Dagur - 07.12.1955, Page 1

Dagur - 07.12.1955, Page 1
12 SIÐUR XXXVIII. árg. Akureyri, mi'ðvikudaginn 7. desember 1955 56. tbl. Hér sést mynd af æðstu mönnum stórveldanna á Geniarfundinum í sumar, þar sem hinn marglofaði og margumræddi „andi frá Genf“ réð lögum og lofum. Æ, andi sæll, hvað er orðið af þér? Mænusóftiai komin í Skagafjörð Ingiraar Jónsson bóndi á Flugumýri andaðist síðastliðinn sunnudag Grunur hefur leikið á, að mænuveikin væri komin í Skaga- fjörðinn, en um það var þó ekkert fullyrt. En nú á sunnudagsnóttina andaðist Ingimar Jónsson bóndi á Flugumýri úr veikinni eftir stutta legu. Lamaðist hann í öndunar- færum. Ingimar var maður á bezta aldri, mesti dugnaðar- og myndar- bóndi. Er því sýnt hver vágestúr er Slökkviliðið kallað tvisvar út. Síðastliðinn mánudag kviknaði í rusli í geymslukassa bak við Strandgötu 25 hér í bænum. — Slökkviliðið var þegar kvatt út og slökkti það eldinn á svipstundu. Klukkan 12 mínútur eftir mið- nætti, aðfaranótt þriðjudagsins, var slökkviliðið aftur kallað út. Var þá kviknað í trésmiðaverk- stæði Böðvars Tómassonar á Gleráreyrum. Tókst fljótlega að kæfa eldinn, en skemmdir urðu nokkrar. Verkstæðishúsið er ein hæð með risi, úr timbri. Vegfar- andi nokkur hafði orðið eldsins var og tilkynnt það lögreglunni. í bæði skiptin var háþrýstiúðinn notaður. Eldsupptök eru ókunn. Rússneskir jeppar kominn í héraðið og á næsta leiti við okkur. í Reykjavík er lömun- arveikin í rénun og flestir, er veik- ina taka, verða hennar lítt eða ekki varir. Þó getur út af brugðið, svo sem hin sorglega frétt að vest- an ber með sér. Er því sjálfsagt fyrir fólk að kynna sér á ný var- úðarráðstafanir þær og leiðbein- ingar, er læknar gáfu í upphafi far- aldursins x haust. Síld á Akureyrarpolli í vikunni sem leið, leit- aði „Snæfellið" síldar á Ak- ureyrarpolli. Varo það síld- ar vart í smáurn stíl. Síð- Ungir menn hefja landnám í heimasveit sinni. Ræktun og byggingar í sveitum, gefa góð fyrirheit ustu dagana hafa manna glæðst og fyrstu síld- inni var landa í Krossa- nesi á mánudaginn. Voru það 220 mál. Nótabrúk Kristjáns Jónssonar kom þangað með 169 mál og Karl Friðriksson með 51 mál. — Til viðbótar eru þessi skip farin til veiða eða í undirbúningi með það: Hannes Hafstein, Vonin og Akraborg. I gærkveldi kom svo Kr. Jónsson með 150 mál og vitað var um ein- hverja veiði hjá Voninni og Hannesi Hafstein. — Síldin er 13,5% feit, 17-21 sm.^ á lengd. Síldarverðið mun vera fast að 60 kr. fyr ír málið. Eins og nú er ástatt á landi vonn eru þag talin nokkur tíð- DAGUR kemur út laugardaginn 10 desember. — Auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 2 á föstudag. Tunnusmíði hefst úr áramótum Atvinna fyrir rúml. 30 manns 4-5 mánuði. Efnið á næstu grösum. Undirbúningi liraðað Nú er ákveðið að flytja inn 50 rússneskar jeppabifreiðar. Hefur mönnum syðra verið gefinn kostur á að sjá þær og kynnast þeim að nokkru. Verðið er kr. 37.500.00. Norðlendingar fylgjast vel með bílainnflutningnum, ekki síður en aðrir landsmenn. En ekki hefur þeim gefizt þess kostur að sjá þessar nýju gerðir jeppabifreiða. sumartímann. Úr næstu helgi er væntanlegt hingað til Akureyrar efni í 35 þús. tunnur. Skapast við það nokkur atvinna, því að við tunnuverk- smiðjuna munu væntanlega vinna rúmlega 30 manns. I fyrra voru smíðaðar um 14 þús. tunnur og seldust þær allar upp í sumar. Nú mun tunnusmíð- in, sem verður hin mesta hér, taka 4—-5 mánuði, og er það einkar heppileg atvinnubót yfir veturinn. Húsakostur verksmiðjunnar hef- ur verið bættur að nokkru og þessa dagana er verið að lagfæra eitt og annað í vei'ksmiðjunni. Ný strauskífa hefur verið sett upp og eldri vélar eru yfirfarnir, svo að vúnna geti hafizt af fullum krafti eftir áramótin. Nokkrum erfiðleikum veldur það, að tunnugeymslur vantar al- gerlega, og standa Siglfirðingar ólíkt betur að vígi hvað það snert- ir. Veldur það jnfnan skemmdum á tunnum, ef þær standa úti yfir Akureyri er hentugur staður fyrir tunnuverksmiðju og hentugt að flytja þær héðan, sérstaklega á landi, til söltunarstöðvanna, eftir því sem þörf krefur á hverjum tíma. indi, þegai' nýbýli eru stofn- uð. Flestum þykir fýsilegra að leita annarra úrræða til sjálfs- bjargar ,enda sú leiðin oftast greiðari. Vaskir menn og bjartsýnir, láta þó ekki allir erfiðleikana aftra sér og hefja ræktunarstörf og bygginga- framkvæmdir, og nema land á nýjum stöðum. Ræktun komin vel áleiðis. I Eyjafirði er víða gott land undir bú og þar er jarðrækt og búfjárrækt komin lengra en víða annars staðar. Eyjafjörður er fag- urt hérað af náttúrunnar hendi og þar er búsældarlegt um að litast: Mikil ræktunarlönd og góðar byggingar. í Ongulsstaðahreppi eru nokkur nýbýli risin upp og önnur fyrirhug- uð. Þéttist byggðin ár frá ári, svo að tún og garðlönd liggja víða saman. Ryggðin þéttist. Nýlegt býli er Tjarnaland. Eig- endur Einar Thorlacius og Hrund Kristjánsdóttir. Stendur býlið í landi Ytri-Tjarna. Túnið stækkar óðfluga og virðast nýbýlingarnir vera komnir yfir örðugasta hjall- ann. Hjarðarhagi, rétt norðan við Þverá, nýbýli úr landi Syðra- Hóls, byggðu þau hjónin Snorri Sigurðsson og Elín Friðriksdóttir fyrir fáum árum. Eru þar stór lönd undirbúin til ræktunar, auk þeirra, er lokuð hafa verið með grasi. Hallgrímur Aðalsteinsson og Magnea Garðarsdóttiir byggðu ný- býlii úr landi Jódisarstaða. Fluttu þau þangað á miðju sumri og una vel hag sínum. Fengu þau túnskák nokkra með landinu og nýtt land er búið að brjóta og vinna til við- bótar. Þá er Ragnar Bollason og Jón- ína Þórðardóttir að byggja nýbýli í landi Ongulsstaða. Er húsið komið undir þak. Hin nýju býli Hallgríms og Ragnars standa bæði austan við veginn, svo og Tjarna- land. Byggðin er því orðin nokkuð þétt á þessum kafla og gaman að fylgjast með örum framkvæmdum. En þó er ráðgerð bygging tveggja nýbýla að auki á þessu svæði. Undirbúninigur er hafinn við þau bæði og mun verða sagt frá þeim síðar. Þau nýbýli, sem eldri eru, virðast hafa vísað veginn og rætast vonandi framtíðar- draumar nýbýlinganna einnig að þessu sinni. Pilnik og Friðrik Skákeinvígi snillinganna Pilniks og Friðriks stendur yfir um þessar mundir. Tefldu þeir fjórðu skák- ina á sunnudaginn var. Sömdu þeir um jafntefli er líða tók á skákina. Standa því leikar þannig, að Friðrik hefur 3 vinninga en Pilnik 1. I gær var fimmta skákin tefld, en úrslit voru ekki kunn, þegar blaðið fór í pressuna. Allar líkur benda til að hinn ungi skákmaður, Friðrik Ólafsson, muni verða skæður andstæðingur hins kunna, erlenda meistara. Nemendur og kennarar verkstjóranámskeiðsins Nemendur á nýafstöðnu verkstjóranámskeiði'á Akureyri. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Hinir fj órir stóru Meí nýbýlunum í Öngulsstaðahreppi þéffisi blómleg byggð sveilarinnar DAGUR kemur næst út laugardag- inn 10. desember. Fylgist með því, sem gerizt hér í kringunt okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.