Dagur - 14.11.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 14. nóv. 1956
DAGUR
5
Hausti'ð 1840 kom í efri bekk
Bessastaðaskóla 22 ára gamall
maður, Finnur að nafni, sonur
Þorsteins skálds Mikaelssonar í
Mjóanesi í Vallahreppi, og konu
hans Kristínar, dóttur séra Jóns
Stefánssonar í Vallanesi, af ætt
Stefáns skálds Olafssonar.
Benedikt Gröndal segir í ævi-
sögu sinni, að Finnur hafi verið
svo næmur og minnugur að
undrum gegndi. „Hann var látinn
segja sögur á kvöldin þegar búið
var að slökkva á loftunum, því að
hann kunni allt utan að: íslend-
ingasögur, Þúsund og eina nótt
og Þúsund og einn dag, Fornald-
arsögur og alls konar útilegu-
mannasögur, tröllasögur og
draugasögur, hann sagði frá öll-
um Don Quixote og var að því
lengi vetrarins.“ Finnur var síð-
ar prestur, fyrst að Þönglabakka,
síðast að Klyppstað. Á meðal
barna séra Finns var séra Jón,
er varð prestur í Hofsprestakalli
í Suður-Múlasýslu, en hann var
faðir þeirra séra Jakobs og Ey-
steins ráðherra. Séra Jón var
gáfumaður sem faðir hans, og
frábær námsmaður og minnugur
með afbrigðum.
í grein, sem séra Jakob skrifaði
um föður sinn, og prentuð var í
bókinni „Faðir minn“, segir hann,
að faðir sinn hafi kunnað Sturl-
ungu spjaldanna á milli. í þeirri
grein segir hann meðal annars,
og mun það í samræmi við dóma
allra, er þekktu séra Jón: „Hann
var virtur og elskaður og aldrei
trúað til neins ills. Ef hann seldi
hlut, var hann ánægður með að
gera það sjálfum sér í óhag,
heldur en að hafa eyrisvirði af
öðrum.“
Kona séra Jóns, móðir þeirra
vaxtarárum sínum í föðurgarði,
vanrækti prestur ekki að kenna
honum ýmsar fræðigreinar, og
mun hann hafa verið í mörgum
námsgreinum eins vel að sér og
jafnvel betur en margir þeir, er í
skóla sátu. Eitt sumar var hann í
vegavinnu ,og er hann var 18 ára
gerist hann sjómaður, og var
bæði á trillubátum og mótorbát-
um í tvö ár, fékkst þá bæði við
fiskveiðar og síldveiðar. Á þess-
um árum sá eg hann fyrst. Var
það austur á Seyðisfirði. Vakti
þessi ungi sjómaður athygli mína.
Hann var drengilegur og mann-
aður í framkomu, gáfulegur og
festulegur. Sá eg, að þarna var
mikið mannsefni, en þá óraði mig
þó ekki fyrir því, að eftir fá ár
væri hann kominn í tölu fremstu
forgöngumanna þjóðarinnnar. —
Þegar hann var nær tvítugur að
aldri settist hann í Samvinnu-
skólann í Reykjavík og lauk þar
prófi eftir tvö ár. Var hann vel
undir skólann búinn, því að eins
og eg hef þegar nefnt, hafði faðir
hans veitt honum góða undir-
búningsmenntun. Jónas Jónsson
frá Hriflu var þá skólastjóri
Samvinnuskólans.
Eitt sinn á þeim árum, meðan
Eysteinn sat í skólanum, kom eg
í heimsókn til Jónasar og konu
hans. Minntust þau þá á prest-
soninn frá Djúpavogi, og töldu að
í honum byggi meira en í öðrum
ungum mönnum, er þau höfðu
kynnst.
Eftir að Eysteinn kom úr Sam-
vinnuskólanum, fór hann til út-
land'a um þriggja mánaðar skeið,
til þess að læra endurskoðun
reikninga og fleira varðandi
verzlun og viðskipti. Þar með
var skólanámi hans lokið. Og
bræðra, var Sigríður Hansdóttir
Beck að Sómastöðum. Var Sig-
ríður míkilhæf og gáfuð skap-
festukona. Yngri sonur þeirra
hjóna, Eysteinn, fæddist á
Djúpavogi hinn 13. nóvember
1906, og er hann því nú í dag rétt
fimmtugur að aldri.
Áður en séra Jón fluttist til
Djúpavogs hafði hann búið að
Hofi í Álftafirði. Á Djúpavogi
hafði hann dálítið bú, nokkra tugi
kinda, kú og hest. Þegar synir
hans komust það á legg, að þeir
gátu farið að vinna, lét prestur
þá hirða um skepnurnar á vet-
urna og heyja handa þeim á
sumrin. Og eftir að Jakob, er var
fullum tveim árum eldri en bróð-
ir hans, fór í skóla um fermingar
aldur, varð Eysteinn, þá innan
við fermingu, að hirða einn um
allar skepnurnar. Jafnframt því
er Eysteinn vann við búrekstur
föður síns, þá vann hann í upp-
skipun og stundaði dauglauna-
vinnu, er hana var að fá þarna í
þorpinu.
Ekki miin séra Jón hafa séð sér
fært að kosta báða sonu sína
skóla ,því að fjárhagur hans var
fremur þröngur, en hann reyndi
þó jafnan að verjast skuldum
Hann hefur og séð að Eysteinn
sýndi dugnað við hvað sem hann
fékkst. Þótt Eysteinn gengi að
alls konar erfiðisvinnu á upp-
með þá reynzlu og þekkingu, er
hann hafði aflað sér, var grund-
völlur lagður til þess að gera
hann færan að inna af hendi hin
ábyrgðarmiklu trúnaðarstörf, er
honum voru falin skömmu síðar.
Þessi grundvöllur var fyrst og
fremst framúrskarandi gott upp-
eldi heiðarlegra og gáfaðra for-
eldra; fjölþætt vinna, allt frá
bernsku, við búskap og alls
konar eyrarvinnustörf, vegagerð
og síðar sjómennska; nám í tóm-
stundum hjá fjölmenntuðum og
gáfuðum föður sínum og sjálfs-
nám, kynni hans við hinn gáfaða
ag mikla hugsjónamann Jónas
Jónsson frá Hriflu og dvölin í
skóla hjá honum, svo og þriggja
mánaða námsferðin til útlanda,
sem meiri árangur mun hafa orð-
ið af ,en margra ára skólasetau
flestra annarra, sem styrktir eru
til erlendrar skólaveru.
Stra xað námi loknu varð hann
starfsmaður í Stjórnarráðinnu og
á Skattstofu Reykjavíkur.
Tuttugu og fjögra ára gamall er
Eysteinn orðinn skattstjóri í
Reykjavík og formaður niður-
jöfnunarnefndar þar.
Skattstjóri var hann í fjögur
ár, frá 1930—1934.
Árið 1933 býður hann sig fram
til þingmennsku fyrir Suður-
Múlasýslu. Gamli málshátturinn:
„Fáir eru spámenn í sínu föður-
landi,“ sýnir að Eysteinn er einn
af undantekningunum. Því að
Suðmýlingar kusu hann sem
þingmann sinn, þegar hann báuð
sig þar fram 1933, og hefur hann
síðan haldið þingsæti fyrir Suð-
ur-Múlasýslu.
Hinn 29. júlí 1934 verður Ey-
steinn Jónsson fjármálaráðherra,
þá aðeins 27 ára gamall. Svo ung-
ur maður hafði aldrei fyrr setið í
r:áðherra stóli hér á landi, og
sennilega eru þess fá eða engin
dæmi, að í nokkru ríki hafi
nokkru sinni svo ungur maður
skipað fjármálaráðherrasess. —
Hann var fjármálaráðherra til
1939.
Þessi ár voru kreppuár. En
hinn ungi fjármálaráðherra vann
sér traust. Þrátt fyrir kreppuna
studdi stjórnin með ráðum og
dáð að bættri aðstöðu atvinnu-
veganna. Reyndi hún að gera af-
urðasölu sjávarútvegsins örugg-
ari en áður ,meðal annars með
nýjum fiskiverkunaraðferðum. —
Kom sér nú vel fyrir fjármála-
ráðherrann að hafa sjálfur stund-
að fiskveiðar og þekkja því bet-
ur en annars hefði orðið þarfir
þessa atvinnuvegar. 1939 verður
Eysteinn viðskiptamálaráðherra
og er það til ársins 1942, er
hann fór úr ríkisstjórninni. —
Skömmu eftir að hann gekk úr
ríkisstjórninni varð hann fram-
kvæmdastjóri prentsmiðjunnar
Eddu, og það var hann þar til
hann varð enn ráðherra snemma
á árinu 1947, er nýsköpunar-
stjórnin, svokallaða, fór frá. Síð-
an hefur hann jafnan setið í rík-
isstjórninni, nema fáar vikur ár-
ið 1953. Var hann menntamála-
ráðherra 1947—1949 og síðan
fjármálaráðherra. Hann hefur
setið í ráðherrastól lengur en
nokkur annar íslenzkur ráðherra,
eða samtals nær 18 ár. Frá þeim
tíma er Eysteinn Jónsson varð
fyrst ráðherra hefur orðið stór
kostlegri þróun og framfarir í
þjóðfélagi voru en nokkru sinni
áður. Áð nokkru hefur rás at-
burða, er íslendingar sjálfir hafa
ekki ráðið við, valdið þessari
En enginn einn maður hefur ráð-
ið meir á Alþingi að hafa fjármál
ríkisins í góðu lagi en Eysteinn
Jónsson. Hann hefur jafnan kraf-
ist þess af Alþingi, að það sæi
fyrir nægum tekjum á móti út-
gjöldum ríkissjóðsins. Hann hef-
ur og manna bezt þekkt þarf
ir allra stétta þjóðfélagsins, bæði
verkamanna og sjómanna og at
vinnurekenda. Hann hefur jafn-
an látið sér mjög annt um alla
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, sér-
staklega þó landbúnað og sjávar
útveg. Þegar í æsku, er hann
vann sjálfur landbúnaðarvinnu
og var sjómaður, hefur áhugi
hans vaknað fyrir þessum höfuð
bjargræðisvegum þjóðarinnar, og
sem ráðherra hefur hann verið í
þjónustu þeirra.
En hvernig stendur á því, að
Eysteinn Jónsson verður ráð-
herra aðeins 27 ára gamall og
hefur lengst af síðan setið í ráð-
herrastól? Það er ekki eingöngu
að þakka gáfum hans og því, að
Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra.
hann er flestum fljótari að setja
sig inn í mál og störf, heldur því
sarna, er bróðir hans sagði um
föður þeirra: „Honum var aldrei
trúað til neins ills.“ Eystein væn-
ir enginn um óheiðarleik. Hann
nýtur ekki aðeins strausts
flokksinanna sinna, heldur og
einnig pólitískra andstæðinga.
Eysteinn er einhver slyngasti
æðumaður Alþingis eins og
kunnugt er. Eg hef heyrt marga
þingmenn segja, að aldrei væri
hægt í ræðu að koma að Eysteini
óvörum, hann væri einlægt við-
búinn. Þetta má þakka því, hvað
vel hann setur sig inn í öll þjóð-
mál, og þótt hann sé líklega ekki
eins minnugur og faðir hans og
afi ,þá er minni hans traust. Mig
hefur oft undrað, hvað Eysteinn
er fróður, og virðist hann þó ekki
hafa mikinn afgangs tíma frá
skyldustörfum til fræðiiðkana.
Hann er t. d. mjög vel að sér í
Sturlungu, þótt. hann kunni liana
ekki alla utan að eins og faðir
hans. Fyrir nokkru lá hann all-
lengi á sjúkrahúsi. Þá gat hann
ekki vasast í stjórnmáluum, en
las þá mikið og lærði eftir því,
sem eg hef heyrt. Ef hann hefði
orðið sveitaprestur sem faðir
hans og afi myndi hann sem þeir
liafa orðið mjög fjölhæfur í ís-
lenzkum fræðum.
En þjóðinni varð það mikið
happ að Eysteinn varð ekki
prestur og sinnti prestskap sem
aðalstörfum.
Það var þjóðarhapp, að Ey-
steinn gerðist stjórnmálamaður.
Árið 1932 kvæntist Eysteinn
Jónsson glæsilegri og gáfaðri
konu, Sólveigu Eyjólfsdóttur. —■
Eiga þau hjónin 6 börn, og er
Finnur yngstur, heitinn eftir
hinum sögufróða afa sínum.
Þótt oft blási kalt um þá, sem
sitja í æðstu sætum þjóðfélags-
ins, einkum þó um þá, sem sitja
í ráðherrastólum, hefur þessi
kuldagjóstur minna mætt á Ey-
steini Jónssyni, en flestum öðr-
pm ráðherrum. Og eg er þess
fullviss, að í dag muni hlýir
straumar velvildar og þakklætjs
streyma til hans frá bændabýl-
um .sjávarþorpum og kaupstöð-
um, allt frá yztu nesjum til
innstu dalabýla þessa lands. —
Samflokksmenn hans munu allir
hylla hann, og margir hinir svo-
kölluðu pólitísku andstæðingar
hans munu einnig þakka honum
og árna honum heilla.
Eysteinn Jónsson er enn á góð-
um aldri, og má vænta þess, að
þjóðin njóti enn um áratugi
starfskrafta þessa velviljaða,
samvizkusama, duglega og mikil-
hæfa stjórnmálamanns.
13. nóvember 1956.
Þ. M. J.
Það er mikill siður í íslenkum
afmælisgreinum upp á síðkastið
að hefja þær á undrun yfir aldri
þess, er minnt er. Svo unglegur
sé hann, að nærri sé ástæða til að
efa sannsögli kirkjubókanna. Eg
tek í dag undir þennan lítið
frumlega söng, en á öðrum nót-
um. Mig furðar, að Eysteinn
Jónsson skuli ekki vera nema
fimmtugur. Mér finnst svo óra-
lar.gt síðan að hann var þjóð-
kunnur maður, fór með æðstu
völd í landinu og um hann stóð
harðvítugur styrr á vopnaþingi
íslenzkra þjóðmála. En svona er
þetta hvort tveggja. Tuttugu og
sjö ára gömlum felur íslenzka
þjóðin honum fjármálastjórn
ríkisins á vandræðatímum
(Framhald á 2. síðu.)