Dagur - 28.11.1956, Síða 1
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Simi 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 5. desember.
XXXIX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 28. nóvember 1956
62. tbl.
Jóhann Frímann skólastjóri heiðr-
aður við hátíðlega athöfn í
Gagnfræðaskóla Akureyrar
r
I tilefni af fimmtugsafmæli Jólianns Frímanns,
skólastjóra, í gær, fór fram í sal Gagnfræða-
skólans virðuleg athöfn
Jón Sigurgeirsson yf-
irkennari flutti ræðu til
afmælisbarnsins, drap á
helztu æviatriði og flutti
honum árnaðaróskir. —
Jón Kristinsson rakara-
meistari afhenti Iðn-
skólanum brjóstmynd af
Jóhanni, frá eldri nem-
endum, og þakkaði í
ræðu mikil og góð störf
í þágu iðnaðarmála. Til-
kynnti hann að afsteypa
af myndinni yrði afhent
skólastjóranum að gjöf
síðar. Bókagjafir bárust
frá núverandi nemend-
um og kennurum Gagn-
fræðaskólans. Brynjólf-
ur Sveinsson yfirkenn-
ari Menntaskólans flutti
ávarp, stúlkur úr 4.
bekk sungu ljóð Þuríðar
úr Fróðá, leikriti Jó-
hanns Frímanns, við lag
Björgvins Guðmundss.,
og fluttur var af segulbandi
hluti úr sama leikriti. Árni Jóns-
son "kennari las kvæði eftir af-
mælisbarnið og að síðustu flutti
Brjóstmyndina gerði Jónas Jakobsson.
Jóhann Frímann snjalla ræðu.
Blóm og heUlaskeyti bárust og
fór þessi athöfn hátíðlega og
virðulega fram.
AUSTRI, nýtt blað Framsóknarmanna
á Austurlandi
r
Ritstjóri Armanti Eiríksson
Framsóknarmenn á Austur-
landi hefja útgáfu blaðsins
„Austri“, undir ritstjórn Ár-
manns Eiríkssonar.
Fyrstu tvö tölublöðin eru kom-
in út og lofa góðu. -
Blaðaútgáfa utan Reykjavíkur
á örðugt uppdráttar og sumir eru
þeirrar skoðunar að þeirra ger-
ist ekki þöi’f. Þetta er mesti mis-
skilningur og á ekki hljómgrunn
hjá landsfólkinu yfirleitt. Því er
það gleðiefni, að Austfirðingar
gera nú þessa tilraun, og er von-
aridi, að blaðið vinni sínum lands
Fyrsta salan í Bretlantli
Ingólfur Arnarson selur
fyrstur togara á brezkum
markaði eftir löndunarbaijnið.
Seldi hann í gær 2090 kit fyrir
8100 pund, en selur 1400 kit í
dag. Þetta ágæta verð hins
fyrsta farms sspáir góðu.
fjórðungi og þá um leið þjóðinni
allri, það gagn er það má. f von
um að svo megi verða, og í
trausti þess að blöð utan höfuð-
staðai’ins eigi ekki einasta rétt á
sér, heldur séu landshlutum
nauðsyn, er „Austi’i“ í Neskaup-
stað boðinn velkominn í hópinn.
Áfengisverzlun ríkisins opnnð á
Akureyri að nýju
1744 voru með opnun -
1015 á móti
F ramsóknar vistin
Þriðja umferð í fjögurra
kvölda spilakeppni Framsókn-
arfélaganna hér i bænum verð-
ur spiluð næstk. föstudags-
kvöld kl. 8.30 að Hótel KEA.
Mönnum skal bent á það, að
hægt er að fá miða fyrir eitt
og eitt kvöld og eru nokkrir
miðar ólofaðir. Þá má panta í
sími 1443.
Bændakliibbsfundi
frestað
Bændaklúbbsfundinum, sem
átti að vera mánudaginn 3. des.
VERÐUR FRESTAÐ til mánu-
dagsins 10. des. næstk. og mun
fundarefnið auglýst síðar. —
Þetta eru allir fundargestir
beðnir að atliuga.
Kjarnorka og kvenhylli
Næsta viðfangsefni Leikfélags
Akui'eyrar er Kjai'noi’ka og
kvenhylli eftir Agnar Þói'ðar-
son. Eru æfingar þegar hafnar
undir stjórn ungfrú Ragnhildar
Steingi’ímsdóttur. Leikui'inn er í
4 þáttum og leikendur 14 talsins.
Búizt er við frumsýningunni um
eða eftir jól.
Bæjarstjórn Akurcyrarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 16.
október að láta fara íram atkvæðagreiðslu að nýju um opnun
Áfengisverzlunar ríkisins og einnig að tekjum af slíkri útsölu skyldi
öllum varið til heilbrigðis- og menningarmála.
í framhaldi af þessu fór atkvæðagreiðslan fram í Gagnfræða-
skólahúsinu hér í bæ á sunnudaginn var.
Á kjörskrá voru nú 4745. Þar
af neyttu kosningai'éttar síns
2799. — Með opnun voru 1744 en
1015 á móti. — Auðir voru 31 og
ógildir 9.
Enn er ekki ákveðið, hvenær
opna skuli en talið líklegt að það
vei'ði ekki fyrir ái'amót.
Samhliða alþingiskosningunum
sumai'ið 1953, ákváðu Akui'eyr-
ingar að loka útibúi Áfengisverzl
unar i’íkisins frá 9. jan 1954, sam-
kvæmt lagaheimild um lxéraðs-
bönn.
Féllu atkvæði á þá leið að með
lokun greiddu 1730 atkvaíði en
1274 á móti. 332 seðlar voru aúð-
ir og 33 ógildir. Samkvæmt þessu
hefur vínvei'zluninni vei’ið lokað
til þessa.
í lögum um héraðsbönn segir,
að atkvæðagreiðsla megi fara
fi-am á tvegga ára fresti. Hvað
sem annai-s um þessi lögmásegja,
virðast tíðar atkvæðagreiðslur
vei-a mjög óheppilegar fyrir við-
komandi kaupstaði og héruð, ef
þær leiða til opnunar og lokun-
ar vínbúða á víxl.
Fylgikvillar lokunar eru smygl
og svartur markaður. Opnun á
nýjan leik fylgir vínflóð, séi’stak-
lega fyrst í stað.
Vilhjálmur Einarsson í keppni á íþróttavellinum á Akureyri á
U. M. S. í.-móti 1955. (Ljósm.: Herm. Stef.).
urver
ílmur Einersson iærði Islandi sill-
m í Ástralíu
Það má líta svo á að Akui'eyr-
ingar hafi oi’ðið fyrir barðinu á
þessum fylgikvillum og ekki yfii'-
stigið þá og þess vegna óskað eft-
ir opnun áfengisverzlunar. Enn-
fremur af fjái'hagsástæðum vegna
bæjarsjóðs.
Hefst nú nýtt tímabil í áfengis-
málum bæjarins, svo sem at-
kvæðagreiðslan gefur til kynna.
Vínverzlun vei'ður opnuð og tekj
ur af hQnni munu renna til heil-
brigðis- og menningai'mála í hlut
falli við viðskiftahagnaðinn. Of
snemmt er enn að dæma um þá
breytingu er vei'ða kann í áfeng-
ismálum og mun tíminn innan
skamms leiða hana í Ijós.
Vonandi tekst betur nú, að
fyrii'byggja stórfelld vandamál af
hinu nýja viðhoi'fi en eftir hina
fyi'ri atkvæðagi'eiðslu ái'ið 1953.
Þar verða allir Akureyringar að
standa vörð, hvar sem þeir hafa
sett krossinn á sunnudaginn.
í gær hlaut Vilhjálmur
Einarsson silfurverðlaun á
Ólympíuleikjunum í Ástralíu. —
Varð hann annar í þrístölcki og
stökk 16.25 m. Sigurvegari varð
Brazilíumaðurinn Da Silva, stökk
hann 16.35 m.
Þetta afrek Vilhjálms er mesta
afrek íslendings í frjálsum
íþróttum fram á þennan dag. —
Vilhjálmur er 22 ára stúdent og
stundar framhaldsnóm í liúsa-
gerðarlist. íþróttir stundaði hann
af kappi hér á Akureyri, er hann
var í M. A., og náði ótrúlegum
framförum nú að undanförnu.
Aðeins 3 menn í heiminum
hafa frá upphafi náð betri ár-
angri. Eru þeir þessir: Da Silva,
Brazilíu, 16.56 m„ Kogake, Japan,
16.48 m„ og Sherbakov, Rússl.,
16.46 m.
Vilhjálmur er ættaður af
Flótsdalshéraði. Hann hefur oft
keppt fyrir U. í. A„ en er nú í I.
R. í Reykjavík.
Samkomulag náðist um
varnarmálin
í fyrrakvöld gaf utanríkis-
ráðuneytið út tilkynningu um
það, að bandaríska samninga-
nefndin í hervamarmálinu
væri flogin vestur, og sam-
komulag hefði náðst milli
hennar og íslenzku nefndar-
innar.
Verður samkomulagið birt
samtímis í báðuin löndunum, er
viðkomandi ríkisstjórnir hafa
gefið samþykki sitt.