Dagur - 25.02.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 25.02.1956, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 25. febr. 1956 Ungl fólk eykur veg krislni og kirkju - Æskulýðslélag Gren jaðarst. og Nessóknar Um leið og Ijósin voru tendruð eitt af öðru, segir presturiiin: Fyrir Guð - Fyrir náungann - Fyrir ættjörðina Er Kiljan ekki kommúnisti Laxness í amerískum blöðum Séra Sigurður Guðmundsson prestur á Grenjaðarstað í Suður- Þingeyjarsýslu, hefur haldið uppi sunnudagaskóla heima hjá sér, undanfarin 5 sumur, með mikilli þátttöku. Kvenfélag Aðaldæla hefur greitt kostnaðinn. Auk þess hafa frúrnar Aðalbjörg Bjarna- dóttir á Hvoli og Kristjana Arna- á Grímshúsum og fl., aðstoðað við skólann sjálfann. I vetur kom fram almennur á- hugi fyrir félagsstofnun þessa unga fólks. Sóknarpresturinn kallaði það saman 10. febrúar s.l. og var ákveðið að stofna æskulýðsfélag, sem næði yfir Aðaldal og mestan hluta Reykjahverfis. Lög voru samin, að nokkru eftir lögum hlið- stæðs félags við Akureyrarkirkju. Þetta kvöld fór félagsstofnunin raunverulega fram og 28 unglingar á aldrinum 14—18 ára tóku sam- an höndum og samþykktu hin nýju lög. Hátíðleg athöfn í Grenjaðar- staðarkirkju. Daginn eftir, 12. febrúar, var messað að Grenjaðarstað. Kirkjan var troðfull og áberandi margt ungra manna og kvenna meðal kirkjugesta. Æskulýðsfélagarnir gengu fylktu liði inn kirkjuna, undir íslenzka fánanum og stóðu heiðursvörð í kór með fánann, meðan messan fór fram. A eftir predikun var sungið: „I öllum löndum lið sig býr“ og sagði þá sóknarpresturinn nokkur orð í til- efni af félagsstofnuninni. Lítið borð stóð í kórdyrum og á því þríarma kertastjaki. Bað prestur foringjann að kveikja á kertunum, til merkis um að félag- ið væri stofnað. Um leið og ljósin voru tendruð eitt af öðru, sagði presturinn: „Fyrir Guð — Fyrir náungann — Fyrir ættjörðina, og lýsti síðan yfir að félagið væri stofnað. Á virðulegan og áhrifaríkan hátt var þetta fyrsta æsulýðsfélag í sveit á Islandi stofnað. Nafn þess er Æskulýðsfélag Grenjaðarstaða- og Nessóknar. Formaður þess er Guðmundur Sigurðsson Fagranesi. Félagar eru nú orðnir 36. Þörf að rétta hönd til hjálpar. Hið nýja félag, undir hand- leiðslu séra Sigurðar á Grenjaðar- stað, hefur að nokkru leyti hrund- ið þeirri háværu staðhæfingu, að ungt fólk á íslandi hefði engan á- huga á kristindómi. Mun það sanni nær, að þar sem hinir prest- vígðu þjónar kirkjunnar, gefa sér tíma til að rétta ungu fólki hönd sína til hjálpar, á sviði trúmálanna, er áhuga og skilningi að mæta. Ungt fólk eykur veg kristni oé kirkju. Það sem á að vera heilagt, má aldrei verða hversdagslegt eða vanabundið. íslenzka þjóðkirkjan þolir í engu samanburð við guðs- hús kaþólskra manna um íburð og helgisiði. Hún er þó engu að síður mannbætandi stofnun í íslenzku þjóðlífi en hefur að nokkru horfið í skuggann á síðustu og hröðustu umbótatímum.Það er því eftirtekt- arvert, þegar ungt fólk eykur veg kirkju og kristni á opinberan hátt. Tímaritið Heima er bezt hef- ur skipt um eigendur, heimili og ritstjóra. Bókaforlag Odds Björnssonar ó Akureyri er hinn nýi eigandi, og er ritið nú gefið út á Akureyri. Ritstjórinn er Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari. Nú er janúar-febrúarhefti 6. ár- gangs nýkomið út í nýju formi, og er skemmst af að segja, að ytri frágangur ritsins er allur með hin- um mesta glæsibrag, svo að slíkt hefur ekki sézt á mánaðarritum hérlendis áður. Forsíðumyndin er af þjóðskáld- inu Davíð Stefánssyni frá Fagra- skógi, og er það forkunnar vel gerð Úlfhildur leikin í Húsavík Húsavík, 24. febrúar. Leikflokkur úr Mývatnssveit, kom til Húsavíkur á miðvikudag- inn og lék sjónleikinn „Úlfhildur", eftir Pál H. Jónsson á Laugum. Húsfyllir var og leiknum égætlega tekið. Voru höfundur og leikstjóri, Þráinn Þórisson, kallaðir fram í lokin og hylltir. Eftirtekt vakti það að leiktjöld- in, sem þóttu vel gerð, voru eftir Hólmfríði Pétursdóttur húsfreyju í Reynihlíð. Framsóknarfélagið hefur komið á 4 spilakvöldum i Húsavik. Var síðasta Framsóknarvistin haldin í fundarsal K. Þ. og tóku þátt í henni yfir 100 manns. Þar voru verðlaun veitt fyrir hæsta slaga- fjöldá samanlagt og hlaut Jón Arnáson bifreiðastjóri fyrstu verð- laun, hrærivél. Onnur verðlaun, gólfteppi, hlaut Elín Þórólfsdóttir, hjúkrunarkona og þriðju verðlaun, hitakönnu, hlaut frú Stefanía Hall- dórsdóttir. Tveir happdrættismiðar voru á vistinni og hlutu hjónin Hólm- fríður Grímsdóttir og Kári Stein- þórsson þá. Vistinni stjórnaði Sigtryggur Albertsson deildarstjóri í K. Þ. í Alaska-blaðinu „The Nome Nugget“ stóð smágrein þessi 28. okt. s.l. „Vinstri rithöfundur frá Islandi fær bókmenntaverðlaun Nobeís. Frá Stokkhólmi símar AP. eftir- farandi: Bókmenntaverðlaun No- bels fyrir árið 1955 voru á fimmtu- dag veitt íslenzka skáldsagnahöf- undinum Halldóri Kiljan Laxness. Hann er vinstri og starfandi í hinni frjálsu alþjóða friðarsókn komm- únista, sem fyrir skömmu veittu honum bókmenntaverðlaun. Lax- ness hefir kallað N-Atlantshafs- bandalagið „samkundu stríðsbrjál- aðra“. Laxness er 53 ára og hefir und- anfarin ár verið á döfinni sem Nobelsverðlauna-aðili. Virðist nú sem hin konunglega sænska Aka- demia hafi í ér unnið bug á þeirri óbeit vegna stjórnmálaafstöðu litmynd. Dr. Broddi Jóhannesson skrifar um þjóðskáldið og verk þess, og kallar grein sína „Skáld í náð“. Páll Bergþórsson, veðurfræðing- ur, skrifar um veðrið, Snorri Sig- fússon um söngför Heklu til Nor- egs 1905, Steindór Steindórsson um Benjamín Franklin, smásaga eftir Einar Kristjánsson og ritdóm- ar um nýútkomnar bækur. Þá hefst í þessu hefti framhalds- saga, sem heitir „Þrír óboðnir gest- ir“. Sú saga hefur nú verið þýdd á öll Evrópumál, nýlega kvik- paynduð og er sýnd í fjöldamörg- um leikhúsum sem sjónleikur við geysilega aðsókn. Þá er í ritinu fjöldi mynda. Ritið er prentað í Prentverki Odds Björnssonar h. f. á Akureyri, og verður það eitt um það sagt, að „verkið lofar meistarann". Verkamaðurinn kallar á hjálp Undanfarnar vikur, hefur ein- kennileg blaðamennska einkennt „Verkamanninn" á Akureyri. Virð- ist höfuðið vera fjarverandi. I gær rak blaðið upp kvein mik- ið yfir því, að Dagur skyldi ekki skrifa um hneykslismál í Kópa- vogi. Smjattar svo Verkamaðurinn á málinu en segir síðan, að dag- blað Sósíalistaflokksins, Þjóðvilj- inn, hafi ekki getað fengio upplýs- ingar um „þetta hneykslismál" þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Verkamaðurinn ber rriikið traust til Dags, svo sem sjá má af fram- an sögðu og trúir honum betur til fréttaöflunar en Þjóðviljanum í Reykjavík og eru það út af fvrir sig góð tíðindi, þótt líklega séu þau sögð í ógáti. Dagur kýs hinsvegar ekki að skrifa um Kópavogshneyksli eða önnur hneyksli, eftir jafn bágborn- um heimildum og Verkamaðurinn gerði í gær og getur ekki að þessu sinni orðið við hjálparbeiðninni. Laxness, sem sumir félagar hennar a. m. k. hafa haft á honum. Við úthlutun Nobeds-verðlaunanna 10. desember mun hann hljóta 36.720 dollara. Laxness skrifar um hversdagslíf hinna 150 þúsund íbúa heimaeyjar sinnar í N-Aatlantshafi. Bók hans „Sjálfstætt fólk“ hefur selzt ágæt- lega i Bandaríkjunum."------- I „Morgunblaðinu" fyrir skömmu segir P. Ól. frá „Ferð um Bandaríkin“ og m. a. um heimsókn í Menntaskóla, þar sem nemendur höfðu búið sig undir að leggja spurningar fyrir íslenzka gestinn, og stóð ekki á þeim. Fyrsta spurn- ingin var þessi: „Er það satt, að Halldór Kiljan Laxness sé komm- únisti, og hvers vegna er hann það?“ Ósennilegt er að nokkur íslenzk- ur menntaskólanemandi mundi hafa borið fram slika spurningu né verið í vafa um svarið. Enda hafa bæði íslenzkir kommúnistar og trúbræður þeirra á Norðurlöndum um langa hríð verið dyggustu brautryðjendur Kiljans alla leið upp í skaut sænsku Akademxunn- ar! Hlutlausum áhorfanda þótti því mjög fyrir, er H. K. L. á heim- leið, — með geislabaug frægðar- innar um enni, — afneitaði komm- únistum og öllu þeirra athæfi í viðtali við danskan blaðamann! — Það áttu kommúnistar ekki skilið af H. K. L. — Og „nobelt“ var það ekki! — En auðvitað þarf Nobel- verðlaunahöfundur ekki endilega að vera nobel!* v. *„nobel“—göfugur, drenglynd- ur, prúðmannlegur o. s. frv. Frá skákþinginu Skákþinginu er nú lokið og koma hér síðustu fréttirnar af keppninni. Á þriðjudaginn fóru leikar svo: Jón vann Þráin, Unnsteinn vann Randver, Haraldur og Kristinn biðskák, Guðmundur og Margeir biðskák. Friðrik og Júlíus gerðu jafntefli. Miðvikudaginn 22. febrúar. Friðrik vann Jón, Kristinn vann Randver, Júlíus og Unnsteinn gerðu jafntefli, Margeir og Þráinn jafntefli, Guðmundur og Haraldur jafntefli. I meistaraflokki varð Júlíus Bogason efstur með 5% vinning, Kristinri, Jón, Þráinn og Unnsteinn fengu 4V2 vinning, Jón og Harald- ur fengu 4 vinninga, Guðmundur 3Y2, Margeir 3 og Randver IVz. Friðrik vann átta skákir og gerði eitt jafntefli. I I. flokki. urðu úrslit þessi: Tryggvi Krístjánsson 5 vinninga Hörður Einarsson 4% vinning Anton Magnússon 3 vinftinga í II. flokki urðu þessi úrslit: Halldór Elíasson og Gunnlaugur Guðmundsson 6 vinninga hvor, þá Hörgdælingarnir Friðfinnur Frið- finnsson og Ari Friðfinnsson jafn- ir með SVz vinning. í drengjafl. v'arð fyrstur Magnús Ingólfsson með 8 v., annar Atli Benediktsson, Hvassafelli 7% v. þriðji Þóroddur Hjaltalín 5y2 v. Einfaldar byggingar Ccylon þarfnast 276 þús. íbúða sem fyrst og þar að auki 40 þús. á ári hverju, því að fólkinu fjölgar svo ört. — Með tæknihjálp frá S. Þ. er nú tekið að byggja ódýr en traust hús úr leir, og honum þjappað í mótin. Er hér Ceylonbúi við það starf, en tækniráðunautarnir horfa með velþóknun á. „Heima er bezt" í nýjum búningi Ritstjóri er Steindór Steindórsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.