Dagur - 23.11.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1955, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 23. nóv. 1955 ,«$$Í«Í$SÍÍSS$$$SSS$Í«$S$S«$«S5S$ÍÍ3$«SS$Í$SS DAGUR Ritsljóri: HAUKUR SNORRASON. AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sínii 1166. Argangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástæða þykir til. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. fólk, sem ekkert á skylt við raun* verulegan kommúnisma. — Þess vegna myndi fylgi þeirra standa höllum fæti, og aðeins væri tíma- spursmál hvenær þeir lognuðust út af fyrir fullt og allt. ÞAÐ HRIKTIR í undirstöðum öfgaflokkanna beggja. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alla jafna lagt á það höfuðáherzlu, að andstæðing- ar þeirra, vinstri öflin, væru sundr- uð í sem flesta flokka. A því hafa þeir líka grætt meira en á nokkru öðru. Það er þess vegna von, að hljóð heyrist úr horni, ef von er um að eitthvað þokist í samkomu- lagsátt. Þessi samstilltu skrif Þjóðviljans og Morgunblaðsins eru almenningi í landinu ótvíræð bending um, að eitthvað er að ger- ast, sem vert er að veita nánari at- hygli. Það geta allir verið vissir um, að þegar sálarró öfgaflokk- anna beggja gengur samtímis úr skorðum, er eitthvað að gerast, sem fullrar athygli er vert. Sálarró öfgaflokkanna raskast FYRIR NOKKRU var hér í blaðinu rætt um vaxandi ótta Sjálfstæðismanna við þá tilhugsun, að nú kynni svo að fara, fyrr eða seinna, að vinstri öflin tækju nú loks höndum saman, slíðruðu sverð sín og beittu kröftum sínum sameiginlega og sam- stillt til hags fyrir alla alþýðu í landi hér. Við þessa tilhugsun setti hroll ákafan að skriffinnum Morg- unblaðsins og þeir skulfu ógurlega. Það væri svo sem nógu hræðileg tilhugsun ef málum myndi þann- jg skipast, að hagsunasamtök gróðamanna misstu allt í einu öll völd og úrslitaáhrif á gang mála á æðri stöðum. Slíkt myndi hafa varanlegar og jafn- vel óbætandi afleiðingar. SÍÐASTLIÐINN SUNNUDAG eru þessi mál enn á dagskrá í Morgunblaðinu. En þegar þessar hugsanir gerast of áleitnar og óttinn og óvissan er orðin að sálrænni kvöl, reynir blaðið að hugga sjálft sig og skjólstæðinga sína með því að segja þeim, að óttinn sé, þegar öllu sé á botninn hvolft, algjör- lega ástæðulaus. Þeim sé enn einu sinni óhætt að byggja allt sitt traust á sínum gömlu og góðu flot- w ■■ holtum, kommúnistúm. 9taðhæft er, að „vinstri stjórnarskútan" sé að sökkva, og það er sem þuhgu fargi sé létt af huga höfundar. Niðurstaða þessi er dregin af yfirlýsingum Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins, þess efnis, að samvinna við komm- únista komi ekki til greina. Það er rétt hjá Morgun- blaðinu, að flokkar þessir láta sér ekki til hugar koma að starfa með kommúnistum, þó að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ekkert haft á móti slíku sam- starfi á sínum tíma. Ef til raunhæfrar vinstri sam- vinnu kemur, vrða það hinir lýðræðissinnuðu vinstri flokkar, sem þar taka höndum saman, og bakhjarl þeirrar samvinnu verður alþýðan í land- inu, allt vinnandi fólk til sjávar og sveita. Komm- únistar munu halda áfram að vera einangraðir og Íhaldið mun einnig einangrast, en að því segir Morgunblaðið að sé hlegið um land allt. TILHUGSUNIN um mögulegt vinstra samstarf á lýðræðisgrundvelli, hefur komið róti á hugi fleiri en skriffinna Morgunblaðsins. Sama daginn og Morgunblaðið segir að hlegið sé að hugmyndinni um einangrun íhaldsins, má lesa sömu staðhæfing- una í Þjóðviljanum að því er þá varðar, nefnilega að hlegið sé um allt land að því að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn ætli að starfa sam- an, án þess að hafa kommúnista með. Báðir flokk- arnir reyna að telja fólki trú um, að þeir séu alls staðar ómissandi og í þeirri trú bera blöð þeirra sig vel. Það er stórmannlegt að bera sig karlmannlega þegar á móti blæs, aðeins ef undirrótin hjá báðum væri ekki nagandi ótti. Astæðan fyrir þessum samstilltu hræðsluskrifum hinna gömlu samstarfsflokka, er sú, að þeir telja sig hafa orðið vara við háværar raddir frá almenn- ingi utan af landsbyggðinni, um að breytt verði um stefnu. Kommúnistum er nú orðið það ljóst, að þeir misstigu sig í hinum hatrömu verkföllum á síð- astliðnu vori. Spor þeirra innan verkalýðssamtak- anna hræða. Þeir vita einnig, að ef samvinna kemst á milli umbótasinnaðra vinstri manna, myndu kjör almennings í landinu stórbatna. Þeim er ljóst, að mikill meirihluti kjósenda þeirra er friðsælt alþýðu- Ökuþórar. Fokdreifum hefur borizt eftir- farandi bréf frá „Vegfaranda“: „SÍÐASTL. fimmtudag, kl. 10 mínútur yfir 12 á hádegi, var eg á gangi framan við Byggingavöru- deild KEA. Sá eg þá bifreið koma þjótandi innan frá Samkomuhús- inu. Mér þótti hún fara allgreitt og nam staðar til að athuga þetta betur. Þaut hún fram hjá með ofsahraða, á að gizka 70—80 km. hraða, og hvarf norður eftir. Ekki var kviknað í þennan morguninn, svo að varla hefur þurft að flýta sér þess vegna. Væri ekki þessum ökuþórum hollt að hugsa til þess, að börn eru stundum að leik á götunni?“ Og bréfritarinn bætir sxðan við bréfið, nafni og númeri bifreiðar- innar. I sambandi við bréf þetta er vissulega margt að athuga og væri efni mikilla hugleiðinga, ef taka ætti til alvarlegrar umræðu um- ferðamálin í bænum. Og raunar gefur þetta stutta bréf fullkomið tilefni til þess, þótt ekki verði gert hér að neinu ráði. Hámarksökuhraði á Akureyri er 25 km^ Þetta eru mjög umdeild fyrirmæli, og þau eru brotin dag- lega og oft á dag, fyrir augum allra bæjarbúa, þar með talinni lögregl- unni. Segja má að nokkur hefð hafi skapast í þessu máli. Flestir brjóta 25 km. ökuhraðann og fara nokkuð greiðara, en þó gætilega, eftir því sem ástæða þykir til, vit- andi þó, að óleyfilegur ökuhraði ykur brot þeirra ef slys ber að höndum. Lögin verka þannig eins og hemlar, að nokkru leyti. Ef gerð yrði breyting á leyfilegum ökuhraða, t. d. í 35—40 km., yrði jafnframt að sjá svo um, að sá ökuhraði væri ekki brotinn og strangt eftirlit haft. En hver hámarkshraði, sem leyfður er, breytir þó ekki þeirri staðreynd, að bifreiðastjórar og ökumenn annarra farartækja, bera ábyrgðina, ef illa fer, að sínum hluta. Og þeir, sem aka með ofsa- hraða um götur bæjarins eru sannarlega ökuníðingar, og á skil- yrðislaust að refsa. Þeir geta ekki forðað slysi, t. d. ef barn hlypur fram á veginn, skammt framan við bifreið, er ekur á t. d. 70—80 km. hraða og er þeim og öðrum fyrir beztu að tekið sé í taumana. Akureyri er að verða mikill bíla- bær og 100 nýjir bílaeigendur í sumar, gerbreyta umferð í ekki stærri bæ. Er þvx full ástæða til að taka umferðamálin til endur- skoðunar. Mun það vera ósk fjöl- margra bæjarbúa og er fullt nauð- synjamál vegna breyttra að- stæðna. Má í þessu sambandi minna á þær háværu raddir, vegna umferðaslysa í höfuðstaðnum, að birta skilyrðislaust nöfn allra þeirra ökumanna, er aka bifreið undir áhrifum áfengis og reynast sannir að sök, og herða á refsi- ákvæðum laga um önnur brot í þessu sambandi. Hér á Akureyri gæti það ástand skapast, sem nú er orðið verulegt vandamál í Reykjavík, og væri vel ef gegn því yrði spornað í tæka tíð. Með umferðakennslu í Gagnfræðaskól- anum og áhuga leiðandi manna hjá skátum, næst eflaust góður árang- ur. Sterkasta aflið er þó eins og oft áður, hjá almennum botgurum. Þeir krefjast þess að ökuníðingum haldist ekki uppi með 70—80 km. hraðan akstur á aðalumferðagöt- um bæjarins. Númer bifreiðar þeirrar, er „Vegfarandi“ tjáir blaðinu, verður ekki birt hér. En blaðið mun að sjálfsögðu birta skýrslur frá lög- reglunni um þetta efni, ef hún óskar, og einnig frá þeim greinar- höfundum, sem skrifa undir nafni. Samkoma í Sólgarði laugard. 26. þ. m. Hefst kl. 10 e. h. — Haukur og Kalli spila. — Veitingar seldar. Ungmennafélag Saurbœjarhr. Til sölu Landbúnaðarjeppi nr. 784. Haraldur Hannesson, Víðigerði. ULLLARJERSEY- golftreyjur D. DÖMU- ullarskyrtur og buxur, stór númer. Náttkjólar Undirkjólar Skjört í fjölbr. úrvali. D. Nylon og crepesokkar í fjölbr. úrvali. Verzlunin DRÍFA SimÍ 1521 Fimmtán ára afmælis Akureyrar- kirkju minnzt hátíðlega AKUREYRARKIRKJA átti fimmtíu ára afmæli 17. nóv. síðastl., en þann dag, árið 1940, var hún vígð af þáverandi biskupi, dr. theol. Sigurgeiri Sigurðssyni. Afmælisins var minnzt á hátíðlegan hátt. — Að kvöldi afmælisdagsins var hátíðasamkoma í kirkj- unni. Séra Pétur Sigurgeirsson setti samkomuna með ávarpi, kirkjukórinn söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, Jóhann Konráðsson og Sverrir Pálsson sungu einsöngva og tvísöngva og séra Kristján Ró- bertsson flutti erindi um helgisiði kirkjunnar og sögu þeirra. Þá var einnig almennur safnaðarsöngur. For- maður sóknarnefndar, Jón J. Þorsteinsson, sleit sam- komunni og mælti kveðju- og þakkarorð. Samkoman var fjölsótt og fór virðulega fram. Sama dag voru selÖ í bænum jólakort á vegum Kvenfélags Akureyr- arkirkju. Síðastliðinn sunnudag fór svo fram hátxðaguðs- þjónusta í kirkjunni, þar sem afmælisins var sérstak- lega 'minnzt. Fimm prestar þjónuðu við messugjörð- ina, og auk þeirra var viðstaddur vígslubiskupinn, séra Friðrik J. Rafnar. Séra Pétur Sigurgeirsson rakti byggingarsögu kirkj- unnar og sögu hennar síðan, en prófasturinn, séra Sigurður Stefánsson, flutti prédikun. Séra Benjamín Kristjánsson og séra Stefán Snævarr þjónuðu fyrir altari á undan prédikun, en séra Kristján Róbertsson eftir prédikun. Kirkjan var þéttsetin og messuathöfnin virðuleg og fögur. Eftir messu hélt sóknarnefnd Akureyrarkirkju kaffisamsæti að Hótel KEA og bauð þangað öllum prestúm, er viðstaddir voru, og konum þeirra, einnig kirkjukórnum og öllu starfsfólki kirkjunnar og stjórn Kvenfélags Akureyrarkirkjxi. : - Formaður sóknarnefndar, Jón J. Þorsteinsson, stýrði samsætinu og flutti ræðu. Auk hans fluttu ræð- ur séra Sigurður Stefánsson, prófastur, séra Pétur Sgiurgeirsson, Valdimar V.. Snævarr, séra Kristján Róbertsson, Theódór Daníelsson, kennari, og formað- ur kirkjukórsins, Árni Björnsson, kennari. Bar margt á gófna í ræðum manna. Meðal annars minntist pró- fasturinn, séra Sigurður Stefánssón, á það, að Akur- eyringar hefðu sýnt mikinn stórhug, er þeir reistu fcirkju sina, og ekkert hefði verið til sparað að fegra * hana og prýða. „En fólkið er kirkjunnar fegursta skraut," sagði prófasturinn. Mesta prýði hverrar kirkju er að hún sé þéttskipuð af söfnuði sínum hvern helgan dag ársins. Þessi kirkjuhátíð var Akureyrarsöfnuði til sóma. En þeirri áminningu prófasts mega Akureyringar aldrei gleyma, að „fólkið er kirkjunnar fegursta skraut.“ Kennið drengjunum húsverkin j ENN helzt sá ósiður að vanrækja að mestu að kenna ungum mönnum húsverk ýmiss konar. Kemur þetta verðandi eiginmönnum og heimilisfeðrum sið- ar í koll. Eða hvernig stöndum við að vigi, karlmenn- irnir, sem giftir erum og eigum hóp af krökkum, ef konan verður veik. Þá erum við eins og fiskar á þurru landi. Og það er sannast að segja alveg furðu- legt, ef við getum haldið virðingu okkar á heimilinu, eftir að vera staðnir að því að kunna ekki einu sinni að sjóða skammlaust hafragraut eða hita sómasam- legt kaffi, svo að ekki séu nefndir þvottar og hin vandasamari störf. Það er enginn velgerningur við strákana, að láta þá sleppa við þetta nám. Þeir verða að læra þetta, annað hvort með illu eða góðu. Það er þeim fyrir beztu. Hér duga engin vettlingatök. Síðar munu drengirnir blessa mæður sínar fyrir kennsluna, þegar þir fara að skilja lífið betur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.