Dagur - 23.11.1955, Blaðsíða 6
rWTf
D A G U K
Miðvikudaginn 23. nóv. 1955
TILKYNNING
frá bókaverzlunum
Vegna sívaxandi erfiðleika á innheimtu sjá undirritað-
ar bókaverzlanir sig tilneyddar að taka upp staðgreiðslu
á öllum viðskiptum frá og með 23. nóvember þ. á.
BÓKABÚÐ RIKKU
BÓKAVERZLUN P.O.B.
Nýkomið!
SÓFABORÐ, póleruð úr hnotu og maghoni.
KOMMÓÐUR, þriggja og fjögurra skúffu.
BORÐSTOFUBORÐ væntanleg á næstunni.
Ennfremur fyrirliggjandi BORÐSTOFUSTÓL-
AR, 3 gerðir, INNSKOTSBORÐ o. m. fl.
EINIR h.f. húsgagnaverzlun.
Hafnarstrœti 81. — Simi 1536.
Lokað vegna jarðarfarar
fimmtudaginn 24. þessa mánaðar.
KLÆÐAVERZL. SIG. GUÐMUNDSSONAAR.
„Pólar”-frakkar
V efnaðarvörud eild.
TILKYNNING
NR. 9/1955.
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á benzíni og olíum, og gildir verðið hvar
sem er á landinu:
1. Benzín, hver lítri .... kr. 1.78
2. Ljósaolía, hver smálest . kr. 1360.00
3. Hráolía, hver lítri . .... kr. 0.79
Sé hráolía og benzín afhent í tunnum iná verðið vera
2Yz eyri hærra hver olíulítri og 3 aurum hærra hver
benzínlítri.
Heimilt er einnig að reikna U/á eyri á hráolíulítra
fyrir heimakstur, þegar olían er seld til húsakyndingar
eða annarrar notkunar í landi.
Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í
verðinu.
Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 15. nóv-
ember 1955.
Reykjavík, 14. nóvember 1955.
VERÐGÆZLUSTJÓRINN.
KVOLDVOKU
heldur Austfirðingafélagið á
Akureyri í kvöld (23 nóv.) í
Landsbankahúsinu, 3ju hæð,
er hefst kl. 8.30 síðd. Björgvin
Guðmundsson segir frá ferð
sinni um íslendingabyggðir
vestan hafs á sl. sumri, Ólafur
Jónsson sýnir litmyndir frá
Skriðuklaustri, Hallormsstað
og víðar að. — Félagsvist.
Mætið stundvíslega.
NEFNDIN.
IEPPI .
í góðu lagi, TIL SÖLU.
Afgr. vísar d.
Skemmtiklúbburinn
„ALLIR EITT“
Dansleikur verður á föstud.
25. þ. m. í Alþýðuhúsinu og
hefst kl. 9 e. h.
STJÓRNIN.
Auglýsing
í haust voru eftirtalin lömb
í óskilum í Svalbarðsstrand-
arhreppi:
1. Hvít gimbur, mark: Fj.
framan h., fjöður a. vinstra.
2. hvít gimbur, mark: Stýfð-
ur helmingur a. li., sneiðrifað
aftan vinstra.
3. hvít gimbur, mark óljóst.
Gæti verið: Sýlt h., blaðstýft
fr., fjöður aftan vinstra. Gat
eftir merki neðarlega í vinstra
eyra. — Frekari upplýsingar
um lömb þessi gefur
ÞÓR JÓI IA-NNFSSON,
Þórsmörk.
HINAR ÞEKKTU
ELISABETH ARDEN
snyrtivörur
fást nú í
Hattabúðinni
Hafnarstræti 95.
Skagfirðingafélagið
heldur skemmti- og spila-
kvtild í Lóni föstud. 25. þ. m.
kl. 8.30 e. h.
SKEMMTIATRIDI:
Kvikmynd
Fclagsvist og
Dans.
Miðasala við innganginn.
Skemmtinefndin.
Ný bók, sem veitir öllum ósviknar
ánægjustundir
DALASKÁLD
Þættir og minningar um Símon Bjarnarson
og fleiri
eftir
Þorstein Magnússon frá Gilhaga,
kemur út í byrjun næsta mánaðar.
Þorsteinn Magnússon.
í þessari bók rekur höfundur æviferil Símonar Dalaskálds, smaladrengsins úr Skaga-
fjarðardölum, sem gerðist farandskáld og rithöfundur, Jrótt hann lærði ekki að skrifa
fyrr en um fimmtugt, orti margar langar rímur, skrifaði skáldsögur og ævisögur,
ferðaðist oftsinnis um allt landið og orti vísur um allt heimilisfólkið þar setn liann
kom.
Þótt bókin sé fyrst og fremst saga Símonar, koma þar rnargir fleiri við sögu, þar
á meðal mörg önnur dalaskáld, sem uppi voru á sama tíma og áttu sömu þrár og
drauma. Summu þessara manna lýsir höfundur á ógleymanlégan hátt.
Margar heilsíðu myndir prýða bókina.
Vegna þess að upplagið er mjög takmarkað, en eftirspurn sjáanlega mikil, er nauð-
synlegt að þeir, sem vilja tryggja sér bókina með áskriftarverði, láti útgáfuna vita sem
allra fyrst, eða ekki síðar en um n. k. mánaðamót. Áskriftarverð er kr. 65.00 í rexín-
bandi, en kr. 45.00 í kápu.
Bókaútgáfan BLOSSINN, Akureyri.
SÍMI 2196.
er
kærkomnasta
jólagjöfin
til
eldra
fólksins.
Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að bók-
inni DALASKÁLD eftir Þorstein Magnússon frá Gil-
haga, og lofa að greiða hana við móttöku.
.....eint. í bandi ......eint. í kápu
Nain
Heimili
Póststöð
Til bókaútgáfunnar BLOSSINN, Akureyri.
Ath. Klippið þennan áskriftarseðil frá og sendið hann
útfylltan til útg. Bréfin má senda ófrímerkt.
►########*