Dagur - 04.07.1956, Blaðsíða 8
8
Bagujr
Miðvikudaginn 4. júlí 1956
Þeir sigruðu B-lið Reykjavíkur
Bæjarkeppni í knattspyrnu, milli Revkjavíkur og Akureyrar,
fór fram á sunnudaginn var. Akureyringar sigruðu með 4:1.
Þessi ?nynd er tekin af sigurvegurunum við það tækifæri. —
- Ljósmynd: T. H.
Nýtt tímabil hafið í sögu
leppríkjanna
Leyft háð og spé um foringjana!
Fréttaritari The Times í Prag
símar nýlega blaði sínu og segir
frá revíu, sem nú er farið að
leika þar í borg og vekur mikinn
og a'mennan fögnuð áhorfenda. —
Höfundurinn er Jan Werich, vin-
sælasti húmoristinn í borginni. —
Dregur hann kommúnistaforingj-
ana, Stalíndýrkendurna, sundur í
logandi háði, og hefur slíkt ekki
þekkzt þar fyrr síðan kommúnist-
ar í Tékkóslsóvakíu hrifsuðu til
sín völdinn.
Eitt atriði sýnir skrifstofu
kommúnistaforingjanna í borg
nokkurri, og er hún tjölduð rauðu,
en á veggjunum hanga stórar
myndir af honum sjálfum.
Nú kemur sá næstæðsti að
heimsækja foringjann. Báðir eru
með rauð bindi, skreyttir rauðum
merkjum, og þeir talast við póli-
tízkum slagorðum.
„Samfylkið, styrkið, rannsakið,"
hrópar annar fagnandi.
„Verndið, sameinið, fram, fram,
fylking,“ grenjar hinn, og svo fara
þeir að dansa listdans á sviðinu
eftir hljóðfalli baráttusöngs ung-
kommúnista:
„Vér höfum öðlazt hnottið glæst,
það hindrar enginn vora ferð.“
Og svo eru dregnir fram í dags-
Ijósið ágallar skipulagsins og
hæðzt að miskunnarlaust, að verk-
smiðjumatstofunni, sjónvarpinu,
útvarpsdagskránni, ekki sízt sí-
íelldum upplestri á tölum um
framleiðsiuaukningu, og ekki
sleppa heldur við háðið tékknesku
kvikmyndirnar með „jákvæðu"
hetjuna að rússneskum sið né
heldur leiðarar blaðanna.
Ekki er minnst dregið dár að
yfirlýsingum háttsettra foringja
um mál, sem þeir bera alls ekkert
skynbragð á, svo sem listdans eða
stjörnufræði, og svo þann hátt
þeirra að hreyfa sig ekki fet nema
í fylgd með tveim vopnuðum líf-
vörðum.
Þarna á sviðinu fylgja 2 vopn-
aðnir dólgar foringjanum eins og
skuginn hans, og þegar hann fer í
sund, eru þeir á hælum honum,
klæddir sundskýlum.
Nú er mikill munur á fólki í
Prag eða fyrir svo sem ári. Menn
þora nú að gefa sig á tal við út-
lendinga, og þó að þeir ósjálfrátt
horfi um öxl sér, þá þora þeir nú
að segja það, sem enginn þorði að
segja áður.
SILDARFRÉTTIR
frá nokkrum ver-
stöðvum
Samkvæmt símtali við bæjar-
stjórann á Siglufirði, Jón Kjart-
ansson, í gær, lágu 116 skip í vari
á Siglufirði og engin síldveiði var
á miðunum í fyrrinótt, vegna
brælu.
Búið er að salta rúmlega 20
þús. tunnur og um 6 þús. mál eru
komin í bræðslu. Tilfinnanlegur
skortur á síldarstúlkum hefur ver-
ið á staðnum og er þó til mikils að
vinna, þar sem borgaðar eru rúm-
ar 20 krónur fyrir hverja uppsalt-
aða tunnu, og ekki óalgengt að
dugmiklar stúlkur salti í 30 tunnur
yfir sólarhringinn eða vinni fyrir
á sjöunda hundrað krónum.
Sal-tað var undanfarna daga á
öllum söltunarstöðvum og Siglu-
fjörður var aftur hinn mikli síldar-
bær.
í Hrísey er búið að frysta og
salta 600 tunnur síldar. Bátar búa
sig undir handfæraveiðar.
í Dalvík er búið að salta 3230
tunnur á þremur söltunarstöðvum:
Söltunarstöð Dalvíkur, Múla h.f.
og Höfn. Síðasta síldin kom á
mánudaginn, 200 tunnur, er Björg-
vin landaði.
Fyrsta síldin barst á land í Ol-
afsfirði á föstudaginn var, en á
laugardaginn kom Kristján með
590 tunnur, Gunnólfur með 567,
Sævaldur með 85. A sunnudaginn
kom Gunnólfur með 111, Sævald-
ur 120, Einar Þveræingur 137 og
Kristjúán 67.
Samtals er búið að salta í 13—
1400 tunnur.
/ Húsavík er búið að salta á 2.
þúsund tunnur.
Heimskunnir læknar flyfja fyrir-
lesira á Ák., fyrir almenning
Ánægjulegir gesfir í Yaglaskógi
Skátar að leik og starfi
Hingað til bæjarins koma nú í
vikunni þrír heimskunnir, erlendir
læknar, þeir bandaríski læknírinn
Ernst L. Wyner og dönsku lækn-
arnir prófessor E. Meuiengracht
og Jhoannes Clemensen yfirlækn-
ir, Kaupmannahöfn. I för með
þessum læknum er prófessor Ní-
els Dungal.
Læknar þessir koma hingað til
Islands á vegum Krabbameinsfé-
lags Islands og munu flytja fyrir-
lestra i Reykjavík, bæði fyrir
lækna og almenning um krabba-
mein, og þá sérstaklega um lungna
krabba og reykingar, sem nú er
verið að gera miklar rannsóknir á
víða í heiminum. Hingað koma
þessir læknar á vegum Krabba-
meinsfélags Akureyrar og munu
flytja hér fyrirlestra fyrir lækna
bæjarins og nágrennis miðviku-
daginn 4. júlí og einnig fyrirlestur
fyrir almenning fimmtudaginn 5.
júlí næstkomandi.
Fyrirlesturinn fyrir almenning,
5. júlí, verður í Samkomuhúsi
bæjarins og hefst kl. 9 e. h. — Að-
gangur að fyrirlestrinum er ókeyp-
is og öllum frjálst að koma meðan
húsrúm leyfir. Æskilegt er að sem
flestir noti sér þetta einstaka
tækifæri, sem þeim nú býðst til
að fræðast af þessum heims-
þekktu læknum.
Jóhann Þorkelsson.
-m
Um síðustu helgi, eða frá föstu-
dagskvöldi 29. júní til sunnudags-
kvölds 1. júlí, stóð yfir skátamót
í Vaglaskógi, er skátarnir á Akur-
eyri boðuðu til. Sóttu það um 150
skátar frá Akureyri og nokkrir
skátar frá Keflavík, Húsavík,
Hjalteyri og Dalvík. Tjaldbúðirn-
ar voru í Stóra-rjóðri og var þeim
skipt í tvennt. Stúklur í öðrum en
drengir í hinum. Búðunum var
skipt í þrjú hverfi, er hvert hafði
sitt einkenni og nafn. Hjá drengj-
unum hétu þau t. d. Oddaverjar,
Svínfellingar og Vatnsdælir,og svo
bar hvert tjald sérstakt nafn. Allt
sem var til prýðis eða þæginda á
staðnum, sVo sem hlið, fatahengi,
diskagrindur, könnugrindur o. s.
frv., var gert á staðnum úr efni er
þar var að fá, og var keppt í því
að búa sem bezt um sig á þennan
hátt.
Röddin í skóginum.
Mótið var sett á föstudagskvöld
og kom sú athöfn mörgum á óvart.
Laust fyrir kl. 10 var liðinu fylkt
í sex hópa og öllum þátttakendum
fenginn lítill viðarlurkur, er þeim
var sagt að notaður yrði síðar um
kvöldið. Gengu svo flokkarnir út
í skóginn undir leiðsögn kunnugra
manna og fór hver sína götu, en
eftir stutta stund mættust hóparn-
ir við köst einn mikinn suður í
Hróarsstaðanesi. Þar var þá
mættur mótstjórinn, Tryggvi Þor-
steinsson, og ávarpaði hann skát-
ana með nokkrum orðum. Þegar
hann hafði lokið máli sínu komu
tveir skátar, drengur og stúlka,
með blys í höndum og kveiktu í
kestinum. Þá kvað við rödd inn í
skóginum, talaði í magnara í bíl
og bauð hún skátana velkomna á
þennan stað og hvatti þá til göf-
ugra starfa fyrir land og þjóð. —
Þessi rödd- heyrðist ekki aftur á
mótinu og var flestum óleyst gáta
hver þar var á ferð, þótt grunur
félli á góða menn.
Þegar röddin þagnaði gengu
skátarnir á tveim stöðum fram hjá
bálinu og hver maður lagði sinn
lurk á bálið, sem tákn um framlag
sitt til sameiginlegs starfs. Að því
loknu staðnæmdust flokkarnir og
mæltu fram skátaheitið allir sam-
tímis. Það hljóðar svo:
Eg lofa að gera það sem
í mínu valdi stendur til
þess
— að gera skyldu mína við
guð og ættjörðina,
— að hjálpa öðrum.
— að halda skátalögin.
Að þessu loknu söng allur hóp-
urinn „ísland ögrum skorið". Síð-
an var gengið heim til tjaldanna.
A móti þessu var unað við leiki
og störf frá morgni til kvölds og
sofið vært um nætur eins og jafn-
an verður eftir erfiðan dag. Þó
voru tveir hópar manna, sem urðu
að vinna næturverkin. Það voru
verðirnir er vöktu yfir tjaldbúðun-
um og blaðamennirnir, sem skrif-
uðu og fjölrituðu mótsblaðið Lurk.
Blaðið kom þrisvar út meðan á
mótinu stóð og var 4 síður í hvert
sinn.
Er tíðindamaður blaðsins kom
á mótsstaðinn á sunnudaginn, var
hvarvetna hin bezta umgengni. —
Skátarnir voru við ýmsa leiki og
var glatt á hjalla.
Hugkvæmni og vinnugleði.
I tjaldbúðunum var margt að
sjá og utandyra höfðu skátar
spreytt sig á margvíslegu starfi, og
hefðu sjálfsagt margir haft gaman
að líta á birkikvisti skógarins í
margs konar táknmyndum við
tjalddyr. Báru sumar þeirra vott
um mikla hugkvæmni.
Góður vitnisburður.
Og eftir því sem skógarvörður-
inn segir frá var frágangur þeirra
á tjaldbúðasvæðum ágætur.
"Skógarvinna.
Eitt af dagskráratriðum þessa
móts var skógarvinna. Var hún í
því falin að skátarnir drógu sam-
an tré og greinar á svæði sem ver-
ið er að ryðja. Var þetta töluvert
verk, en fljótunnið af hundruðum
handa. Þetta munu vera þakkir
skátanna fyrir góða gistingu. Skóg-
arvörður hefur tjáð blaðinu, að
þau störf hafi verið vel þegin og
þakkarverð og koma skátanna hin
ánægjulegasta.
Undir góðri stjórn skátaforingj-
anna Margrétar Hallgrímsdóttur
°g Tryggva Þorsteinssonar, eign-
uðust ungmenni, er skipast hafa
undir merki skáta, ógleymanlega
daga í Vaglaskógi. Skátahreyfing-
in gerir menn sjálfbjarga og
drengilega. Hún er lifandi starf og
því jafnvel fallin til þroska og
daegradvalar.
Skátar að starfi og leik í Vaglaskógi. — Ljósmynd: S. O.
Slys í Ólafsfirði
Það slys varð í hraðfrystihúsinu
í Olafsfriði að Jóhann Sæmunds-
son verkamaður varð undir kassa
er losnaði úr stroffu, er verið var
að lyfta kössunum á efri hæð
hússins. Jóhann hryggbrotnaði og
var hann þegar fluttur til Dalvík-
ur og í sjúkrabíl þaðan til Akur-
eyrar og liggur hann nú á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu.
Svo heppilega vildi til að mótor-
báturinn Gunnólfur var staddur í
Ólafsfirði og brá hann við og flutti
sjúklinginn.