Dagur - 08.02.1956, Side 2

Dagur - 08.02.1956, Side 2
2 ]j -'TTi DAGUR SEXTUGUR: Ekki má það minna vera en þess sé að einhverju getið í Akureyrar- blaði, að Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, á sextugsafmæli á laugardaginn kemur, 11. þ. mán. — svo mikla sögu og góða sem hann á hér á norðurslóðum.En í einlægni er það mælt og skrumlaust af minni hálfu, að ekki treysti eg mér til á jafn knöppum tíma, sem eg hef nú til umráða til slíkra hluta og í tak- mörkuðu rúmi, að gera honum svo góð skil, sem eg vildi og verðugt væri í tilefni þessara merku tíma- móta á ævi hans, enda er það sannast orða, að eg tel hann, eftir löng kynni og náið samstarf, ekki aðeins í hópi allra merkustu önd- vegismanna íslenzkrar iðnstéttar heldur einnig einn fágætasta og ágætasta dreng, sem eg- hef kynnzt á lífsleiðinni. En vera má þó, að skömminni sé það skárra, að fátt eitt sé sagt á þessum vettvangi, órökstutt og einhæft, en alls ekk- ert. —o— Mér er það minnisstætt, að þeg- ar eg fyrir fullum aldarfjórðungi réðist fyrst til starfa á vegum iðn- aðarmanna hér í bænum og kom hingað kornungur og reynsluiaus að kalla beint af skólabekknum, var Sveinbjörn Jónsson formaður skólanefndar iðnskólans hér og því fyrsti húsbóndi minn og leiðsögu- maður á þeim vettvangi. Eg minn- ist gjörla, hversu mikið mér þótti koma til þessa drengilega, fríða og gjörvilega manns, þegar eg sá hann fyrst, — hversu heimsmannlegur mér þótti hann, frjálslegur,glsesi- legur og hlaðinn orku og áhuga, Síðan hef eg jafnan haft af honum talsvert náin kynni — lengi í ná- iægð og daglegu samstarfi að kalla, síðar í nokkurri f jarlægð og af annara afspurn að nokkru. En hvort sem eg hef séð hann oftar eða sjaldnar persónulega — í ná- lægð og fjarlægð —- hafa þessi fyrstu áhrif aldrei náð að fölna né mást. Þau hafa, þvert á móti, bæði dýpkað og styrkzt æ meir, þvi lengra sem liðið hefur á ævi okk- ar beggja. Ekki er eg ættfróður maður, en vel gæti eg þó rakið ættir Svein- bjarnar til óvenjulegs atorkufólks og ágætra manna, sannkallaðra kjarnakarla og öndvegiskvenna, enda þarf ekki langt að skyggnast til slíks, því að fólk af þeirri gerð er alls staðar umhverfis hann, bæði á næstu grösum og í meiri fjarlægð i tíma og rúmi. Sömu- leiðis væri það auðvelt verk að rekja námsferil hans, bæði al- menna menntun og tæknilegan skóla í sérgrein hans, byggingalist- inni, heima og erlendis, bæði á hinum eiginlegu skólaárum og síð- ar á ævinni, því að Sveinbjörn Jónsson er einn þeirra manna, sem ávallt og alls staðar eru að læra — eru aldrei í rónni né i fullri sátt við sjálfa sig, nema þeir séu nem- endur — áhugasamir, kappsfullir og ósérhlífnir lærisveinar í skóla lífsins — sífellt að ganga undir ný og erfið próf og standist þau með vaxandi prýði og ágætum. — En eg verð að sleppa allri slikri ætt- færslu og upptalningu í þetta sinn. Kannski gefst betra tóm og tæki- færi til slíkra hluta, þegar Svein- björn fyllir næsta aldurstuginn. Eg veit, að sveitungum Svein- bjarnar í Olafsfirði væri kært að hér væru rakin að nokkru ýmis af- rek hans fyrir það byggðarlag, bæði fyrr og síðar, og nefnd for- ganga hans fyrir öðrum eins mál- um og hitaveitunni þar og nú síð- ast fyrir undirbúningi vegalagning- arinnar fyrir Olafsfjarðarmúla, svo að eitthvað sé nefnt af mörgu, sem til mætti taka. Þá veit eg og, að iðnaðarmenn hér á Akureyri og margir aðrir þæjarbúar mundu telja það bæði skylt og maklegt að geta að einhverju starfa hans hér í bænum og forgöngu hans fyrir málefnum þeirra, enda hefur hann nú alllengi verið heiðursfé- lagi Iðnaðarmannafélags Akureyr- ar, og þarf enginn að’halda, að sb'k viðurkenning sé mönnum út- föl fyrir litiar verðskuldanir, sízt þó, meðan þeir eru enn á bezta aldri og í návigi að kalla. En einn- ig þessu verður að sleppa í þetta sinn. En bót er þó í máli, að ýmis verk Sveinbjarnar hér í bænum og i nágrenninu tala daglega sinu þögla máli um þetta, svo sem ný- býlið myndarlega, sem hann reisti, hýsti og ræktaði, hér í næsta ná- grenni bæjarins, og húsin, sem hann teiknaði og byggði, stór og smá. Aðalverzlunarhús og skrif- stofubygging Kaupfélags Eyfirð- inga er aðeins ein varðan við þann veg, og aðaleftirlitsmaður var hann og byggingafræðingur, þegar Kristneshælis var reist. Formaður iðnaðarmannafélagsins hér var hann um álllangt skeið og oddviti flestra helztu félagsmála iðnstétt- arinnar, meðan hans naut hér við. Sveinbjörn Jónsson fluttist til höfuðstaðarins fyrir allmörgum árum og haslaði sér og starfskröft- um sínum þar enn víðari völl en áður. Það væri alltof langt mál að telja hér upp öll þau mörgu fyrir- tæki, sem hann hefur ýmist stofn- að sjálfur eða átt drjúgan þátt í að hrinda af stokkunum. Raf- tækjaverksmiðjan í Hafnarfirði, „Iðja“ á Akureyri, Vikurfélagið í Reykjavík, „Þangmjöl“, „Einangr- un“, „Vefarinn" — allt eru þetta þjóðnýt og þjóðkunn iðnfyrirtæki, sem varla er ofsagt að eigi upphaf sitt að rekja til hugvits og atorku Sveinbjamar Jónssonar, — að ógleymdu því fyrirtækinu, sem fastast er tengt nafni hans og starfi nú hin síðustu árin, en það er Ofnasmiðjan í Reykjavík, sem raunar rekur langtum fjölbreyttari og umfangsmeiri framleiðslu en nafnið bendir til. Skrumlaust er það og, að Sveinbjörn er tvímæla- laust einhver hugvitssamasti og fjölhæfasti iðnrekandi þessa lands núlifandi. Og nú er svo komið, að hann hefur hlotið nokkra og sann- gjarna uppskeru þeirrar sáningar í verslegu gjaldi, því að hann mun nú orðið, allvel efnum búinn og hafa skapað sér trausta aðstöðu, einnig að þessu leyti. En svo vel Miðvikudaginn 8. febr. 1956 Jarðrækt og vélavinna Á síðasta Bændaklúbbsfundi, er haldinn var að Hótel KEA 30. fyrra mánaðar, hafði Ingi Garðar Sigurðsson ráðunautur framsögu meislari þykist eg þekkja hann, að honum hafi aldrei verið sú hlið málanna nokkurt aðalatriði, heldur aðeins einn steinn í þeim grunni, sem hann þurfti að hafa undir fótum til þess að fá þokað áhugamálum sínum og hugsjónum að öðru leyti nokkuð áleiðis. Sveinbjörn hefur lengi átt sæti í stjórn Landssambands iðnaðar- manna,var skrifstofustjóri þess um skeið og mörg ár ritstjóri Timarits iðnaðarmanna. Mun 'þá á engan hallað, þótt sagt sé það, sem rétt- ast er, að aldrei hefur það timarit verið myndarlegra né lífmeira í hvívetna en undir ritstjórn hans. — Maklegt væri að geta nánar en hér er nokkur kostur að sinni fjöl- margra annarra starfa hans, þrot- lausrar baráttu hans fyrir sóma og hag stéttar sinnar, sífrjórra hug- mynda hans og hugsjóna, hetju- legrar baráttu hans við „hvíta dauðann", sem hjó allstór skörð í starfsorku hans um skeið, en reyndist honum þó, sem betur fer, enginn dauði, heldur tilefni og hvatning til aukins þroska og vax- andi mannbóta. — Margt hefur vissulega blásið á móti á stundum og þungur reynzt róðurinn á ýmsa lund, eins og gengur, ekki sízt fyr- ir þeim, sem djarflega sækja sjó- inn og tíðum sitja fast á djúpmið- um. En vafalaust hefur þessi harða barátta verið einn þátturinn í gæfuþræði þessa óvenjulega manns, og kannski ekki sá ómerk- asti, þegar öllu er á botninn hvolft. — Og gæfumaður er Sveinbjörn Jónsson og hefur ávallt verið, þrátt fyrir allt, sem stundum hef- ur risið honum öndvert. Hann er Ræða hans fjallaði um ræktun og vélanotkun í sambandi við hana. Benti hann á, að þegar rækt- unarsamböndin voru stofnuð, voru keyptar til þeirra beltisdráttarvél- ar og hjóladráttarvélar og jarð- vinnslutæki, er þeim þóttu henta. Reynslan hefur sýnt að þróunin hefur gengið í þá átt að stækka vélarnar og endurbæta jarð- vinnslutækin. Skerpiplógurinn, hið nýlega og stórvirka tæki, hentar vel á uppþurrkaðar svarðarmýrar, en ekki é holt og hrísmóa. En gæta vrður þess að fullvinna ekki flög- in of snemma. Strengirnir eru svo stórir að hætt er við holrúmum í jarðveginum, ef of snemma er sáð í hann. Gott er að léta plógstreng- ina liggja fyrsta veturinn, gróf- herfa þá næsta sumar og taka landið til fullrar vinnslu þar næsta vor. Sérstaka gát þarf að hafa á þessu, þar sem landið er mishæð- ótt og nokkur tilfærsla nauðsyn- leg. Sums staðar má sjá stórgripi sleppa í og oft djúpt niður, þar sem of snemma hefur verið sáð í flög eftir Skerpiplóginn. — Stærstu holrúmin þurfa að fyllast og landið að síga jafnt, svo að það verði ekki óslétt á skömm- ur sái of seint í flögin é vorin. Afleiðingin er sú, að fræið spírar seint og uppskeran verður litil sem engin á fyrsta ári. Sá verður fyrir hinu venjulega vorþurrka, svo að fræið njóti jarðrakans og spíri á eðlilegan hátt. Þá fæst oftast mik- il og góð eftirtekja á fyrsta ári. — Miklisvert er að kosta kapps um þetta atriði, því að það er mikil- vægt fyrir bóndann, sem lagt hefur út stórfé til framkvæmdanna, að fá afraksturinn strax. Búfjáráburðurinn og fosforsýran. Ræðumaður benti einnig á, að búfjáráburðurinn kæmi að mestu gagni í nýræktirnar og mætti hann ekki liggja lengi ofan á, heldur herfast eða plægjast niður eins fljótt og við yrði komið. Ennfremur gat hann um tilraun frá Hvanneyri um fosforsýruáburð. Tilraunin var gerð á uppþurrkuðu landi, sem sáð var grasfræi í. Mis- munandi skammtar voru bornir á af fosforáburði, en jafnt af köfnun- arefni og kalí. Sást þá glögglegá hversu fosforáburðurinn verkaði. A einn tilraunareitinn var borinn margfaldur skammtur, eða 6—-700 kvæntur vel menntri, stórbrotinni og ágætri myndarkonu, Guðrúnu Björnsdóttur frá Veðramóti, og eiga þau hjón prýðilega mannvæn- legan son, Björn, sem hlotið hefur langskólagöngu bæði heima og er- lendis og hinn bezta undirbúning undir ævistarfið, og setzt hefur nú undir stýrið með föður sínum við stjórn fyrirtækja hans. — En ef til vill er þó sú gæfa Sveinbjarnar mest og drýgst, að allir þeir, sem kynnzt hafa honum bezt, minnast hans ekki fyrst og fremst sem stórbrotins athafnamanns, iðju- hölds, hugvitsmanns og hugsjóna- manns, heldur einkum sem góðs og ógleymanlegs vinar og drengs í beztu og sönnustu merkingu þess orös að fornu og nýju. Þakka þér fyrir það, sem þú hef- ur verið, ert og verður, Sveinbjörn. Guð og gæfan fylgi þér og þínum á löngu og björtu aftanskeiði. um tíma. Plógherfi og diskaherfi. Plógherfin vinna mjög sæmilega. Ráðunauturinn taldi 12% þuml- unga bil á milli diskanna, of mikið og ráðlagði þéttari gerðina. Diska- herfin éru bæði tvískipt og fjór- skipt. Taldi hann þau fjórskiptu betri, meðal annars vegna þess að þau væru liðlegri í snúningum og færðu minna með sér en hin. — Einnig taldi hann alveg nauðsyn- legt að bændurnir sjálfir ættu heimilisdráttarvélar og viðráðanleg herfi til að fullvinna flögin með, að lokinni grófvinnslu hinna stór- virku véla ræktunarsambandanna. Snemma þarf að sá. j pr Enn er það algengast að bænd- Bolludagurinn Er næstkomandi mánudag, 13. febrúar. Þá fáið þér beztar bollur í brauðbúð KEA og útibúum, sem verða opin frá kl. 7 f. h. Laugardag og sunnudag fyrir bolludaginn verður brauðbúð vor í Hafnarstræti 95 opin til kl. 4 eftir hádegi báða dagana. BRAUÐGERÐ KEA kg„ miðað við ha. Þar sást greini- lega hve fosforsýran var vel þegin og þar var kominn jafn og kraf- mikill gróður, en annars staðar lít- ið komið upp. Gefur tilraun þessi til kynna, að víðar getur skort fosforsýru í jarðveginn og þyrftu bændur vel að fylgjast með þess- ari og hliðstæðum tilraunum, sér- staklega þeir, sem við þær aðstæð- ur búa, að rækta mýrarlönd. Umræður þær, er á eftir fóru, snerust nokkuð um sáðskipti og það vandamál, sem þeim fylgir. — Fylgispakur förunautur sáðskipti- ræktunar, er arfinn illræmdi, sér- staklega ef notaður er húsdýra- áburður. í öðru lagi kom snarróta- punturinn á dagskrá. Hann er eins og allir vita, léleg fóðurjurt, en harðgerð. Honum má að nokkfu leyti halda í skefjum með miklum og góðum áburði og nægilegri framræslu, en tæplega verður hon- um útrýmt nema landið sé opnað og sáð í það á-nýjan leik. Fundarsókn var minni en skyldi og mun orsökin hafa verið sú að eldhúsdagsumræður fóru fram sama kvöldið og vilja menn ógjarna láta þær fram hjá sér fara. HERRAPEYSUR! Nýkomnar fallegar HERRAPEYSUR hnepptar og með rennilás. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.