Dagur - 25.05.1956, Síða 2

Dagur - 25.05.1956, Síða 2
2 D A G U R Föstudaginn 25. maí 1956 Bréf til Dags Jónína Guðlaug Jónsdóítir KVEÐjUORÐ Á laugardaginn fyrir hvítasunnu var til moldar borin ao Munka- þverá í Eyjafirði, ekkjan Jónína Guðlaug Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja að Uppsölum í Onguls- staðahreppi. Jónína var eyfirzkrar aettar og ól allan sinn aldur í byggðum fjarðarins og lengst af að Uppsöl- um. Svo hefur mælt verið, að Jón- ina hafi frá fyrstu tið jafnan verið kátust og einlægust í unglinga- hópi, svo að með henni vildu allir vera í starfi og leik. Kornung naut hún skólavistar í gamla kvennaskólanum að Lauga landi og bjó hún að því námi æfi- langt og minntist oft þeirra daga með óblandinni gleði. Eg kynntist Jónínu sem roskinni ekkju. Löng og starfssöm æfi hafði rist rúnir á frítt andlit nem- andans frá Laugalandi. Skin og skuggar í þrotlausu starfi eigin- konu og móður á efnalitlu sveita- heimili eru æskugleði og bjartsýni sigursæll keppinautur. En segja má að Jónína glataði aldrei æsku sinni, þrátt fyrir 8 áratugi, sem lágu að baki. Söngur og dans voru henni eftirlæti, jafnt á áttræðisaldri og í uppvexti. Ung- mennin gleymdu aldursmun og gerðu hana að trúnaðarmanni, og hún gat verið öllum börnum móð- ir. En að bregðast trúnaði, það gat hún ekki. Velvilji, til alls og allra, starfs- gleði, og síðast en ekki sízt, ein- læg trú á miskunn og handleiðslu skaparans, entist henni til hinztu stundar. Meðfædd einlægni og lifsgleði er hamingja hvers manns, en einnig ljós á vegum allra sam- ferðamanna. Vegna þessara eðlis- þátta Jónínu heitinnar var hún ástsæl, án undantekninga. Utför hennar að Munkaþverá á laugardaginn var óvenju fjölmenn. Stór hópur ættingja og vina fylgdi henni síðasta spölinn. Sunnanblær og gróðurangan umluktu að síð- ustu jarðneskar leifar hinnar öldnu húsfreyju, en vinir og sam- ferðamenn senda einnig hlýjar kveðjur við vegamótin. E. D. - Sinfóníuhljómsveii íslands Sjaldan hafa menn orðið þess jafnáþreifanlega varir og nú í kosningabaráttunni, hve spádómar allir um gang og úrslit mála eru ó- ábyggilegir og mótaðir af oskum og vonum viðkomandi manna. En ekki einasta spádómar og álit á því ókomna, heldur og umsagnir manna og fréttir blaða eru merkt- ar meir en ég hef áður séð af poli- tisku brennimarki þeirra, sem frá segja. Slíkt er tæplega hægt að kalla óskhyggju eins og spádóm- ana, óheiðarleiki er mildasta orð- ið, sem um það verður haft. Eitt átakanlegasta dæmið af þessu tagi um getuleysi eða vilja- leysi flestra til að segja hlutlaust frá, eru umsagnir blaðanna um stjórnmálafundina. Aldrei held ég að blöðum andstæðinga beri sam- an í þessu efni, og gegnir furðu, hve lengi menn nenna að ástunda svo barnalegan óheiðarleika. I mörgum tilfellum eru það frétta- ritararnir sem leika sér þannig að því að senda blöðum sínum brjál- aðar fréttir. í öðrum tilfellum búa blaðamennirnir til ósannindin hjálparlaust. Hér koma litil dæmi, sem ég get sjálfur vitnað um, þar sem ég var viðstaddur. í Þjóðviljanum frá 8. maí segir að Alþýðubandalagið hafi haldið ágætan fund á Dalvík, þar sem verið hafi 60 manns. Hafi Krist- inn Jónsson haldið þar „ágæta ræðu“ til stuðnings bandalaginu. Þessi fundur var alls ekki ágætur, að minnsta kosti ekki fyrir Al- þýðubandalagið. Kunnugir gátu séð í einni sjónhending, að það átti þar mjög fáa áhangendur. Enginn tók til máls með frum- mælanda nema Kristinn Jónsson, fundarstjórinn, er mælti örfá þakkarorð til ræðumanna. Þessi umsögn varð þó ekki til þess að ég rita þessar línur, til þess var hún of áþekk svo ótal- mörgum öðrum i öllum blöðum um þessar mundir. En í Degi frá 9. maí birtist um- sögn um stjórnmálafund, sem Framsóknar og Alþýðuftokks- bandalagið heldur einnig á Dalvík þann 7. maí. Ekki hef ég hugmynd um hvaða heiðursmaður hefur !át- ið blaðinu í té fréttina, en ekki finnst mér að hún bera stjórn- málaþroska hans fagurt vitni. I greininni er sérstaklega getið lof- samlega um ræður þeirra Haralds Guðmundssonar og Jóns Jónsson- ar. Ekki ætla ég að andmæla því, og um ræðu Jóns má það segja, að hún mótaðist greinilega af vilja til að vera sanngjarn. Þá segir að Sigurður Jónsson hafi kvatt sér hljóðs og „varið heildsalana eftir beztu getu“. Sigurður minntist ekki einu orði á heildsala í sinni stuttu ræðu. Hinsvegar notaði hann hið nýstár- lega orð vísitölugæði og beindi því sérstaklega til Haralds Guðmunds- sonar. Þótti ölium það góð fyndni, þar á meðal og ekki sízt Haraldi. Þar næst segir greinarhöfundur að Kristinn Jónsson netagerðar- maður (sá sami og Þjóðviljinn segir að hafi haldið ágæta ræðu zf fundi Alþýðubandalagsins), hafi haldið „óljósa ræðu“. Kristinn Jónsson hélt alls ekki óljósa ræðu. Það hlaut að vera hverjum manni ljóst, að aðalatriðið i ræðu hans var þetta: Hann reiknaði ekki, eins og framsögumennirnir með hreinum þingmeirihluta Fram- sóknar og Alþýðuflokknum til handa að kosningum loknum. Þvi vildi hann hvetja til þess að þá leituðu þessir flokkar samstarfs við Alþýðubandalagið um stjórn- armyndun. Taldi að bændur ættu ekki að láta slagorð um kommún- ista og einfalda sakleysingja hræða sig frá að æskja slíks sam- Starfs. Kvað hann það einlæga ósk sína, að það mætti takast, enda gæti á þann eina hátt verið um raunverulegt samstarf vinnandi fólks að ræða. Þetta sagði hann mjög ljósum orðum og má mikið vera, ef margir hafa ekki verið honum innilega sammála í hjarta sínu. Loks segir í þessari makalausu grein að Hannibal Valdimarsson hafi flutt langt mál, „og notuðu fundarmenn tímann til að fá sér ferskt loft“. Þarna finnst frétta- manninum að hann hafi verið skolli sniðugur. En hann gáir ekki að því, í gleðinni yfir að geta klekkt svolítið á andstæðingnum, hve gróf móðgun þetta er í garð Svarfdæla þeirra, sem kyrrir sátu og hlustuðu á mál Hannibals, en það gerðu auðvitað langflestir, enda er það regia allra þeirra, sem á annað borð kæra sig nokkuð um að mynda sér skynsamlegar skoð- anir á hlutunum, að hlýða á mál- flutnir.g beggja aðila. Sannleikurinn er sá, að Hanni- bal flutti langt og skemmtilegt mál, of langt hefur sumum eflaust fundizt; því að hann var raunar ó- boðinn gestur á fundinum. En hvernig sem menn lita á málstað hans, verður því vart neitað, að vegna þátttöku hans varð fundur- inn stórum skemmtilegri og gagn- legri en ella hefði getað orðið, gagnlegri fyrir menn að mynda sér hlutlausa skoðun, meina ég, en það verður allra gagn að lokum. Til eru þeir, og hafa eflaust ver- ið einhverjir á fundinum, sem ekki hafa sálarþrek til þess að hlusta á rödd andstæðingsins, en slíkir ættu alls ekki að hætta sér á op- inberan stjórnmálafund. Þar geta þeir aldrei verið öruggir um sál- ina og geta þurft að fá sér meira af frísku lofti, en þeir hafa nokkra þörf fyrir. En hver var svo helzta niður- staðan af máli fundarboðenda? Um það segir ekkert 1 greininni í Degi. Hvert er markið, sem keppt er að? Markið er auðvitað að fá meirihluta-aðstöðu á þingi til þess að geta myndað einir ríkisstjórn, sem leyst gæti aðsteðjandi vanda- mál eftir eigin höfði. En bregðist það, þá upplýsti Haraldur Guð- mundsson að hann myndi mæla með að bandalagsflokkarnir mynd- uðu minnihlutastjórn sem freist- aði þess, að koma fram nauðsyn- legum málum í skjóli samkomu- lags andstæðinganna. Þetta er þá það sem koma skal, því á hinn möguleikann trúa víst fáir í al- vöru. Völt minnihlutastjórn til að greiða úr mestu efnahagsflækju sem til þekkist á byggðu bóli og það væntanlega í fullri andstöðu við hinn volduga Sjálfstæðisflokk. Fáir held ég hafi fyllzt hrifn- ingu við þennan boðskap og varla aðrir en sjálfstæðismenn, sem hljóta að sjá í þessum og þvílik- um ummælum hve lítil hætta þeim er búin ef samstarfsviljinn til vinstri er ekki meiri en þetta. Ef til vill ber ekki að taka því- likar yfirlýsingar alvarlega á þessu stigi málanna, það er aldrei að vita, hvenær þessir sæbörðu stjórn málahnullungar meina það sem þeir segja. En ekki get ég að því gert, að heldur kom ég vondaufari af fundinum en ég fór þangað og þótti mér sem draumurinn um pólitískt samstarf vinnustétta til sjávar og sveita væri öllu meiri fjarstæða eftir en áður. Slík áhrif hefur það á venjulegan mann, að sjá framan í flokksofstækið. Þetta greinarkorn sendi ég nú Degi. Það skal vera prófsteinn minn á innræti blaðsins hvort það birtir það eða ekki, hvort meira má sín á þvi heimili viljinn til að veita lesendum hlutlausar upplýs- ingar eða samskonar ótti við ó- kunnugar raddir, sem rak frétta- ritarann á Dalvík út í ferska loft- ið þegar skálkurinn Hannibal sté í stólinn. MeÖ vinsemd. Hjörtur E. Þórarinsson. Athugasemd Þar sem frásögn sú, er Dagur birti 9. þ. m. af fundi, sem Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn héldu á Dalvík mánudaginn 7. maí s. 1., hefir orðið tilefni til ofanritaðarar athugasemdar, þyk- ir rétt að upplýsa hver var heim- ildarmaður blaðsins um umrædda frétt. Heimildarmaður blaðsins var undirritaður, sem sat fund þennan frá byrjun til enda. Greinarhöfundur virðist vera hálf gramur yfir því, að ekki hafi verið rétt farið með staðreyndir. Það er einkum þrennt, sem grein- arhöfundi finnst vera afflutt i áðurnefndri frétt. I fyrsta lagi segir að Sigurður Jónsson hafi ekki varið heildsalana, enda hafi hann ekki nefnt þá ó nafn. Ræðu- maður þessi varði kaupmanna- stéttina almennt, en til hennar- teljast þó heildsalarnir að sjálf- sögðu. Má það þó vera satt, að hann hafi ekki nefnt heildsala á nafn, enda er nú heldur sneitt hjá því orði af Sjálfstæðismönnum. Festir skilja þó fyrr en skellur í tönnum. Annað er óljósa ræðan hans Kristins Jónssonar. Mér fannst ræðan óljós og það fannst öllum, sem ég talaði við áð fundi lokn- um. I stuttu máli falinst mér hún ganga út á það, að úr því að hægt væri að nota hann, enda þótt hann væri kommúnisti, fyrir oddvita á Dalvík, þá hlyti alveg eins að vera hægt að nota kommúnista til þess að stjórna landinu. Hið þriðja er langa ræðan Hannibals og ferska loftið. Það er satt, og skal hvergi aftur tekið, að Hannibal flutti langt mál og voru fundarmenn orðnir afar ókyrrir í sætum, og allmargir gengu út. Gekk það svo langt, að funaar- menn voru farnir að kalla fram í fyrir ræðumanni, hvort hann ætl- aði að eyðileggja fundinn.. Fór þetta fram hjá greinarhöfnudi, og hvað hefir valdið því? Nei, það er ekki móðgun, hvorki í garð Svarf- dæla né annarra, að segja sann- leikann. Hitt er lítilmennska, að þora ekki að kannast við hann. Greinarhöfundur kvartar yfir því, að ekkert segi um það i um- ræddri frétt, hver hafi verið boð- skapur frummælenda. Ef greinar- höfundur hefði lesið fleira í þessu tölublaði Dags, en fréttina af Dalvíkurfundinum, hefði hann rek- ið augun i grein á forsíðu blaðsins, sem ber stóra yfirskrift. „Almenn- ir kjósendafundir Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins vekja mikla athygli." I þeirri grein er farið allýtarlega út í ræður þess- ara sömu manna á fundi að Sól- garði. Það hefði því orðið -all hjákátlegt að fara líka að rekja það, er þeir sögðu á Dalvík daginn eftir, en óhjákvæmilega hefir það verið nokkuð svipað á báðum fund unum. Að endingu vil ég þakka grein- arhöfundi skrifin. Mér virðist þau (Framhald af 1. síðu). ur til öruggara lífs en áður og henni gefið hið svipmikla og vold- uga nafn: Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Það er tignarlegt heiti, ekki sízt ef við hugsum okkur, að hljómskálinn sé hinn víði fjallasal- ur landsins. Það spillir heldur ekki, að við vitum og höfum þegar reynt, að nafnið er táknrænt og felur í sér fyrirheit um það, að við munum í framtíðinni fá að njóta listar ykkar, eins og við höfum notið í kvöld. Við þökkum stjórn hljómsveit- arinnar fyrir það að hafa brugðið svo skjótt við og sýnt okkur þá sæmd og vinsemd að láta okkur njóta þessarar fyrstu farar hljóm- sveitarinnar út fyrir höfuðstaðinn. Við þökkum framkvæmdastjóran- um, Jóni Þórarinssyni, fyrir allt það, sem hann hefir á sig lagt til þess að koma þessu í kring. Við vitum, að hann hefir þurft fyrir mörgu að sjá. Þá þökkum við hljómsveitinni sjálfri, hljóðfæraleikurunum öllum fyrir fegurðina og listina, sem þeir hafa fært okkur, hina fögru og göfugu list tónanna, sem mér finnst oft, að sé eins konar ákall mannsins í himininn, tjáning hans á innstu og æðstu þrá hans. Mér hefir löngum fundizt, að það væri tvennt, sem talaði dýpstu máli í þessum heimi: Þögul náttúran og orðlausir tónar. Og okkur er það sýna, að hann beri hag og heiður Dags meira fyrir brjósti en ann- arra blaða, og er það vel og að vonum. Enda mun það almennt viðurkennt, að Dagur sé blaða vandaðast að heimildum og frétta- flutningi. Björn Hermannsson. öllum sálarnauðsyn í hávaða og yfirborðsskvaldri hversdagslífsins að skynja stundum dýpri raddir. Eg vona, að svo hafi verið um okkur .fl'est í kvöld. Sérstaklega þökkum við einleik- aranum, Agli Jónssyni. Hann hóf listferil sinn hér á Akureyri, og okkur er það öllum óblandin ánægja að sjá og heyra, hversu vel honum hefir orðið ágengt á braut sinni. Við þökkum honum fyrir Mozart-unaðinn, sem hann færði okkur með klarinettunni sinni. Og síðast en ekki sízt viljum við þakka hljómsveitarstjóranum, dr. Páli Isólfssyni, ekki aðeins fyrir þetta kvöld, heldur jafnframt fyrir allt það mikla starf, sem hann hefir unnið í þágu alls tón- listarlífs í landinu nú meira en aldarfjórðung, og við leyfum okk- ur að nota tækifærið til þess að árna honum heilla með þann gifturika árangur, sem starf hans hefir borið. Og að lokum: Megi Sinfóníuhljómsveit íslands um langan aldur veita hinum „heilögu vötnum" um íslenzka tungu.“ Dömur athugið! Nýkomnir fallcgir DÖMUJAKKAR úr ull og poplini. Nylon og Crepe-nylon S O K K A R, saumlausir. TEI.PUKÁPUR (poplin) á 4—14 ára, komnar aftur rauðar, grænar, bláar. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. Hafnarstr. 96 — Sími 1423

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.