Dagur - 06.10.1956, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Laugardaginn 6. október 195$
Er Filippus drottningarmaður aS glala
lýShylli sinni
Hertoginn af Edinborg var
glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar
á brezku sýningunni í Kaup-
mcnnahöfn í fyrrahaust, og hon-
um var fagnað ákaflega af öllum.
En hann virtist ekkert hrifinn af
fagnaðarlátunum. Þau virtust
jafnvel fara í taugarnar á honum.
Þetta kom í Ijós m. a., er Filippus
heimsótti stórt svínabú úti á
Sjálandi. Hann gekk gegnum
svínahúsið, og allt í kring voru
rýtandi svín, kjaftandi ráðu-
nautar og æðandi blaðaljós-
myndaraar. Það var mjög erfitt
að taka myndir þarna, og Ijós-
myndararnir urðu oft og einatt
að klifra inn til svínanna til þess
að komast í „skotfæri". Hertog-
inn fór hratt yfir, og myndatöku-
mennirnir voru hálfóánægðir, en
þó „skutu“ þeir án afláts til þess
að ná í einhverja nothæfa mynd.
En allt í einu sneri prinsinn sér
að þeim og spurði hvatskeytlega:
„Hví í ósköpunum takið þið
ekki fleiri myndir af svínunum?“
Að svo mæltu skálmaði hann
út. Brezkur fylgdarmaður vildi
gera gott úr þessu og skýrði frá
því, að hertoginn væri slæmur í
augunum, og því þyldi hann illa
hina skæru blossa myndavél-
anna. En þetta er þó vafasöm
skýring. Sá, er hefur fylgzt með
þvi, sem brezku blöðin hafa
skrifað undanfarna mánuði, hef-
ur tekið eftir mikilli stefnubreyt-
:ingu gagnvart Filippusi.
Fer stjarna hans lækkandi? —
Margt bendir til þess, að lýðhyll-
:in sé að minnka. Um það leyti
:sem krýningarhátíðin fór fram,
var Filippus hertogi hylltur
ákaft af lýðnum — og það ekki
síður en aðrir meðlimir kon-
ungsfjölskyldunnar, hann var
allra eftirlæti þá, en nú ber
brezkur almenningur ekki sama
hug til hans og áður. í þeim blöð-
um, sem almenningur les mest,
Daily Mirror og Sunday Express,
en þau koma út í milljónaupp-
lögum, hafa komið alls konar
sneiðar til Filippusar. Honum
hefur einkum verið borin á brýn
ákurteisi — og svo óhófseyðsla,
og dálkar þessara blaða hafa ver-
ið galopnir fyrir þeim bréfum
lesenda, sem gagnrýnt hafa
ensku konungsfjölskylduna á
ýmsan hátt, og þessi opinbera
gagnrýni hefur óhjákvæmilega
haft áhrif á almenningsálitið.
Einn af þekktustu blaðamönn-
um í Englandi, John Gordon hjá
Sunday Express, en hann er
óhh'finn og napuryrtur, skrifar
nýlega grein, sem mikla athygli
vakti, og bendir þar á kæruleysi
Filippusar í peningamálum. Gor-
don segir, að áður fyrr hafi hann
orðið að spara mjög, hann hafi t.
d. ekki átt nema einn borgara-
legan klæðnað, en síðan hann
giftist drottningunni liafi hann
úðað út þúsundpundaseðlum og
ekkert spurt, hve hlutirnir kost-
■uðu mikla peninga, en þá verði
brezkir gjaldþegnar að leggja til.
í Brellandi?
Hinir þrautpíndu skattgreiðend-
ur Hennar hátignar hafa látið sér
detta ýmislegt í hug, er þeir
fréttu, að útgjöldin við matar-
vagninn í hinni konunglegu lúx-
uslest myndu stíga yfir 2 millj.
króna, og það er ekkert leyndar-
mál, að Filippus prins hefur
eggjað drottninguna til þessara
framkvæmda, en þarna er m. a.
sérstakt kælikerfi og svo eldhús,
sem tekur öllum eldhúsum fram.
Gordon álítur, að hinir kæru
þegnar hafi rétt á því að spyrja,
hvað allur þessi lúxus eigi að
þýða. Og ekki gleymir heldur
blaðamaðurinn að benda á, að
það er tiltölulega sjaldan, sem
vagn þessi verður notaður.
EYDSLA A ALMANNAFÉ.
En hinn miður góðviljaði Gor-
don lætur sér þetta ekki nægja.
Það kostaði á aðra milljón að
innrétta konunglega salinn í
flughöfninni í London. Drottn-
ingin notar sal þennan í hæsta
lagi þrem sinnum á ári, svo að
innréttingin sýnist þess vegna
engu ódýrari en tölurnar segja til
um. Og svo er það konunglega
snekkjan, Brittania, hún kostaði
líka talsvert. Eftir því sem Gor-
don segir, og hann virðist ekki
vera í neinum vandræðum með
að nefna tölur, þá kostaði Britt-
annia á annað hundrað milljónir!
króna. Fyrir skömmu var ger.t
við skipið fyrir nær 5 milljónir,
og það kostar skattgreiðendurna
á annað hundrað þúsund krónur
á dag, hvort sem drottningin er
um borð eða ekki. Við þetta má
svo bæta, að Elísabet drottning á
flestar og dýrustu einkaflugvélar
í heimi, en nú hafa, að áeggjan
Filippusar, að haldið er, verið
pantaðar 2 vélar í viðbót fyrir
meira en 100 milljónir. Von er, að
Bretum þyki þetta óþarft, því að
þó sjaldan að drottningin flýgur,
fer hún með vél frá einhverju
hinna brezku flugfélaga.
„EG LEIK MÉR AÐ
PUTUNUM A MÉR.“
Þegar svo víðlesið blað sem
Sunday Express skrifar með
stórum fyrirsögnum um eyðslu-
semi konungsfjölskyldunnar, þá
kemst þetta auðvitað á varir al-
mennings, og umtalið vex og
margfaldast. Daily Mirror, sem
hefur 5 milljóna upplag, hefur
líka i’áðizt óvægilega á eyðslusem
ina við húshaldið í Buckingham-
höll, og var meira að segja fyrr á
ferðinni en Sunday Express. —
Daily Mirror réðst á ýmsa með-
limi konungsfjölskyldunnar fyrir
óhófseyðslu á því fé, sem þeir
fengju frá skattgreiðendum. Það
var bent á það, að ekki þyrfti all-
an þennan fjölda til þess að koma
fram opinberlega, það starf gætu
2—3 manneskjur innt af höndum
í stað 8 eða 9, sem nú fengjust
við slíkt. Eftir þessari ábendingu
var tekið í Buckinghamhöll, og
áreiðanlega hefur Filippus tekið
þetta til sín, það kom greinilega
í ljós skömmu seinna, er hann
var í opinberri heimsókn í Dun-
lopverksmiðjunum. Þá skrapp
upp úr honum:
„Annars vitið þér vel, að eg
geri ekkert annað en að leika
mér að putunum á mér.“
RUSTALEGUR VIÐ ÞJÓNANA.
Þessi orð eru eftirtektarverðai’i
en þau sýnast fyrst. Þetta var í
fyrsta sinn í Bretlandi, að kon-
ungleg persóna svaraði fyrir sig
gagnvart aðdróttunum í blaði, og
þessi orð lægðu ekki öldurnar,
því að prinsinn viðurkenndi með
þeim, að hann hefði orðið fyrir
höggi. Blöðin þögðu ekki við
heldur færðust öll í aukana. Það
er mjög erfitt að dæma um sann-
leiksgildi þess, sem skrifað er, en
eitt er bara víst, að það er mikið
skrifað ..um þessi mál. Það er
ekki einungis, að Filippusi sé
kennt um eyðslu, heldur er líka
fundið að framkomu hans, eink-
um er sagt að hann komi rusta-
lega fram við hirðþjónana. Hann
er gamall sjómaður og bölvar
gjarnan og mikið, og hann brýtur
oft hina ströngustu hirðsiði, en
brot á gömlum siðum taka Bret-
ar illa upp. Eitt sinn var Filippus
að flýta sér gegnum Bucking-
hamhöll, og þjónn opnaði kur-
teislega fyrir hann dyrnar.
Filippus stanzaði, hvessti augun
á þjóninn og sagði:
„Þetta er ekki nauðsynlegt. Eg
hef handleggi sj;áífur,“
Það er líka oft vitnað í önnur
orð. Eitt sinn ræddi Filippus við
konu, sem sífellt ávarpaði hann
með „yðar konunglega hátign.“
Að lokum varð hann óþolinmóð-
ur, hnyklaði brýrnar og sagði:
„Eg vil ekki láta kalla mig
konunglega hátign: Kallið mig
Sir. Við erum ekki við hirð Art-
húrs konungs.“
Þessi dæmi hneyksla okkur
ekki, þau vekja frekar samúð
okkar, sem lítum lýðræðislegar á
hið konunglega en Bretinn, en
okkur lízt ekki eins vel á það
næsta.
Listamaður hafði selt hinni
konunglegu fjölskyldu málverk,
og er hann þakkaði fyrir heiður-
inn, svargði Filippus prins:
„Ekkert að þakka. Það var
bara blettur á veggnum hjá okk-
ur, sem við urðum að láta
hverfa.“
Málarinn kunni víst ekki að meta
þennan furstalega húmor, og ekki
heldur vísindamaðurinn, sem
lengi hafði skýrt vísindi sín fyrir
Filippusi, sem sagði þurrlega:
„Jú, þetta hljómar allt senni-
lega. En hvernig stendur á því,
að niðurfallsrörið hrýtur, þegar
eg tæmi baðkerið mitt?“
John Dean, hinn gamli þjónn
prinsins, sem nú er kominn á eft-
irlaun, segir frá því í endurminn-
ingum sínum, að drottningin hafi
oft orðið að stilla æst skap manns
síns. Einu sinni varð hann bál-
vondur vegna þess, að gömul
þjónustukona við hirðina fór að
kalla sig hertogaynju af Edin-
(Framhald á 7. síðu).
Guðný Björnsdóftir
Guðný mín Björnsdóttir látin
og borin til moldar á Akureyri 2.
október.
Mörgum Akureyringum er
Guðný vel kunn, bæði af því að
hún átti þátt í mörgum félags-
málum hér í bæ, og þá ekki síður
af því, að hún var elskuleg kona,
skemmtileg og gáfuð, fróð og
áhugasöm um öll góð málefni.
Guðný Bjömsdóttir.
Guðný átti sér aðeins einn son,
Björn Halldórsson, lögfræðing,
einkasonurinn var hennar ást og
athvarf.
Guðadótturina, Guðbjörgu,
missti hún ungfullorðna 1928 og
bar hún varla bar sitt eftir þann
missi. — En Guðný bar harm
sinn í hljóði, hún var dul í skapi,
en þó ætíð glöð og hress í anda,
skemmtileg í samræðum. Trygg-
lynd svo að af bar.
Kynning okkar og v.inátta hófst
er við vorum báðar ungar stúlk-
ur: Hún nemandi við Kvenna-
skólann í Reykjavík og eg kenn-
ari við þann skóla aldamótaárið.
Ekki var að tvíla það, að Guð-
ný kynni þær námsgreinar, sem
eg veitti tilsögn í. — Minnið og
gáfurnar var frábært.
Svo hittumst við aftur hér á
Akureyri, og tókum upp vináttu
að nyju. — Þá kynntist eg einnig
hinum ágæta manni hennar,
Halldóri Einarssyni, ferjumanns,
frá Skógum (af Fellsselsætt).
Guðný sagði til börnum alla
ævi, var það sérstaklega lagið. —
Hún laðaði öll börn að sér. Hún
veitti oft tilsögn börnum, sem
áttu bágt með að læra. Veitti
okkur stuðning með því þau ár,
sem eg var skólastjóri á Akur-
eyri.
Svo var Guðný um tíma for-
maður Sambands norðlenzkra
kvenna og fórst það vel sem önn-
ur störf. — Einnig starfaði hún
árum saman í Sysavarnafélagi
Akureyrar — einnig í „Hlíf“ og
„Einingu". Öll félagsstörf vann
hún með gleði og af áhuga.
Við hörmum öll fráfall Guð-
nýjar, þó hún væri aldin að ár-
um, var hún jafnan glöð og hreif
og ráðagóð. — En þungbærast
verður fráfall hennar heimili
einkasonarins. Þar reyndist Guð-
ný sem fyrr ágætiskona. — Hún
tók tengdadóttur sinni, þeirri
góðu konu, sem kom úr framandi
landi, þótt af íslenzkum stofni
væri runnin, tveim höndum og
reyndist henni sem bezta móðir
og barnabörnunum var hún
sannur engill.
Guðný Björnsdóttir var fædd
4. des. 1879 á Breiðabólsstað £
Vesturhópi. Foreldrar hennar
voru þar um það leyti hjá séra
Jóni Kristjánssyni, föðurafa
Guðnýjar. En á Syðri-Þverá
bjuggu þau hjón síðar, og þar
ólst Guðný upp.
Guðný var Þingeyingur í föð-
urætt: Af öndvegisætt: Illuga-
staðaætt, svonefndri. — Móður-
ættin var sunnlenzk og er hún
mér ókunnug.
Halldóra Bjarnadóttir.
Aððlfundur Kennarasambands
Ausfurlands
Dagana 15. og 16. sept. Sl. var
12. aðalfundur Kennarasambands
Austurlands haldinn í barna-
skólahúsinu í Neskaupstað. . —
Gunnar, Olafsson, form. samb.,
setti fundinn. Fundarstjórar
voru þeir Steinn Stefánsson og
Oddur A. Sigurjónsson, en fund-
arritarar Davíð Áskelsson og
Valgeir Sigurðsson. Á fundinum
voru mættir kennarar af sam-
bandssvæðinu ásamt nokkrum
gestum, samtals 31 maður.
Á fundinum flutti Skúli Þor-
steinsson, skólastjóri, frássögn
um utanför, en hann hafði heim-
sótt allmarga skóla á síðasta ári,
og Jóhannes Óli Sæmundsson,
flutti erindi um vetrarstarfið. —
Auk þess ræddi Aðalsteinn Ei-
ríksson, námsstjóri, sem mætti á
fundinum, ýmis viðhorf í skóla-
málum. Urðu allfjörugar umræð-
ur um þessi erindi, og kom það
meðal annars fram, að kennarar
eru mjög andvígir styttingu
skólaskyldunnar, a. m. k. ef eng-
in önnur úrræði koma þar í móti
til hjálpar unglingum.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum:
1. Tólfti aðalfundur K. S. A.
beinir þeirri eindregnu áskorun
til fræðslumálastjórnar, að hún
láti þegar á næsta ári gefa út
handbók, þar sem í heild sé að
finna öll lög og reglugerðir um
skólahald, svo og um skyldur og
réttindi kennara.
2. Tólfti aðalfundur K. S. A.
beinir því til Ríkisútgáfu náms-
bóka, að hún láti sitja fyrir að
gefa nú þegar út litprentaða
landakortabók og einnig hand-
hæga stafsetningaorðabók.
3. Fundurinn felur væntanlegri
sambandsstjórn að koma á sýn-
ingu barna- og unglingabóka á
næst aaðalfundi. Fundurinn tel-
ur mjög æskilegt, að safni slíkra
(Framhald á 7. síðu.)