Dagur - 22.02.1956, Blaðsíða 2

Dagur - 22.02.1956, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 22. febr. 1956 Þorsfeinn M. Jónsson kosinn forseti bæjarstjórnar A fundi bæjarstjórnar s. 1. þriðjudag fóru fram kosningar í ráð og nefndir, svo sem hér segir: Forseti bæjarstjórnar Þorsteinn M. Jónsson, fyrsti varaforseti Jón G. Sólnes, annar varaforseti Stein- dór Steindórsson, ritarar bæjar- stjórnar Steindór Steindórsson og Guðmundur Jörundsson. Bæjarráð: Steindór Steindórsson. Jakob Frímannsson, Tryggvi Helgason, Helgi Pálsson, Jón G. Sólnes. Varamenn: Gumundur Guðlaugsson, Björn Jónsson, Gumundur Jörundsson, Jón Þorvaldsson, Marteinn Sigurðsson. Sóttvarnarnefnd: Bjarni Halldórsson. Heiibrigðisnefnd: Þorsteinn M. Jónsson, Sveinn Tómasson, Asgeir Markússon. Kjörskrárnefnd: Erlingur Davíðsson, Sigurður M. Helgason, Jón G. Sólnes. Endurskoðendur Sparisjóðs Ak.: Gestur Olafsson, Sigurður Jónsson, kaupm. Varamenn: Askell Jónsson, Sveinn Tómasson. Botnsnefnd: Ríharð Þórólfsson, Gunnar H. Kristjánsson. V innuskólanefnd: Árni Bjarnarson, Hlín Jónsdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir, Árni Jónsson. Árni Böðvarsson, Jóhannes Halldórsson. Hafnarnefnd, innan bæjarstjórnar: Gumundur Guðlaugsson, Helgi Pálsson. Utan bæjarstjórnar: Albert Sölvason, Magnús Bjarnason. Rafveitustjórn: Steindór Steindórsson, Þorst. M. Jónsson, Guðmundur Snorrason, Indriði Helgason, Sverrir Ragnars. Endurskoðendur bæjarreikn.: Brynjólfur Sveinsson, Páll Einarsson. Varamenn: Gísli Konráðsson, Árni Sigurðsson. Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Gísli Konráðsson, Kristján Jónsson. Varamenn: Skúli Magnússon, Tómas Steingrímsson. Vallarráð: Ármann Dalmannsson, Sigurður Bárðarson, Árni Sigurðsson. Varamenn: Einkennileg tilviljun Kaupmaður einn hér í bænum, var nýlega á ferð í strætisvagni og fann þá smekkláslykil á gólfi vagnsins og stakk honum í vasa sinn. — Síðar kom í ljós að lykill- inn gekk nákvæmlega að útidyra- lásnum á búðinni hans. Kom kaupmanninum þetta mjög á óvart, þar sem hann hafði ekki tapað neinum lykli að lásnum. Sagt er, að engir tveir smekk- lásar séu eins. Nú fer maður að efast um þetta og líklega verður nýr lás settur á búðina, þótt fróm- ur maður reyndist eiga hinn fundna lykil í strætisvagninum. En einkennileg tilviljun var það að kaupmaðurinn skyldi finna lykil að sínum eigin búðardyrum, lykil, sem ekki var þó hans eign en var að herbergishurð eins góðs borgara í bænum. Löngumýrarskóli í heimsókn Kennarar og nemendur hús- mæðraskólans að Löngumýri, komu hingað til Akureyrar á laug- ardaginn var. Forstöðukonan, Ingibjörg Jóhannsdóttir, var með í förinni og 3 aðrar kennslukonur og 32 nemendur. Erindi þeirra var fyrst og^fremst að skoða verk- smiðjur SÍS og KEA. Dvaldist þeim lengst á Gefjun. Kaupfélag Eyfirðinga tók á móti skólafólkinu og annaðist fyrirgreiðslu. Ferðafólkið lét hið bezta yfir heimsókninni og lagði af stað heimleiðis síðari hluta sunnudags, og hafði þá hlýtt messu í Akur- eyrarkirkju. Haraldur Sigurðsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Einar Kristjánsson. Friðgeir H. Berg, skáld Fæddur 8. júní 1883. - Dáinn 11. febr. 1956. Bygginganefnd, innan bæjarstj.: Jón Þorvaldsson, Marteinn Sigurðsson. Utan bæjarstjórnar: Stefán Reykjalín, Karl Friðriksson. Framfærslunefnd: Helga Jónsdóttir, Jón Ingimarsson, Kristján Árnason, Ingibjörg Halldórsdóttir, Kristbjörg Dúadóttir. Varamenn: Jónína Steinþórsdóttir, Eggert Ol. Eiríksson, Sveinn Tómasson, Ásta Sigurjónsdóttir, Einhildur Sveinsdóttir. Yfirk jörst jórn: Brynjólfur Sveinsson, Kristján Jónsson. Varamenn: Sigurður M. Helgason, Indriði Helgason. V innumiðlunarnefnd: Arni Þorgrímsson, Halldór Ásgeirsson, Jón Ingimarsson, Jón Þorvaldsson, Sveinn Tómasson. Varamenn: Arnfinnur Arnfinnsson, Haraldur Þorvaldsson, Svavar Jóhannesson, (Flutl d Möðruvöllum i' Ilörgnrdal 16. jebrúnr 1956). Týnist einn og einn eldri manna burt frá bljúgum vinum. Hrellir barmur, þótt björtun kcnni ábata hins endurfædda. Fórst þú nú, frændi, — og fyrr cn varði — á þá lítt kunriu leið. Stöndum vór eftir og störum í bláinn, lirærSir saknaridi sefa. Hvers er liér að sakna í hverfulleikans hnisun-gjiirnum-hcimi? — Kinlægrar íhygli, andans hyggju, veglátrar vinfestu. — Eins þeirra fáu, er ekki þræddi flashuga í fjöldans spor; — en stöðugur horfði úr straumi tímans yfir á eihfðar strönd. Manns jtess, er mat hið mesta í heimi: guðscðli í giifugri sál. En þar næst þroska og þegnskapar-festu, ráðdeild risandi þjóðar. Manns þess, er átti auðga tungu, vildi hana frelsa og fegra. Manns, er kunni mæla af munni tömdum ljóða ljúflingsmál. Manns, er sýnir sá í svefni og viiku lengra en ljósvakinn nær; — sýnir sálrænar, er seiddu og studdu orku og andans þrá. Slíkum jrakka l>er [rjóðlund og metnað, atgervi Islendings, heimilisrækni og hneigð til starfa, æfing huga og handar. — Leggur í ljósheimi lífsins cngill lófa að látins brá. Vaknarðu j>ar í víðsýni björtu, gæddur Guðs anda. Hjarðarhaga-Gráni Snjóaveturinn 1951, var skör- ungsskepnan, Hjarðarhaga-Gráni, upp á sitt bezta. Gráni var for- ystusauður, skapmikill og vitur. Beitarhús, svokölluð Fjallshús, eru milli Skjöldólfsstaða og Hjarð- arhaga á Jökuldal. Þar átti Gráni heima og valdi sér stað í einni krónni og er það siður forystu- kinda að helga sér ákveðinn stað í fjárhúsunum og jafnvel ákveðinn stað á garða. Gráni var vitskepna hin mesta og þótti fjármanninum, sem óhætt væri að treysta „veð- urspám“ hans og forystu. Þennan vetur, eftir áramótin, valdi Gráni sér allt í einu annan stað í húsinu og varð þar engu um þokað. Þótti þetta háttalag hans æði kyn- legt og grunaði þá engan hvað í vændum var. En 18. janúar féll snjóflóð á fjárhúsið. Féð var þá í húsi og drápust 48 kindur og einmitt þar, sem Gráni hafði fyrra aðsetur sitt. En þar sem Gráni var nú, fórst engin kind. Sjálfur fór Gráni út um gat á þekjunni, eftir snjóflóðið, og nokkrar kindur með honum. Nú í vetur, nákvæmlega 5 árum seinna, þann 18. janúar, féll aftur snjóflóð á Fjallshús, en þau voru sterkari en áður og stóðu af sér flóðið. Sakaði enga skepnu. Ilíiseigendur Akureyri Mig vantar ípúð í vor. — Þið sem hafið góða íbúð til leigu, gjörið svo vel og tal- ið við mig í síma 1197, eða heirna í Engimýri 6. . Finnur Vésteinsson húsgagnabólstrari. Húsgögn: Sófasett Armstólar Svefnsófar Borðstofuborð Borðstofustólar Stofuskápar Klæðaskápar Rúmfataskápar Komóður Skrifborð Sófaborð Útvarpsborð Innskotsborð Náttborð Blómaborð Eldhúsborð Eldhúskollar Dívanar Dívanteppi Veggteppi o. m. fl. Ath. Kaupið húsgögnin nú með lága verðinu. Sendum gegn póstkröfu. Bólsfruð húsgögn h.f. Sími 1491 oé 1858. í búð Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast, sem fyrst. Upplýsingar í smm 1394. Gólfteppi nýkomin. - Ýmsar stærðir. V efimðarvörudeild Jell-o búöingur með vanille - súkkulaði og karamellubragði 120 grömm í pakkanum LJÚFFENGUR OG GÓÐUR Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibúin. K. V.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.