Dagur - 08.02.1956, Side 1

Dagur - 08.02.1956, Side 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. Sími 1166. Dagur BAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 15. febr. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. febrúar 1956 7. tbl. Mynd frá 1776 Mynd þessi er af helztu mönnum nefndar þeiiTar, sem samdi sjálfstæðisyfirlýsingu nýlendnanna 13, sem svo nefndu sig Bandaríki Ameríku.' Frá vinstri: Tómas Jeffei'son, Roger Sherman, Benjamín Franklín, Róbert Livingston, JónAdams. Tímanum vel varið. Eins og fyrri fréttir greina, hóf Gagnfræðaskóli Akureyrar kennslu í umferðareglum og umferðamenn- ingu, þegar fimleikakennsla var lögð niður í skólum, vegna mænu- veikinnar í vetur. Gísli Olafsson lögregluþjónn og vaktstjóri í lögregluliði Akureyrar- kaupstaðar annaðist kennsluna ásamt fimleikakennurum skólans, Þórhöllu Þorsteinsdóttur og Har- aldi Sigurðssyni. — Skólafólkið féklc mikinn áhuga fyrir þessari nýju námsgrein og taldi sér kunn- áttu í þessu efni ekki síður nauð- synlega en önnur fræði. Stefán Ámason, forstjóri Al- mennra trygginga h.f., lofaði að veita verðlaun fyrir beztu úrlausn- ir að námskeiði loknu. Verðlaun og ræður. Á laugardaginn var, ávarpaði skólastjórinn, Jóhann Frímann, nemendur í samkomusal skólans og þakkaði ágætt samstarf allra aðila, fyrst og fremst Gísla Ólafssyni, vakstjóra og leikfimi- kennurum skólans, Stefáni Árna- syni forstjóra Almennra trygginga h.f. og nemendum skólans. Vonaði hann að slíkt samstarf skóla, tryggingafélaga og lögreglu héldist áfram Og þessi kennsla yrði í framtíðinni ekki aðeins í forföll- um, heldur sem fastur liður í skólastarfinu. Afhenti Stefán Árna- son síðan nemendum verðlaunin, en þau voru pappirshnífar úr stáli með áletrun tryggingafélagsins. — Þeir, sem fengu 1. ágætiseinkunn vig próflausnir námskeiðsins voru þessir nemendur: Gísli Bragi Hjartarson, Hallfriður Magnús- dóttir og Otto Tulinius, öll úr bók- námsdeild 4. bekkjar. veita un að af- ■tSf* r Úr landprófsdeild 3. bekkjar hlutu María Jóhannsdóttir og Halldóra Ágústsdóttir verðlaun og efstu menn allra 14 bekkjadeilda skólans. Voru öll verðlaunin sams konar. Við þetta tækifæri flutti Stefán Árnason ræðu og minnti á hina ört vaxandi umferð á þessari tækni- og vélaöld og hversu nauðsynlegt það væri að ökumenn og aðrir vegfarendur kynnu full skil á um- ferðareglum. Skorti mjög á þessa nauðsynlegu kunnáttu og væri ekki viðunandi lengur. Því væri það gleðiefni að Gagnfræðaskólinn hefði í verki sýnt málinu þennan mikilsverða stuðning. Samkvæmt símtali, er Jón- as Kristjánsson átti í gær- morgun við Per Gudmund Knutsen dýralækni, en hann dvelur nú að heimili sínu í Noregi, þá mun það afráðið að hann komi aftur liingað til Akureyrar síðari hluta þessa mánaðar og muni dvelja hér um óákveð inn tíma. Þetta mun vera ein bezta frétt, sem blaðið getur, að þessu sinni, flutt eyfirzkum bændum, því að hvort tveggja er, að Gud- mund Knutsen reyndist vera afburða góður dýra- læknir og auk þess á allan hátt vinsæll í starfi sínu, og eins er hitt, að enginn dýra- læknir hefur starfað í hérað- inu síðan Gudmund Knut- sen fór heim til Noregs um miðjan desember síðastl. Eigendur Dvergur hi. Olafsvík og Valtýr Þorsteinsson íitgerðarm. Skipasmíðastöð KEA er að ljúka srníði tveggja skipa. Mun fyrra skipið verða sett á flot einlivern næsta dag, en hið síðara eftir um bað bil liálfsmánaðar tíma. F ramsóknar vistin Þriðja umferð verður spil- uð á föstudagskvöldið. — Munið að taka aðgöngu- kortin með. Það fólk, sem hefur fasta miða, en getur ekki mætt, er vinsamlega beðið að láta vita í síma 1443. Leit að jarðhita til virkjunar Jómfrúræða Tómasar Árnasonar Þeir Karl Kristjánsson og Tóm- ast Árnason flytja furmvarp í efri deild um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til þess að láta gera leit að jarðhita til virkjunar. Telja flutn- ingsmenn, að nauðsynlegt sé að hagnýta jarðhitann til hins ýtrasta og í honum séu fólgin meiri verð- mæti en flestir gera sér grein fyrir. I greinargerð er m. a. upplýst, að einn fjórði hluti þjóðarinnar hafi þegar hagnýtt sér jarðhitann. Talið er, að verðmæti jarðhitans, sem nú er notaður í stað eldsneytis sé samtals um 28 millj. kr. á ári hverju, ef miðaö er við olíuverð. Nýtur því þjóðin öll þess gjald- eyrissparnaðar. sem hagnýting jarðhitans hefur i för með sér. Flutningsmenn frv. álíta að rík- ið eigi að taka að sér forgöngu í málum þessum, annast og kosta rannsóknir og boranir eftir heitu vatni, þar sem trúnaðarmenn þess telja rétt frá jarðfræðilegu og hag- fræðilegu sjónarmiði, að þær séu gerðar, láta síðan þá, er fyrst og fremst njóta jarðhitans, greiða kostnaðinum eftir því, sem árang- urinn verður. Flutningsmenn vekja athygli á því, að jarðhiti, sem tök náist á til virkjunar, endist ekki aðeins þeim einstaklingum, sem nú lifa, heldur væntanlega svo lengi, sem þjóðin lifir í landinu. Tómas Árnason, sem tók sæti á Alþingi í fjarveru Bernharðs Stef- ánssonar, 1. þingm. Eyfirðinga,, flutti jómfrúræðu sína í þinginu á mánudaginn. Var það við fyrstu umræðu um áðurnefnt frumvarp. Skipasmíðastöð KEA tók til starfa árið 1941 og hefur smíðað mörg skip og báta og auk þess annast viðgerðir. Stærsta skip, sem smíðað hefur verið í stöðinni, er Snæfell, 165 tonna skip. Gunnar Jónsson skipasmíðameistari annað- ist forstöðu stöðvarinnar mörg fyrstu árin, en síðan sonur hans Tryggvi, síðastliðin 3 ár. Á síðast- liðnu ári unnu 16 manns til jafnað- ar á stöðinni, en nú um sinn miklu fleiri. Auk annarra verkefna hefur um kunnugt er öfluðu Ólafsvíkurbát- arnir afbragðsvel á vetrarvertíð- inni í fyrra og sækja sjóinn af kappi. Nýtt hraðfrystihús kaupfé- lagsins Dagsbrún, sem verið hefur 2 ár i smíðum og enn er ekki að fullu lokið, getur tekið á móti afl- anum og er það til ómetanlegshag- ræðis fyrir útgerðina þar. Feðgarnir Gunnar og Try ggvi gerðu teikningar. Allar teikningar hins nýja skips gerðu þeir feðgar, Gunnar Jónsson Hið nýja skip Skipasmíðastöðvar KEA tekið úr skýlinu. — Verður það sjósett einhvem næsta dag og því síðan siglt til heimahafnar í Ólafsvík. skeið verið unnið að smíði tveggja skipa, og er smíði þeirra að ljúka. Góð reynsla. Ólafsvíkingar eiga Egil, 27 tonna bát frá Skipasmiðastöð KEA. — Likar þessi bátur svo vel, að annar aðaleigandi hans, Guðmundur Jensson, og aðrir er kynni höfðu af, kusu að leita eftir smíði skips af sömu gerð, en 40 tonn. Verður Guðmundur skipstjóri, en eigandi Dvergur h.f. í Ólafsvík, og er Guð- mundur hingað kominn með áhöfnina og bíður skipsins. Mun hann þegar hefja róðra, er vestur kemur. Vcnduð vinna. Lýkur Guðm. lofsorði á skipið og telur alla vinnu hina vönduðustu og vel af hendi leysta og hyggur gott til heimferðar og vertíðarinn- ar, sem í vændum er. Svo sem og Tryggvi Gunnarsson skipa- smíðameistarar. — Niðursetningu véla og járnsmíði, annaðist Oddi h.f. og raflagnir Raflagningadeild KEA. Vélin er 240 hestafla diesel- vél, General Motor. Skipið er búið öllum nýtízku tækjum, svo sem dýptarmælir með Astic-útfærslu, vökvadrifnum vindum o. fl. Blaðið óskar Guðmundi Jenssyni og skipshöfn fararheilla og fengsællar vertíðar á hinu nýja og glæsilega skipi. 65 tonna skip. Skipasmíðastöð KEA er að ljúka smíði annars skips. Er það 65 tonn að stærð og eigandinn Valtýr Þorsteinsson útgerðarmað- ur á Akureyri. Sennilega verður skipið sjósett síðar í þessum mán- uði. Mörg verkefni eru framundan og meðal annars smiði 50 tonna skips o. fl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.