Dagur - 14.11.1956, Blaðsíða 2

Dagur - 14.11.1956, Blaðsíða 2
2 D A G U B Miðvikudaginn 14. nóv. 1956 EYSTEINN JÖNSSON fimmtuqur (Framhald af 5. síðu.) kreppu og fjárskorts. Eg veit ekki, hvort þetta er einsdæmi. Mér er nær að ætla, að svo sé. En hitt er víst, að slíkt traust er fágætt. Það er mikil hamingja að hljóta jafn ungur slíkan þjóð- artrúnað, en um hitt er þó enn meira um vert, að bera gæfu til að glata honum ekki á langri og stundum torfærri leið. Unga menn og vaska dreymir um óskasteina .Sumir finna þá, en of mörgum verða þeir svipul eign og stundargaman. Eysteinn Jóns- son kleif ungur Tindastól ís- lenzkra stjórnmála. Þangað sótti hann óskastein truasts og frama, — og geymir hann enn. Hvað veldur, að Eysteinn Jóns- son á enn ungur svo langa og ævintýralega sögu? Eysteinn Jónsson er gáfaður maður. Fáum mönnum hef eg kynnzt, er fljótari eru að átta sig, 'ef nýtt ber á góma. Hann er hraðmælskur og harðsnúinn málafylgjumaður, og má vera, að það sé ættargáfa, þó að ekki þekki eg ætt hans fremur en aðr- ar ættir. En um frænda hans, Þorstein M. Jónsson, sagði eg nýlega, að mér hefði stundum virzt ,er eg mætti rökfimi hans og mælsku, að þrjú sverð væru á lofti þar, sem reyndar var ekki nema eitt. En gáfur og mælska hrökkva ekki einar tjl að skapa sögu Ey-,. steins. Þar þarf meiri og enn dýrri gáfur til. Það þarf vinnu, þrotlausa, sívökula starfsgleði. — Gáfur og rökvísi geta dregið fagra drætti í frummynd. En vinna, hörð og ósvikul, er aðall hvers listaverks. Eysteinn Jóns- son er mikill starfsmaður. Eirar- laust hefur hann unnið hugðar- efnum sínum, félags- og þjóð- málum, og aldrei beitt vettlings- tökum, eins og sagt var í bind- ingnum, þegar við Eysteinn vor- um ungir. En þótt vinnan eigi hug hans, á hún hann ekki allan. Að hætti gáfaðra manna er hann ekki svo .við eina fjöl felldur. Hann er góður félagi á gleðistund. Mér er sagt, að hann sé ágætur skíða- maður. Ekki veit eg, hvort það er rétt, en gæti vel trúað, að honum yrði ekki fótaskortur, þótt braut- in væri hál. Hitt veit eg, að hann hefur mikið lesið og er vel að sér. í ís- lenzkum leynigöngum völundar- hússins mikla, Stui'lungu, munu fáir leikmenn kunnugri en hann Og vafalítið er, að áhrifa gætir þaðan í oi'ðfærni hans og stíl- leikni. Enn er ótalinn ríkur þáttur og mikils verður í skapfesti Eysteins Jónssonar. Hann gengur heill að hverjum leik. Það er hægt að treysta honum, og það er eitt hið bezta er sagt verður um nokkurn stjórnmálafoi'ingja — og reyndar nokkurn mann. Eysteini Jónssyni hefur verið trúað fyrir meiri fjári'áðum en flestum öðrum ís- lendingum. — Stjóimmálabarátta okkar hefur verið óvæg og lítt orðvör. En aldrei minnist eg þess að hafa heyrt eða séð Eysteini Jónssyni brugðið um að hafa not- að völdin til auðsöfnunar. Hann er ríkur í fornri merk- ingu orðsins, en ekki nýrri. Eg rek ekki sögu Eysteins Jónssonar. Það gera sjálfsagt aði'ir, og svo er hún, ef að sköp- um fer, ekki nema hálfssögð enn. Hann gekk ungur á hönd Framsóknarflokknum og sam- vinnustefnunni. Þeim hefur hann unnað og unnið. Við eyfirzkir samvinnumenn og félagar hans, sendum honum í dag alúðarkveðjur. Ilamingjuóskin okkar er, að hann glati aldrei óskasteini þjóð- artraustsins. 13. nóvember 1058. Brynjólfur Sveinsson. Á kyrrlátu sumarkvöldi, þegar kvöldsólin gyllir Voginn og Bú- landstindur speglar sig í Beru- firðinum, þá er fallegt á Djúpa- vogi. Eyjar og sker til hafs og firðir og fjöll inn til landsins. — Annai'S er Djúpivogur einkenni- legt þoi-p. Þar ei'u húsin dreifö milli séi'kennilegra klettamynd- ana, sem kölluð eru „hraun“. Og það eru fleiri en Ríkarður Jóns- son, sem hafa skynjað sérstæða fegurð í þessum hraunum. Litlu hærra en kaupstaðurinn sjálfur stendur hús undir einu klettabeltinnu með litlu túni um- hvei'fis. Þetta er Hraun, gamla prestssetrið á Djúpavogi. Hér bjuggu sæmdarhjónin séra Jón Finnsson og Sigríður Hannsdttir- ir Beck. Þau ei'u nú bæði látin. Um sama leyti og þau bjuggu hér, bjó Ólafur Thorlacius, lækn- ir, á Búlandsnesi ,og voru þessir tveir menn andlegir leiðtogar þoi'psins. Ólafur læknir hafði það orð á sér, að hann gæti bjargað lífi hverrar sængui'konu, ef til hans náðist. Óg séra Jón var kunnur að því, að hann væi'i eins fróður í sögu landsins og læi'ð- ustu háskólakennarar. í prestshúsinu í Hrauni ólust upp tveir drengir, sem nú eru báðir þjóðkunnir menn, séra Jak- ob Jónsson og Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. Séi'a Jakob átti fimmtugsafmæli fyrir tæpum þrem árum. Eysteinn Jónsson átti fimmtugsafmæli í gær. í til- efni af því berst honum hér heillaósk í fáum orðum fr-á bekkj arbx'óður úr barnaskólanum á Djxipavogi frá vetrinum 1914—15. Vandað var til uppeldis prests- sonanna í Hraunni og þeir fengu gott veganesti í heimanmund. Það veganesi hefur enzt þeim vel. Það er óþarfi að lýsa Eysteini Jónssyni og störfum hans i þágu alþjóðar. Hann er flestum íslend- ingum kunnur. Eysteinn Jónsson fór ekki langskólaleiðinna til að búa sig undir ævistarfið. Hann fór Samvinnuskólann og leitaði ser frekari fræðslu erlendis. Snemma hneigðist hugur hans að stjórn- málum og var hann kosinn á þing í Suður-Múlasýslu árið 1933, að- eins 26 ára gamall. Síðan hefur hann átt sæti á Alþingi. Ráðherra vai'ð hann 1934 og hefur síðan átt sæti í r kisstjói'n og fjórum árum undanskildum, eða alls 18 ár. — Hefur hann gengt ráðherraemb- ætti lengur en nokkur annar ís- lendingur, og lýsir það að nokkru því trausti, sem til hans er borið. Stjórnmál eru viðsjárverð. Þar eru veður oft válynd. Eu það er til mai'ks um drengskap Eysteins Jónssonar, að hann hefur komizt flekklaus í gegnum völundarhús þeii'ra. Bæði starfsmenn og and- staéðingar bera fullt traust til hans. Eysteinn Jónsson er óvenjulega greindur maður. Hann þarf lítið fyi'ir því að hafa að setja sig inn í mál og sjá hvei'nig þau liggja. Hann er mjög rökvís í málflutn- ingi og sanngjarn í dómum. Enda er það viðurkennt, að hann er einn af snjöllustu ræðu- mönnum þjóðai'innai'. Eysteinn Jónsson er sam- vinnumaður að lífsskoðun og hefur helgað samvinnuhreyfing- unni mikið af kröftum sínum. Hann er nú varaformaður Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Iiann skipaði sér á unga aldri í raðir Framsóknarmanna. Undir því merki hefur hann barizt á velli stjórnmálanna. En Austur- land hefur notið margháttaðra úmbdta fyrir • tilverl^iyað, hans; enda á hann þar traust' og mikið fyigí- En frægastur er þó Eysteinn fyrir glöggskyggni í fjármálum. Þess vegna er hann jafnan valinn sæti fjármálaráðherra, þegar flokkur hans myndar stjói'n. Enginn íslendingur hefur traust við Eystein til að fara með fjármál ríkisins. Eysteinn Jónsson er kvænt- ur Solveigu Eyjólfsdóttur, ágætx-i konu. Þau eiga ánægjulegt heim- ili og sex mannvænleg börn. Þar hvílist ráðherrann, er hann kem- ur úr orrahríð stjórnmálanna. Eg vil með línum þessum flytja Eysteini Jónssyi og fjölskyldu hans blessunar og árnaðaróskir í sambandi við fimmtugsafmælið. Og óska þess þjóðinni til handa, að hún megi sem lengst njóta óvenjulegra hæfileika hans. Eiríkur Sigurðsson. Afgreiðslustíiika óskast nú þegar e3a síðar. DIDDA-BAR. Peningaveski tapaðist Peningaveski ineð pening um, lyklum og ökuskírteini tapaðist sl. sunnudag við sundlaugina eða í Mýra hverfi.'Finnandi skili því á afgr. Dags gegn fundarlaun um. InnsigSun úivarpstækja INNHEIMTUMAÐUR óskast til að innheimta ógreidd afnotagjöld útvarps og innsigla þau tæki, er eigi verður greitt af, samkvæmt auglýsingu Ríkisút- varpsins dags. 22. sept. 1956. PÓSTSTOFAN AKUREYRI. Þurrkaðir ávextir: SYESKJUR (2 tegundir) RÚSÍNUR (2 tegundir) KÚRENNUR PERUR - FERSKJUR EPLI DÖÐLUR - GRÁFÍKJUR BL. ÁVEXTIR (3 tegundir) KJÖRBÚÐ K.E.A. KJÖT DÍLKAKJÖT, nýtt HANGIKJÖT (nýreykt) SVIÐ NAUTAGULLAS ■ NAUTABUFF SVÍNAKJÖT (nýtt) HROSSAKJÖT (nýtt) RJÚPUR (nýjar) KJÖRBÚÐ K.E.A. Tækifærisgjafir! Snyrtiveski, margar teg., verð frá kr. 41.00 Ilmvötn: Worth Emir Tabu Gong Kali Steinkvötn Karlmannsreiðhjól TIL SÖLU, ódýrt. SÍMI 2117. í mjög fjölbreyttu úrvali Skrautvörur, nýkomnar í fjöl- fjölbr. úrvali. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Hiilupappír Járn og gJervörudcild Flugmódel Jám og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.