Dagur - 06.10.1956, Side 5

Dagur - 06.10.1956, Side 5
Laugardaginn 6. október 1956 D A G U R 5 Þesar andlitið datt af ílialdinn Völd án verðleika Valdaaðstaða íhaldsins í ís- lenzkum stjórijmálum síðustu 2 áratugi hefur byggzt á sundur- lyndi andstöðuflokkanna og er því hinn mesti misskilningur að halda því fram, að þráseta íhalds í ríkisstjórn hafi verið eðlileg. En í vetur var brúað bilið milli vinstri flokkanna í landinu, þannig myndaðist aðstaða til breyttra stjórnarhátta. Reynslan hafði kennt stjórnmálamönnum, svo að ekki varð lengur dregið í efa, að í samstarfi eða samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn næðist aldrei nein viðhlítandi lausn í efnahagsmálunum. Hermann Jónasson vísaði veginn Segja má að margir hafi verið of lengi að átta sig á þessari staðreynd. En allt frá því að for- maður Framsóknarflokksins, Her mann Jónasson, skrifaði hina stórmerku áramótagrein sína hálfu öðru ári fyrir myndun nú verandi ríkisstjórnar og benti á þær leiðir, sem nú hafa verið farnar, fengu menn vaxandi trú á samvinnu allra íhaldsandstæð- inga. Morgunblaðið ætlaði af göfl unum að ganga og ritsmíðar þess næstu vikur og mánuði voru undarlega sársaukakenndar og jafnframt var Hermann Jónasson í þeirra augum, orðinn að hin- um svartasta sauð í íslenzkum stjórnmálum., Marfröð Morgunblaðs- manna En hvernig sem Morgunblaðið hamaðist við að ómerkja ára- mótagrein Hermanns Jónassonar, slíta hana úr samhengi og túlka á verri veg, var sem hún blési út í höndum þeirra og á þann veg er Morgunblaðið vildi þó sízt af öllu. Henni var veitt miklu meiri athygli eftir en áður. En engu var Iíkara en piltarnir við höfuð- málgagn Sjálfstæðisflokksins fengju martröð við að hugleiða þær myndir, sem þar voru dregnar á vegginn af væntanlegri þróun stjórnmálanna, því að þar var Sjálfstæðisflokkurinn ekki með. Stjórnmálaflokki braskar- anna var vikið til hliðar. Skipt um hlufverk í íslenzk- um sfjórnmálum Stefna Hermanns Jónassonar og allra þeirra, er lengi hafa séð að landinu verður ekki farsæl- lega stjórnað án þátttöku og ábyrgðar hinna vinnandi stétta, sigraði svo gersamlega, að eftir kosningarnar í sumar urðu Sjálf- stæðismenn að skipta um hlut- verk og skipa sæti stjórnarand- stöðunnar. En þar kunnu þeir lítt til verka eftir nær tveggja ára- tuga þáttttöku í stjórn landsins og hafa gert þær skyssur, sem veikt hafa fylgi þerra og virð- ingu. En hin „harða“ stjórnar- andstaða, sem þeir sjálfir kalla svo, er nánast svo ósvífin að furðu sætir og hefur vissulega þokað stjórnarflokkunum ennþá betur saman. íhaldið varð að sætta sig við það súra epli að enginn stjórnmálaflokkur treysti sér lengur til að vinna með því og það varð að horfa upp á það og viðurkenna, að það hafði sjálft dæmt sig úr leik. Það veit það ennfr. nú, að stjórnarandstaða pess, eins og hún hefur verið fram til þessa, hefur valdið sárri gremju fjölmargra flokksbræðra þess og fylgishruni um land allt. Skal nú vikið að stjórnarand- stöðunni í nokkrum einstökum málum. Er þar auðvitað stuðzt við aðalblað Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið. Myndirnar sem hurfu Sú breyting varð á Morgun blaðinu við stjórnarskiptin að myndirnar af Bjarna Benedikts- syni og Ólafi Thors hurfu af síð um þess. Er sízt að lasta þá breyt ingu, hvort sem fegurðarskyni blaðamannanna er að þakka eða ekki. Og í sama mund var gefin út sú yfirlýsing, að stjórnarand- staðan yrði „hörð“. Hvort sem sú yfirlýsing frá stjórnarandstöðu er eðlileg eða ekki, kom hún engum á óvart. Þeir menn, sem hafa ófrægt þjóð sína í skjóli hins frjálsa fréttaflutnings viku eftir viku og mánuð eftir mánuð við erlenda aðila og til þess eins að þjóna sérhagsmunum þröngrar flokks- klíku íhaldsins, voru ekki líkleg- ir til að vinna drengilega á vett- vangi stjórnmálanna í innanlands málum. Rock n Roll íhaldsins Hin „harða“ stjórnarandstaða mótast af sérhagsmunastefnunni, þar sem peningarnir eru aðal- kjarninn og gullkálfurinn í Keflavík sá miðdepill, sem dans- að er í kringum eins konar Rock’n Roll-dans Sjálfstæðis- manna. „Harka“ stjórnarandstöðunnar er blygðunarlaus valdabarátta innanlands og hún vílar ekki fyr- ir sér að níðast á fyrri fyrirheit- um í þýðingarmestu málum þjóð arinnar. Hverf fór síldin og fiskurinn? Sem lítið dæmi um heilindi Morgunblaðsins er það að blaðið taldi að þróun utanríkisverzlun arinnar mundi mjög beinast i austurátt vegna stjórnarskipt- anna. Var þessum vísdómi óðara komið á framfæri við erlend stórblöð, sem þá vitanlega áttu að draga sínar ályktanir af og taka afstöðu til hinnar nýju stjórnar með hliðsjón af þeirri stefnu. Þetta hefði ef til vill verið skiljanlegt ef utanríkisverzlun íslendinga hefði áður öll eða að mestu verið við önnur lönd en þau, er í Austur-Evrópu liggja. FjármálafíSindin vifna í Fjármálatíðindum Lands- banka íslands er nokkur fróð- leikur um þetta efni. Árið 1955, eðar síðasta heila árið í ráð- herratíð þeirra Sjálfstæðismanna, minnkuðu viðskipti íslendinga við lönd hins frjálsa gjaldéyris, en jukust mjög við Rússa. Ekk- ert land í Vestur-Evrópu átti hlutfallslega eins mikil viðskipti ið Austur-Evrópulönd og ís- land. Rússar voru stærstu kaup- endur freðfisks og fslandssíldar. Þessar staðreyndir hefði Morg- unblaðið átt að kynna- sér áður en utanríkisverzlunin var tekin á dagskrá hjá því. Þótt Morgun- blaðið verði ekki sakað um neina sérstaka Rússavináttu, hefði því þó verið sæmra, sjálfs sín vegna, að auglýsa ekki alltof mikið hversu utanríkisverzluninni var háttað í stjórnartíð íhaldsins eða að vekja athygli útlendinga á þessari þróun. OSympiuskákmóffð í Moskvu Viðtal við lúlíus Boafason Vildu ekki að úffekf færi fram Vegna þeirra miklu skrifa og fullyrðinga íhaldsins um arfinn frá fyrrverandi stjórn, sem þeirra máli var bæði mikill og fagur, þótt öðrum sýndist ekki og vegna þeirrar uppbyggingar atvinnuveganna og efnahagslífs ins, sem er höfuðmál hinnar nýju ríkisstjórnar, ákvað ríkisstjórnin að láta fara fram eins konar út- tekt á þjóðarbúinu af þar til völdum hæfum mönnum, er nytu aðstoðar erlendra sérfræðinga Niðurstöður þeirrar rannsóknar eiga að vera grundvöllur nýrra stefna í efnahagsmálum. Virtist þetta mjög æskilegt og rauna óhjákvæmilegt. En hvernig bregst „Morgun blaðið við þessu? Það kallar þessa rannsókn „fáránlega“ o ófrægir hana svo sem mest má verða. Sjálfstæðisflokkurinn ætti þó ekki að vera mótfallinn því að fram komi skýlaus yfirlýsing sérfróðra og ábyrgra manna um hinn mikla „arf“ frá fyrrverandi stjórn, ef hann var eins og af var látið. r Offasf dóminn Sannleikurinn mun sá, að Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki að ástæðulausu opinbera rann sókn á „arfinum“, sem þó er réttara að nefna strandgóss, Hann veit að ekki er endalaust hægt að lifa á því að framlengj verðbólguvíxlana eða koma at vinnuvegunum aftur á eðlilegan rekstrargrundvöll með gróða brallssjónarmiði íhaldsins að leiðarljósi. Morgunblaðið veit að dómurinn, sem upp verður kveð inn, verður ekki hrakinn og mik ill og ósvífinn blaðakostur og há (Framhald á 7. síðu.) Júlíus Bogason frá Akureyri var meðal þeirra er lögðu leið sína á Ólympíusskákmóíið, sem nýlega var haldið í Moskvu og hófst 31. ágúst síðastliðinn. Hafði blaðið tal af Júlíusi við heimkom una og spurði frétta af förinni. Hefði einhvern tíma þótt tíðind- um sæta að Akureyringur færi svo Iangan vcg í austurátt, en nú hefur nýi tíminn þurrkað burtu vegalengdir og íært flest Iönd í jjóðbraut, svo að nú getur Iient íslending að skrcppa til Ausíur- Evrópu eða Vcsturheims, ekkert síður en áður tíðkaðist að ferðast milli landsfjórðunga, þegar frá eru taldar vertíðarferðir. Átta manna sveit frá íslandi. Ólympíuskákmótið var sett með mikilli viðhöfn, ræðuhöldum og skemmtiatriðum á eftir. — 34 rjóðir tóku þátt í mótinu og hef- ur þátttaka aldrei áður verið svo mikil á þessum mótum, sem lialdin eru annað hvort ár. — Ný lönd, sem nú sendu skákmenn fyrsta sinn voru t. d. Indland, ír- an, Mongolía og Filippseyjar. — Fjórir keppendur frá hverju landi. Auk þeirra tveir vara- menn, fararstjóri og einn „áheyrn arfulltrúi“ að auki. Það sæti skipaði Júlíus Bogason frá Ak- ureyri. En hann er kunnur skák- maður. Keppendurnir voru Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson, Baldur Möller, Freysteinn Þor- bergsson. Varamenn Sigurgeir Gíslason og Arinbjörn Guð- mundsson. Fararstjóri var Guð- mundur Arnlaugsson. voru tefldar um hádegi næsta dag, kl. 11—1. Klukkan þarna austur frá er raunar 3 tímum á undan okkar klukku, miðað þó við okkar fljótu klukku. Áttu hauk í horni. íslendingarnir áttu hauk í horni, þar sem Hermann Pilnik var, Argentínumaðurinn, sem skákeinvígið háði við Friðrik Ól- afsson í fyrravetur. Hann hafði þjálfað íslendingana undir þetta mót og var þeim mjög hollráður á Ólympíumótinu og vildi hag þeirra sem mestan og styrkti þá með ráð og dáð. Rússarnir tóku vel á móti ferðamönnunum. Rússarnir tóku mjög vel á móti skákmönnunum, strax við landa- mærin. Lögðu þeir til túlka, einn fyrir hverjar tvær þjóðir. Voru íslendingar og Danir þar saman og túlkur þeirra gerði ekki ann- að á meðan á mótinu stóð en að greiða fyrir þeim á allan hátt. Búið var að Hótel Moskvu, sem er eitt stærsta gistihús borgar- innar, rétt hjá Kreml. En teflt var í leikhúsi Rauðahersins, nýrri og veglegri byggingu. fslendingar í B-flokki og urðu 14. í röðinni. Fyrst var keppendum skipt í 4 riðla. Lentu íslendingar í B flokki. Þrjár efstu þjóðir úr hvor um riðli komust í A-flokk. Taflið hófst kl. 5 síðclegis dag hvern og stóð til 10. Biðskákir Lögregluþjónninn kannaðist við Friðrik. Júlíus sagði að Friðrik hefði borið af íslendingunum í skák- inni, eins og jafnan áður, og er hann vel þekktur skákmaður þar, að minnsta kosti meðal skák- manna og reyndar kom á daginn að fleiri könnuðust við hann en keppendurnir. Landar höfðu nokkurn hug á ð komast inn fyrir múra Kreml- ar. En til þess þurfti aðgöngu- miða og var oftast þröng á þingi að komast þangað inn, og einnig að grafhýsi Lenins og Stalins. Einn morguninn brugðu þeir sér í biðröðina, þótt engan að- göngumiða hefðu. Gekk allt vel fram hjá fyrsta lögreglumannin- um. Sá næsti krafðist aðgöngu- miða. Hann skildi ekki ensku og íslendingarnir ekki rússnesku. Honum var þó gert skiljanlegt að hinir „vegabréfslausu“ væru ís- lenzkir skákmenn. Varð hann þá allt í einu eitt sólskinsbros og hrópaði: Ólafsson, og voru þá allir vegir frjálsir. Mótið fór vel fram. Skákmótinu var ágætlega stjórnað og var það frjálslegt, en auðvitað mjög spennandi, þótt ekki vérði lýst einstökum skák- um. Mesta athygli af einstökum skákmönnum vakti danski skák- snillingurinn Bent Larsen. Hann hlaut flesta vinninga og var ákaflega hylltur. Hlutur íslendinga mátti teljast góður. Til dæmis skutu þeir Svíum og Hollendingum aftur fyrir sig að þessu sinni. Alþýðufólk cr nægjusanit. Þegar talið barst að rússneska fólkinu, eins og það kom ferða- manni fyrir sjónir við fyrstu kynningu, sagði Júlíus Bogason, að það væri mjög alúðlegt og óþvingað í framkomu. Sinn væri þó siður í landi hverju og kæmi það glöggt í ljós, jafnvel í smá- atriðum. Munur virtist mikill á tekjum manna og alþýðufólk yrði að vera nægjusamt og gæti ekki gert eins miklar kröfur og hér væri. Klæðnaður þess væri hrein legur en fátæklegur og börnin yfirleitt vel klædd, en þau sæj- ust lítt á umferðagötum. Konur og karlar ynnu sömu störf og fengju sömu laun. Hann sagðist hafa séð konur vinna að gatnagerð og múrvinnu. Einnig stjórnuðu konur bæði sporvögn- um og stórum flutningabifreið- um ekki síður en karlmenn. —• Konurnar bæru þess nokkur merki, að þær ynnu erfið störf, en ekki væri að sjá að þær væru óánægðari en kynsystur þeirra hér. — (Framhald á 7. bls.).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.