Dagur - 10.10.1956, Síða 7

Dagur - 10.10.1956, Síða 7
Miðvikudaginn 10. október 1956 D A GUR 7 Vélstjórafélag Akureyrar heldur fund í Rotary-saln- um á Hótel KEA sunnudag- inn 14. þ. m. kl. 2 e. h. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. 2. Önnur mál. Stjórnin. Barnavagn til sölu í Lundargötu 7. Ungar kýr 2—3 ungar kýr til sölu. Árni Ásjarnarson Kaupangi. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu.) mun ærin ástæða að gefa því fullan gaum. Húsmóðir skrifar. „AUGLÝST var í „Degi“ 12. sept. sl., að tekið yrði á móti 'börnum til bólusetningar gegn kúabólu á mánudögum frá kl. 2— 3 fram til 17. okt. Mánudaginn 8. okt. fékk maðurinn minn frí frá sinni föstu vinnu og fórum við upp í Heilsuverndarstöð með börnin til bólusetningar kl. 2. En þá var enginn læknir eða aðstoð- arstúlka komin og biðum við til þrjú ásamt mörgum öðrum og enginn sást sem framkvæma myndi bólusetningu. Þetta tel eg ófyrirgefanlegt af þeim sem með þessi mál eiga að gera, að láta fólk bíða í heila klukkustund með börn sín, er verður svo að snúa heim við það sama.“ Spilakvöld Hestamannafclagsins „Léttir11 verða í Alþýðuhúsinu föstudag 12 okt. og sunnudag 28. okt., sunnudag 11 nóv. og föstudaginn 7. desember kl. 20,30 öll kvöldin. Dansað til kl. 1. Keppt verður um 4 mjög glæsileg heildar- verðlaun. — Aðgangseyrir að öllum fjórum kvöldunum verður kr. 70,00 fyrir mann, en kr. 20,00 að hverju einstöku kvöldi. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 20 föstudagskvöld 12 október. — Freistið gæfunnar og fjölmennið. Skemmtinefndin. 0. JOHNSON & KAABER H.F. Heildsölubirgðir á Akureyri: I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN lerbergi óskast Okkur vantar herbergi handa þýzkum prentara. — Her- bergið þarf að vera búið hús- gögnum. Æskilegt að hægt væri að fá þjónustu á sama stað. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Sími 1945. GLERVORUR ísskálar Könnnr, i/4~ 1 1 Smjörkúpur, fl. teg. Blómavasar, m. teg. Ávaxtasett Tertuföt Brauðföt, m. teg. Sykursett Vatnsglös, m. teg. Vinsett Ostakúpur Kabareltföt Véla- og búsáhaldadeild Plastbúsáhöld frá Reykjalundi: Vatnsfötur kr. 55.00 Þvottabakkar — 50.00 Rykskúffur — 25.00 Barnanáttpottar — 22.50 Innkaupatöskur — 25.00 Skálasett — 20.00 Sápustuðlar — 3.00 Krukkur, f. klósett — 16.00 Skaftpottar — 13.25 Ferðasett — '15.0(' Véla- og búsáhaldadeild Ung barnlaus hjón óska eftir lítilli íbúð nú þegar. Tilboðum sé skilað til afgr. blaðsins, merkt „Góð umgengni“. NYJAR VORUR! Korselett og Lífstykki, allar stærðir Síð brjóstahöld Hringstungin brjóstahöld Undirkjólar og Mittispils, úr prjónasilki og nælon Kvenbuxuri góðar, ódýrar Þykkir Perlonsokkar ANNA 8c FREYJA KJOLAEFNI Erum nýbúnar að fá úrVa af óvenjufallegum kjólaefn um. — Komið og skoðið! ANNA & YREYJA Dömupils úr: ULL, TWEED, POPLIN, NÆLON o. fl. Verzl. Ásbyrgi h.f. Skipag. 2 — Simi 1555 I. O. O. F. Rb 2 106101081/2 I. O. O. F. — 13810128V2 Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — Sálmar: Nr. 23 — 219 — 137 — 318 — 424. — Ræðu flytur formaður sóknarnefndar, Jón Júl. Þorsteinsson kennari. — Báðir sóknarprestarnir annast altarisþjónustu. Næturlæknar. Miðvikud. Pét- ur Jónsson, sími 1432. — Fimmtu dag Erlendur Konráðsson, sími 200. — Föstudag Stefán Guðna- son, sími 1412. — Laugardag og sunnudag Pétur Jónsson. — Næturvörður í Stjörnu-Apóteki alla vikuna. Ljósastofa Rauðakrossins er tekin til starfa á sama stað og áð- ur í Hafnarstræti 100. Þar sem Æskulýðs- fél. Akureyrarkirkju ætlar að hefja vetr- arstarf sitt næsttk. sunnudag ,eru félagar úr yngri deildum beðnir að koma í kap- elluna kl. 1.30 e. h. á sunnudag- inn. — Þaðan verður gengið til guðsþjónustu í kirkjunni. — Síð- an verða fundir í deildunum og fer fram stjórnarkosning. — All- ir unglingar 14 og 15 ára eru vel- komnir og þar á meðal ferming- arbörn fr ásl. vori. — Sóknar- prestar. Kristniboðshúsið Zíon. Bjarni Eyjólfsson og Árni Sigurjónsson halda almennar samkomor kristniboðshúsinu Zíon á mið- vikulags-, fimmtudags- og-laug- ardagskvöld kl. 8.30. — Allir eru hjartanlega velkomnir á sam komur þessar. I. O. G.. T. Barnastúkan Samúð nr. 102 byrjar vetrarstarfið með fundi í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 10 f .h. Nánar aug- lýst í barnaskólanum. Verið öll með frá byrjun. St. Brynja nr. 99 heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti í Skjaldborg mánudaginn 15. okt. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Kosning embættismanna, rætt um vetrar- starfið o. fl. Mætið öll á þessum fyrsta fundi og hafið með ykkur nýja innsækjendur. Æðstitempl- Hermann Stefánsson, bóndi á Kambhóli í Arnarneshreppi, varð sextugur í gær. Bazar. Kristniboðsfélag kvenna hefur bazar í Zíon laugardaginn 13. október kl. 4 e. h. — Margt ágætra muna. Nefndin. Fjögur spilakvöld með glæsi- legum verðlaunum. Hestamanna- félagið Léttir hefur ákveðið að efna til fjögurra skemmtikvölda í Alþýðuhúsinu fyrir jól. Veitt verða fern verðlaun að 1-oknum öllum fjórum spilakvöldunum, tvenn fyrir konur og tvenn fyrir karla. — 1. verðlaun kvenna: Rafmagnskanna (Persolator) kr. 630.00. — 1. verðlaun karla: Fimm arma Ijósakróna kr. 557.00. — 2. verðlaun kvenna: Hrað- suðupottur, þríhólfa, kr. 495.00.— 2. verðlaun karla: Borðlampi kr. 640.00. — Spilakeppni þessi hefst fostudaginn 12. október ög aftur sunnudaginn 28. okt., sunnudag- inn 11. nóv. og síðast föstudaginn 7. des. Oll kvöldin verður byrjað stundvíslega kl. 20.30 og dansað á eftir til kl. 1. — Verðlaunagrip irnir 4 verða til sýnis í glugga raftækjaverzl. Raf, Strangötu 17. Athygli skal vakin á Bókaviku bókaverzlunarinnar Eddu, sem auglýst er í blaðinu í dag. AFENGISNEYZLA er alger- lega bönnuð þeim er stjórna ökutækjuin. — Munið, að áfengisneyzla við akstur or- sakar slys, tjón á ökutækjum, varðar fjársektum og ökuleyf- ismissi. Ölvaður bifreiðastjóri er hættulegur umferðinni eins og tundurdufl á skipaleiðum. Frá Tónlistarfélagi Akureyrar. Tónleikar Jeanne Mitchell (fiðla) og James Wolfe (píanó) verða í Nýja-Bíó fimmtudaginn 11. okt. kl. 9 e. h. Tilhögunarskrá verður afhent við innganginn. Tónleik- arnir eru fyrir styrktarfélaga og gesti Tónlistarfélagsins, og hafa aðgöngumiðar verið sendir út, en annars má fá aukamiða hjá Har- aldi Sigurgeirssyni, Braunsverzl- un, og við innganginn. Þetta eru 4. og síðustu tónleikar félagsins á þessu ári. — Til tals hefur komið að fjölga konsertum á næsta ári úr 4 í 6 og munu þá ársgjöld meðlimanna hækka í samræmi við það. Æskilegt væri að styrkt- arfélagarnir létu í ljós álit sitt um þá breytingu, við einhvern úr stjórn félagsins, en hana skipa nú: Stefán Ág. Krisjtánsson, for- maður, Jóhann Ó. Haraldsson, ritari, og Haraldur Sigurgeirsson, gjaldkeri. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Hildi- gunnur Sigurbjörnsdóttir, Árna- sonar húsgagnasmíðameistara, og Viðar Þórðarson, Húsavík. Barnastúkan Sakleysið nr. 3 byrjar starf sitt sunnudaginn 14. þ. m. kl. 1 e. h. í Skjaldborg. — Félagar, fjölmennið! Gæzlumenn. Hjxiskapur. Þann 7. okt. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Guðný Rósa Georgsdóttir og Guðmundur Björnsson. Heimili þeirra er að Hamarstíg 37, Akureyri. — Sama dag voru gefin saman brúðhjónin ungfrú Ásdís Ásgeirsdóttir og Friðrik Jón Leósson. — Heimili þeirra mun verða að Höfn á Svalbarðsströnd. Hjúskapur. 2. okt. voru gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkirkju xrngfrú Olufine Thorsen frá Noregi og Birgir Holm Helgason, Aðalstræti 32, Akur- eyri. Séra Arngrímur Jónsson í Odda gaf brúðhjónin saman. — Heimili þeirra verður að Aðal- stræti 32, Akureyri. Hlirtaveltn heldur Slysavarna- deild kvenna á Akureyri sunnu- daginn 14 .þ ,m. kl. 4 e. h. í Al- þýðuhúsinu. — Margir ágætir munir. Styðjið gott málefni! — Nefndin. Guðspekistúkan Systkinabandið heldur fyrsta fund sinn á vetr- inum þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 8.30 e. h. í fundarsalnum í verzl- unarhúsi KEA. Íslenzk-Ameríska félagið. — Kvikmyndasýning verðtir í fundarsal Islenzk-Ameríska félagsins fimmtudagskvöld 11. okt. kl. 9.0. — Eftirleiðis verða kvikmyndasýningar á hverju mánudagskvöldi kl. 9.0. — Að- gangur ókeypis. — ísl. Am. fél. Leiðrétting. í Degi 6. okt. sl. var getið um gjafir til Sjúkrahúss Akureyrar, og misprentaðist upp hæð er gefin var til minningar um Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Ytri-Kotum: Frá H. S. kr. 150.00, en ekki kr. 10.00. Dánardægur. Lárus Bjarnason, fyrrum skólastjóri Flensborgar- skólans og lengi stærðfræðikenn- ari við Gagnfræða- og Mennta- skólann á Akureyri, andaðist í gær í Reykjavík, háaldraður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.