Dagur - 04.07.1956, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudagimi 4. júlí 1956
.«$««3Í5ÍS$Í$«SSSS«$«$«SÍS«SSS5S$SS$Í«S3$Í$SÍ
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
ItSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS;
Nú verður ekki mynduð meiri-
hlutastjórn nema annað hvort með
íátttöku Sjálfstæðisflokksins eða
Alþýðubandalagsins. — Um það
hvað verður ofan á í þeim efnum
skal ekki spáð, en eitt má þó full-
yrða, að samstjórn umbótaflokk-
:u(fhlaðið grískf kaupskip hefur
legið 22 aidir á hafsbotni
7000 vínkerum náð úr skipinu
Hvað er framundan?
HINAR NÝAFSTÖÐNU alþingiskosningar hafa
orðið mönnum drýgsta umræðuefni síðustu dagana,
Hvarvetna bera menn saman tölur og bollaleggja
um það hverjir hafa unnið á og hverjir tapað. Eru
um það skiptar skoðanir, svo sem vænta má, og
ekki sízt eru blöðin ósammála um það, hverjir hafi
raunverulega unnið mest á.
Fyrir kosningarnar gerði bandalag umbótaflokk-
anna hreint fyrir sínum dyrum við kjósendur. Spil
in voru lögð á borðið, en fólkið síðan látið dæma.
Kjósendunum var sagður allur sannleikurinn um
ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, jafnframt
því sem bent var á þær leiðir, sem umbótaflokk-
amir hugsuðu sér að fara í þeim efnum. Var þar
lögð höfuðáherzla á þá staðreynd, að landinu yrði
ekki stjórnað án beinnar og ábyrgrar þátttöku
framleiðslustéttanna ög alls launafólks.
AÐALMARKMIÐ umbótaflokkanna, að ná
hreinum meirihluta á Alþingi, tókst ekki, þó að litlu
munaði. í>ó að svo hafi farið, mega þeir una vel úr-
slitum kosninganna. Þau sýna glögglega, að fólkið
þráir frjálslynda umbótastjórn. Eftir kosningarnar
er þjóðin allmikið nær því marki en áður. Banda-
lag umbótaflokkanna bætti við sig þrem þingmönn-
um frá því í kosningunum 1953, en Sjálfstæðis-
flokkurinn tapaði. tveimur. Skuggalegasta hlið
kosninganna er fylgisaukning Sjálfstæðisflökksins
í Reykjavík og nágrenni. Það eitt sýndi, S'yo að ékki
verður um villzt, að aðalkosningamál þeirra, að
hafa hinn erlenda her hér um ófyrirsjáanlega fram-
tíð, hefur villt um fyrir fólkinu, og af þeirri ástæðu
einni hefur fylgi hans aukizt. Sýna þessi úrslit einn-
ig ,að ekki má lengur dragast að framfylgja þeirri
ákvörðun síðasta Alþingis að herinn fari. — Svo
hættuleg er dvöl hans þegar orðin þjóðinni, að
fjöldi fólks má ekki til þess hugsa að hann verði
látinn fara. Byggist sú afstaða þó ekki á því, að
herinn þurfi að vera hér öryggist vegna, heldur
koma þar önnur óskyld sjónarmið til greina. Svo
sterk ítök á hann nú þegar í atvinnulífi Suðurnesja-
manna. Herinn hefur nú verið hér á landi í fimm
ár. Hvað mundi þá verða eftir önnur fimm ár, ef
ekkert yrði að gert? Flestir munu veigra sér við að
hugsa þá hugsun til enda.
Herinn var á sínum tíma ill nauðsyn. Meðan
Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði þeim málum ' vár
dvöl hersins afar óvinsæl, enda ekkert gert til að
stemma stigu við of miklum samskiptum hans við
íslendinga. Síðan dr. Kristinn Guðmundsson tók við
þeim málum, hefur orðið mikil bæyting til hins
betra í daglegri sambúð. Þrátt fyrir það ber okkur
að standa að öllu leyti við yfirlýsta stefnu okkar.
um það að herinn skuli ekki vera hér á friðartím-
um. Öll afsláttarsemi af þeirri stefnu er þjóðhættú-
leg öfugþróun, sem verður að stöðva, og það verður
tæplega gert úr því sem komið er nema á einn veg,
þann, að herinn verði látinn fara og það strax að
undangengnum löglegum undirbúningi.
MENN SPYRJA NÚ, hvað taki við um stjórn
landsins. Er eðlilegt að enn riki nokkur óvissa um
stjórnarmyndun, sem ekki hefði orðið ef bandalag
umbótaflokkanna hefði fengið hreinan meirihluta.
Hefðu þeir þá gengið strax að því að mynda stjórn
í samræmi við yfirlýsingar sínar fyrir kosningar.
anna og Sjálfstæðisflokksins kem-
ur ekki til greina. Er það raunar
eini möguleikinn, sem algjörlega
er útlokaður. Að öðru leyti verður
reynslan að skera úr, og er þess að
vænta að hennar úrskurðar séekki
langt að bíða.
„Hinn þögli heimur“ heitir ein-
hver sérstæðasta kvikmynd, sem
nokkru sinni hefur verið gerð. Það
er litmynd og sýnir lífið í sjónum.
Fyrir utan fiska- og plöntulíf sýn-
ir myndin grískt kaupskip, sem
legið hefur 22 aldir á hafsbotni,
skamrht frá Marseilles.
Aðalkvikmyndatökumaðurinn er
Frakki, sem heitir Jacques Yves
Costeau. Hann hefur fundið upp
sérstakan kafarabúning, sem hann
getur kafað í, án loftslöngu, í allt
að 50 metra dýpi. Dag nokkurn
hitti Costeau atvinnukafara í Mar-
seilles, sem sagði honum, að á
hafsbotni, skammt frá óbyggðri
elju, sem Grand Congloué heitir
og sem er 18 km. frá Marseilles,
vaeru krabbar, sem héldu til í
gömlum leirkrukkum. Costeau
hafði ekki neinn sérstakan áhuga
fyrir kröbbum, en krukkurnar
vildi hann sjá.
Casteau og félagar hans köfuðu
3500 sinnum til botns á þessum
slóðum og komust að því, að
jarna lá gamalt, grískt kaupskip,
sem hafði sokkið fyrir rúmlega
2000 árum. í 4 ár hafa kafarar
l
unnið við að bjarga úr skipinu og
hafa m. a. sótt 7000 leirkrukkur í
skipið. Krukkurnar voru upphaf-
lega gerðar í Grikklandi, Italíu og
á Rhodos. Margar af krukkunum
voru lokaðar. I þeim fundust vín-
leifar.
Áætlun skipsins ákveðin.
Fornfræðingar hafa með ná-
kvæmum rannsóknum komist að
því, að eigandi skipsins hér Mar-
cus Sestius, rómverskur kaupmað-
ur, sem hafði setzt að á eyjunni
Delos. Nafn hans stendur á mörg-
um krukkunum. Með því að rann-
saka farm skipsins og hvernig
honum var hlaðið hafa fornfræð-
ingar getað slegið föstu um áætl-
un skipsins. Það var í förum milli
Delos og Massaglía, þ. e. Mer-
seillees, sem einu sinni var grísk
nýlenda.
Fréttaþjónusta UNESCO —
Menningar- óg vísindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna — segir að
björgunarstarfið hafi gengið betur
en búizt hafði verið við í fyrstu
vegna þess að hægt var að fylgjast
með því í sjónvarpi hvernig um-
horfs var á hafsbotni og í skipinu.
f > \ 3 S ! Sí
J i.v*T
Aðeiris 20% af vafnsafli Noregs
beizlað til þessa
Alþjóðabankinn lánar 25 milljónir dollara til
raforkuverabygginga í Suð-austur-Noregi
Norðmenn tóku fyrir skömmu
25 milljón dollara lán hjá AI-
þjóðabankanum. Lánið verður
notað tii byggingar hinna svo-
nefndu Tokke-raforkuvera, sem
munu auka raforku í Suð-austur-
Noregi um 400.000 kílówött. Hér-
uðin, sem hér um ræðir, nota nú
55% af allri raforku, sem fram-
leidd er í Noregi. Höfuðborgin er
á því svæði, sem kemur til að
njóta góðs af þessari auknu raf-
orkuframleeiðslu. Orkuaukningin
verður fyrst og fremst notuð til
iðnaðar.
Tokke-virkjunin er fyrsta skref-
ið í stórfelldum raforkufram-
kvæmlum, sem fyrirhugaðar eru
við Tokke- og Vinja-árnar og er
áætlað að hægt verði að fá
800.000 kw. frá þessum virkjun-
um.
Árnar eiga upptök sín á Harð-
angursheiðum í um 1000 metra
hæð yfir sjávarmáli. Þær renna
um Þelamörk til suð-auslurs. —
Fjöldi fjallavatna er við árnar og
til að byrja með er ráðgert að
stýfla sjö þessara vatna. Byggð
verða jarðgöng og stýflur þannig,
að hægt verði að stjóma vatns-
rennslinu á öllum tímum árs.
Búizt er við að fyrsta virkjunin,
sem mun framleiða 100.000 kw.
taki til starfa árið 1961, en fyrra
hluta verksins í heild verður ekki
lokið fyrr en sumarið 1963.
Kostnaður við virkjunina er
áætlaður 500 milljónir norskar
krónur og nemur lánið frá Al-
þjóðabankanum 175 milljónum kr.
Til þessa hefur aðeins 20% af
vatnsafli Noregs verið virkjað.
Bókasöfn með „talandi“
bókum
í Bandaríkjunum fjölar stöðugt
bókasöfnum, sem lána út „talandi“
bækur. Það er blint fólk, sem lán-
ar „bækurnar" og er nú víða hægt
að velja úr góðu safni af bók
menntum, bæði léttum og sígild-
um, sem eru fyrirliggjandi
grammófónplötum eða hljóðbandi,
Um hreinlæti
Mörgum nútíðarmönnum finnst nú undarlegt, að
fólk skuli hafa getað þrifizt og lifað hér á öldum áð-
ur, eins og öllum hreinlætisháttum var þá háttað. Þá
voru bókstaflega allar hreinlætisreglur þverbrotnar.
Samuel Pepys, sem uppi var í Bretlandi fyrir um
jað bil 3000 árum og skrifað hefur bráðskemmtilega
og lærdómsríka dagbók, segir frá því einhvers staðar,
að hann hafi fengið kvef á því að þvo sér of mikið
um fæturna og ganga í þunnu silkivesti.
Á öðrum stað segir hann, að konan þurfi nú vel að
gæta sín, því að hún ætli í bað með þernu sinni.
Líklega hefur eiginkonan ekki farið oft í bað, fvrst
manninum finnst það frásagnarvert, og það í Eng-
landi, landi baðherbergjanna.
En það eru nú meira en 3 aldir síðan þetta var, og
já höfðu menn ekki fyrir augum og eyrum ráðlegg-
ingar um hollustuhætti og hreinlæti. Það þarf engan
að undra, þótt sóðaskapurinn væri mikill. Hitt er
kannski undrunarefni, að fólk skyldi lifa og þrífast,
dví að ekki hefur hreinlætið verið á háu stigi hvað
snerti híbýli og húsmuni alla frekar en þrifnaðurinn
með líkamann.
Hver einasta öld er alltaf hrifnust af sjálfri sér, og
sú, sem við lifum á, er engin undantekning. En við
skulum ekki láta of mikið.
Fyrir nokkrum árum fór fram rannsókn á því í
Danmörku, hvort baðkerin í húsunum væru notuð til
sess, sem til er ætlazt, þ. e. baða.
Þá kom í ljós, að á meiri hluta heimila voru bað-
kerin notuð til þess að hafa þar óhrein föt, blóm,
grænmeti o. m. fl. - !•-<•».
í einu húsinu var í baðkerinu lasinn sundfugl, en
íað var líka undantekning!
Danir eru talin þrifin þjóð, en þó nota þeir ekki
baðkerin eins og til er ætlazt, og hvað þá um aðrar
jjóðir, okkur t. d.? ... . ....
Og svo er það hreingerningih á stófurtum okkar,
ætli hún fari nú fram eins og helzt ætti áð véra?
Enn er ekki fátítt, að kvenþjóðin æðir um með
rykkúst og sópar og sópar, og rýkið þýrlast í loft
upp — og það, sem eiginmaður og börn ékki anda
að sér, fellur á gólfið aftur. Þetta er ekki hreingern-
ing heldur sóttkveikjudreifing.
Á meðan ekki voru til ryksugur, var ekki annað
hægt en sópa gólfin, en nú á þess ekki að þurfa. Það
fer að vísu vel laglegum konum að vera með hvíta
svuntu og kúst í hendi, stofustúlkur í frönskum gam-
anleikjum eru alltaf með hvíta svuntu og kúst, en
þetta áhald er orðið óþarft. Þó eru rykkústar seldir
enn í búðum, og ætli þeir séu þá ekki enn notaðir
víða á heimilum?
í stað þess að sópa, á að nota ryksugu og svo klút,
sem vættur er með 2% glycerinupplausn, og þá
verður komizt hjá bakteríudreifingunni að mestu
leyti.
Það hefur komið í ljós við rannsókn, að með ný-
tízkuaðferðum við hreingerningar dreifist rykið 53—
59% minna en með gömlu kústaðferðinni, og bakter-
íuinnihald loftsins, eftir að ryksogið hefur verið, er
72—80% minna en var eftir að sópað hafði verið
því að mestur hluti bakteríanna lenti niður í ryk-
sugupokann.
En ef til vill þykir eftirkomendum okkar við vera
bannsettir sóðar, því að flestu fer fram, sem betur
fer.
Heilhveititerta
135 gr. heilhveiti, 100 gr. smjörlíki, 2 egg, 1 te-
skeið lyftiduft, 100 gr. púðursykur (2 matsk. rjómi),
ávaxtamauk.
Smjöríki og sykri hrært vel saman og eggjunum
hrært þar í smátt og smátt. Heilhveitinu og lyftiduft-
inu er blandað gætilega í og rjómanum, ef deigið er
þykkt. Kakan er bökuð í tveim vel smurðum tertu-
mótum við sterkan hita. Aldinmauk sett á milli.