Dagur - 23.11.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. nóv. 1955
D A G U R
5
Forsætisráðherra, Chr. Michelsen, býður hinn nýkjörna konung, Hákon 7., velkominn til Noregs.
Konungur ber Ólat ríkiseríingja, tveggja ára, á handlegg sér.
Hið mikla minningaár Noregs
Margfalt 50 ára afmæli - 1905-1955
Misserið, sem nú er að líða,
hefur verið harla viðburðaríkt í
sögu frændþjóðar vorrar, Norð-
manna. Hafa þeir á þessu sumri
minnst 50-ára viðburða þeirra,
sem merkastir hafa gerzt og mikil-
váegastir í sögu þjóðarinnar um
roargar aldir. Mun sjaldgæft, að
jafnmargra stórviðburða sé að
minnast á einu og sama ári.
Sambandsslitin.
Eftir nær 600 ára stjórn er-
lendra konunga úr öðru landi,
fyrst Danmörku um nær fimm
aldir, og síðan Svíþjóð um 91 árs
ekeið, og illa reynslu og örðuga úr
báðum áttum, kom loks að því
eftir langa baráttu og harða við
Svíakonung og ríkisstjórnir hans
um sum hin mikilvægustu þjóðar-
réttindi Norðmanna, að norska
ríkisstjórnin varð sjálf að höggva
á hnút þann, er eigi varð leystur,
eegja upp konungi og slíta ríkja-
sambandi við Svía hinn 7. júní
1905. Og fyrir frábæra hyggni og
röggsemi þáverandi forsætisráð-
herra Norðmanna, Chr. Michelsen,
tókst honum að bjarga því við-
kvæma vandamáli í höfn á þann
hátt, er hann hafði sjálfur ákveðið
og heitið, — án þess að til óíriðar
drægi milli þjóðanna!
Samningur í Karlstað.
Mikil saga og merkileg gerðist
um atburði þessa, og verður eigi
rakin hér. En Christian Michelsen,
útgerðarmaður frá Björgvin, sem
talinn er verið hafa meiri athafna-
maður en stjórnmálaskörungur,
vann hér það þrekvirki, sem nær
engir stjórnendur Noregs og
stjórnmálamenn aðrir en hann
sjálfur töldu nokkrar líkur til að
takast myndi. Svíakonungur og
stjórn hans reyndust erfið viðfangs
langt fram eftir sumri, var þar
bæði slegið á sænskan skjöld og
haft í hótunum við stjórn Noregs,
sem auðvitað var þá eigi jafn víg-
búin og Svíar. En karlmannleg ein-
beitni Michelsens og fáorð en
ákveðin snilli sló flest vopn úr
höndum Svía og huga. Kom það
ekki sízt í ljós á hinum harðsóttu
samningafundum í sænska bænum
Karlstað frá 31. ágúst fram til 13.
september. Var þar að lókum
samið um samhandsslitin, og réð
þar einbeitni Michelsens óefað úr-
slitum. En Sviar höfðu verið ófús-
ir til allra samninga og hofðu- ætí-
að sér að krefjast þjóðaratkvæðis
í Noregi í þeirri von, að stjórnmála
klofningur þjóðarinnar myndi
reynast þeim .í vil. Michelsen brá
fljótt við og stofnaði til þjóðarat-
kvæðis, óður en. krafa Svía var
komin á framfæri. Varð sá árang-
ur þess sunnudaginn 13. ágúst, að
með sambandsslitum greiddu at-
kvæði 368,208, en aðeins 184 á
móti, og sennilega flestir þeirra
Svíar í Noregi. — Þjóðaratkvæðið
var sögulegur dómur, enda sagði
þar „hjarta þjóðarinnar greinilega
til sín“! — Eftir þessi úrslit hóf-
ust loks samningatilraunir, sem
lauk með Karlstaðar samningnum,
sem var undirritaður 26. október.
Konungdæmi eða lýðveldi.
Sökum hinnar löngu og illu
reynslu af erlendu konungsveldi í
sex aldir voru uppi sterkar raddir
og allháværar um skeið, að nú
bæri Norðmönnum að stofna hjá
sér lýðveldi og kom fram opinber
áskorun merkra og málsmetandi
manna þann 16. október um haust-
ið. Þó varð sú reynslan, er gengið
var til þjóðaratkvæða um málið
12. og 13. nóvember, að með kon-
ungdæmi greiddu atkvæði
259,563, en með lýðveldi 69,264.
— Þessum úrslitum olli óefað að-
allega tvennt: Stjórnmálaviðhorfið
í Norðurálfu var á þann veg, að
nær ókleift myndi hafa reynst að
fá samþykkt lýðveldi í Noregi eft-
ir sambandsslit, sem orðið höfðu á
jafn óvenjulegan hótt, og myndu
jafnvel verða talin uppreist. — Og
þá einnig og eigi síður hitt, að hið
fyrirhugaða og æskilega konungs-
efni, Carl Danaprins, gerði það að
skilyrði fyrir konungstöku sinni,
að þjóðin sjálf léti vilja sinn í ljós
með atkvæðagreiðslu. Hefur það
óefað þegar fyrirfram aflað honum
trausts og fylgis með þjóðinni, eins
og kom í ljós síðar, og æ betur þvx
lengra sem leið.
Að loknu þjóðaratkvæði kaus
Stórþing Norðmanna samhljóða
þann 18. nóvember Carl Dana-
prins Konung Noregs.
Fáeinum stundum eftir kon-
ungskjör barst Stórþingsforseta
eftirfarandi svar frá hinum ný-
kjörna Konungi:
„Með leyfi Hans Hátignar Kon-
ungsins, hins hágöfga afa míns*)
tek eg við kjörinu til Konungs
Noregs, og tek mér um leið nafnið
Hákon 7. og nefni son minn Óíaf.
Við hjónin biðjum Guð að blessa
ríkulega hina norsku þjóð. Heiðri
hennar og hamingju munum við
héðan af vígja allt vort líf.“
í nafni Hákonar og Ólafs var
hinn gamli og nýi Noregur samein-
*) Kristján konungur IX.
aður á ný. „Endurreistur var Nor-
egs Konungsstóll".
Tvennar ræður.
Tveim dögum síðar veitti hinn
ungiKonungurmóttöku sendinefnd
Stórþingsins í Amalienborgar
höll, 20. nóvember, er flutti hon-
um kveðju þings og þjóðar. Svar-
aði konungur þá á þessa leið:
„Herra Stórþingsforseti, herrar
mínir. Hin tyrsta kveðja fulltrúa
hinnar norsku þjóðar, sem með
samhljóða Stórþingssamþykkt
þann 18. nóvember hefur kjörið
mig til Konungs síns, hefur fengið
mér mjög mikils. Þjóðin hefur með
því sýnt mér það traust. sem eg
kann vel að meta og vona, að stöð-
ugt megi eflast og þroskast, því
lengra sem líður, jafnóðum og hún
kynnist eiginkonu minni og sjálí-
um mér. Eins og yður er kunnugt,
herrar m'mir, var það samkvæmt
kröfu minni, að nýlega afstaðin
þjóðaratkvæðagreiðsla var háð. Eg
vildi fá vissu fyrir því, að það
væri þjóð, en ekki flokkur manna,
sem óskuðu að íá mig fyrir Kon-
ung, þar sem takmark mitt framar
öllu öðru á að vera að sameina, en
ekki dreifa. Líf mitt vil eg helga
hamingju Noregs, og það er inni-
leg ósk eiginkonu minnar og mín,
að sú þjóð, sem kosið hefur oss,
megi starfa samhuga með oss og
keppa að þessu mikla marki, og
með fyllsta trausti get eg. tekið
mér kjörorðið: NOREGI ALLT.“
Þann 25. nóvember tók forsæt-
isráðherra Chr. Michelsen, ásamt
ríkisstjórninni allri á móti hinum
33 ára gamla Konungi Norðmanna
Hákoni 7. ásamt Drottningu hans
og Ríkisarfa Olafi Hákonarsýni, er
þau stigu af skipsfjöl konungs-
snekkjunnar „Dannebrog" yfir í
hið nórska herskip !„HeimdaIl“ úti
á firði við varnarvirki Óslóborgar.
Þar héít forsætisráðherrann eftir-
farandi „fögru og spámannlegu
ræðu“ um lífsstarf hins unga Kon-
ungs í hans nýja landi. — Þykir
hún mjög hafa rætzt:
„/ nær 600 ár hefur norska þjóð-
in ekki áít sér eiginn Konung.
Aldrei átt hann a 1 I a n. Ætíð
höíum vér orðið að eiga hann sam-
eiginlega með öðrum. Aldrei hefur
harm átt heima hjá oss. En þar
sem heimilið er, þar er einnig föð-
urlandið.
í dag er þetta á annan veg. í
dag kemur hinn ungi Konungur
Noregs til að stofna framtíðar-
heimili sitt í höfuðborg Noregs.
Kosinn af frjálsri þjóð til að tak-
ast frjáls á hendur forustu lands
vors og þjóðar, verður hann alger-
lega vor eiginn. Á ný skal Konung-
ur Norðmanna verða hið trausta
sameiningarmerki alls þjóðlegs
starfs í hinum nýja Noregi. Og eitt
sinn mun hans og vor ættjarðarást
verða e i n.
Hæglát og heit mun ást Kon-
ungsins á sinu nýja föðurlandi
spretta og þroskast, meðan hann
iramkvæmir sitt mikla og virðu-
lega starf í trúnaði við land og
þjóð. Sterkari og heitari mun hún
streyma til vor, eítir því sem Kon-
ungurinn sameinast líti þjóðar
sinnar í fortíð og nútíð, kjörum
hennar og starfi í meðlæti og mót-
Iæti. Látlaus og blátt áfram eins
og þjóðin sjálf mun hann fram-
kvæma sitt konunglega hlutverk
meðal vor. Þannig skal hamingja
vor og heiður einnig vera hans
hamingja og heiður.
Norska þjóðin ann frelsi sínu og
sjálísforræði, og hinni endur-
heimtu sjálfsstjórn sinni fremur
öllu öðru. Og það mun verða Kon-
ungsins heiður og æðsta gleði,
ásamt þjóðinni sjálfri, að vernda
það og varðveita.“
Konungur Noregs.
Allt hefur þetta rætzt. Hákon
Konungur tók sér kjörorðið ^/Vof-
egi allt!“ og hefur verið því trx|r
langa ævi. Hann kaus að vera
þjónn sinnar nýju þjóðar, þjóð-
konungur með hennar eigin sam-
þykki, en ekki flokks eða klíku.
Sameiningarmerki hennar hefur
hann verið frá upphafi, og allra
helzt er mest reyndi á: Hernáms-
árunum hörðu og þungbæru — í 5
ára langri útlegð. Þá bar hann gull-
hjálminn drengskapar- og karl-
mennsku, sem öll þjóðin sá fyrir
sér og hélt voninni lifandi. —
Hann fullkomnaði verk Haraldar
hárfagra á fegurri hátt og þjóð-
vænlegri:
(Framhald á 7. síðu).
Hákon konungur stígur á land í Noregi í annað sinn, 7. júní 1945, eftir 5 ára útlegð í Bretlandi, ásamt
Ólaíi ríkisarfa, konu hans og börnum: (Marta krónprinsessa, dáin í apríl 1954, Ragnhildur prinsessa,
Haraldur prins og Ástríður prinsessa, að baki föður sins. Hægra megin, J. C. Hambro, Stórþingsforseti.)