Dagur - 21.11.1956, Side 5

Dagur - 21.11.1956, Side 5
MiSvikudaginn 21. nóv. 1958 DAGUR 5 Leikféiag Akureyrar leysir erfitf verkefni Loginn helgi eftir W. Somerset Maugham í þýð- ingu Karls Guðmundss. og Flosa Sigurbjörnss. Þriðjudaginn 6. þ. m. fóru Þess er jafnan beðið með nokk- urri eftirvæntingu, þegar Leikfé- lag Akureyrar frumsýnir fyrsta leik sinn á leikárinu. Að þessu sinni vai'ð Loginn helgi eftir Somerset Maugham fyrir valinu og er þetta fyrsta leikrit þessa höfundar, sem hér er fært á leik- svið. Hinn mikilvirki höfundur, liefur jöfnum höndum samið sltáldsögur, smásögur og leikrit, stór og smá. Frægð hans er ekki dregin í efa, svo snilldarlega sem honum hefur tekizt á öllum svið- um skáldskapar þegar bezt læt- ur .En verk hans eru þó talin mjög misjöfn og nafn hans eng- an veginn trygging fyrir heil- steyptri list, í neinu formi. Höfundi er gjarnt að finna breyzkum mönnum málsbætur og hann er ófeiminn við að ráð- ast gegn hvers konar kreddum og hefðbundnum venjum yfir- stéttanna. í Loganum helga eru tvö afbrot framin, morð og hjú- skaparbrot. Hvorugt frumlegt að vísu, og það síðarnefnda mjög algengt. Höfundur leiðir venju- legt fólk fram á leiksviðið, já, meira að segja fremur gott fólk og rekur tildrögin að afbrotun- um. Þegar upp kemst um atburði þessa verður mikil spenna í leiknum. Iiún er þó aðeins efn- isleg og byggist nánast á vanga- veltum fram og aftur um hinn ókunna morðingja. Hreyfing er lítil, en langdregin samtöl og og einnig viðurvist þeirra, sem ekki er ætlað að segja neitt eða gera, langtímum saman, gera leik inn þungan og erfiðan og krefst mikils af þeim er með hlutverkin fara. Höfundurinn dregur úrslitin á langinn og lætur persónur sínar ganga hæfilega mikið í gegnum hreinsunareldinn, nema morðingj ann. Hann stendur með pálmann í höndunum í leikslok. En það er ekki á allra færi að búa til felu- mynd úr heimilisfólkinu, sem aðeins er orðið sex að tölu og heimilisvininum þeim sjöunda, á þann hátt að áhoi'fandann renni ekki grun í hver glæpinn framdi. Og svo var þetta enginn glæpur eftir allt saman! Þá kemur að afbroti konunnar. Hún verður barnshafandi, en ekki af völdum manns síns. Það var skollans klípa, ekki sízt vegna morðsins á sama tíma. En höfundur tekur hana sér við hönd og manni skilzt það helzt, að hún hafi ekki átt annarra kosta völ af því að bóndi hennar var lamaður. Þar fékk unga kon- an nýjan mann og mátti ekki seinna vera og allir eru elsku- sáttir. Því verður ekki neitað, að nið- urstöðurnar eru nokkuð nýstár- lega túlkaðar og málsbætur dregnar sterkum dráttum. En leikritið er ærið umhugsunar- efni, þótt ekki ' verði mönnum hlátur í hug. Leikstjórn annast Guðmundur Gunnarsson. Leikstjórinn var Guðmundur Gunnarsson. Ekki þarf að kynna hann leikhúsgestum. Hann færist allmikið í fang að setja leikrit þetta á svið, því að það krefst mjög góðra leikara og nákvæmni í allri meðferð. Guðmundur hefur ekki brugð- izt því trausti, sem honum hefur oft verið sýnt í þessu efni, þótt sitt hvað megi að finna. En hann lætur sér nægja lygnan straum þunga, en áhorfendur vilja gjarnan sjá iðukast og öldufalda í spegilmynd hinnar miklu elfu mannlífsins, sem hefur vini okk- ar á leiksviðinu að leiksoppi. Frú Jónína Þorsteinsdóttir leikur frú Tabret, sem er öldruð kona og í húsi hennar gerist leik- urinn. Þetta hlutverk er erfitt og í meðferð frúarinnar að mestu leikið á einn streng. Ef til vill of einhæfan streng móðurtilfinning- anna, er svarar með mildum tón kærleika og umhyggju allt í gegn og þar tekst henni vissulega vel. Gamla konan á þó sannarlega tvennt til frá hendi höfundar. Ungfrú Þorhalla Þorsteinsdóttir leikur hjúkrunarkonuna, ungfrú (Vailand. Hún leikur sterkt og slær á kalda strengi rökhyggj- unnar, svo sem hlutverkinu hæf- ir. Sálarstríð hinnar rökvísu hjúkrunarkonu, túlkar ungfrú Þórhalla mjög vel og það fylgir henni mikill kraftur, jafnvel eftir að hún brotnar niður undan of- urþunga vonlausrar ástar. Ungfrú Brynhildur Steingríms- dóttir leikur að þessu sinni Stellu Tabret, unga konu farlama manns og fyrrverandi flugkappa. Stella er fögur kona, en veik- geðja. En blóð hennar er heitt og ást hennar fellur í nýjan farveg, án takmarkana. Ungfrú Bryn- hildur sýnir ekki lífsþyrsta konu eða gróskumikla, sem þó væri ástæða til, öðrum þræði. En leik- ur hennar er þó innilegur og sannur í nýrri ást og í samúð með sjúkum eiginmanni. Hlutverkið gefur henni ekki tilefni til stór- brotins leiks, því að hún grætur og „fær yfir höfuðið“ í stað þess að láta að sér kveða á örlaga- stundum. Jón Kristinsson leikur slasaða flugmanninn, Maurica Tabret og eiginmann Stellu. Flugmaðurinn elskar og tilbiður konu sína. Hann leikur á als oddi við gesti og gangandi, en vonlaus barátta við sjúkdóminn og þungbært sál- arstríð að öðru leyti, tekur skjótt enda og tóma glasið í hillunni segir sína sögu. Leikur Jóns er léttur og auðséð að maðurinn er sviðvanur. Hann nær vel tilfinn- ingahita í hjólastólnum sínum, án þess að yfirdrífa á neinn hátt. Gunnlaugur Björnsson er ný- liði á hinum viðsjálu „fjölum“. — Hann leikur dr. Harvester, heim- ilislækninn. Læknirinn er tilbú- inn að gefa dánarvottorð um hjartabilun, jafnvel eftir að hjúkrunarkonan fullyrðir að um morð sé að ræða. Hann er hræddur við að komast í blöðin og óttast um atvinnu sína. — Maður þessi er því stétt sinni til lítils sóma og fremur ómerkileg- ur frá hendi höfundar. fram kosningar í Bandaríkjun- um, og börðust þar til úrslita hinir 2 stóru flokkar, Demókrat- ar og Repúblikanar, um forseta- embættið og þingsæti. En hver er svo munurinn á flokkum þessum, stefnu þeirra og baráttu? Alkunna er sú fullyrðing hér í Evrópu, að Repúblikanar séu hinn íhaldssami flokkur Banda- ríkjanna, en Demókratar séu frekar vinstri sinnaðir. En þetta er ekki svo einfalt, sem það virð- ist. Hvor flokkur fyrir sig inni- heldur sinn skerf af hvoru tveggja. Annars hefur þróunin síðustu áratugina gengið heldur í þá átt, sem að ofan greinir. Þó viðui'kennir enginn Repúblikani, að flokkur hans sé íhaldssamur, né heldur telja Demókratar sig vera vinstri sinnaða. Yfirleitt má þó segja, að Repú- blikanar eigi meiri ítök í auð- mönnum og hinni svokölluðu yf- irstétt, einkum í stórborgum austurstrandarinnar, og Demó- kratar leggja mikla stund á að telja fólki trú um, að þeir séu flokkui' hinna smáu í þjóðfélag- inu, og þeir ráðast mjög gegn auðhringum og öllu því, sem kallað er „big business“. En þegar Adlai Stevenson reyndi í kosningaræðum sínum að núa Repúblikönum því um nasir, að þeir væru flokkur hinna miður vinsælu auðhringa og „stór- businessmanna", þá bar Eisen- hower eindregið á móti því og kvað sinn flokk vera flokk allra, bæði stórra og smárra, og „big- businessmennirnir“ í stjórn sinni, varnarmálaráðherrann Wilson Gunnlaugur tekui' hlutverk sitt of bókstaflega, af því að hlut- verkið gefur þrátt fyrir allt, mikið svigrúm. Jóhann Ogniundsson fer með hlutverk heimilisvinarins, að nafni major Liconda. Honum tekst oftast vel og svo var að þessu sinni. Hann er léttur og öruggur, hressilegur og þó eðli- legur í fasi. Hans var sannarlega ekki vanþörf. Guðmundur Magnússon í hlut- verki Colin Tabret, bróður hins myrta, er dæmalaus vandræða- gemlingur í þessu leikriti. Höf- undur leggur það á þessa mann- gerð að vera endalaust á sviðinu og horfa á. Maðurinn er rola, sem hefst lítt að, þótt ástkona hans sé kærð fyrir morð. Guðmundur hefur það hlutverk á hendi að sýna þennan mann. Hann gerir það af karlmennsku og æðruleysi. En vörpulegt yfirbragð mannsins stingur í stúf við aðgerðarleysið og áhorfendahlutverkið. Anna Þ. Þorkclsdóttir leikur eldastúlku, sem lítt kemur við sögu og ekki gefur tilefni til umtals. Leiktjöld málaði Þorgeir Páls- son, ljósameistari var Ingvi Hjör- leifsson, leiksviðsstjóri Oddur Kristjánsson og búninga annað- ist Margrét Steingrímsdóttir. E. D. og Humphrcy fjármálaráðherra, væru í stöðum sínum eingöngu vegna hæfni sinnar við að leysa umfangsmikil vandamál. Það var annars repúblikanskur forseti, Theodore Roosevelt, sem beitti sér fyrir löggjöf til þess að hafa hemil á auðhringunum, og Woodrow Wilson, sem var Demó krati, tók við þar, sem hann hætti. Sá hluti Repúblikana, sem er íhaldssamur í fjármálum, félags- málum og atvinnumálum, fylgir hinni frjálsyndu og lítt íhalds- sömu stefnu Eisenhowers gagn- vart öðrum þjóðum. Það var ekki í Wall Street, sem McCarthy átti mestu fylgi að fagna. Það voru ýmsir smákarlar, sem studdu hann mest og bezt, en ekki þeir stærstu, og þá helzt þeir, sem beizkir voru og von- sviknir á einhvern hátt. Demókratar eru frjálslyndir í ýmsum málum, t. d. í sambandi við kaup og kjör, ellistyrki og verklýðsmál, en innan þeirra vé- banda eru hinir þrælíhaldssömu Suðurríkjamenn, sem ekki vilja veita negrunum fullt jafnrétti á við hvíta menn og berjast grimmi lega á móti úrskurði hæstaréttar- ins um samskóla svartra barna og hvítra. En þcssir sömu Suðurríkja- Demókratar eru þó frjálslyndir í alþjóðamálum og álíta einangr- 'unarstefnuna hættulega fyrir Bandaríkin. Það má finna margt líkt með báðum flokkunum, og mar^ar ólíkar stefnur berjast um völdin innan hvors flokks. Gangleri, II. hefti 30. árgangs. Útgefandi: íslandsdeííd Guðspekifélagsins. Ritstjóri: Grétar Fells. Efni þessa heftis er: Af sjónar- hól eftir Sigvalda Hjálmarsson, Spíritismi aldanna eftir ritstjór- ann, Hin brottnumda furstadótt- ir, þýtt, Fögur er dísin, ljóð eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, Land lamanna eftir Sigvalda Hjálmars- son, Frægasta bros veraldar eftir ritstj., Vesæk eftir Sigv. Hjálm- arsson, Handleiðsla heimspek- innar eftir ritstj. o. fl. Rit þetta er að vanda að miklu leyti helgað dulrænum efnum. Þau eru mörgum íslendingum hugstæð, sem komnir eru á full- orðinsaldur. Handtökur vegna ölv- unar á Akureyri Handtökur vegna ölvunar á Akureyri hafa verið eftirfarandi undanfarin þrjú ár. 1953 var áfengisverzlunin opin, en hin ár- in hefur hún verið lokuð. 1953: 244 1954: 166 1955: 182 Þessi skýrsla er í fullu samræmi við batnandi bæjarbrag eftir lok- un áfengisverzlunarinnar ,og álit lögreglunnar. LANDNÁM Á ÖÐRUM HNÖTTUM. Þegar forðum, í landaleit, landkostir fundust góðir, úr þröngbýli heima héldu menn í hópum á nýjar slóðir, en kynningin reyndist raunaleg fyrir rauðskinna og blökkuþjóðir. Örfátt er nú á okkar jörð ókannað frjórra svæða, um næstu plánetur nú er helzt sem nýlendusvæði að ræða, ætla mætti þar ýmislegt óþekktra lífsins gæða. Til ágætis hafa menn sitt hvað sagt um siðmenning jarðarbúa, en er hún þá hæf til útflutnings? Því á eg bágt með að trúa, þótt menningu bresti á stöku stað í stjarnanna aragrúa. Þá landnemahópar leggja af stað í Ijómandi himinvagni, virðist óhætt að efa það — þótt áhöfnin sigri fagni — að villimönnum á Venus og Marz vcrði það mjög að gagni. DVERGUR.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.