Dagur


Dagur - 28.11.1956, Qupperneq 4

Dagur - 28.11.1956, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 28. nóv. 1956 -555555555555555555555555555555555555555555555555555 D AGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 155555555555555555555555555555555555555555555555555 milljóna útgjöld fyrir ríkissjóð, en aldrei er bent á það, hvar eigi að afla tekna til þeirra fram- kvæmda. Þvert á móti eru svo borin fram önnur frumvörp, sem eiga að svipta ríkissjóð tollum og aðflutningsgjöldum af ýmsum vörum. Slík framkoma er í fyllsta máta óábyrg og til þess eins gerð að sýnast. Tilgangurinn á að vera sá að afla íhaldinu vinsælda, þó að fáir muni þeir kjósendur, sem ekki sjá í gegnum slíka fram- komu. Flestum ætti til dæmis að vera það Ijóst, að til þess að hægt sé að standa undir auknum út- gjöldum, þurfa tekjur að aukast að sama skapi. En Sjálfstæðis- mönnum virðist ekki ætla að verða skotaskuld úr því að snúa þessu grundvallarlögmáli hag- fræðinnar við, þó að þeir gætu það reyndar ekki meðan þeir voru sjálfir í stjórn. Það er ofur- auðvelt að reka óábyrga kröfu- pólitík, og á það lagið ætlar íhaldið óspart að ganga. Enginn gerir svo öllum líki Hlutverk stjórnarandstöðunnar 1 ÖLLUM lýðræðislöndum gegnir stórnarand- staðan mikilvægu hlutverki. Sérhver stjórnmála- flokkur, sem kemst í þá aðstöðu að fá menn kjörna á löggjafarþing, er bundinn vissum skyld- um gagnvart kjósendum sínum. Svo er að vísu ekki í lögum, en siðferðislega eru flokkar bundnir af ýmsum loforðum og yfirlýstri stefnu. Þeir hafa vissar skyldur að rækja við kjósendur sína. Gildir þar sama móli um alla flokka, hvort sem þeir starfa í ríkisstjórn eða eru í stjórnaraandstöðu. Ein af skyldum þeirra flokka eða þess flokks, sem er í stjórnarandstöðu, er að vera stjórnar- flokkunum aðhald í starfi og framkvæmd. Stjórn- arandstaðan á að gagnrýna það sem miður fer, en það á að gerast af drengskap og sanngirni, en ekki fjandskap eða með hefndarhug. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram, að stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til þess að stuðla að fram- kvæmd allra mála, se mtil heilla horfa fyrir land og þjóð. Og af því leiðir, að hún ó að sjálfsögðu ekki að aðhafast neitt, sem er landinu til tjóns. Jafnframt á stjórnarandstaðan að vera ríkis- stjórninni hvatning til aukins framtaks og fram- kvaemda. Hún á, engu síður en ríkisstjórnin, að rannsaka það gaumgæfilega, áður en tillögur eru bornar fram, hvað tillögur þeirra eða frumvörp kosta í framkvæmd og hvort þau að öðru leyti eru framkvæmanleg. Tillögur eða frumvörp, sem ekki eru framkvæmanleg, annað hvoít af fárhags- legum eða tæknilegum orsökum, hafa ekkert hag- nýtt gildi, en geta þó þjónað því hlutverki að blekkja. ÞAÐ ER ÖLLUM LJÓST, sem með stjórnmál- um fylgjast hér á landi, að núverandi stjórnar- andstaða er langt frá því að uppfylla þær skyldur, sem á henni hvíla. Framkoma stjórnarandstöð- unnar er augljóslega þrungin af fjandskap og hefndarhug til ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðis- mönnum er gjarnt að tala af fjálgleik um lýðræði, og að þeir séu brjóstvörn þess. En samt eiga þeir enn eftir að læra þau grundvallaratriði lýðræðis- ins, að meirihlutinn þarf ekki að beygja sig fyrir minnihlutanum. Þeir eiga eftir að átta sig á því, að til þess eru kosningar í lýðræðisríkjum, að vilji kjósendanna komi í ljós og meirihlutinn fái að ráða. Sjálfstæðismenn hafa átt bágt með að beygja sig undir þann úrskurð kjósenda í síðustu kosn- ingum, að íhaldinu skuli haldið utangarðs næstu árin. í hamslausri reiði sinni yfir slíkri meðferð, hefur lýðræðið stundum gleymzt og starfsaðferðir hinna gömlu aðdáenda nazismans hafa skotið upp kollinum. ALLAR GERÐIR stjórnarandstöðunnar hafa byggzt á því, að reyna að koma ríkisstjórninni á kné. í þeim tilgangi hefur íhaldið ekki hikað við að spilla fyrir vinsamlegri sambúð þjóðarinnar við þær þjóðir, sem við höfum kosið okkur nán- asta samstöðu með. Mætti einnig í því sambandi minna á þau ummæli fyrrv. viðskiptamálaráð- herra, þegar hann sagði, að það yrði að finna önn- ur ráð til þess að koma ríkisstjórninni frá en þau ein að hún fengi hvergi lán. Á yfirstandandi þingi hefur framkoma íhaldsins mótazt af sama heift- arhug í garð ríkisstjórnarinnar. Frumvörp þeirra og tillögur eru yfirborðskennd og borin fram til þess að sýnast og blekkja. Þau hafa í sér fólgin Kæri Dagur. Af því að þú hef- ur alltaf verið vinur minn og eg var einn af þeim, sem studdu þig fyrstu sporin, þótt í litlu væri, þá langar mig til að biðja þig fyrir greinarkorn. Það er margt um útvarpið rætt nú á þessum tímum og ekki undarlegt, svo mjög sem það snertir líf þjóðarinnar og getur valdið straumhvörfum i andlegu lífi hcnnar. Ekki er því að neita, að greindir og menntaðir menn hafa valizt til forystu við stofnun þessa, þar sem er útsvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs, og því ekki trúlegt að gamall uppgjafa- bóndi hafi margt út á gjörðir þeirra að setja. En hér sannast það eins og oftar, að enginn gerir svo öllum líki og ekki Guð í himnaríki. Enn er dagskrá útvarpsins lengd, svo sem útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs tilkynntu við hljóðnemann fyrir skemmstu og var þó ærið löng áður. Enn er okkur heitið nýjum þáttum og meiri hljómlist og ekki látið sitja við orðin tóm. Góðir og lélegir þættir. V. Þ. G. flutti þátt um bækur og var hann góður og fróðlegur. Svo kom uppboðsþáttur og mun hann hafa verið ætlaður sveita- mönnum, því að Reykvíkingar eru sjálfsagt ekkert óvanir upp- boðum og í þeim þætti miðjum var lesin mergjuð draugasaga og hef eg ekki kynnzt því á uppboð- um. Þetta var þó hvíld frá stagl- inu: fyrsta, annað og þriðja sinn. Má af þessu sjá, að ekki eru þeir andlausir í henni Reykjavík og margt má bjóða manni upp á. Auglýst hefur verið eftir at- hugasemdum við dagskrána. Það er þá fyrst að segja, að hún er alltof löng og mætti stytta hana, án þess að menningunni stafaði hætta af. Miðdegisútvarpið er einni klukkustund of langt. Þá mætti klippa aftan af kvölddagskránni eftir kl. 10,10, allt nema þjóð sönginn. Það er hreinasti heiðin dómur og mesti ósiður, að fara með klám og morðsögur eftir Guðsorð í vökulok og mér ógnar að prestarnir skuli ekki hafa risið upp og mótmælt þessum ósóma. Þá má nú kvæði kvöldsins missa sig og sumt af leikritunum. Þessi athugasemd kemur af því, að mér gengur illa að komast að efni þeirra og innihaldi. Þá hef eg ekki fundið ánægju í laglausa spangólinu á undan og eftir þessum kvæðum kvöldsins. Auð- vitað er þetta glamur í samræmi við þau atomljóð, sem flutt eru stundum. Þetta fer allt saman fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum, en verkar sem óvið- felldinn hávaði og skemmir bæði næmi fyrir hljómlist og brageyra. Osköp eru verðlaunaþættirnir hjákátlegir ,en misjafnir þó. Brúðkaupsferðin gat orðið skemmtilegur þáttur, en var stór skemmdur með heimskulegum spurningum. Og tæplega verða svörin þess virði, að fyrir þau sé borgandi stórfé, eins og þó er gert og það af almannafé, þegar allt kemur til alls. Hvað bezt sé að borða, hvar fyrsta kynningin hafi farið fram, hvar eigi að hafa vekjaraklukkuna til að vekja kl. 9! Já, þetta eru mergjaðar spurn- ingar og krefjast mikillar, and- legrar orku að svara þeim. Erfið- ar spurningar útheimta mikla sálarorku. Þá er vert að minna á það, hve mikils virði er fyrir hlustendur að skýrt sé talað og greinilega, það sem á annað borð er hlustandi á. íslenzkuþátturinn þarf að heyrast alveg, svo nauð- synlegur sem hann er og of stutt- ur þó. Tilkynningar allar og fréttir eru vel lesnar og má ekki gleymast að þakka það. Ættu aðrir, sem koma fram í útvarp- inu, að halda lítið eitt aftur af sér flestir, svo að skiljist hvað þeim liggur á hjarta. Skyldu annars forráðamenn útvarpsins hlusta sjálfir á allt skvaldrið í útvarp- inu? Það má mikið vera, að þeir hafi heilsu til þess eða þolin- mæði. Læt eg svo þessu rabbi lokið. Norðlcnzkur útncsjakarl. Leitað samskota Eins og skcnimst cr að minn- ast slasaðist ungur maður að nafni Sigmar Maríusson frá Ásseli á Langanesi í bifrciða- slysi hjá Heiðarfjalli. Missti hann báða fætur um kné, en cr nú farið að Iíða þol- anlega, eftir atvikum. — Hann liggur áFjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sigmar er af fá- tæku fólki kominn og hjálpar- þurfi. — Veikindi sín hefur hann borið með karlmennsku og æðruleysi, þótt örlögin hafi búið honum æfilöng örkuml. Sýnir hann jafnmikið þrek nú, og áður prúðmennsku. Blaðið vill hvetja til samskota til styrktar hinum unga manni og tekur á móti gjöfum. Skammstafanir gerðar að orðum. Sá mál-siður er nú óðum'að færast í aukana með íslendingum: að tákna verzlanir, félög og aðrar veg- legar stofnanir með skammstöfunum. Samband ís- lenzkra samvinnufélaga er nefnt S. í. S. (framb. Sis), Kaupfélag Eyfirðinga er nefnt K. E. A. (framb. Kea eða jafnvel Kjea), kaupfélag í R.vík er nefnt Kron (þó að ég viti ekki hvaða orð þeir staíir tákna), Kristilegt félag ungra manna í R.vík er nefnt K. F. U. M., Knatt- spyrnuráð Akureyrar er nefnt K. R. A., og svo mætti lengi telja, og mundi geta orðið langur og óhugnan- legur dálkur. Þessi háttur niáls er ósiður og ber ljósan vott um tilfinningarleysi eða skilningsleysi gagnvart íslenzkri tungu, nema hvort tveggja sé. Látum það vera, þó að verzlanir eða önnur fyrirtæki séu nefnd firma-nöfnum sínum, þó að skammstafanir séu, í verzlunarbréfum eða viðskipta-samskiptum. En að almenningur nefni fyrir- tækin svo út um land, kalla ég óhæfu gagnvart okkar víðfrægu tungu. Eru þá skammstafanir nafnanna gerð- ar að orðmyndum (eða orðleysum) sem enginn skilur upptök að eða merkingu, nema þeir, er vita rétta grein á hinu rétta nafni. — Af slíku leiðir, að inn í tunguna lilaðast tugir og hundruð a£ orðleysum, sem tákna ein- hverja og einhverja stofnun. Er þá engin trygging fyrir >ví, að menn muni orðleysuna rétt — og |>ví síður hið upþrunalega nafn, er hún á að tákna. T. d. þekkir ekki né skilur sá, er j>etta ritar, einu sinni helminginn af J>essum skammstöfunarorðum, cr nú ganga fjöllun- um liærra í íslenzkum blöðum og útvarpi. En hvaðan ætli að sé uppruni slíkrar stefnu? Auð- vitað frá sté>rj>jóðunum úti í lieimi. Eg veit vel, að Bandaríki Norður-Ameríku tákna heimsveldi sitt með béikstöfunum U. S. A., og vel má vera, að }>eirra }>egn- ar og aðrir, t. d. íslendingar, geri úr þessu stafasam- bandi orðmynd, sem vcrður þá Úsa, — og er það nafn bæði í augum mínum og eyrum stórum óveglegra en Bandariki. — En ég get ekki séð, að íslendingar séu skuldbundnir til að taka slíka orðmyndun inn í sína einstæðu og merkilegu tungu. Þessunr skrípiyrðum fer sem sagt æ fjölgandi á síðustu árum liér á Islandi. Og ef slíkri óvenju heldur áfram, vcrður það ófögur dræsa a£ óhugsuðum og meiningarlausum orðum, sem íslenzkunni er ætlað að rogast með í framtíðinni. Orð þessi eru látin óbeygð, og eru þau næsta líkleg til þess að veúja pjóðina af íslcnzkum beygingarfeglum. /> a ð mikið fyrir svo mikið. Þ a ð heill fyrir svo heill. Ég er að lesa skáldsöguna Kristínu Lafranzdóttur eftir Sigrid Undset, en íslenzkað hafa Helgi Hjörvar og Arnheiður Sigurðardóttir, — og er þýðing þeirra að flestu leyti með ágætum. En mér varð ekki um sel, cr ég á bls. 65 rak mig á eftirfarandi samstæðar máls- greinar: „Eftir það varð Úlfhildur pað heil, að hún gat gengið við hækjur. En ekki virtust neinar líkur til þess, að hún yrði pað heil, að foreldrar hennar gætu gift hana burtu —“ Þetta er ekki vel að orði komizt á íslenzka tungu. En verst er }>ó þetta endur- tekna pað, sem ég verð að álíta fornafn, en er hér notað fyrir atviksorðið svo. Ekki eru þau Helgi og Arnheiður ein um þennan ntálgalla. Á þessari hvimleiðu málbreytingu ber nú mjög víða, og hefur hún læðzt inn á síðari árum, einkum í blöðum og útvarpi, sem hvor fyrir sig opna auðveldar inngöngudyr fyrir þess liáttar ófögnuði. Hvaðan sent þetta fyrirbrigði máls er komið í upp- hufi, hlýtur það að vera nýlegt. A fyrri árum mínum heyrði ég aldrei né sá, að orðið pað væri þannig notað fyrir svo, — en ég var þá þegar nokkuð aðgætinn á nýbreytni í máli. Varið ykkur á þessu fyrirbrigði, góðir menn og greindar konurl Munið, að Ari lögmaður Jónsson kvað svo að orði við Martein biskup: „Svo er mér gott og gleðisamt, því veldur þú —“ Og — að séra Stefán skáld Ólafsson kveður svo: „Ei sá eg að heldur neina, er svo þætti íríð —“ Hvernig haldið þið, að færi pað fyrir svo í þessurn oíangreindu ljóðlínum? K. V. DRENGIR þrá ævintýri og eitthvað sögulegt og helzt stórkostlegt. Þeirri þrá má ekki fullnægja með vafasömum tiltækjum, sem nálgast afbrot eða óknytti. — Þeirri löngun má eins vel fullnægja með ævintýralegum skátaleikjum og leiðöngrum út um víðavang. — Varist að bæla niður eðlilega athafna ■> þrá drengjanna, því að oftast má veita henni í heppilegan farveg.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.