Dagur - 06.10.1956, Síða 1
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 10. október.
XXXIX. árg.
Akureyri, laugardaginn 6. október 1956
52. tbl.
Grafhýsi Lenins og Stalins við Kreml
Dag hvern voru langar biðraðir manna er áttu erindi inn fyrir múra
Kremlar eða lögðu leið sína að grafhýsum fallinna foringja. -
(Sjá grein á 5. blaðsiðu.)
Nýr fiskihátur írá Skipasmíða-
Annar í smíðum fyrir Ólafsvíkinga
eiri nemendur í Ákureyrarskólunum
en nokkru sinni lyrr
Skéiirnir setiir cg Ákureyri
verður skóiabær á ný
„fslenzk æska lifir of ókyrru lífi “
sagði Þórarinn skólameistari við setningu
Menntaskólans á þriðjudaginn var
Enn hefur nýr bátur fra Skipa-
smíðastöð KEA á Oddeyrartanga
bætzt í flotann. Að þessu sinni
lítill vélbátur, Hafþór, EA—102,
9 lestir að stærð, smíðaður fyrir
Kristin Jónsson og Helga Jak-
obsson í Dalvík.
Báturinn hefur þegar verið af-
hentur og honum siglt til Dal-
víkur. Þetta er fallegur og vand-
aður bátur, gerður eftir teikn-
ingu Tryggva Gunnarssonar
skipasmíðameistara, sem er yfir-
smiður á skipasmíðastöðinni og
tók við því starfi af föður sínum,
Gunnari Jónssyni skipasmíða-
meistara.
Stór bátur á stokkunum.
Nú stendur á stokkunum í
skipasmíðastöðinni 55 lesta bátur,
sem smíðaður er fyrir Olafsvík-
inga. Á þessi bátur að verða til-
búinn um næstk. áramót. Fyrr á
þessu ári var lokið við að smíða
40 lesta bát fyrir Ólafsvíkinga. Á
sl. vori var líka lokið við smíði
Endurskoðun banka-
laganna
Ríkisstjórnin hefur skipað þá
Friðjón Skarphéðinsson, Einar
Olgeirsson og Skúla Guðmunds-
son í nefnd til að endurskoða
bankalöggjöf landsins og gera til-
lögur þar um. Meðal annars á
nefndin að athuga möguleika á
áð setja seðlabankann undir sér-
staka stjórn. I málefnasamningi
stjórnarinnar var ákveðið að láta
slíka rannsókn fara fram.
62 lesta skips, sem þeir keyptu
Valtýr Þorsteinsson útgerðarmað
ur á Akureyri og Svavar Sigur-
jónsson frá Flatey.
Skipasmíðastöð KEA á Akur-
eyri var stofnuð fyrir stríð og
hefur síðan smíðað fjölda báta,
þar á meðal hið kunna og ágæta
aflaskip Snæfell, sem er 160
lestir. Nýtur stöðin mikils álits,
enda hafa ágætir fagmenn ráðizt
þar til starfa og KEA hefur feng-
ið stöðinni góða aðstöðu til að
framkvæma nýsmíðar og við-
gerðir.
Viðræður um varnar-
málin
Emil Jónsson utanríkisráð-
herra hefur nýlokið viðræðu
við bandarísk yfirvöld um
varnarmálin. Var opinber til-
kynning gefin út um þetta í
Washington á miðvikudag. —
Fóru viðræður mjög vinsam-
lega fram og er ákveðið að
formlegar viðræður hefjist í
Reykjavík um varnarsamning-
inn frá 1951 um miðjan nóv-
ember næstkomandi.
Símasamband rofið
Á miðvikud. var símasamband
rofið við Suðurland. Jarðýta
hafði slitið jarðstrenginn í Borg-
arfirði. Símtöl voru afgreidd eft-
ir því sem við varð komið um
Austurlandslínuna.
Dag Hammarskjöld
Aðalritari Samenuðu þjóðanna
síðan 1953.
Menntaskólinn á Akureyri var
settur sl. þriðjudag við hátíðlega
athöfn.
Þórarinn Björnsson, skóla-
meistari, hélt að venju merka
ræðu við það tækifæri.
Litlar breytingar verða á kenn-
araliði skólans. Steindór Stein-
dórsson er fjarverandi um stund-
arsakir, vestur í Ameríku í náms
ferð, og kenna þeir Jóhann Þor-
kelsson og Stefán Árnason fyrir
hann á meðan. Sigúr'ður L. Páls-
son kemur nú aftur til starfa, en
hann var veikur í fyrra. Vern-
harður Þorsteinsson kennir
dönsku í 4. bekk, og Hákon
Loftsson og Steingrímur Sigurðs-
son verða stundakennarar eins
og síðastliðinn vetur.
Gagnfræðaskóli Akureyrar var
settur með viðhöfn og að við-
stöddu fjölmenni á mánudaginn
var.
Var fyrst sunginn sálmurinn
„Faðir andanna“, en að því loknu
flutti skólastjórinn, Jóhann Frí-
mann, setningarræðuna, vitur-
lega ræðu og skörulega. Hann
gerði m. a. skólaslit og skóla-
setningu að umtalsefni og einnig
breytt viðhorf og aðstæður ungs
fólks til skólanáms frá því sem
áður var. Nú væri nokkurt nám
lögboðið og opin leið til margs
konar skólagöngu. Áður hefði
skólamenntun verið fárra út-
valdra og þótt mikið hnoss.
Hann óskaði þess, að hinn stóri
nemendahópur kæmi í skólann
með gleði, tilhlökkun og opinn og
fróðleiksfúsan hug. Hverju heil-
brigðu ungmenni væri leitandi
þörf í blóð borin, og innri rödd
hvíslaði að í skólunum væri
mikilsverða aðstoð að fá.
Skó.linn vildi fyrir sitt leyti
uppfylla þessa þörf, og á undan-
förnum árum hefði vel tekist, svo
sem m. a. námsárangrar sýndu.
Nemendur verða 305 eða að-
eins fleiri en í fyrra.
Tæpur þriðjungur nemenda eru
stúlkur, eða 96.
Næstum 1/3 nemenda er héðan
úr bænum, og um það bil helm-
ingur nemenda eru Norðlending-
ar.
Að loknum þessum og fleiri
upplýsingum um skólann og
starfið, flutti skólameistari
snjalla ræðu. Taldi hann íslenzka
æsku lifa of ókyrru lífi og sofa of
lítið, og næturgöltur hennar og
kvöldlíf væri alvarlegt uppeldis-
vandamál.. Taldi hann hávaðann,
næðisleysið og svefnleysið eyði-
leggja taugar unglinganna, en
kvöldlífið veikja siðferðisþrekið.
Myndi ekki veita af þagnar-
stundum fleiri en nú gefast og
meiri svefni, ef vel ætti að vera.
En skólastjórinn sagði, að sönn
menntun yrði þó að ná dýpra en
til námsgreina og einkunna við
skóla. — Hún yrði að ná til hjart
ans og þroskast innan frá með
hverjum manni.
Skólastjórinn hvatti nemend-
ur til hollra og menningarlegra
umgengishátta og lífsvenja og
til að njóta af beztu getu þeirrar
fræðslu er þjóðfélagið veitti við
opnar dyr skólanna. Að skóla-
setningu lokinni sungu viðstaddir
þjóðsönginn. Meðal gesta var
Þorst. M. Jónsson, fyrx-v. skóla-
stjóri. — (Framhald á 7. síðu.)
Tónlistarskóli Ak.
var settur sl. miðvikudag í Lóni.
Ávarpaði skólastjórinn, Jakob
Tryggvason, nemendur og gesti,
og ræddi um vetrarstarfið.
f skólann eru skráðir 31 nem-
andi í píanó- og orgelleik, og
verða kennarar hinir sömu og
áður. Fiðlukennarinn Ivan Knud
sen, er nú farinn héðan, en í at-
hugun er að útvega annan kenn-
ara í fiðluleik í hans stað.
Ópera í sjónvarpi
Nýlega var leikin í sjónvarp í Bandaríkjunum ný ópera eftir
Roran Dello Joio, sem neínist Máisrannsóknin í Rúðuborg.
Hér sést „Mærin frá Orleans“ standa frammi fyrir ákærend-
um sínum.
„Þjóðfélagið lieldur öllum dyrum opn
uiii til skólagöngu'