Dagur - 12.09.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12. sept. 1956
DAGUR
5
Við lifum ekki á einu saman brauðinu
Ræða Jóns Sigurðssonar Yzta-Felli á
bændahátíð að Laugum
Bændur og búalið!
Mestan hluta þúsund ára sögu
hafa allir íslendingar verið bænd
ur og búalið. Ekki gat Ölöf ríka
valið manni sínum virðulegra
nafn en „Björn bóndi“, þótt hann
væri tignastur að ætterni, vitr-
astur og voldugastur allra ís-
lendinga. - - •
Síðustu áratugina hafa risið
nýjar stéttir. Þótt bændur og
búalið séu ennþá fjölmennastir,
aður, en gaf sér aldrei tíma til að
gifta sig, sökum anna við dagleg
störf.
Hvers vegna þessi flughraði?
Hvers vegna þetta annríki,
þessi flughraði? Straumur tímans
er nú svo hraðfara, að meiri
breýting verður á áratu'g en á
öldum forðum daga.
Ekki aðeins að varpinn og þúf-
urnar kringum bæinn hverfi. —
sem
eru aðrar stéttir samanlagðar þó ^ Hólarnir, þar sem við áttum
miklu fjölmennari. Þessi þróun barnahúsin og lékum að leggjum
hefur gengið svo hratt, að allur
fjöldi þeirra, sem nú búa í bæj-
um eru í sveit fæddir, eða þá
þeirra foreldrar, svo að ennþá má
ætla, að uppeldisáhrifa sveitanna
gæti meir en síðar verður. Það
er ljóst, að ef halda skal órofnu
samhengi íslenzkrar menningar,
verða sveitirnar að vera á verði
og leggja fram meira en að sínum
hluta, eftir fólksfjölda, vera sá
fasti kjarni og grunnstólpi okkar
þjóðernis, sem stendur í svipti-
byljum ytri breytinga í þjóðlífinu
á komandi öldum.
Stéttirnar taka sér daga.
Ýmsar stéttir eru að reyna að
ræna þjóðina dögum, helga einni
stétt eða fámennum hópum merk
isdaga, er taldir hafa verið allri
þjóðinni.
Stúdentar tóku 1. des., barna-
verndarfélög sumardaginn fyrsta,
svo kemur verkamannadagur,
sjómannadagur, verzlunarmanna
dagur o. s". frv.
Ýmsir hafa viljað að bændur
festu sér einn dag, „bændadag",
til hátíðabrigðis. En þetta hefur
gengið örðuglega. Okkur hefur
farið líkt og honum „Árna væna“
á Akureyri, sem var 50 ár trúlof-
[og skeljum, eru jafnaðir við
jörðu og horfnir á einni dag-
stund. Gömul bæjarstæði með
aldagömlum, vallgrónum tóftum
hverfa á vetfangi. Móarnir og
mýrarnar, kringum túnið, verða
úr sögunni. Sérkenni landslags-
ins hverfa undir síbreiður vallar-
ins. Nýir bæir með nýjum svip í
stað þeirra gömlu. Nýir vegir
með nýjum tækjum. Ný kynslóð
með nýjum verkfærum og verk-
tækni, utan bæjar og innan. Nýtt
mat á öllum hlutum, nýtt mat á
fjarlægðum í tíma og rúmi.
Þessu öllu hlýtur að fylgja nýr
hugsunarháttur, sem við verðum
að samrýmast, ef við eigum að
standast hvirfilbylji tímans án
þess að verða að saltstólpum, eða
grafast í fokdyngjur þess, sem er
farandi og fallandi.
Eg ann af alhug hinum nýja
tíma og þeirri æsku, sem með
eljuþrótti sínum héfur unnið þau
stórvirki, sem alls staðar blasa
við augum.
En maðurinn lifir ekki af einu
saman brauði. Ékki heldur af
víðlendum túnum, ökrum og
görðum, kúm eða kindum. Ennþá
síður af góðum húsum, hraðfær-
um vegum, styrkum bílum og
vélum, rafmagni, súgþurrkun og
votheyi.
Frumherjar í félagssókn bænda.
Eitt sinn voru Þingeyingar
taldir í fararbroddi, jafnvel frum
herjar í félagssókn bænda. í
hundrað ár stóð þessi sókn. Um
miðbik 19. aldar hófust hér styrk
félagssamtök. Það tók þrjátíu ár
að undirbúa jarðveginn fyrir
Kaupfélag Þingeyinga. Þá reis ný
kynslóð, sem bar hina miklu
sigrandi samvinnuhreyfingu a
herðum sér.
Um aldamótin báru skáldin,
sem þá voru ung, hróður Þingey-
inga um allt land. Á fyrstu ára-
tugum þessarar aldar risu ung-
mennafélögin. Einnig þau áttu
sér hugsjón, loftkastala, sem
urðu fastir á bergi. Laugaskóli
varð sá Draupnir, sem af drupu
aðrir hringar jafnhöfgir, héraðs-
skólarnir um allt land. Hugsjón
okkar, sem börðust fyrir skól-
anum var sú, að hann tæki við
þeim sterku öldum nýbreytni
sem þá voru aðsteðjandi, og
sveigði þær og samþýddi þjóð-
legum menningararfi. Með gleði
getum við horft til baka. Fyrst
það, að héraðsskólahreyfingin fór
sigurför um allt land. En þó öllu
fremur hitt, hver áhrif skólinn
hefur haft hér heima. Nýju hús-
in, nýja ræktunin, nýju stórvirk-
in í sveitunum, eru gerð af
heimamönnum, sérstaklega ung-
um mönnum, pft nemendum frá
Laugum. Húsgögnin eru oftast
heimasmíðuð og heimilin prýdd
með hannyrðum heimakvenna,
oftast Laugamönnum, körlum og
konum.
Eg hygg, að það sé óvíða á
landinu jafnfátítt og hér í sýslu,
að jarðir gangi úr ættum á þess-
ari upplausnaröld. Mun ekki hið
mikla erfiði æskunnar, við fram
kvæmdir hennar heima fyrir,
hafa fest hana við jarðirnar?
LITLU SKÓLABÖRNIN.
Ennþá er sólfar sumardags,
svipfegurð gróðurs og veðurlags
brosir um bala og hóla.
Samt eru blessuð börnin strax
byrjuð að ganga í skóla.
Vel cr að lýð sé fræðsla flutt,
og fái menn lærdómsbraut sér rutt,
en ofurkapp er þar ljóður,
því sumar og bernska eru bæði stutt,
og börnin viðkvæmur gróður.
En langskólagangan leiðigjörn
á sér líka talsmenn og sterka vörn,
sem fjölgar og eykur „fögin“,
þessi stóru og lærðu blessuð börn,
sem bjuggu til fræðslulögin.
En fari svo áfram enn um hríð
mun hin áhyggjulausa sumartíð
verða ósköp stutt, eða engin,
þá uppfræðsla á bernsku- og æsku-lýð
ÖII er í barndóm gengin.
DVERGUR.
Nauðsynlegt að verða snortinn.
Sá menningarárangur, sem
náðst hefur hér í sýslu, byggist
fyrst og fremst á því, að sterkar,
félagslegar vakningaröldur hafa
öðru hvoru farið um byggðir og
hrifið æskuna með sér til starfa.
Eg hef bent -á upphaf félagssam
taka um miðbik 19. aldar, sam
vinnuforkólfa um 1880, skáldin
um aldamótin, ungmennafélögin
um 1920, er stofnuðu skólann
heima.
Allar þessar kynslóðir hafa
orðið snortnar af félagslegri
vakningu, líkri blænum sem eyð
ir vetrarhjarninu, þíðir jarðar
svörðinn og leysir úr álögum
hvert fræ og frjóhnapp til að rísa
úr moldu og bera ávöxt.
En nú vil eg spyrja: Er það
rétt af okkur að eiga svo annríkt,
að við leyfum okkur ekki að eiga
okkar „bændadag11, þar sem við
komum saman allflestir til þess
að gleðjast og blanda saman
geði?
Mér finnst aðdáanlegur dugn
aður og framsókn í verknaði ;
flestum heimilum þessa héraðs
.En eg verð að segja: Mér finnst
misbrestur á að félagsþróun, fé-
lagshyggja sé eins sterk og hún
var á fyrstu árum kaupfélagsins
og síðar á fyrstu árum ungmenna
félaganna meðan barizt var fyrir
stofnun skólans hér.
Aftur vil eg minna okkur á:
Við lifum ekki á einu saman
brauðinu. Bak við allar stórar
framkvæmdir liggur stór hug-
sjon, sem er þess máttug að efla
alla krafta til áð' beita sér til
fullnustu og spenna æskuna
megingjörðum og kenna henni að
færa fórnir.
Hvað mun næst verða til þess
að sameina Þingeyingá tir stór-
átaka á félagssvjði? “ " s-
"" " “ !it" J I
Dæmin deginum ljósari.
Flestar umræður á mannfund-
um beinast nú að efnahagsmálr
um. Bai’áttumáÍin eru flest hag-
ræn, snerta líðandi stund. Hug-
sjónamál, sem ekk; hafa hagrænt
gildi, fyrir nútíðina, virðast eiga
örðugt uppdráttar.
Eg vil nefna dæmi:
1. Á fyrstu árum Laugaskóla
fór vakningaalda um íþrdttir yfir
héraðið. Þetta hvatti fram ýmsa
ágæta íþróttamenn, svo að við
urðum á undan en ekki eftir
íþróttum. Þessi alda virðist nú
vera að hjaðna, svo að við drög-
umst aftur úr, nema að lofsverð-
ur áhugi er enn í Mývatnssveit á
skíðagöngu..
2. Fyrir rösklega 10 árum var
hér stofnað-; skógræktarféiag.
Ungmennafélögín háfa --einnig
skógrækt á dagskrá. Að vísú má
segja að nokkuð vinnist. En varla
mun skógrækt stunduð svo að
nokkru riemi meira en á tíurida
hverju heimili, Hugsjón skóg-
ræktarmanna um skógatlundi' á
hverjuim bæ og ’ stórá ákógá í
hveréi sveit víHSíát'éígá óségján-
le'ga langt ,í ] lárid. Það;skoftir
áhugann, eldmóðiriri, áð' 'VIhna
fyrir hugsjón síria,' seril' ‘ekki’ gef-
ur auð í aðra hönd þegar í stað.
Hitt dylst engum',’ að' skógrækt
hefur bæði menningarlegt og
hagrænt gildi fyrir framtíðina.
3. Fyrir nokkrum árum var
hafizt handa um að reyna að
koma hér upp byggðasafni. Ríkið
hefur boðið safninu æskílegan
stað í Grenjaðarstaðabaé. Við
höfum þarna fyrirmynd, sem er
byggðasafn Skagfirðinga í Glaum
bæ. Við höfum fengið ágæta for-
göngumenn, sem hafa farið um
sveitirnar og safnað munum.
En það verður að segja: Áhug-
inn virðist frþmur fýr fyrir for-
göngumonnum félagsmála, og
lángt í land, áð við náum þangað
méð tærnar, sem Skagfirðingar
hafá hælana.
4. Nokkrum mönnum hefur
komið til hugar að koma hér upp
héraðsskjalasafni, 'er tæki að sér
að geyma alls konar skrifuð_ skil-
ríki, er á einn eða arinan hátt
snerta sögu héraðsins. Hægt er
að fá með sérstökum hætti, sem
hér er ekki tími til að lýsa, not-
hæfar myndir af meginhluta
Þjóðskjalasafnsins til að geyma á
væntanlegu safni á Húsavík. í
héraðinu eru á fjölda heimila
mikið af skjölum, sem verðmæt
eru fyrir menningarsogu og fé
lagssögu. Þessu öllu þyrfti að
koma í góða, eldtrygga geymslu
sem kaupfélagið býður fram. —
Reynt hefur verið að stofna til
félagsskapar meðal þeirra fáu
manna, sem eitthvað hugsa um
þjóðfélagsleg fræði hér í sýslu.
En fyrir þessu virðist vera frem-
ur lítill áhugi.
Eg hef nefnt hér fjögur menn-
ingarmál, sem ekki hafa hagrænt
gildi fyrir líðandi stund. íþrótt-
irnar og skógræktin benda fram
á við til vaxandi menningar.
Byggðasafn og skjalasafn hvetur
til að líta til baka, svo að menn-
ingarsambandið við fortíðiria
ekki rofni. Hvort tveggja er jöfn
nauðsyn.
Eg vil ekki lengja meira mál
mitt. En enn vil eg óska okkur
öllum: Megi samtök okkar bænd
anna í þessu héraði ætíð vermast
af hlýjum straumum, er hrífi
menn til félagsdáða, eigi aðejns
um hagræn mál, heldur og um
hvers konar menningu, andlega
sem verklega.
(Fyrirsagnir
blaðinu.)
allar gerðar a£
Fyrirspurn
Nýja hraðfrystihúsið á Oddeyri
er fyrirtæki, sem allir binda
miklar vonir við hér á Akureyri
og hyggja gott til vegna atvinnu-
aukningar og til að auka út-
flutningsverðmæti sjávaraflans.
Erfiðlega gengur að afla fjár-
magns til þeSsara framkvæmda
og þarf vel á að halda við fratn-
kvæmdirnar.
í þessu húsi eiris og öðrum
húsum er raflögn og hefur staðið
um hana nokkur styr, vegna út-
boða viðvíkjandi raflögninni. Sitt
sýnist hverjum, eiris og gengur,
og vil eg fáfróður bæjarbúi, fá að
fylgjast með því sem gerist í
þessum málum. Vil eg því bera
fram eftirfarandi fyrirspurn: —
Hvers vegna var fyrsta útboðs-
auglýsingin aðeins sett í eitt blað
og auglýstur 10 daga frestur til
að skila tilboðum? En rétt þegar
auglýsingin var komin út var
hringt til fyrirtækja í bænum og
þau beðin að skila tilboðum inn-
an 5 daga.
Nú eru eftirstöðvar af raflögn-
inni aftur boðnar út á þann hátt,
að hringt er til rafmagnsfyrir-
tækja í bænum og þau beðin að
gera tilboð. Sparnaður er auð-
vitað virðingarverður, líka í
auglýsingakostnaði. En er þetta
þó ekki óviðkunnanleg aðferð í
stórmáli almennings?
Fáfróður bæjarbúi.
Heyskap í Hrafnagils-
hreppi lokið
Lokið er nú heyskap í Hrafna-
gilshreppi, að því er telja má. —
Heyfengur er orðinn góður. —■
Spretta var í meðallagi og nýting
sæmilega góð. — Réttað verður á
miðvikudaginn. .