Dagur - 07.12.1955, Side 7
Miðvikudaginn 7. desember 1955
D A G U R
7
inga, er m
gunar og
Óvenjulegt veðurfar - Paradís sauðalijarða á
Brúaröræfum. - 300 greni og ógrynni refa -
8 nýbýli stofnuð - Hreindýraveiðar - Vega- og
efnashagsmál. - Engum dettur í hug að
flýja sveitina
nunar
Óvenjulegt sumar.
Eins og alls staSar á Austur- og
Norðausturlandi var sumarið í
sumar eitt með þeim beztu sumr-
um, sem hér hafa komið um lengri
tíma, enda var hér búið að ganga
vont árferði um nokkur ár, verra
en annars staðar á landinu.
En þrátt fyrir þetta góða sumar
var grasspretta hér víða tæplega
í meðallagi og hér á Jökuldal er
yfirleitt harðlent, og ofþornaði
jörðin hér, þurrkarnir í júní og
júlí voru svo miklir, ag lá við að
tún brynnu, einkum á Efra-Jökul-
dal. Sums staðar var kal í túnum.
Mun heyskapur hafa orðið hér
undir meðallagi. En nýting svo
góð á heyjum, að fátítt er. Segja
má, að það þyrfti sjaldan að snúa
x héyi og há þornaði á 2 dögum.
Eru hey því hér óvenju góð. Fyrn-
ingar voru viða nokkrar frá síðastl.
vetri.
Eé gekk vél undan á sl. vori,
yf-irleiitt er hér fátt tvílembt, og á
lömb er ekki hleypt að jafnaðii.
Sjúkdómar í sauðfé.
Skæður sauðfjársjúkdómur —
garnaveikin — hefur leikið aust-
firzka bændur mjög hart. Veikin
kom hér víða upp'á harðindaárun-
um 1945—1951. Ærnar báru þá
í húsunum og fé sýktist mjög. Hér
á Jökuld. herjaði veikin á þessum
árum, en nú er hún mjög í rén-
un, og það lyf frá Keldum, sem
lömbin eru bólusett með, virðist
vera mjög mikil vörn.'
En hér á Jökuldal er önnur
veiki, mjög hvimleið, og er það
svokölluð kýlaviki. Er sú veiki
lengi búin að vera hér. Þetta eru
kýli, sem koma á höfuð kindarinn-
ar aðallega og virðist mjög illt að
lækna veikina. I haust komu hér
fyrir á einum bæ 50 ær sýktar
meira og minna, og var talað við
einn sérfræðinginn á Kelddum um
þetta, og ráðlögðu þeir þar bara að
farga fénu. En ám þessum hefur
ekki verið fargað ennþá öllum.
Víðáttumikil kostalönd.
Fé var hér yfirleitt nokkuð
vænna en í fyrra, einkum ær, og
svo mun hafa verið almennt hér í
héraðinu. En meðalþyngd dilka er
alltaf hæst hér á Jökuldal á þessu
svæði, og á sú góða afrétt, sem
hér er, mestan þátt í því. Afréttin
vestan Jökulsár — Jökuldalshlíðin
og Brúaröræfi — mun vera ein-
hver sú bezta afrétt hér á landi, og
er eg þess fullviss, að þótt í þeirri
afrétt væru mörg þúsund fjár
fleira, en nú er, þá mundi vænleik-
inn verða sá sami.
Þyngstir dilkar í haust voru hjá
Halldóri Sigvarðssyni, Brú á Jök-
uldal. Meðalkroppþungi þeirra var
19.38 kg., 104 lamba.
Vitað um 300 greni.
En ein sú msta plága, sem hér
er á öræfunum, er refurinn. Hér i
sveitinni munu vera þekkt greni
um 300, en þau eru nokkuð fleiri,
því að óþekkt greni eru víða og
víðáttan geysileg, og þó að vinnist
hér um 100 dýr á ári, sem stund-
um kemur fyrir, þá sér ekki högg
á vatni. Eg man eftir, að eitt vor
hér drap tófa 30 lömb, og þá
fannst hún loks í nýlendu. Þetta er
mikil blóðtaka. En ef til vill getur
margur bóndinn, því miður, sagt
frá slíku sem þessu.
Það hefði þurft að vera í flest-
um byggðarlögum hér á landi slík-
ur maður að . fást við tófuna og
Theódcjr Gunnlaugdson bóndi á
Bjarmalandi í Axarfirði. Hann er
snillingur við það starf.
Átta nýbýli á Jökuldal.
Hér í sveitinni eru 37 bændur
og enginn bær hér í Dalnum hef-
ur farið í eyði og 8 nýbýli hafa
verið byggð á sl. árum,
I miðri sveitinni er heimavistar-
skóli, sem jafnframt er notaður
sem fundarstaður og fyrir sam-
komur. Börnunum er tvískipt í
skólanum yfir véturinn, yngri
börnin fyrripart vetrar og þau
eldri seinni hluta vetrarins. Munu
vera hér um 20 börn á skóla-
skyldualdri.
Hreindýraveiðar.
Eins og öllum er kunnugt, hefur
verið leyfð veiði á hreindýrum
fyrir Múlasýslur nú í 2 ár. Er leyft
að skjóta dýrin frá 20. ágúst til
septemberloka. Var Ieyft að veiða
600 dýr hvort árið. En eg veit til
þess, að nú hafa leyfin ekki verið
notuð nærri öll, og ef til vill verð-
ur leyft að veiða dýrin nú í des.
Hreppsnefndirnar úthluta leyf-
unum, og fá þeir bændur flest
leyfin, sem eiga mest land á hrein-
dýraslóðum. Má segja að þetta
sé nokkuð búsílag fyrir bændur,
en fyrirhöfnin er mikil að fást við
dýrin.
Dýrunum hefur fjölgað inikið á
seinni árum. Er undarlegt hvað
dýrin breiðast hér lítið út á nýjar
slóðir. Fyrir vestan Jökulsá eru
dýrin mjög lítið. Eru þau aðallega
á Fljótsdalsheiðinni. Þau virðast
vera vanaföst.
Vegamálin.
Vegakerfi Austfirðinga, Austur-
landsvegurinn, þarf mjög að end-
að ýta upp vegi á Möðrudalsöræf-
urbæta, ef viðunandi er. Það þarf
um og eins á Jökuldal, og þá
mundi sá vegur verða fær í öllum
snjóaléttum vetrum. Á Möðrudals-
öræfum er yfirleitt sjaldan mjög
snjóþungt og væri þar upphækk-
aður vegur, væri hann oft fær á
vetrum, og sama er að segja um
veginn á Jökuldal, ef hann yrði
endurbættur.
Eg hef nýlega séð, að frumvarp
er komið fram á Alþingi að endur-
bæta þjóðveginn frá Grimsstöðum
og niður Jökuldalinn og er þess
full þörf. Þyrfti að flýta þeim
framkvæmdum.
Hér á Jökuldal er sími á flest-
um bæjum, að undanskildum 7.
Þurfum við að fara að fá síma á
þessa bæi, því að það sparar
margt sporið fyrir mann, því að
hér er víða langt á milli bæja.
Um símann á Möðrudalsöræfum
er það að segja, að hann bilar ná-
lega aldrei, það koma svo sjaldan
bleytuveður á heiðina — krapa-
hríð. — Þó hlóð hann í nóv. í vet-
ur í svokallaðri Lönguhlíð og bil-
aði hann nokkuð. Mun það vera í
fyrsta sinn, sem það hefur komið
fyrir, síðan síminn var lagður.
Engum dettur í hug að
flýja sveitina.
En þrátt fyrir allt, og þó að við
búum hér í frekar afskekktri sveit
og fámennri, þá hefur engum kom-
ið til hugar, hvorki ungum né
gömlum, að flýja brott og hverfa
til Reykjavkur eða Keflavíkur-
flugvallar eins og margur maður-
inn gerir nú á tímum.
Hvar skyldi þetta lenda, með
þeim öra fólksflutningi, sem nú á
sér stað til Rvíkur og þar í ná-
grenni ,þó að þar sé mikil atvinna
eins og er og peningavelta, þá get-
ur þetta allt brostið, ef íslendingar
flytjast mikið á þennan stað eins
og nú hefur átt sér stað víðs vegar
af landinu á seinni árum.
Efnahagsmál. — Rafmagn.
Efnahagsmálum okkar er nú,
því miður, svo illa komið, að eitt-
hvað þarf til bragðs að taká; ef
vel á að fara. Það þurfa fleiri að
fást við framleiðsluna en nú er.
Framleiðslan þarf að aukast í stór-
um stíl og útflutningur, þá mundi
þetta snúa öðruvísi við.
En hvað um rafmagnið? Nú er
unnið við Grímsárvirkjun, og er
gert ráð fyrir að því verki verði
lokið fyrr en áætlað var, og er það
vel farið. En eg hef heyrt sagt, að
það komi aldrei rafmagn á neinn
bæ vestan Lagarfljóts frá þessari
virkjun, þar sem væri lengra en 2
km. á milli bæja, yrði þetta raf-
magn ekki leitt á.
Ef eitthvað er hæft í þessum
orðrómi, þurfum við Jökuldælir
aldrei að búast við rafmagni það-
an, því að hér eru víða frá 5 til 8
km. milli bæja. Við verðum að
fara að beizla bæjarlækina okkar
sjálfir, því að þeir eru við flesta
bæi á Jökuldal, en aðstæður eru
víða örugar, en þó misjafnar eitt-
Óþörf íþróttagrein.
LEIKIR OG ÍÞRÓTTIR eru
eðlileg einkenni uppvaxandi
manna. Ungir menn þrá af alhug
hreysti og fimi og þeir vilja einnig
bera sig saman við aðra menn á
svipuðum aldri. I því sambandi
detta þeim útrúlegustu lilutir í
hug. Fyrrum spreyttu menn sig á
þungum steinum eða stukku yfir
gil og sprungur, klifu í klettum eða
,,fóru í eina bröndótta". Var þetta
góð tilbreyting frá árinni og orf-
inu, þótt hvort tveggja væri ærið
erfiði og stundum óhóflegt. Fleira
má telja, og siðan komu aðrar
íþróttir til: Kúlan, kringlan, sleggj-
an, spjótið og svo ýmiss konar
hlaup, stökk og ótal margt fleira.
En það er eins og enn hafi vantað
íþróttagreinar, sem fullnægt gætu
athafnaþörf ungra manna.
Hér upp við andapollinn er oft
hægt að sjá enn eina íþrótt, sem
skólaæskan er að endurvekja. Hún
var að vísu til á meðan menn
tuggðu skro og gátu spýtt langar
leiðir, til dæmis innan úr baðstofu
og alla lieð fram í göng. En nú
eru menn að hætta við munntó-
bakið.
Nokkrir nemendur úr barna- og
gagnfræðaskóla iðka nú þá íþrótt
að hrækja út á andapollinn. Hafa
þeir tvöfalda skmmtun af. Það er
ekki einungis skemmtun í að geta
hrækt sem allra lengst, heldur
taka fuglarnir þátt í þessari íþrótt
líka og keppast við að gleypa
hrákann.
Þessi viðbjóðslegi leikur vekur
óhugnað þeirra er séð hafa og ætti
að finna unglingunum eitthvert
annað verkefni, ef þeir finna það
ekki sjálfir,
Unglingum ofbýður!
TVEIR UNGIR og myndarleg-
ir skólapiltar komu inn á skrif-
Góður gestur
Von er á góðum gesti til Akur-
eyrar í þessari viku. Samstarfs-
maður minn í Kína og síðar
kristniboði í Japan, Norðmaðurinn
Anders Hoaas, kemur á leið sinni
til Ameríku og Japans, við á ís-
landi. Er ráðgert að hann flytji
erindi í skólum á Akureyri og víð-
ar. Einnig mun hann tala á kvöld-
samkomum í kristniboðshúsinu
Zíon 8.—11. desember. Honum til
aðstoðar verða Gunnar Sigurjóns-
son og undirritaður.
Gera má ráð fyrir að marga fýsi
að hlýða á hann, sem hefur verið
langdvölum í Japan. Sýndar verða
og kvikmyndir þaðan.
Anders Hoaas er guðfræðingur
og kristniboði að menntun. Hann
er frábær kennari, fyrirlesari og
prédikari. Vona eg að heimsókn
þessa ágæta vinar míns, verði
mörgum góður undirbúningur fyrir
jólahátíðina.
Ólairn Olaísson.
hvað. Mundi það kosta mikið f jár-
magn og þyrftu bændur að fá há
lán og hagkvæm til þess að geta
komið því í framkvæmd.
En eftir að búið er að byggja
upp á jörðunum, hvar sem það er
á landinu, þá mun engin fram-
kvæmd borga sig betur en raflýsa,
þar sem aðstæður eru til þess.
Einar Jónsson, Hvanná
stofu Dags nýlega og sögðu frá því
að nú væri farið að tíðkast á
dansleikjum skólanna (sennilega
bæði Mennta- og Gagnfræða-
skóla) að spila ýmis þekkt og vin-
sæl lög, sem lengi hafa verið sung-
in með hugljúfum vísum og kvæð-
um okkar beztu skálda. Ljóð og
lag, vanalega með því fyrsta, sem
börnum er kennt. Þessum lögum
sé svo herfilega misþyrmt með
hnykkjum og skrykkjum og takti
þeirra breytt. Sögðu þeir ennfrem-
ur að einn kennari hefði haft orð
á þessum ófögnuði og væru þeir
honum þakklátir.
Heimsókn þessara drengja
mætti vekja til umhugsunar um
það, hvers konar tónlist er flutt á
danssamkomum og hvort þar væri
þörf úrbóta. Og hún var að því
leyti ánægjuleg að finna hjá þeim
þroskaða dómgreind og ábyrgðar-
tilfinning fyrir meðferð ljóðs og
lags.
Ef til vill halda fleiri unglingar
dómgreind siinni og fegurðarskini,
óbrjálaðri, en svartsýnir menn
vilja vera láta. Er það jafn gleði-
legt og það er ótrúlegt í þeim
hávaða af ósmekklegum dægur-
lögum, að textunum meðtöldum,
útlendum og innlendum, og öðru
enn verra, sem dynur yfir landið í
sterkasta áróðurstæki þjóðarinnar,
útvarpinu. En þá grein útvarpsins
þurfa skólarnir á Akureyri ekki að
taka til fyrirmyndar.
Samvinnan
Samvinnan, októberheftið, er
komið út. I þessu hefti er m. a.:
Samvinnufélögin taka forystuna,
eftir ritstjórann, Benedikt Grön-
dal, Félagsheimili hinna dreifðu
byggða, Glóðin, saga sú • eftir
Bjartmar Guðmundsson frá Sandi,
er hlaut þriðju verðlaun í smá-
sagnakeppni Samvinnunnar, Sam-
vinnustarfið gerir þjóðfélagsbygg-
inguna bjartari og betri, eftir Grím
Jósafatss., Sumargstir, kvæði eft-
ir Pál H. Jónsson, Gulnuð blöð,
eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli, og
Hrekkvísi örlaganna, framhalds-
saga eftir Braga Sigurjónsson.
Til sölu
nýleg taurúlla. Til sýnis á
Sólvöllum 11 (niðri). —
Tækifærisverð.
Ljós lierrarykfrakki
var skilinn eftir í Lystigarði
Akureyrar í liaust. Réttur
eigandi gefi sig lram við
umsjónarmann garðsins.
er móflekkóttur köttur.
Sá, sem kynni að hafa orðið
kattarins var, er beðinn að
tilkynna það í síma 1454.
Stúlka
óskar eftir atvinnu eftir
kl. 6 á daginn, helzt við
afgreiðslustörf. — Annað
kemur til greina.
Afgr. vísar á.