Dagur - 11.04.1956, Síða 1
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út laugar-
ardaginn 14. apríl.
XXXIX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 11. apríl 1956
19. tbl.
Friðrik koiumgiir IX. og Ingiríður
drottning hans komu til Reykjavíkur
í gær og var ákaft fagnað
Friðrik IX. Danakoyiungur og
■ drottning hans Ingiríður komu í
opinbera heimsókn til Islands í
| gær. Lenti flugvél þeirra á
| Reykjavikurflugvelli kl. 2.30.
í Er Friðrik konungur fyrsti er-
f lendi þjóðhöfðinginn, sem kemur
! til Islands í opinbera heimssókn,
| síðan ísland varð sjálfstætt lýð-
| veldi l944. Islendingar fagna því,
|l að Danakonungur heiðrar Island
fyrstur þjóðhöfðingja.
Danakonungar hafa 6 sinnum
komið áður ti líslands, og er þetta
í 7. skiptið, að konungur Dan-
merkur stígur á íslenzka grund.
q Danakonungar hafa sýnt íslandi
og Islendingum vaxandi ræktar-
semi og vináttu á undanförnum
áratugum. Kristján X. kom hingað
til lands alls fjórum sinnum,ogvar
ástsæll landsfaðir. Er hans minnzt
með mikilli virðingu á landi hér
sem í heimalandi sínu.
ir námsmenn leið sína, og Dan-
mörk opnaði Islendingum heim-
inn.
Sumir álitu, að með stjórnmála-
legum aðskilnaði þjóðanan mundu
vináttubönd einnig bresta. Þetta
fór þó mjög á annan veg, og munu
Danir ekki á öðrum tíma hafa átt
meiri vinsældum að fagna á ís-
landi en einmitt nú. Er það báðum
þjóðunum til gleði og sóma.
Danir skilja mjög vel sjálfstæð-
isvilja Islendinga, og frelsisdraum-
urinn er einnig þeirra helgidómur.
Allir Islendingar fagna komu
dönsku konungshjónanna. — Við
virðulegar móttökur í Reykjavík í
gær troðfylltust allar götur af
fólki, þar sem þjóðhöfðingjar Dan-
merkur og Isiands áttu leið um og
fagnaði þeim ákaft.
Þótt ísland sé nú sjálfstætt ríki,
fer því víðs fjarri, að samskiptum
þessara þjóða sé lokið. Orjúfandi
vináttubönd hafa eflzt en ekki
slitnað við þáttaskilin 1944. Og
enn má segja, að á ýmsan hátt er
Danmörk það landið, er Islend-
ingar sækja mest til í menningar-
legum efnum.
Kaupmannahöfn var lengi höf-
uðborg Islands. Þangað lögðu ung-
Framsóknarfólk!
Athygli Framsóknarmanna !
skal vakin á því, að skrifstofa ;
flokksins verour framvegis op- i
in allan daginn frá kl. 9—12 og j
1—7. Eru Framsóknarmenn úr :
bæ og sýslu eindregið hvattir ;
til að hafa sem nánastsamband
við skrifstofuna. Síminn er
1443.
Fjölmennur fnndur Frarasóknarmanna á Akur-
cyri fagnar hinu nýja kosníngabaiiílalagi. -
Bernbaro Stefánsson og Jón jóiisson í 1. og 2.
sæti á lista Framsóknarmaima í Eyjafirði
A laugardaginn var héldu Framsóknarfélögin á
Akureyri fund að Hótel KEA. Fundinn sátu á
þriðja hundrað manns. Frummælandi var Ey-
steinn Jónsson fjármálaráðherra, en fundarstjóri
Þorsteinn M. Jónsson. — í bráðsnjallri og stórfróð-
legri ræðu, rakti ráðherrann aðdraganda að stjórn-
arslitunum og þeim viðhorfum, er nú eru efst á
baugi í íslenzkum stjórnmálum.
ÚR RÆÐU FJÁRMÁLA-
RÁÐHERRA.
Taldi hann margt hafa áunnizt
er til heilla horfði og gerði á hinn
bóginn grein fy^ir þeim ágöllum í
stjórnarsamstarfinu, er að nokkru
voru fyrirsjáanlegir, en reynzt
liefðu þó langtum alvarlegri en
búizt hefði verið við og ekki voru
lengur viðhlítandi.
Ráðherrann gerSi síSan ýíar-
lega grein íyrir því, hvað fram-
undan vaeri. Nýjar kosningar
stæðu iytir dyrum, í harðvitugri
baráttu við Sjálfstæðisílokkinn
en nokkru sinni fyrr, en í nán-
ara samstarfi við annan stjórn-
málaflokk, Alþýðuílokkinn, en
þekkzt hefur.
Alþýðuflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn myndu ganga saman
til kosninga um land allt og
hvatti hann menn til fullra heil-
inda í því samstarfi.
ATHYGLISVERÐ
UMMÆLI.
Eysteinn Jónsson rakti siðan
nákvæmlega helztu ágreiningsmál
hinna fyrri samstarfsflokka í ríkis-
stjórn annars vegar, en væntan-
(Framhald á 8. síðu).
Bernharð Stefánsson.
Jón Jónsson.
Hljómleikar Þóri
Ungfrú Þórunn Jóhannsdóttir
kom hingað til bæjarins, ásamt
föður sínum, Jóhanni Tryggvasyni,
í gær og átti blaðið við þau stutt
viðtal. Ungfrúin heldur píanótón-
leika í Nýja-Bió á föstudagskvöld
kl. 9, og mun þá leika verk eftir
ýmsa kunna meistara. Eru þetta
fyrstu hljómleikar hennar hér á
landi að þessu sinni. En síðar mun
hún halda hljómleika í Reykjavík.
Ungfrú Þórunn er nú orðin 16
ára gömul og er ekki lengur undra-
barnið, heldur miklu fremur
þroskuð listakona, ef marka má
dóma erlendra blaða, sem fara lof-
samlegum orðum um hæfileika og
kunnáttu Þórunnar á fjölmörgum
hljómleikum í Englandi á síðast-
liðnu ári.
Mun mörgum leika hugur á að
fylgjast með þroskaferli ungfrú
Þórunnar og hlýða á leik hennar á
föstudaginn.