Dagur - 07.12.1955, Side 12
12
Baguk
Miðvikudaginn 7. desember 1955
Vélvæðing landbúnaðarins, um-
ræðuefni fjölmenns bændafundar
Á Bændaklúbbsfundi, sem
haldinn var að Hótel KEA á
mánudaginn, var vélvæðing
landbúnaðarins tekin til um-
ræðu. Framsögn hafði Árni
Jónsson tilraunastjóri.
Sagðist hann gizka á að um 20
milljónum væri nú árlega varið til
vélakaupa og vélaviðhalds vegna
landbúnaðarins. Færi þó vélakost-
urinn ört vaxandi. Þáttur vélanna
væri orðinn stór og menn yrðu að
láta sig meiru skipta en verið
hefði, bæði val véla og verkfærp,
svo og viðhald þeirra og hagnýt-
ingu til margs konar starfa.
Gúmmíhjól og vökvalyftur.
Stórfelldar umbætur og breyt-
ingar hefðu átt sér stað í vélakosti
bænda hin síðustu ár. Mestu
breytinguna taldi hann gúmmí-
hjólin á dráttarvélunum og vökva-
lyftuna.
Með vökvalyftunni opnuðust
óteljandi möguleikar til hagnýt-
ingar vélaaflinu og margvísleg
verkfæri hefðu fylgt í kjölfarið og
breytti viðhorfinu til muna í notk-
un dráttarvélanna.
Hin nýju tæki breyttu líka við-
horfi bænda til vélastærða og
gerða. Taldi hann líklegt að meira
yrði í framtíðinni horfið að stærri
vélum með hliðsjón af þessari þró-
un. Hann gat þess, að vonir stæðu
til að Verkfæranefnd ríkisins gæti
nú, fremur en áður, reynt nýjar
vélar og verkfæri og væri það
ómetanlegt fyrir bændur landsins
og þjóðina alla. Hann ræddi einn-
ig um nauðsyn þess að gefnar yrðu
út öruggar leiðbeiningar um véla-
val og nýjungar.
4 * | *
Síðasti Bændaklúbbsfundur
ársins.
Þegar frummælandi hafði lokið
máli sínu, hófust almennar um-
ræður og bar margt á góma, svo
sem nærri má geta um svo viða-
mikið efni og tóku þessir til máls:
Ingi Garðar Sigurðsson, Olafur
Jónsson, Bjarni Arason, Þór Jó-
hannesson, Garðar Vilhjálmsson,
Jón Bjarnason, Magnús Arnason
og Aðalsteinn Guðmundsson.
A fundinum, sem Jón Guðmann
stjórnaði, sýndi Eyjólfur Árnason
rússneskar landbúnaðarmyndir og
frá gróðurfari og dýralífi við
Volguósa o. fl.
Fundinn sátu yfir 80 manns og
fjölmenntu Svarfdælingar.
Var þetta síðasti klúbbfundur-
inn á þessu ári.
Kynning á verkum
Kiljans
Næstkomandi sunnudag hefur
fulltrúaráð verkalýðifélaganna á
Akureyri kynningu á verkum Hall-
dórs Kiljans í Samkomuhúsinu. —
Ráðgert er að Gísli Jónsson
menntaskólakennari flytji erindi
um skáldið, flutt verði 2 atriði úr
Islandsklukkunni undir stjórn
Jóns Norðfjörðs, leikara, Jóhann
Konráðsson syngi lög við texta
eftir skáldið, leikararnir frú Sigur-
jóna Jakobsdóttir og Guðmundur
Gunnarsson og Jónas Jónasson,
leikstjóri, lesi kafla úr sögum
Kiljans, en Kristján Einarsson frá
Djúpalæk úr ljóðum hans.
Bókmenntakynningu þessari
verður án efa vel tekið af bæjar-
búum.
Mikil aðsókn að sýning-
um Leikfélagsins
Leikfélag Akureyrar hefur nú
sýnt gamanleikinn Þrír eiginmenn
sex sinnum og hefur verið uppselt
á allar sýningarnar og nú síðastl.
sunnudagskvöld þurftu margir frá
að hverfa. Skólasýning verður n.k.
fimmtuddagskvöldd og almennar
sýningar laugardags- og sunnu-
dagskvöld, sennilega síðustu sýn-
ingar fyrir jól. — Aðgöngumiða-
sími 1639 milli kl. 1—2 alla daga.
Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum
Mænuveikin komin í
héraðið
Sauðárkróki 5. desember.
Mænuveikin er nú komin i hér-
aðið og hefur Ingimar Jónsson á
Flugumýri orðið fyrsta fórnarlamb
hennar. Hann andaðist sl. sunnu-
dagsnótt.
Skemmtun iðnaðarmanna 1.
desember, var fjölmenn. Þar
söng Jóhann Konráðsson einsöng
með undirleik Askels Jónssonar
og var góður rómur gerður að. —
Séra Lárus Arnórsson prestur i
Miklabæ flutti ræðu og sýndur
var sjónleikurinn Geymfararnir.
Var samkoma þessi ánægjuleg.
Tunamælingar á Sval-
barðsströnd og Grýtu-
bakkahreppi
Svalbarðsströnd 5. des.
Ræktunarsamband Svalbarðs-
strandar- og Grýtubakkahreppa
samþykkti að láta fara fram túna-
mælingar á sambandssvæðinu'nú
í haust. Brugðu Svalbarðsströnd-
ungar skjótt við og tilnefndu 6
menn til starfans. Fóru mælingar
fram í vikunni sem leið og var
þeim lokið fyrir helgí. Endanlegar
tölur eru ekki fyrir hendi, enn sem
komið er.
Túnamælingar voru gerðar
1915—1916 og voru túnin þá
kortlögð. Síðan hafa þau ekki ver-
i« mæld, að öðru en því er bænd-
ur hafa gert, hver fyrir sig, og
jarðabætur eru árlega mældar af
ráðunautum.
En svo ótrúlegt, sem það kann
að virðast, hefur komið í ljós að
margir bændur hafa gert sér all-
fráleitar hugmyndir um túnastærð
jarða sinna. Margir hafa mun
stærri tún en þeir hugðu og sumir
minni.
Virðist því full þörf fyrir fleiri
ræktunarsambönd að fara að
dæmi nefnds rælctunarsambands
og láta framkvæma mælingar.
Fyrir síðari timann er það hinn
mesti fróðleikur og fyrir bændur
er þetta töluvert hagræði nú þeg-
ar.
Akureyringar skemmta
í Ólafsfirði
Ólafsfirði 5. desember.
Veðráttan er fremur köld þessa
dagana og óstillt. Snjólaust er að
kalla og bilfært um alla sveitina.
Lítið er farið á sjó.
Slysavarnadeild karla hélt
skemmtisamkomu á laugardaginn.
Jóhann og Jósteinn Konráðssynir
skemmtu með söng með undirleik
Jakobs Tryggvasonar. Húsfyllir
var og söngnum forkunnarvel tek-
ið. Þurftu þeir bræður að endur-
taka mörg lög og syngja aukalög.
Ragnar Þorsteinsson kennari
flutti ferðaþátt um Evrópu. Sagði
hann sérstaklega frá „Farfuglun-
um“ og félagsskap þeirra í ná-
grannalöndunum.
Fer vel um trillurnar
á íiýju höfninni
Grímsey 5. des.
Hér er mjög óstillt veðrátta og
ekki farið á sjó svo heitið geti.
Trillubátarnir liggja ennþá og fer
vel um þá í nýju höfninni hvernig
sem viðrar og er það mikill mun-
ur frá því hafnleysi, sem áður var.
Jarðlaust er hér að heita má.
Snjór er þó ekki mikill, en áfreða
gerði fyrir skömmu og tók fyrir
beitina.
Vont kvef hefur gengið og urðu
margir töluvert lasnir. Búið er að
setja upp 3 dieselrafstöðvar og sú
fjórða væntanlega komin fyrir jól.
Þær eru misstórar, en sumar bæði
til ljósa, suðu og hitunar. Þessum
þægindum er vel fagnaðfyrirjólin.
Virðuleg útf ör Sigurðar
Baldurssonar
Fosshóil 6. desembcr.
I dag var gerð útför Sigurðar
Baldurssonar bónda í Lundar-
brekku í Bárðardal. Fjölmenni
mikið fylgdi honum til grafar. —
Auk sveitunga hans var margt
fólk úr Mývatnssveit, Reykjadal,
Aðaldal, Kinn, Húsavik og Akur-
eyri.
Séra Stefán Lárusson jarðsöng
og flutti hrífandi ræðu. Ennfremur
töluðu Jón Gauti Pétursson,
Gautlöndum, Páll Jónsson, Stóru-
völlum, og Jón Jónsson, Fremsta-
Felli. -—- Kaupfélag Þingeyinga
sendi fagran blómakranz með
hinztu kveðju og þökkum fyrir
langt og ágætt starf. F.n Sigurður
var endurskoðandi K. Þ. um nær
tvo áratugi. Karlakór Mývetninga
söng stjórn Jónasar Helgasonar.
Gestir, er sumir voru langt að
komnir, nutu ríkulegra veitinga á
heimili hins látna.
Fyrsta slcautasvell innanhúss.
Á laugardaginn var fyrsta inn-
anhússskautasvellið á Islandi vígt
i Reykjavík. Hlaut það nafnið
„Skátásvell". Er það í húsakynn-
um skáta við Snorrabraut.
Hæsfiréttur felur álögur Reykja-
víkurbæjar á SÍS ólöglegar
Lögtaksrétt bæjarins sy
ur upp þann dóm, að
skuli vera
Hæstiréttur hefur úrskurð-
að, að dómur sá um útsvars-
mál SIS í Reykjavík, sem full-
trúi borgardómara kvað upp
fyrir nokkru, skuli vera órask-
aður, og synjaði rétturinn
kröfu Reykjavíkurbæjar um
framkvæmd lögtaksgerðar á
hendur SIS. Samkvæmt úr-
skurði hæstaréttar getur tekju
og veltuútsvar bæjarins á SIS
fyrir útsvarsárið 1953 ekki
orðið liærra en 327.243 kr.,
en bærinn liafði lagt á Sam-
bandið 1.600.00 kr., en ríkis-
skattanefnd lækkaði þá upp-
hæð niður í 1.200.000 kr.
Dómurinn i mólinu, Borgarstjór-
inn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs
gegn Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga, er svohljóðandi:
„Sigurður Grímsson, fulltrúi
borgarfógetans í Reykjavík, hefur
kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð.
Afrýjandi, sem skotið hefur
máli þessu til Hæstarættar með
stefnu 13. september, þ. á., krefst
þess, að hinn áfrýjaði úrskurður
verði felldur úr gildi og lagt verði
fyrir fógeta að framkvæma lögtak
hjá stefnda til tryggingar útsvars-
skuld fyrir útsvarsárið 1953, aðal-
lega að fjárhæð kr. 898.300.30, til
vara kr. 697.860.30, enn til vara
kr. 617.453.30 og til þrautvara kr.
417.013.30 auk dráttarvaxta lög-
um samkvæmt og kostnaðar af
lögtakagerð. Þá krefst ófrýjandi
aðallega málskostnaðar í héraði
og fyrir Hæstarétti úr hendi
stefnda, en til vara, að hvor aðilja
beri kostnað sinn af málinu fyrir
báðum dómum.
Stefndi krefst staðfestingar hins
áfrýjaða úrskurðar og málskostn-
aðar fyjrir Hæstarétti úr henÁ
áfrýjanda eftir mati dómsins.
Stefndi í máli þessu er sam-
vinnusamband samkvæmt VI.
kafla laga um samvinnufélög nr.
46 1937. Gilda því um útsvars-
skyldu hans ákvæði 2. töluliðs II
6. gr. laga um útsvör nr. 66 1945,
en þar segir svo um samvinnufé-
lög: „Þau greiða útsvör af arði
síðasta útsvarsárs, sem leiðir af
skiptum við utanfélagsmenn eftir
sömu reglum og kaupmenn sama
staðar."
Samkvæmt 3. tölulið 4. gr. út-
svarslaganna greiða kaupmenn í
Reykjavik veltuvitsvar. Ákvæði 2.
töluliðs II 6. gr. útsvarslaganna
vísar til reglna þeirra, er gilda um
útsvar á kaupmenn á staðnum.
Eer því að leggja veltuútsvar á
samvinnufélag í Reykjavík á
skipti þess við utanfélagsmenn
auk tekjuútsvars á arð af þeim
viðskiptum. En útsvar má hvorki
beint né óbeint leggja á eign sam-
vinnufélaga né skipti þess við fé-
lagsmenn. Tekju- og veltuútsvar
njað. Hæstiréttur kveð-
dómur borgardómara
óraskaður
má því alls eigi fara fram úr
hreinum arði samvinnufélaga af
skiptum þess við utanfélagsmenn.
Samkvæmt framtali stefnda og
úrskurði Ríkisskattanefndar nam
arður stefnda af skiptum við utan-
félagsmenn útsvarsárið 1953 kr.
527.243.69. Ríkisskattanefnd gerði
stefnda hins vegar að greiða
Reykjavíkurkaupstað fyrir nefnt
útsvarsár kr. 1.200.000.00 í útsvar,
er sundurliðast þannig:
1. Tekjur af skiptum utanfélags-
manna ........ kr. 30170.00
2. Veltuútsvar af
sömu viðskipt-
um............ — 966382.00
3. Eignarútsvar — 200440.00
4. Hækkun .... — 2008.00
Samtals kr. 1200000.00
Með tilvísun tií þess, setn áður
er rakið, hefur eignarútsvarið
enga stoð í lögum, en veltuútsvar-
ið hefur eigi verið ákveðið innati
réttra marka. Samkvæmt þessu og
þar sem stefndi hefur greitt tekju-
útsvarið að fullu, svo sem greinir
í úrskurði fógeta, ber að synja um
framkvæmd lögtaksgerðar.
Eftir þessum úrslitum er rétt,
oð hvor aðiili beri kostnað sinn af
málinu í héraði og fyrir dómi.
DÓMSORÐ:
Hinn áfrýjaði úrskurður á að
vera óraskaður.
Hvor aðilja beri kostnað sinn af
hálfu í héraði og fyrir Hæstarétti.
Bifreiðastjóranámskeið
í Húsavík
Námskeið bifreiðastjóra, til
meira prófs, var haldið í Húsavík
og er nýlokið. Er þetta í fyrsta
skipti að slíkt námskeið er haldið
þar. Nemendur, sem voru 30, er
prófi luku, voru allir úr S.-Þing-
eyjarsýslu, að einum undanskyld-
um. Stjórnandi námskeiðsins var
Snæbjörn Þorleifsson bifreiðaeft-
irlitsmaður. Var hann einnig kenn-
ari ásamt Vilhjálmi Jónssyni.
Auk þeirra fluttu Ari Kristins-
son, settur bæjarfógeti, nokkur er-
indi. Námskeiðinu lauk með hófi.
Þar fluttu ræður: Júlíus Havsteen,
sýslumaður, Ari Kristinsson, Indr-
iði Ulfsson, Guðmundur Hákonar-
son, Kristján Benediktsson o. fl.
Ýsuafli á Grenivík
Grenivíkurbátar hafa aflaö
nokkuð að undanförnu. Aflinn er
mestmegnis ýsa og er stutt á mið-
in. Ýsan er seld á Akureyri.