Dagur - 06.10.1956, Blaðsíða 8
8
Daguk
Laugardaginn 6. október 1956
Fyrstu snjóar á Norðurlandi
Ymis tíðindi úr nág rannaby ggðum
Norðangarðurinn kom mönnum á óvart þrátt
fyrir ljóta veðurspá - Veðurofsi og foráttubrim
Aðfaranótt miðvikudagsins 3.
október síðastliðinn brast á norð-
vestan stórhríð með ofsaveðri og
fádæma snjókomu. Þrátt fyrir
undangengnar, vondar veðurspár
voru bændur yfirleitt ekki undir
jietta veður búnir og var féð alls
staðar úti, en víðast í heimahög-
um. Vegir tepptust sums staðar
óg trufluðu fjárflutninga til
sláturhúsanna. Báta rak á land
og fé hrakti í ár og læki.
Blaðið leitaði frétta frá nokkr-
um nærliggjandi stöðum og eru
þær í stuttu máli þessar:
Húsavík.
Þrír fullhlaðnir vöruflutninga-
bílar lögðu af stað kl. 12 á
þriðjudagskvöldið áleiðis til Ak-
ureyrar með kindakjöt, er átti að
fara í skip þar. Bílarnir komust
ekki nema í Ljósavatnsskarð
vegna óveðurs og skafla.Áætlun-
arbíllinn sneri einnig við. Jarðýta
hjálpaði síðar flutningabílunum á
áfangastað.
Á sláturhúsinu var stöðvun yf-
irvofandi vegna þrengsla í kjöt-
geymslum. Mývetningar fluttu
500 fjár á miðvikudaginn til
Húsavík«r, þótt veður væri hið
versta og færð orðin ill á vegum
í lágsveitum. — Víða á bæjum
er enn margt sláturfé heima.
Skapar það hin mestu vandræði
vegna skorts á húsnæði og lömb-
in kunna fæst átið. Viðast var féð
úti þegar hríðin skall á.
Veðurhæð var mikil í Húsavík
og dyngdi niður snjó. Stórsjór
var, en ekki urðu skemmdir við
höfnina.
Dalvík.
Veðurhæðin var minni en víða
annars staðar, vegna þess hve
vestanstæður hann var, en stór-
sjór. f þessum fyrsta snjó teppt-
ust bílar milli Akureyrar og Dal-
víkur. Stóri áætlunarbíllinn
komst þó til Akureyrar á mið-
vikudagsmorgun, en var 4 klst . á
Berklavarnadaguriim
er á morgim
Eins og að undanförnu stend-
ur félagið Berklavörn á Akureyri
fyrir skemmtunum á Berkla-
varnadaginn.
Á laugardagskvöldið verður
skemmtikvöld að Hótel KEA, þar
sem Gestur Þorgrímsson leikari
mun skemmta með aðstoð Árna
Ingimundarsonar. Dansað verður
til kl. 2.
Á sunnudaginn verða bíósýn-
ingar. í Nýja-Bíó verður myndin
Draumadísir í París sýnd kl. 3, 5
og 9, og myndin Þúsund punda
seðillinn verður sýnd kl. 9 í Borg
arbíó. Um kvöldið kemur svo
Gestur Þorgrímsson aftur fram á
Hótel KEA og einnig verður
dansað á eftir.
Blöð og merki dagsins verða
seld á götum bæjarins.
leiðinni. Hann fór ekki til baka.
Mjólkurbílarnir lögðu heimleiðis
en komust ekki hjálparlaust.
Strandaði annar hjá Reistará en
hinn hjá Fagraskógi.
Á miðvikudaginn var nokkru
af fé slátrað frá Árskógsströnd,
en truflun varð á störfum í slát-
rrhúsinu vegna rafmagnsskorts
og einnig vatnsskorts um tíma.
Til vandræða horfir með slátur-
féð, sem enn er nokkuð margt
eftir og óvíða er húsrrim fyrir á
bæjum. Mun það sums staðar
vera í hálfgerðri sveltu.
Árskógsströnd.
Veðurhæðin var afskapleg á
miðvikudagsmorgun, svo að telja
mátti nær óstætt. Hrakti fé víða
í læki og skurði og strax þann
dag var fé bjargað úr snjó. —
Hélzt hörkustórhríð allan daginn
og stytti aldrei upp. Fannkoma
var feikna mikil.
Mótorbáturinn Pálmi á Litla-
Árskógssandi slitnaði upp á leg-
unni og rak á land litlu sunnan
við Þorvaldsdalsána. Er þar
mjúkur sandur. Ekki var bátur-
inn talinn mikið brotinn, en þó
ekki fullrannsakað. — Eigendur
Pálma eru Vigfús Kristjánsson
og Guðlaugur Sigurðsson, bænd-
ur á Árskógsströnd.
Hrísey.
Um hádegi á miðvikudag fannst
Jóhann Einarsson í Hrísey ör-
endur í fjörunni. Hann hafði far-
ið út snemma morguns til að
hyggja að fé. Jóhann var ættaður
frá Haga á Árskógsströnd, hinn
mesti vaskleikamaður.
Einn trillubátur slitnaði upp
við eyna og rak á land.
‘ ■ í i !■ 1 ■ ■ . , | , i ■ ! e i
Siglufirði.
Mikið brim var á Siglufirði, en
ekki mjög hvasst. — Skemmdir
urðu engar. Siglufjarðarskarð
var nýlega búið að skafa. Var
umferð mikil um skarðið þar til
kl. 10 á miðvikudag þegar það
lokaðist á ný.
Fræg dansmær
Þetta er inynd af Maríu Tallchief,
sem dansaði nýlega aðalhlut-
verkið í danssýningu í New York
við hljómlist eftir Tchaikovsky.
Sími í Skíðadal
Svarfaðardal í gær. '
Veður var gott um miðjan dal-
inn, en mikil snjóburður, en
fram á fremstu bæjum var
hörkuveður. Ottast er um að fé
hafi e. t. v. fennt, en ekki er það
þó vitað. Mikil ófærð er komin,
en vetrarbílarnir ruddu slóðina
með mjólkina.
Innan skamms komast Skíð-
dælingar í símasamband. Er ver-
ið að leggja síma á alla bæi í
dalnum. Búið mun vera að setja
staurana upp.
Meðalvigt dilka 14.4 kg
Ólafsfirð í gær.
Slátrun er lokið. Rúmlega 1500
fjár var lógað á sláturhúsinu, auk
þess var slátrað nokkuð fyrir
kaupstaðabúa.
Meðalvigt var 14.4 kg., en var
í fyrra 15.38 kg. Beztu meðalvigt
fékk Hartmann Guðmundsson,
Stíflu í Fljótum. Lagði hann inn
102 lömb og vógu þau 16.04 kg.
Magnús Guðmundsson bóndi að
Samvmniiskólinn settur
Samvinnuskólinn var settur að
Bifröst á þriðjudaginn var. Er
þetta annað starfsár hans. Nem-
endur eru 64 og kennarar 5.
Guðmundur Gíslason skóla-
stjóri setti skólann mað ræðu. —
Nemendur til fyrsta bekkjar
gengu undir próf, sem haldið var
í Reykjavík. Þreyttu 60 prófið, en
35 af þeim setjast í fyrsta bekk í
í vetur.
Margar nýjungar verða teknar
upp í vetur. Meðal annarra
kennsla í æfingarbúð.
Þverá átti þyngsta dilkinn. Vóg
hann 25 kg.
Beztu meðalvigt í Ólafsfirði
átti Steinn Jónasson, bóndi,
Bakka, 15.7 kg.
Norðanveðrið var ekki mjög
hart í Ólafsfirði, en snjór er orð-
inn mikill og mjólkurbílar teppt-
ust.
Lítill snjór í Bárðardal
Fosshóli í gær.
Snjór er lítill hér, en í Kinn
norðanverðri og Aðaldal er mik-
ill snjór og fennti fé, jafnvel
heima á túnum, er náðist lifandi.
Talin er hætta á að eitthvað fé sé
enn í snjó. Sums staðar eru 2ja
metra skaflar. Fljótsheiði er fær
öllum bifreiðum og nær snjólaust
í Bárðardal nema á fremstu bæj-
um. Slátrun er að ljúka.
Fé bjargað úr fönn
Sauðárkrókur í gær.
Áhlaupaveður gerði hér í miðri
vikunni, með mikilli fannkomu,
og er kominn töluverður snjór
og tepptust bílaleiðir, en eru nú
færar aftur.
Féð var víðast úti og enn mun
vanta margt fé, og er álitið að
eitthvað af því sé í snjó. Hefur
nokkru þegar verið bjargað úr
fönn.
Stórbrim var hér, en engir
skaðar af þess völdum, sem um
er vitað.
Hríseyingar fá Laxár-
rafmagn
Hrísey í gær.
í þessum mánuði kemur raf-
strengur sá, er lagður verður frá
Árskógsströnd til Hríseyjar og
tengir rafkerfi eyjarinnar við
Laxárvirkjunarkerfið. Unnið er
að undirbúningi að þessari teng-
ingu, og búizt er við i'afmagninu
áður en langt líður.
Múlaveginum þokar
áleiðis
Ólafsfirði í gær.
Veginum fyrir Ólafsfjarðar-
múla miðar fremur hægt. Hefur
honum þó miðað áleiðis og lengst
í sumar um 4—500 metra. í sum-
ar var unnið á kaflanum fyrir
Ytra-Drangsgil og eru þá 300
metrar eftir að Ófærugjá, sem
talin er erfiðust til vegalagningar.
Hefur vöntun á verkfærum tafið
framkvæmdir.
Fiskverðið hækkað
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
greiða 15 aura hærra verð fyrir
hvert kg. af þorsk og karfa, sem
lagt er í frystihús til vinnslu. —
Uppbót þessi greiðist úr Fram-
leiðslusjóði og gildir þessi tilhög-
un til næstu áramóta. Þessi ráð-
stöfun er gerð vegna þess hve
mjög hefur dregið úr því fisk-
magni, sem frystihúsin hafa feng
ið að undanförnu. Með þessu á að
tryggja næg hráefn til fiskiðju-
veranna og auka þannig atvinnu
í landi og verðmæti aflans. Það
skilyrði fylgir, að Félag íslenzkra
botnvörpunga sjái til þess að 2/3
hlutar togaraflotans leggi upp
aflann hér í stað þess að sigla
með hann á erlendan markað. —
Hefur þessar ráðstöfun verið vel
tekið af þeim.
Kjarnorkiisprengingar austan tjalds
Á öllum „friðar“ráðstefnum kommúnista hefur ætið verið heimtað mjög eindregið, að „heimsveldis-
sinnar“ og „auðvaldsríki“ hætti öllum kjarnorkusprengingum, en þeim tilmælum hefur ekki verið
vísáð austui-. — til alþýðuríkisins mikla og góða. —4 mynd þessari sjást kjarnorkusprenkingar Rússa í
Síberíu allt fram á þetta ár.