaðsíða 12
12 Bagijk Miðvikudagiinn 9. nóvember 1955 Sparifjársöfnun skólabarna að meðallali 70 kr. á barn i fyrra Landsbankinn gaf skólabörnum 185 þús. kr. á sl. ári - nú fá yngstu skólabörnin 10 kr. hvert Ymis tlSindi úr nágrannabyggðum Alls tóku 13500 börn i 43 skólum þútt i sparifjársöfnun skólabarna á s. I. ári, og söfnuðust urn 70 kr. á barn að meðailah. Aður hatði Landsbankinn gefið hverju barni 10 kr. í sparisjóðsbók, og þannig dreift á nreðal skólabarn- anna 185 þús. krónum. 1 haust verð- nr þessari merku starfsemi haldið áfrarn. Gefur Landsbankinn nú yngsta aldursflokki skólabarna spari sjóðsbók með 10 kr. innstæðu. Frá þessu og ýmsu fleiru varð- andi þessa starfsemi skýrði Snorri Sigfússon fyrrv. námstjóri á blaða- mannafundi í Reykjavík í s.l. viku. Fórust honum þá orð á þessa leið m. a. .....I>að hefir vcrið margsinn- is tekið fram í sambandi við þetta mál, og skal hér enn endurtekið, að hér er fyrst og fremst um uppeldis- mál að ræða, en ekki eingöngu fjár- söfnun. Og það er skoðun ]>eirra, sem að jressari starfsemi standa, að uppvaxandi æsku sé mikil nauðsyn á fræðslu og leiðbeiningum í þess- um efnum, er þá jafnframt væri sýnd í verki. Það er öllum kunnugt, að mikið af „lausum“ aurum er nú í höndum barna og unglinga vor á meðal, og hitt getur ekki farið fram hjá neinum, að of mikið af þeim aurum fer í súginn og skilur ekkert eftir, en ýtir hins vegar und- ir skaðlegar eyðsluvenjur, er börn og unglingar verða um of háð og leiða oft á glapstigu, eins og dæm- in sýna.“ Að gíœða sparnaðarviljan. „Kjarni þessa málefnis er því sá, að þess sé freistað að hafa hér holl áhrif, með því að reyna til að'glæða vilja barnanna til sparnaðar, og fá þau til að leiða huga að og skilia, að ekki sé hyggilegt að eyða hverj- um evri jafnskjótt og þau eignast hann, og að miirgu smáu sé vert að safna saman til jiess að geta kcypt eigulegan hlut síðar meir. Það ætlum vér að öllum hljóti að vera ljóst nú. að þjóð vorri sé það aðkallandi nauðsyn, að hagsýni og Júlíus Bogason sigur- sæll í skákkeppni í Húsavík Nokkrir félagsmenn úr Skákfé- lagi Akureyrar heimsóttu Taflfélag Húsavíkur um sl. helgi. Vinna skákmenn hér að því, fyrir atbeina Skáksambandsins, að glæða skák- líf í nágrannabyggðum. I Húsavík tefldi Július Bogason skákmeist- ari hér í bæ fjöltefli á 16 borðum. Júlíus vann 12 skákir, gerði 1 jafn- tefli og tapaði 3. Þessir sigruðu Július: Páll Sigurjónsson, Sig- mundur Halldórsson og Halldór Þorgrímsson. Margir efnilegir tafl- menn eru í Húsavík, segja skák- mennirnir héðan, þar á meðal nokkrir ungir piltar, sem vöktu at- hygli þeirra. Einn þeirra, Pétur Stefánsson; tefldi vel í móti Júli- usi, þótt hann tapaði, og vakti at- hygli. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Steinunn Guðmundsdóttir afgreiðslumær í KEA og Bjöm Baldursson verzl- unarmaður, sama stað. ráðdeild aukist meðal þegna henn- ar. Það mun vissuléga verða örugg- asta leiðin til þess að tryggja efna- legt sjálfstæði og öruggan gjaldmið- il.“ Starfsemin erlendisi Á s.l. vori kynnti Snorri Sigfús- son sér sparifjárstarfsemi meðal uppvaxandi æsku í Bandaríkjum N.-Ameríku. Er ljóst af því, sem hann sá þar og heyrði í þeim efnum, að sú volduga þjóð lætur sig niiklu varða, að börnum og unglingum sé innrætt hagsýni og ráðdeild með fjármuni. Verja ríki og bankar miklu fé og orku til þess að sinna því verkefni, og bæði skólar og fé- lagsleg samtök vcita þar iiflugan stuðning. f sumar tók Snorri einn- ig þátt í fjölmennu móti og náms- skeiði, sem haldið var í Brandbjerg á Jótlandi á vegum danskra spari- sjóða og uppeldisfrömuða. Sóttu það menn frá öllum Norðurlönd- unum, og var mótið fjölmennt og stóð í 6 daga. Nokkrar niðurstöður frá mótinu virtust þessar: 1. Mikil nauðsyn er á vegsögu í ráðdeild og sparnaði. 2. Rétt er að þeir, sem fara með uppeldismál og fjármál þjóðar, sé sá aðali, sem stjómar slíkri leið- sögn. 3. í heimilum og skólum sé ræki- lega að því unnið að innræta upp- vaxandi æsku virðingu fyrir gildi verðmæta og ráðdeild i meðferð fjármuna. Sé sumt námsefni skól- anna rækilega notað í þcssu skyni, svo sem efniviður átthagafræðinnar og reikningskennslunnar. 4. Talið heppilegt, að börn og ungmenni hafi vissa ljárhæð, t.d. vikulega, sem þau ráða yfir og mega nota að vild sinni, en geri grein lyrir notkuninni á tilteknum tíma, og sé þá mikilsverða<t að þeim tak- ist að leggja eitthvað af þessu fé til hliðar. 5. Talið nauðsynlegt að venja fólk á reikningsháld með eigin’ fjár- muni. 6. Talið áð sparirhérki væru nauð synlegt stárfstæki rrieðal barrta. Úpp •lýst jafnframt að Dánir hafi s. 1. 2 ár haft merkjásölu á ýmsúm vinnustöðvum, óg hafi -verkstjórar selt, íúefkin til verkamanna, og hafi þetta géngið níjög vel. 7. Einitig upplýst, að ve'rið sé áð skaþh niögúle’ika tíl þess að örva ungt fólk til spárnaðar í sambándi við líftryggingfi, kaup á búslöð og láif til jtess að mynda heimili. Er flest af jressu á byrjunarstigi, en talið fara vel af stað. 8. 'Ealið, var að verja ]>yrfli miklu fé til íræðslustarfsemi í þessum efn- um. Slíkt mót sent þetla hafa verið haldin við og við, bæði í Damnörk og Svijijóð, Þá er kunnugt, að Bretar hafa um fjölda ára haft hjá sér spari- fjárstarfsemi, í ntargs konar form- um, meðal æskunnar í laudinu. Það má [>ví með sanni segja að Jressi mál, sem hér um ræðir, sétt orðin snar þáttur í uppeldi þessara J>jóða, og munu J>ær telja slíkt nauð synlegt. Og að því er oss varðar má segja, að nokkuð kunni að vera erfiðara að starfa hér að Jtessum málum en víðast annars staðar, en þörfin til að sinna jieim enn þá brýnni. Þess er því að vænta, að sem flestir leggi hér hönd á plóg- inn. Minkur tekur sér ból- festu í Fljótum Hofsós 7. nóvember. Tíðin er ágæt. Þó er víða farið að hýsa fé. Litillega er róið til fiskjar og er reitingsafli. Unnið var í sumar í Fljótavegi og er nú kominn upphlaðinn vegur allt út fyrir Hrollaugsstaði. Milli Hofsóss og Haganesvikur er mikil umferð á sumrin og vegabótarinn- ar fyllsta þörf. Unnið var að rafvæðingu í Fljótum i sumar. Er rafmagnið komið á flesta bæi. Háspennulín- an er einnig komin i Haganesvik. Rafmagnið er leitt frá Skeiðsfoss- virkjun. Minkurinn er kominn í Fljót og fyrir nokkru varð hans vart bæði i Unadal og Deildardal. Verulegri útbreiðslu hafa þeir þó ekki náð ennþá, en óttast er um að svo muni verði innan skamms, ef ekkert er að gert. Lítið er um rjúpu. Ný uppfylling ver Ólafsfjarðarhöfn Ólafsfirði 7. nóvember. I sumar var 1100 bílhlössum af stórgrýti ekið í eins konar upp- fyllingu norðan við hafnargarðinn. I norðaustangarðinum í fyrri viku, kom greinilega í ljós, hve þessi ráðstöfun var þýðingarmikil. — Skemmdir urðu engar. Brim var svo mikið, að braut yfir þveran fjörðinn, en hvassviðri ekki eins mikið og t. d. á Siglufirði, þó voru talin 9—10 vindstig. Trillubátarnir lágu á höfninni og fór vel um þá. Fyrra mánudag tepptist Lágheiði og hefur ekki verið opnuð. En snjór hefur sigið mjög mikið. — Trillubátarnir reru í gær og dag. Aflinn var litill. Lokið vatnsveitufram- kvæmdum á Hauganesi Tilfinnanlegur vatnsskortur hef- ur verið á Hauganesi undanfarin ár og sérstaklega i sumar. Utgerð er þar vaxandi og ibúum fjölgar. Eins og áður hefur verið frá skýrt, Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur efnt til þappdrættis til styrktar fyrir starfsemi s'tna, og til þess að standa að nokkru leyti straum af hinu stórmyndarlega landsmóti ungmennafélaganna, er haldið var hér á Akureyri í sumar, og UMSE sá um. Happdrættis- vinningurinn er ný Chevrolet- fólksbifreið og verður dregið nú innan fárra daga, hinn 15. nóv. Aukið iþróttastarf. Ef ungmennasambandinu verður verulegur fjárhagsstyrkur að happ- hefur verið unnið að endurbótum á þann hátt, að vatn er tekið ofan við Kálfskinn og leitt niður á Hauganes. Er þessum fram- kvæmdum lokið í bráð. Vatnið var leitt í 2ja tommu asbeströrum frá upptökum á Selás, skammt of- an við þorpið. Þar er gamall vatns- geymir. Er ráðgert að byggja ann- an stærri, sem á að taka um 70 tonn af vatni. Með þeirri viðbót- arframkvæmd verður vel séð fyrir vatnsþörf á Hauganesi, þótt reikn- að sé með vaxandi útgerð. 9 kirkjukórar á söng- móti í Skjólbrekku við Mývatn Kirkjukórasambandið í Suður- Þingeyjarsýslu hélt myndarlega samkomu að félagsheimilinu að Skjólbrekku á sunnudaginn var. Var það kaffisamsæti fyrir kórfé- laga og gesti þeirra. Hófið sátu um 300 manns. Hófst það kl. 1 e. h. Séra Orn Friðriksson sóknar- prestur á Skútustöðum las guð- spjall dagsins, en samkomugestir sungu að því loknu: „O Guð vors lands“. Síðan setti Páll H. Jónsson kennari á Laugum samkomuna með stuttri ræðu. Undir borðum fluttu ávörp og ræður: séra Frið- rik A. Friðriksson prófastur, Sig- urður Gunnarsson skólastjóri, Húsavík, Sigurður P. Bjarnason, Húsavik, Stefán Tryggvason bóndi að Hallgilsstöðum og Jónas Helga- son söngstjóri að Grænavatni. Niu kirkjukórar, allt frá Sval- barðsströnd til Húsavíkur, mættu á þessari samkomu. Meðan á borð- haldi stóð sungu kirkjukórar Ein- arsstaðakirkju, undir stjórn Páls H. Jónssonar, kirkjukór Grenjað- arstaðarkirkju undir stjórn Agústs Halblaum, og kirkjukór Húsavik- ur, undir stjórn prófastsins, Frið- riks A. Friðrikssonar. Einsöng söng Þráinn Þórisson og tvísöng Njáll Bjarnason og Ingvar Þórar- insson. Þegar borð voru upp tekin sungu kórarnir sameiginlega 8 lög undir stjórn söngstjóra sinna og að lok- um var dansað til kl. 10,30. Ungmennafélagið Mývetningur sá um allan undirbúning samkom- unnar og þótti stórvel takast. — drættinu, mun það geta aukið íþróttakennslu í héraðinu, bætt aðstöðu til iþróttaiðkana og sinnt frekar en enn hefur verið unnt ýmsum málefnum unga fólksms. Tilgangurinn er þvi góður, og ár- angursins nýtur allt héraðið. Er þess því að vænta, að sala happ- drættismiðanna gangi sérlega greiðlega i héraði og bæ. Ung- mennafélögin í hverjum hreppi sjá um miðasölu og hér í bænum fást miðar á þessum stöðum: I verzlun Péturs & Valdimars við Ráðhús- torg, í Blaðsölunni á Ráðhústorgi, Gestir rómuðu mjög hin myndar- legu og rúmgóðu húsakynni félags- heimilisins. Var það sýnt að 400 manns hefðu getað setið að borð- um. Veður var ágætt og samkom- an }>ótti takast með ágætum. — Henni stjórnaði Páll H. Jónsson kennari. 24 kindur drukknuðu í Skagafirði Sl. föstudag drukknuðu 24 kind- ur í svonefndri Tjarnartjörn skammt frá Sauðárkróki. Fóru þaer út á veikan ,is til að bíta ferg- in, sem stóð upp úr íshroðanum, en ísinn brast og köfnuðu 24 kind- ur. Eigendur þeirra voru bræð- urnir Guðmundur og Sigurður Jósafatssynir á Sauðárkróki. — Misstu þeir helming fjárstofns síns og urðu fyrir miklu tjóni. Tónlistarmenn á vegum Ríkisútvarpsins skemmta hér Þriðja og síðasta ferð tónlistar- manna Rikisútvarpsins út á land á þessu hausti verður farin hingað til Akureyrar. Gefst bæjarbúum og fólki úr nágrannabyggðum, kost- ur á að heyra þá og sjá í Sam- komuhúsi bæjarins á fimmtudags- og föstudagskvöldið 10. og 11. þ. m. — Kristinn Hallsson óperu- söngvari syngur með undirleik Fritz Weisshappel innlend og er- lend lög. Strengjakvintett leikur Lítið næturljóð eftir Mozart. Flutt verður óperan „Ráðskonuríki” eft- ir Pergolesi. Textaþýðingu annað- ist Egill Bjarnason. Hljómsveitar- stjóri er Fritz Weisshappel, en leikstjóri Jón Sigurbjörnsson. — I óperunni eru 2 sönghlutverk. Þau annast hinir þekktu söngvarar Guðrún A. Símonar og Guðmund- ur Jónsson. Þriðja hlutverkið er þögult. Það leikur Kristinn Halls- son. Braunsverzlun, Bókabúð Rikku, Ursmiðastofu Bjama Jónssonar, Söluturninum við Hamarsstíg, í Diddabar og á afgreiðslu Dags, Hafnarstræti 87. Bíllirm til sýnis. Loks fást miðar i bílnum sjálf- um, sem verður til sýnis hér í mið- bænum næstu daga. Miðinn kostar aðeins 10 krónur. Allir hafa efni á því að styrkja Ungmennasam- bandið með 10 kr., og kaupa um leið vonina i glæsilegum vinningi nýjum og vönduðum fólksbíl. Dregið m happdræffishil UMSE15. nóv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.