Dagur - 25.02.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 25.02.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 29. £ebr. XXXIX. árg. Akureyri, laugardaginn 25. febrúar 1956 11. tbl. Eftirlit úr lofti Eisenhower forseti stakk upp á því við Rússa, að Bandaríkja- menn og Rússar leyfðu hvor öðrum ljósmyndatöku úr lofti yfir löndum sínum og hernaðarbækistöðvum. Rússar höfn- uðu tillögunni, eins og þeir hafa gert við allar tillögur, sem raunverulega stefndu í átt til friðar. — Hér sést fulltrúi Bandaríkjanna hjá S. Þ. vera að sýna myndavélar, kort og ýmis rannsóknartæki til myndatöku úr lofti, en það myndi taka um hálft ár að ljósmynda Bandaríkin cða Sovétríkin úr lofti hvort um sig. Skákþingi Horðlendinga lokið júJíus Bogason varð Norðurlandsmeistari m Hæflulegur vegakafli á ÖxnadalsheiSi Hallandi svellbunkar að hengiflugi í Klifinu - Umferð lífsættuleg - Ekkert aðhafst til úrbóta Þegai' umferð loksins var hafin milli Akureyrar og Reykja- víkur, eftir aðgerðir móður náttúru, voru allmiklir svell- bunkar á Öxnadalsheiði og hjá Bakkaseli. í langvarandi þíð- viðri tók svellin af hjá Bakkaseli en fram á Öxnadalsheiði, í Klifinu svokallaða, voru svellalögin orðin þykk. Skákþingi Norðlendinga lauk á fimmtudaginn, og var slitið það kvöld með samsæti. Jón Hinriks- son, skákstjóri, stjórnaði hófinu. Skákmönnum og starfsmönnum öllum var boðið, svo og bæjarráði. Júlíus Bogason varð skaákmeistari Norðurlands. Skákstjóri sagði frá keppninni og úrslitum og afhenti hinum nýja skákmeistara, Júlíusi Bogasyni, verðlaunagrip. E það er haglega útskorinn hrók- ur, gefinn af þeim feðgunum Sigurði og Guð- brandi Hlíðar. Ennfremur hlaut hann verðlaunapening skákþings- ins, sem á er letrað: Skákmeistari Norðurlands 1956. Friðrik Olafsson, skákmeistari, sem tefldi sem gestur á mótinu, fékk að gjöf við þetta tækifæri, fagurt málverk af Akureyri, til minningar um heimsóknina. Þrá- inn Sigurðsson frá Siglufirði, Kristinn Jónsson og Unnsteinn Stefánsson, sem voru jafnir að vinningatölu hlutu einnig verð- launapeninga. Og Þráni var færð að gjöf bókin Akureyri í myndum. Ræður fluttu, auk skákstjórans, bæjarstjórinn, Steinn Steinsen og Jón Ingimarsson, formaður Skák- félags Akureyrar. Ao síðustu fór fram bændaskák. Basndur voru Friðrik Olafsson og Júlíus Bogason og kijisu þeir sér sína 12 skákmenn hver. Vann flokkur Friðriks með 81 en flokk- ur Júlíusar fékk 63. Skíðamót Akureyrar Skíðamót Akureyrar verður háð á sunnudaginn kennir, og fer það fram við Ásgarð. Hefst það kl. 2 e. hád. Kepp verður í A, B, C- og í drengjaflokkum. Lagt verður af stað kl. 10 f. h. frá Hótel Kea. Búizt er við, að skíðamót þetta verði fjölmennara en skíðamót hafa verið hér á Ákureyri nú undanfar- ið, Snjór er nægur, og gott fyrir áhorfendur að komast á mótsstað, ef veður helzt. Á Akureyrarmótinu keppa beztu skíðaménn Akurcyrar. Fjölmenn jarðaför Útför Sveins Eiríkssonar, Möðru- yaljastræti 9 hér í l)æ, sem fórst í flugslysi á Holtavörðuheiði þann 12. þ. m„ fór fram frá Akureyrar- kirkju síðastl. laugardag. Sr. Pétur Sigurgeirsson jarðsiing, Hánn flutti bæri. í heimahúsum og ræðu í kirkj- unni. Við húskveðjuna flutti prest- uririn einnig kvæði eftir fónas Jak- obsson. Þá ílutti Stefán Ág. Krist- jánsson þar og frumsamið kvæði. Eftir ræðu préstsins í kirkjúnni flutti hann kveðju í ljóðum frá tveimur skólabræðrum Sveins sál. Mikið fjölmenni var við jarðarför- ina, svo að kirkjan var þéttskipuð. Starfsfólk frá Flugfélagi Jslands kom liingað norður til að vera við jarðarförina. Oll var athöfn þessi hin virðu- legasta. Góð gjöf til Náttúru- gripasafnsins á Ak. Hjörtur Eldjárn, bóndi að Tjörn í Svarfaðardal, sem nýlega var staddur i bænum, færði Náttúru- gripasafninu að gjöf sjaldgæfa eggjategund. Var það keldusvíns- egg og vantar þá safnið aðeins egg þriggja íslenzkra fugla: Jaðrakans, litla svartbaks og haftyrðils. Egg haftyrðilsins munu aðeins finnast í Grimsey og eru friðuð þar. En vera kann að einhver ætti þau í fórum sínum og vildi láta Nátt- úrugripasafnið á Akureyri njóta þeirra. Kristján Geirmundsson, safn- vörður, hefur beðið blaðið að færa gefanda þakkir og vill minna fólk á, að láta sig vita um fundi sjald- gæfra hluta. Mikil aðsókn hefur verið að Náttúrugripasafninu, síðan það var opnað að nýju í Hafnarstr. 81. Eisenhower harmar framkomu háskóla- stúdenta í Alabama Washington. — Eisenhower sagði í dag á blaðamannafundi, að hann harmaði mjög framkomu þeirra, sem meinuðu svertingjastúlku skólavist við Alabamaháskólann. Kvað hann dómsmálaráðuneytið vera að rannsaka ástandið í þess- um Suðurríkjaháskóla. Hann minntist þess, að sam- kvæmt úrskurði hætsaréttar bæri héraðsdómum að sjá um, að kyn- þáttamisrétti sé ekki viðhaft í skólum landsins. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að háskólarektor, deildarstj. eða stúdentaráð hefðu ekki rétt til þess að skera úr þessu méli. Sagðist hann vona að allir, jafnt fylkisstjórinn sem aðrir, myndu beita sér fyrir því, að sam- komulag næðist í þessu máli. Svertingjastúlkan, sem deilan stendur um, heitir Autherine Lucy. Hún hefur starfað sem einkaritari i borginni Birmingham og er 26 éra gömuli. Er hún hafði innritast í háskólann í Alabama, hófu nem- endur kröfugöngu í mótmælaskyni. Kennarar skólans visuðu henni úr skóla „þangað til annað yrði ákveðið" og var það gert af örygg- isástæðum. Lögfræðingur stúlkunnar hefur beðið um, að brottvikning hennar úr skólanum verði tekin aftur og henni heimilað að sækja tíma á nýjan leik. Hallar fram af hengiflugi. Á meira en eins kílómetra kafla á þessum stað eru svell- bunkar svo hættulegir að raunar er mesta furða að bifreiðastjórar skuli ekki, allir sem einn, neita að aka bifreiðum sínum þessa leið. Svellunum hallar fram af hengifluginu og má engu muna, þótt ekið sé svo sem bezt má verða. En samkvæmt umsögn bif- reiðastjóra, væri ekki um neina björgun að ræða, ef eitthvað bæri út af, og væri raunar furðulegt að ekki væru þegar orðin stórslys. • ..... ) A sama stað varð slys. Er mönnum enn í minni, að á þessum stað hrapaði bíll, fyrir fá- um árum fram af svellbunka og niður í gljúfrið. Nú eru vegir all- góðir milli Reykjavíkur og Akur- eyrar, og hafa verið um tíma. Að- eins á þessum stutta kafla, á Öxna- dalsheiðinni er vegurinn hættu- legur. Einn kílómetri á 500 km. leið ógnar umferð milli landshluta. Þar hefur ekkert verið gert til úr- FRAMSÓKNARMENN! Munið sameiginlegan fund framsóknarfél. í Lands- bankahúsinu á sunnudag- inn kl. 3, stundvíslega. Ólafur Jóhannesson, pró- fessor, mætir á fundinum. bóta, þegar undan er skilin aug- lýsing um hættuna. „Umferð lífshættuleg“ Fulltrúi vegamálastjómarinnar, Karl Friðriksson hefur athugað staðinn en látið svo um mælt að hann væri hættulegur og of hættulegur, til að leggja líf sitt í hættu með því að fara yfir hann, á venjulegum bíl, en viðgerð væri mjög dýr. Með allri virðingu fyrir því sjónarmiði að spara peninga hins opinbera, má þó benda á hvað gert er fyrir umferðamálin annarsstað- ar á landinu, og greitt af almanna- fé. Viðgerð eða algert umf erðabann. Þess verður að vænta að vega- málastjórnin taki þetta mál tafar- laust til endurskoðunar. Ef fé er ekki fyrir hendi, sem auðvitað er hreinn fyrirsláttur, á að loka veg- inum þegar í stað. Um leið og blaðið var að fara í pressuna, bárust þær fregnir af Öxnadalsheiði, að vegurinn hafi mjög skánað síðustu dagana og sé ekki hættulegur bifreiðum. Stangast þessi umsögn ferða- manna mjög á við auglýsingar vegamálastjórnarinnar í gær. Af- sakar þó fregn þessi, ef sönn er, ekki staðhæfingu blaðsins um ástand vegarins, fram að þessu. Myndin sýnir svellbunka á Öxnadalsheiði, þar sem bifreið hrapaði 60 metra fyrir tveimur árum. Bifreiðaeftirlitsmaður stendur á vegarbrún. Upphöggvin rás í svellið, náði ekki alla leið og bifreiðin steyptist fram af, þar sem rásinni lauk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.