Dagur - 07.12.1955, Side 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 7. desember 1955
Fjölsóf! námskeið á Akureyri. Áfvinnu-
vegirnir þurfa mennfaða verksljóra
Jóliann Hjörleifsson hefur góðfúslega orðið við
þeim tilmælum blaðsins að svara nokkrum spurn-
ingum þess, viðvíkjandi verkstjóranámskeiði, er
hann stjórnar á Akureyri og nú er að ljúka
Hvað getur þú sagt mér umi
ver kst j óraf ræðslu na?
Eitt af frunaskilyrðum fyrir allri
verklegri þróun, sem og öðrum
framförum, er þekkingin, án
hennar verða engin stórvirki reist.
eða hráefnum breytt í góðar vörur.
Um það munum við allir á einu
máli. Hiitt er svo annað, hvort séð
hafi verið fyrir því sem skyldi, að
nægileg þekking til slikra hluta
væri fyrir hendi hjá okkur. Við
eigum laerða verkfræðinga og iðn-
fræðing, sem störfum sínum eru
vaxnir. En hvernig er með þá sem
eiga að stjórna hinum daglegu
itörfum, verkstjórana, hafa þeir
tengið aðstöðu til þess að búa sig
jndir störf sin eins og nauðsyn ber
:il. Eg held að þar skorti nokk-
jð á.
Er sérmenntun verkstjóra
nauðsynleg?
Það er ekki fyrr en nú á síðari
árum, að augu manna hafa opnast
fýrir því, hversu afköst í verk-
smiðjum og svo aflár verklegar
framkvæmdir eru mjög komin
undir starfhæfni og þekkingu
verkstjóranna. Það hafa því verið
gerðar sívaxandi kröfur til þeirra,
kröfur sem leitt hafa til þess, að
í öllum menningarlöndum hefur
verið tekin upp kennsla fyrir þá.
fyrst var sú kennsla í smáum stíl,
en eftir því sem starfsgreinar iðn-
aðarins urðu margþættari og hin-
ar verklegu framkvæmdir um-
fangsmeiri og vandasamari, hafa
kröfurnar um aukna hæfni verlc-
stjóranna orðið háværari og há-
værari, er því nú svo komið, að
víða hafa verið stofnaðir sérskól-
ar fyrir þá, þeir komið í stað hinna
stuttu námskeiða, sem byrjað var
með. Við verkstjóraskólana er hin
aimenna fræðsla sem talin er
nauðsynleg fyrir alla sem verkum
stjórna, sameiginleg. Hér skiptir
engu máli hvaða sérgrein verk-
stjórinn hefur. Hið sameiginlega
nám er fyrst og fremst fólgið í
því, að skýra hina sálfræðilegu og
uppeldislegu hlið, sem að verk-
stjórninni snýr. Hinn sálfræðilegi
,faktor“ þessa máls, ef svo má að
orði kveða. En þekking á honum
er nú til dags talin sÍ2Tt þýðingar-
minni en hin verklega hæfni. Hér
eiga því verkstjórar úr hinum
óskyldustu starfsgreinum samleið,
vandamálið er hið sama, — það er
að skapa einingu og samstarf á
vinnustaðnum, þar sem fyrsta skil-
yrðið til þess er þekking verkstjór-
ans á starfsfólkinu. Aðeins sá
verkstjóri sem skilur þetta og
hagar stjórn sinni samkvæmt því,
er talinn geta leyst af hendi aðal-
hlutverk verkstjórnarinnar, að
sameina tæknina, svo að afrakstur
starfsins verði sá, sem frekast má
vænta, án þess þó að nokkrum sé
íþyngt í starfi.
Hvenær hófst verkstjóra-
fræðslan hér á landi?
Hér á landi var fyrst byrjað á
vísi til verkstjórafræðslu 1938
með kvöldnámskeiði sem Verk-
stjórafélag Reykjavíkur gekkst
fyrir, en siðan hafa nokkur nám-
skeið verið haldin að frumkvæði
verkstjórasamtakanna. Hafa þau
notið styrks frá ríkinu og Vinnu-
veitendasambandinu, sem jafnan
hefur látið verkstjórafræðsluna sig
miklu skipta.
Hvernig hafa nágrannaþjóð-
irnar leyst þetta mál?
Hjá nágrönnum okkar á Norð-
urlöndum hefur verkstjórafræðsl-
an mjög verið rædd hin síðari ár-
in, enda víðast búið að taka hana
föstum tökum. Til þess að sam-
ræmá hana sem bezt eru t. d. ár-
lega haldin námskeið við lýðhá-
skólann í Gripsholm í Svíþjóð. —
Námskeið þetta er sótt af fulltrú-
um verkstjórasamtakanna í Nor-
egi, Danmörk og Finnlandi, auk
Svíanna sjálfra. A námskeiðinu
eru rædd vandamál verkstjóranna,
og fyrirlestrar fluttir um nýungar
í tækni, vinnuskipulagningu o. fl.,
o. fl., sem verða má til þess að
bæta framieiðsluna og auka vinnu-
afköst. A öllum Norðurlöndunum
eru sérskólar fyrir verkstjóra, og
sjá þeir um stutt námskeið í hin-
um fjarlægari byggðarlögum.
Námskeið, sem aðallega eru hald-
in tíl þess að kynnna verkstjórun-
um helztu nýungarnar á starfssviði
þeirra.
Finnski skólinn.
Af verkstjóraskólunum á Norð-
urlöndum býst eg við að finnski
skólinn sé fullkomnastur.
Hann er á fögrum stað í útjaðri
Heisingforsborgar og var byggður
eftir siðasta stríð. Á síðasta sumri
fékk eg tækifæri til þess að skoða
þennati skóla og kynna mér lítils-
háttar starfrækslu hans og fyrir-
komulag. Hann er að öllu lejdi
kostaður a'f Vinnuveitendasam-
bandinu finnska, og starfar að
mestu árið um kring. Heimavist er
þar fyrir um 70 manns, en borð-
salur fyrir 200 manns. Þeir, sem
heima eiga utan borgarinnar búa
að öllu ieyti í skólanum, en flest
allir, sem skólann sækja matast
þar, ásamt kennaraliði skólans.
Skólinn er frábrugðinn öðrum
verkstjóraskólum á Norðurlönd-
um, að því leyti, að hann er sóttur
af stórum hóp kvenverkstjóra, en
af þeim er margt í finnska iðnað-
inum.
Kennslufyrirkomuiag.
Fyrirkomuiag kennslunnar er
þann veg, að hvert námskeiðið
tekur við af öðru. Hver verkstjóri
sækir fyrst 6 vikna námskeið, þar
sem fyrst og fremst er lcgð áherzla
á sálfræði, uppeldisfræði og
vinnuskipulagningu. Það er þekk-
ingu á manninum og hvernig
verkstióranum beri að umgangast
starfsmenn sína og yfirmenr.. Eg
spurði forstöðumann skólans, sem
er einn úr stjórn VTinnuveitenda-
sambandsins, hvort atvinnurekend-
ur í Finnlandi litu almennt svo á,
að hin sálfræðilega og uppeldis-
Jóhatin Hjörleiísson.
fræðilega hlið verkstjórnarinnar
væri slík, að á hana bæri jaínvel
að leggja meiri áherzlu en hina
verklegu kunnáttu. Hann svaraði
hiklaust, að þeir teldu það fyrsta
atriðið í hverri verkstjórn, að
verkstjórinn 'kynni að umgangast
þá, sern hann ætti að stjórna.
Þekkti ekki aðeins starfhæfni
þeirra, heldur og andlegt ástand.
Veilur þeirra og styrkleika.
Eftir hinum almennu námskeið-
um vúð skólann, koma sérr.ám-
skeiðin, sem venjulega standa 2
—3 vikur, og eru t. d. eins og í
Danmörk aðaliega fólgin í þvi að
kynna verkstjórunum nýungar í
starfsgreinum þeirra.
Hvaða leiðir télur þú vænleg-
astar tii úrbóta fyrir okkur?
Að því er snertir fræðslu fyrir
íslenzka verkstjóra, þá teljum við
að koma þurfi á deild við iðnskól-
ana, t. d. í Reykjavik og Akureyri,
þar sem verkstjórafræðslan fari
fram. Frá þeirri deild ættu verk-
stjóraefnin svo að taka próf. Og
það er sameiginlegt álit þeirra,
sem um þessi mál hafa fjallað, að
skilyrði fyrir upptöku í deildina
ætti að vera, að hlutaðeigandi
hefði gagnfræðapróf eða hliðstæða
menntun, auk verklegrar kunnáttu
í þeirri grein, sem hann ætlaði að
taka á hendur verkstjórn í. Og er
tímar líða ættu þeir, sem prófin
leysa, og taldir eru hæfir til verk-
stjórnar, að ganga fyrir öðrum um
störf og stöður. Eins og málum
þessum er nú hagað hjá okkur, eru
engar lágmarkskröfur gerðar um
sérþekkingu verkstjóra, og virðist
slíkt vart geta staðist, og það sízt
nú, á tímum hinnar öru, verklegu
þróunar. Af þessu leiðir og, að
sumir verkstjórar fást jafnvel ekki
til að afla sér neinnar sérþekking-
ar, eða auka þekkingu sína, telja
sig vita nóg að verða svo meira og
minna utangátta í starfinu, sér til
leiðinda en húsbændunum til
tjóns. Hér teljum við að umbóta
sé þörf, og ekkert dugi annað en
setja lágmarkskröfur um menntun
og sérþekkingu þessara manna
eins og annarra manna, sem
ábyrgðarstörf eru falin. Þeim er
oft trúað fyrir miklu verðmæti, og
á hæfni þeirra veltur mjög um
framleiðslu og afköst. Ekki aðeins,
að því er tekur til verklegra fram-
kvæmda, heldur og um gæði og
magn margs konar framleiðslu. —
Þetta'eru sannindi, sem atvinnu-
rekendur og framleiðendur hafa
yfirleitt gert sér ljóst.
Verkstjórasamtökin telja því
námskeið fyrir verkstjóra aðeins
bráðabirgðalausn þessara mála,
úrræði sem notast verði við á
meðan verið er að koma málunum
á fastan grundvöll. Sníða þeúm
framtíðarstakk.
Hvað viltn að lokum segja
mér af verkstjóranámskeið-
inu, sem nú er að ljtika á
Akureyri?
Á námskeiðinu, sem staðið hef-
ur hér siðastl. 5 vikur, hefur verið
leitast við að gefa verkstjórunum
og verkstjóraefnunum sem hagnýt-
asta fræðslu, svo að hún geti orðið
þeim léttir í starfi.
Kenndar hafa verið land- og
hallamælingar, kort gerð af hin-
um mældu stöðum, og hallalínur
mældar. Mælt fyrir vegum og
vegakáflarnir reiknaðir út. Flatar-
og rúmmálsfræði, samhliða út-
reikningi ýmsra verka. Vinnubóka-
hald og forustu á skýrslum í sam-
bandi við unnin verk. Sérstölc
námskeið voru um steinsteypu og
meðferð hennar. Þar var og leið-
beint um val á steypuefni. Erindi
voru flutt um sprengiefni og
sprengingar ásamt verklegum æf-
ingum. Þá var og kennd hjálp í
viðlögum. Fyrirlestrar voru fluttir
um: atvinnusjúkdóma og slysa-
varnir, atvinnulöggjöf og skyldur
verkstjórans gagnvart verkamönn-
um og yfirboðurum, jafnframt því
hverju verkstjórinn beri að gæta
að lögum um öryggi verkamanna
og almennings. Þá voru og fluttir
fyrirlestrar um sálfræði og upp-
eldisfræði, og rætt um ýmis
vandamál verkstjórans bæði á
vinnustað og í umgengni við hann.
Þá fengu og nemendur allgóða
æfingu í að nota reikningsstokka.
Kennarar og fyrirlesarar.
Aðalkennarar námkeiðsns voru,
auk forstöðumanns þess: Ásgeir
Valdimarsson verkfr., Jón H. Jóns-
son menntaskólakennari og Snæ-
björn Jónasson verkfr.
Fyrirlestra fluttu þeir: Hákon
Guðmundsson hæstaréttarritari,
Jóhann Þorkelsson héraðslæknir
og dr. Broddi Jóhannesson.
Leiðbeiningar um sprengiefni
og sprengingar hafði Zóphonías
Jónasson sprengingameistari með
höndum.
Kostnaður við námskeiðið var
að mestu greiddur af ríkissjóði og
VinnuN'jitendasambandi Islands.
Ollum þeim, sem unnu með mér
við námskeiðið, flyt eg beztu
þakkir fyrir ágæta vinnu, og þeim
er það sóttu þakka eg samveruna
og vænti þess að sú fræðsla, sem
þeir hafa fengið, megi verða þeim
til nokkurs gagns og létta þeim
starfið í framtíðinni. Verða grund-
völiur, sem þeir eigi eftir að
byggja ofan á með reynslu sinni
og þroska.
Matar- og kaffistell
með ekta gyllingu, hentug
til brúðkaups- og jólagjafa.
Ennfrentur venjuleg matar-
og kaffistell
Obrjótanleg vatnsglös
Bollapör,
M jólkurkönn u r
Sykursett, margar gerðir
Djúpir og grunnir diskar
og margt fleira
o o
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Gæsadúnn,
fyrsta fl. yfirsængurdúnn
Háljdúnn
Dúnhelt lcrejt, blátt, bleikt
Fiðurhelt léreft
Damask, rósótt og röndótt
Hv.itt léreft í m. breiddum
Flónel, hvítty bleikt-, blátt
Bómullargarn, margir litir
Ullargagn í mörgum liturn
Verzl. Eýjafjörður h.f.
Gúmmíboltar barna
vanaleg stærð,
margir litir,
bezta tegund
Kosta aðeins kr. 6.00 stykkið.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Afsláttur!
Seljum allan leður- og
gúmmí-skófatnað með
allt að 50% afslætti.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Skemmtiklúbburinn
ALLIR EITT
Dansleikur í Alþýðuhúsinu
10. des., kl. 21. Mætið stund-
víslega. Geymið stofnana.
Stjórnin.
Stíilka
i
óskast á heimili í sveit um
tveggja eða þriggja mánaða
skeið.
Afgr. vísar á.