Dagur - 08.02.1956, Síða 4
4
Miðvikudaginn 8. febr. 1956
D Á G U R
'5S«««S«5S«5««SS5Í«»ÍSS«ÍS®5««5S«Í*ÍÍS«««S«Ö
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Eftir eldhúsdagsumræðurnar
RÆÐA ÓLAFS THORS í eldhúsdagsumræðun-
um sannaði það betur en flest annað, hverjir það
raunverulega eru, er standa vörð um aðalvelferða-
mál þjóðarinnar. Hann nefndi mörg mál til sönnun-
ar því, hve vel ríkisstjórnin hefði staðið á verðin-
um. I þeirri upptalningu kom í ljós að þau heyrðu
öll undir ráðuneyti Framsóknarmanna í ríkisstjórn-
inni. Þegar hins vegar kom að sjávarútvegsmálum
og viðskiptamálum varð annað upp á teningnum.
Er Ólafi því nokkur vorkunn þótt honum að þessu
sinni brygðist að nokkru bogalistain í snjallri ræðu-
mennsku. Enda fékk hann frí og var ekki látinn
koma í annað sinn fram fyrir háttvirta kjósendur í
nefndum umræðum.
Raddsty rkurinn.
Hinn vígreifi forystumaður Sjálfstæðisflokksins,
sem í áratugi hefur hælt sér af því að þora að segja
sannleikann á hverjum tíma, var víst ekki vel fyrir
kallaður. Kokhreystin var að vísu hin sama, en
hann gleymdi því um stund að hann er forsætisráð-
herra landsins og má ekki færa ræðumennskuna nið
ur á svið óvalinna og óábyrgra manna. Morgunblað-
ið gerir tilraun til að láta líta svo út að það sé
ánægt með frammistöðu foringja síns og segir í
leiðara sínum fyrir helgina að menn ííafi ekki orðið
fyrir vonbrigðum með ræðuna hans Ólafs, frekar en
fyrri daginn. „í áratugi hefur rödd háns heyrzt
styrkari öðrum og vísað mönnum veginn með djörf-
ung og festu — hann sagði þjóðinni einnig að þessu
sinni sannleikann umbúðalaust."
Sorglegt er það fyrir Morgunblaðið að verða nú
helzt að leggja traust sitt á raddstyrk foringjans. —
Sannleikskorn felst þó í þessu. Raddstyrkur for-
ingjans hefur nefnilega gegnsýrt allan málflutning
Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum. Hávað-
inn og drembilætið hefur skipað öndvegið í allri
stjórnmálabaráttu flokksins og því miður borið
meiri árangur en vert væri. En þetta verður sannast
að segja fremur kátlegt, þegar formaður stærsta
stjórnmálaflokksins ávarpar þjóðina og er til neydd-
ur að afhjúpa verk sín og viðurkenna heillarík störf
samstarfsflokks síns. Má segja að nú sé þeim bleika
brugðið.
í þessu sambandi er rétt að minna á, að Morgun-
blaðið talaði um hinn málefnalega og rétta flutning
Eysteins Jónssonar. Til þess að setja hann þó ekki
skör hærra en forsætisráðherrann, var á það bent í
sama blaði að hann vantaði litríki, skap og fjör.
Svo blint trúir Morgunblaðið á þær bardagaðferðir,
er einkennast af „raddstyrk“ o. fl. hliðstæðum for-
ustueinkennum Sjálfstæðisflokksins!
Vantraustið.
Þau einkennilegu tíðindi gerðust á Alþingi að ann-
ar þingmaður Þjóðvarnarflokksins á Alþingi bar
fram vantraust á ríkisstjórnina. Var tillaga þessi hin
óvelkomnasta og vitlausasta að áliti hinna flokk-
anna í stjórnarandstöðunni. Til þess var tíminn
hinn óheppilegasti, sem orðið gat og einnig óeðlilegt
að þessi flokksnefna, sem allir aðrir flokkar á Al-
þingi hafa að skotspæni, skyldi heimta að tillagan
væri tekin alvarlega, þegar vitað var að stjórnar-
flokkarnir höfðu í sameiningu ákveðið stórkostlegar
aðgerðir vegna sjávarútvegsins. Kommúnistar og Al-
þýðuflokksmenn greiddu tillögunni atkvæði „með
hangandi hendi“. Ræður kommún-
ista báru nokkur einkenni gamallar
samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn.
Enda hafði Olafur Thors orð á því
í þéirri tíð.'að hann ætlaði sér að
kerma þeim að lifa.
Þjóðin hefur nú kynnt sér hinar
nýju tillögur ríkisstjórnarinnar. —
Hafa þær verið birtar í blöðum og
um þær fjallað i umræðum þeim,
sem kenndar eru við eldhúsdag.
Tillögurnar, sem nú eru orðnar að
lögum, forðuðu frekari stöðvun
bátaflotans. í samræmi við það
lögmál að tekna verði að afla, til
að standast útgjöld, hafa þungir
skattar verið lagðir á þjóðina alla.
Þau úrræði koma engum á óvart,
enda í stórum atriðum þau sömu
og ávallt hafa verið þrautalend-
ingin mörg undanfarin ár.
Blaðamannaskóli.
MJÖG eftirtektarvert nýmæli
hefur komið fram á Alþingi í vet-
ur. Er það stofnun blaðamanna-
skóla. Tillagan er studd af öllum
flokkum og er henni því tryggður
framgangur.
Blöð landsins hafa mikil áhrif
meðal allrar þjóðarinnar og hlutur
þeirra er vaxandi. Er þetta hlið-
stæð þróun og í nágrannalöndun-
um og hjá öðrum menningarþjóð-
um. En fram að þessu hafa ísl.
blaðamenn ekki átt þess neinn
kost að læra blaðamennsku innan-
lands, nema í starfinu sjálfu. Sá
lærdómur er að sjálfsögðu mikil-
vægastur, að minnsta kosti þeim,
sem geta lært. En margs konar
sérmenntun er þó alveg nauð-
synleg og heppilegra að hún sé
numin áður en lagt er á braut
blaðamennskunnar.
Ekki er vafi á því, að blöð lands-
ins yfirleitt hafa tekið miklum
framförum á síðari árum. Þau eru
læsilegri og smekklegri að öllum
frágangi og með allri virðingu fyr-
ir hinu liðna og þeim látnu and-
ans mönnum, er þóttu bera höfuð
og herðar yfir samtíð sína á rit-
velli, verður ekki annað séð við
lauslegan samanburð en að ekki
hallist á. Auk þess er ritleiknin
orðin meiri almenningseign en áð-
ur var.
Með v|xandi áhrifum, er blöð
landsins Hafa á líf og starf allrar
þjóðarinnar, verður að gera til
þeirra hinar ströngustu kröfur. —
þau móta mál, stíl og málflutning
og þau flytja landsfólkinu fréttir,
innlendar og erlendar. Og þau
flytja hinn pólitíska boðskap
stjórnmálaflokkanna. Allt verður
þetta að lúta einhverjum lág-
markskröfum um málflutning og
ennfremur verður að ætlast til
takmarkana á því hversu blanda
megi saman fréttum og áróðri.
Verkefni blaðamannaskólans eru
mörg. Blaðamenn eru áhrifamiklir
og hlutur þeirra stór í opinberum
málum. Þess vegna er nauðsynlegt
að menntun þeirra sé góð. Þá væri
þess von að málflutningur yrði
sannari og virðulegri og í meira
samræmi við kröfur menntaðs
fólks, í lýðfrjálsu landi.
„Án mikils kostnaðar.“
Jón skrifar:
í EINU sunnanblaðanna stendur:
„Fyrir byggðarlög austan Öxna-
dalsheiðar er það mikið hagsmuna-
mál, að vegurinn um heiðina sé
gerður akfær, þegar það er unnt án
mikils kostnaðar.“
Hana þá! Loks opnaðist í þeim
hjartað það hið einlæga fyrir sunn-
an. Það er hagsmunamál okkar
hérna nyrðra, að vegir séu gerðir
akfærir, „þegar það er unnt án
mikils kostnaðar.“ Jæja, betra en
ekkert. Okkur hefur skilizt, að það
væri fjárans sama og skipti litlu
máli, þótt Vaðlaheiði væri ófær
mánuðum saman vegna þess, að
einn skafl eða svo var til fyrir-
stöðu. Þótt vegir verði ófærir hér
fyrir norðan, er ekki gripið til
veghefla og ótal snjóýtna. Á veg-
um, sem liggja næst höfuðstaðn-
um, má varla koma snjór í skó-
varp, svo að ekki sé gripið til allra
verkvísinda, sem þjóðin ræður yf-
ir. Þá geysast áfram um Hellis-
heiði o. s. frv. snjóýtur, heflar og
öll möguleg tæki á kostnað ríkis-
ins. Einn skafl á Vaðlaheiði. Nei,
of dýrt.
Takið ekki svona óskynsamlega
til orða, mín elskulegu sunnanblöð!
Við erum talsvert fundvcísir á það
Norðlendingar, hvort að okkur
snýr handarbak eða lófi.
Ökeypis með mömmu
sinni
Fólk, sem náð hefur 65 ára aldri,
getur ferðast ókeypis með dönsku
járnbrautunum, ef það er í fylgd
með foreldrum sínum. Kona nokk-
ur á Jótlandi, 88 ára gömul, tók 66
ára gamlan son sinn sér við hönd
og ferðaðist með hann til Hafnar.
Þurfti hann ekkert að borga. Ekki
munu margir farþegar ferðast
ókeypis á þennan hátt, því að
ferðalag mæðginanna vakti mikla
athygli, og sjálfur forstjóri jám-
brautanna var mættur með blóm-
vönd á stöðinni.
Hvernig væri, ef Flugfél. ísl.,
Eimskip og Skipaútgerðin settu nú
þær reglur, sem hér að ofan grein-
ir? Væri ekki gaman að vita, hve
margir gætu notfært sér kosta-
kjörin?
Borgararéttindi
kvenna, sem giftast
útlendingum
Tillögur að alþjóðasamþykkt
um borgararéttindi kvenna er gift-
ast útlendingum hafa verið rædd
á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð
anna, sem staðið hefur yfir í New
York.
Samkvæmt tillögunum eiga
konur að geta valið hvort þær
vilja halda sínum borgararéttindum
eða hvort þær kjósa að gerast
borgarar í landi eiginmanns síns.
Kjarnorka úr sjó
Rannsóknir fara nú fram á efni í
sjónum, er deuterium nefnist, en
það er nauðsynlegt við framleiðslu
kjarnorkunnar. Formaður atom-
nefndar Bandaríkjanna, Lewis
Strauss, hefur' látið svo ummælt,
að úr sjó megi vinna 1000 sinnum
meira afl, en nú er unnið úr öllum
aflgjöfum jarðar. Þessi hugmynd
er studd m. a. af rússneska vís-
indamanninum Meshiryakov.
Konráð Vilhjálmsson frœðaþulur mun
shrifa nohkra þeetti i Dag undir fyrir-
sögninni Orðadálkur.
0RÐADÁLKUR
Þrjú staðanöfn þingeysk
(Hallandi, Lúdent, Slútnes.)
Oft hef ég ver-
ið áheyrandi að
umræðum manna
um ofan rituð
staðanöfn og með-
ferð þeirra og
merkingu í mæltu
máli. Stundum
lief ég líka vqrið
spurður um álit
mitt í þessum efn-
um, en öftast orð-
ið ógreitt um
svör, af því að ég
!ief ekki þótzt eiga
rétt svör á reið-
um höndum. En
eigi að siður hafa
öll þessi nöfn þó
orðið þrásækin í
huga mér, og lief
ég þá oft leitazt
við að komast að
einhverri niðurstöðu um myndun þcirra og merkingu.
Vil ég nú gefa til kynna, hverjar úrlausnir mér hafa
þótt liklegastar um þessi orð.
Hallandi er, eins og almenningi er kunnugt, eitt
af bæjarnöfnunum á Svalbarðsströnd. Mun ölluin
koma saman um, að orðið tákni hallfleytt umhverfi,
eins og afstaða býlisins bendir til. Hitt er mönnum
síður ljóst, hvort orðið er samselt úr hall og land —
eða það er myndað úr sagnorði í lýsingarliætti nú-
tíðar með beygingarendingunni andi, — og eins það,
í hvcrju hyni á að beygja þetta orð. Er það því ýmist
beygt í karlkyni eða hvorugkyni. — Þetta skal nú at-
hugað nokkru nánar.
El orð þetta væri samsett úr hall og land, lilyti það
að vera ritað mcð þrem /-uni samstæðum, éins ög t. d.
orðið fjalllendi; en þannig ínun ;jimi;nnzt- bæjarnafn
ekki vera stafsett í eldri heimirdliíítjí'jí'ý’tíia áðgítis í
Tarðabók Á. M. og P. V. ■
I fornu íslenzku máli eru til allmörg sagnorð i lys-
ingarhætti nútíðar, er urðu brátt að nafnorðum í kveri-
kyni. Má nefna til dæmis nokkur íi/ nöfn óg fossa:
Dynjandi í Arnarfirði, Klifandi í Mýrdal, að ógleymd-
um árnöfnunurii í gömlu vísunni líúnvetnsku:
Þrettán kvíslar í Þogjandi,
Þegjandi í Beljandi..
Beljandi LBlöndu þá,/. r
Blanda rennur út í sjá.
Við þessi dæmi má einnig bæta samnöfnunum hveð-
andi og hrynjandi. — Allt eru .þettá kvenhynsorð i
uphafi, óbeygjanleg i eintölu, er-með viðskeyttum
greini verða: Dynjandin, hrynjandin, kveðandin o. s.
frv. Á síöari tímum hefur orðið vart við hneigð til að
gera þessi orð að karlkynsorðum. En ekki hefur sú mál-
breyting enn náð fullri festu.
Ég hygg, að bæjarnafnið Ilallandi sé eitt af þessum
fornu, óbeygjanlegu kvenkynsorðum, og eigi því að
segja og rita Hallandi, en ekki Halland, hvort sem sér-
fróðum mönnurn sýnist, að það eigi að halda iornu
kynferði eða færast í hóp veikra karlkynsorða. Á það
verður hér enginn dómur lagður.
Lúdent. Svo lieitir landsvæði suður og upp frá Vog-
um við Mývatn, — aíréttarland íremur en heimaland.
Nafn þetta kemur næsta ókunnugfega fyrir, og hef ég
oft heyrt leiddar getur að merkingu þess, en án nokk-
urrar niðurstöðu. Einhverjir hafa gefið í skyn, að nafn
þetta kynni að vera af útlendum uppruna, jafnvel
latneskum, en til þess tel ég litlar líkur. — Nafiiiþetta
er því erfiðara til rannsóknar, sem það finnst mipmast
í fornum skjölum eða bókum: Ekki í ísl. Foriibréfa-
safni, ekki í Bréfabók Guðbr. biskups, og ekki í Jarða-
bók Árna Magnússonar. — Líklegust skýring þessa
nafns, sem mér hefur komið í hug, mun vera sú, að
land þetta hafi að fornu heitið Lútandi og sé myndað
eins og kveðandi og fleiri framangreind orð, og þá a£
sögninni að lúta, en að í-hljóðin og d-hljóðin hafi
brenglazt eftir að merking orðsins týndist. Styð ég
þessa tilgátu einkum við það, að kunnugustu menn
hafa sagt mér, að þarna hafi áður verið há og mikil
sandalda (eða sandfjall), er síðan hafi með tímanum
fokið og eyðzt og sé nú annaðhvort nálega eða með
öllu horfin. Hæð þessi gæti í fyrndinni liafa verið
svo há og brött, að menn liefðu sett hana í samband
við sögnina að lúta, og kynni áður að liafa verið sagt
„upp í Lútandi“, í stað þess, að nú er sagt „upp í
Lúdent". — Ekki ætlast ég til að Mývetningar breyti
þessu vandráðna örnefni vegna þessarar hugmyndar
minnar. En vel mætti hafa hana til liliðsjónar.
Slútnes. Svo heitir ein af eyjunum í Mývatni, sem
margir ferðamenn hafa sótzt eftir að sjá, enda er hún
talin með fegurstu stöðum á íslandi og um liana liefur
verið kveðið a. m. k. eitt dásamlegt kvæði. — Lengi
hefur óvissa verið um merkingu þessa örnefnis, og
jafnvel hefur ])að ekki verið ritað né borið fram á
einn veg. — Nú vill svo til, að ég þykist hafa orðið
(Framhald á 7. síðu).