Dagur - 28.11.1956, Side 5

Dagur - 28.11.1956, Side 5
Miðvikudaginn 28. nóv. 1956 DAGUR 5 Jóhann Frímann, skólasfjóri, fimmfugur Afmæliskveðja frá kennurum við G. A. Altítt er að skipta mannsæv- inni í fjögur skeið, bernsku, æsku, manndómsár og elli. Skipt- ing þessi er þó næsta ónákvæm, takmörk hinna einstöku ævi- skeiða óskýr og reikul, þótt sum- ir vilji miða við tiltekinn ára- fjölda. Tímabilum mannlegrar ævi er líkt farið og árstíðunum, sem rím og dagatal vilja reisa fastar skorður, en hlíta þó frem- ur duttlungum sólar og regns, veðra og vinda, í skynjun og viðmiðun okkar mannanna. Sum ir menn vaxa seint eða aldrei frá unglingsárum sínum, taka aldrei út andlegan vöxt. Aðrir verða gamlir og gráir í anda, stirðir og stirfnir, þegar á miðjum aldri. Það haustar snemma í sál þeirra. Tölvísir menn telja í dag fimm tugi ára liðna, frá því er Jóhann Frímann, skólastjóri, var borinn í þennan heim. Hann er Húnvetn ingur að ætt, sonur barnmargra og fátækra, en gáfaðra og gegnra hjóna, er bjuggu að Hvammi Langadal. Athyglisvert er, hve dalur sá hefir alið og fóstrað þjóð vorri margt gáfumanna og dug- andismanna. Einn þeirra er Jó- hann Frímann. í fátækt sinni brauzt hann til náms, bæði hér- lendis og til útlanda, fór víða og kynntist mörgu. Það var mikið happ fyrir Ak- ureyrarbæ, að hann skyldi stað- festast hér, þegar hann kom úr þekkingar- og þroskavíkingu sinni. Síðan hefir hann unnið skóla- og uppeldismálum Akur- eyrar meginstarf sitt. Allir þeir, sem kynnzt hafa atorku, gáfum og áhuga Jóhanns, vita, að það er ekki lítið, hvorki að vöxtum né gildi. Hann var skólastjóri Iðn- skóla Akureyrar á þriðja tug ára, jafnframt því sem hann var kenn ari og síðar yfirkennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar frá stofnun hans og þar til hann tók við stjórn hans á síðastliðnu ári, að undanskildum tveim árum, er hann var skólastjóri Reykholts- skóla í Borgarfirði. Vinnudagur- inn hefir oft verið langur enda er uppskeran eftir því á akri fræðslu og uppeldis. — Vart get- ur betri og atorkumeiri kennara og atkvæðameiri stjórnara í beztu merkingu þess orðs en Jó- hann Frímann. Ber þar aðallega þrennt til: Þekking á viðfangs- efnum, festa og traustleiki í fasi og hartahlýja hans og umhyggja fyrir velgengni nemendanna í námi og lífi. Veit ég, að hann hlýtur að launum þakklæti og virðingu allra þeirx-a mörgu hundraða nemenda, sem hann hefir kennt og stutt. Jóhann Frímann er sá gæfu maður, að flest æviár hans hafa vei-ið manndómsár. Hann var andlega bi'áðþroska og tókst ung- ur á herðar ábyrgðarmikil störf. Fátt eflir þroskann meir en mikil ábyrgð, sem menn hafa manndóm til að rækja. Manndómur er ein mitt einn traustasti þáttui'inn i fari Jóhanns. Hann kvaddi ung- ur æviskeið æskuleika, en auðn- aðist þó að velja sér þaðan bezta nestið í malpoka erfiðrar ævi göngu: ungt hjai'ta, opið og hrif næmt, og ungan og áræðis- fullan hug. Hann er maður hins langa sumai's. í sál hans vor- aði snemma og vel og haustar að líkindum seint eða aldrei. Mann- dómur hans, íofinn gullþráðum æskuelds, mun vei'ja hann ásókn elli, þótt hann nái háum aldri, sem við öll vonum. Við kennarar Gagnfi'æðaskóla Akureyrar sendum skólastjóra okkar og vini, Jóhanni Frímann, eiginkonu hans, frú Sigui'jónu Pálsdóttur, og skylduliði öllu heils hugar heilla- og árnaðar- óskir á fimmtugsafmæli hans og xökkum honum góð kynni. Við óskum sjálfum okkur þess, að við megum njóta vináttu hans og foi'ystu um langan aldur. Akureyri, 27. nóv. 1956. Sverrir Pálsson. Jóliann Frímann, skólastjóri, er fæddur 27. nóveniber 1906 að Hvamnii í Langadal, Austur-Húna- vatnssýslu. — Foreklrar hans vorú hjónin Valgerður Guðmundsdóttir og Guðmundur Frímann Björns- son. Að honum standa góðir stofn- ar, og cru ættir lians kunnar í Ilúnavatnssýslu og víðar, en verða ekki raktar hér, Jxtr sem mig skort- ir til þess kunnugleika. Jóhann ólst upp í foreldrahús- um að Hvammi og stundaði öll algeng störf við búrekstur iöður síns, svo sem tíðkanlegt var í þann tíma. Eílaust mun það haía orðið honum, sem mörgum öðrum, sem sveit vaxa upp, þarfur og góður skóli til undirbúnings síðari störf- um, og víst er um það, að hlýjan hug hefur liann æ síðan borið til heimasveitar sinnar og haft mikinn áhuga á búskaparmálum og ræktun. Á ungum aldri hneigðist Jóhann til náms og sótti fram til lærdóms og menntunar, fyrst við Gagnfræða- skólann á Akureyri, og síðar til framhaldsnáms við hinn þekkta lýðháskóla í Askov og með náms- dvöl í Þýzkalandi. Er af þessu aug ljóst, að Jóhann kastaði ekki til þess höndunum að búa sig sem bezt undir það starf, er hann liugðist gera að ævistarfi sínu. En á þeim irum var það ekki við hæfi meðal- manna en þurfti til óvenjulegan dugnað og áræði af fátækum náms sveini og févana, að sækja svo fast til mcnntunar og þroska, enda mun hann tíðunr hafa þurft að leggja liart að sér og á stundum ekki haft úr miklu að moða. Þraut- seigja og brennandi námsáhugi barg honum heilum í höfn. Að loknu námi fluttist Jóhann til Akureyrar og hóf starf við Iðn- skóla Akureyrar, varð síðan skóla stjciri hans um 25 ára skeið. Jafn hliða hefur hann unnið við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lengst af sem ylirkennari og nú sem skólastjóri er hann tók við af hinum merka skólamanni, Þorsteini M. Jónssyni Við báða þessa skóla hefur Jó hann unnið hið ágætasta starf, er seint mun fullþakkað, enda leitun á jafn ágætum kennara og stjórn- anda, sem Jóhann er. Ahugi og samvizkusemi hafa jafnan vísað veginn, starfsárangur vcrið aðalat- riðið og skipt hann mestu. Sú var reynsla mín öll þau ár, sem ég átti sæti í skólanefndum fyrrnefndra skóla. Jóhann Frímann er stórbrotinn gáfumaður, sem jafnhliða umfangs- miklu kennslustarfi og skólastjórn hefur enzt tími til að sinna marg- víslegum öðrum liugðarefnum og störfum. Um skeið átti hann sæti í bæjarstjórn Akureyrar íyrir tilstuðl- an iðnaðarmanna. Hann reyndist dugandi bæjarfulltrúi og einn af skörulegustu ræðúmönnum, sem í bæjarstjórn hafa setið og cg lief hlýtt á. Allmikið hefur Jóhann fengizt við skáldskap, bæði í bundnu o<; óbundnu máli og á því sviði skap að sér veglegan sess á bragabekk. Við ritstjórn hefur hann og fengizt meðal annars við blaðið Dag. Þar hefur hann einnig hlotið viður- kenningu dómbærra lesenda fyrir ritsnilld og drengilegan málaflutn- ing. Margt fleira mætti segja um störf Jóhanns F'rímanns og hæfileika, en þar sem þetta á að verða vinar- kveðja á merkurn tímamótum, en ekki úttekt á hæfileikum, mun ég að þessu sinni láta staðar numið þótt fleira sé ótalið en talið. Jóhann er kvæntur ágætri konu, Sigurjónu Pálsdóttur, Jónssonar frá Staðarhóli við Akuieyri, og liefur Jxeim orðið þriggja barna auðið Hjónaband þeirra er hið farsælasta, og hefur frú Sigurjóna jafnan stað ið við hlið manns síns sem hin góða dís, og segja mætti mér, að Jóhann teldi það mesta happ lífs síns, er hann fékk lxana að lífs förunaut. , Ég lief átt því láni að fagna að eiga Jóhann Frímann að nánum vini og samstarfsmanni yfir tuttugu ár. Ég þakka honum af alhug góða vináttu lians og tryggð alla og óska honum þess á fimmtugsafmælinu að hann megi um langan aldur staría glaður og reifur að hugðar málum sínum, til farsældar þessu bæjarfélagi og æsku þess. fræðum blaðamennskunnar. Og hvað sem um árangurinn má segja var kennslan aðdáunarverð. stað þess að setja nemanda á kné sér, svo sem margra góðra kennara er siður, gerði hann mig að félaga og ábyrgum samstarfs- manni, án þess nokkurntíma að láta kenna aflsmunar. Mér varð strax ljúft að leita í'áða Jóhanns Frímanns og jafn- an síðan og það er góður skóli að kynnast mannkostum hans og drengskap, gagnvart mönnum og málefnum, samherjum og and- stæðingum. Sem félagi el' Jóhann einstakur. Glampandi gáfur og andríki, hreinskilni og hjartahlýja gei'a hann í senn áhrifamikinn í vinahópi og aðsópsmikinn í í'æðustóli og á ritvelli. Hæfileikar Jóhanns Frímanns og glæsileiki hefði án efa gert honum auðvelda leið, öðrum fremur, til æðstu mannvirðinga á vettvangi þóðmálanna. Eg hygg að Akureyringar megi þó vel við una að hann gekk aðra götu og stórnar nú einum fjölmennasta framhaldsskóla landsins. Þar njóta hæfileikar hans sín ágæt- lega svo sem þegar er fram kom- ið og sagan mun þó sýna betui'. Jóhann Frímann var mörg ár ritstjóri Dags ásamt Ingimar Ey- dal og síðar samstarfsmaður Hauks Snorrasonar við blaðið, lengst af meira og minna. Rit- leikni hans er fjölþætt svo sem margar bráðsnjallar greinar hans bei'a vitni um. Þakkar Dagur hon um drengilegan stuðning fyrr og síðar og sendir honum kærar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni fimmtugsafmælisins. Erlingur Davíðsson. Pálmi J. Þórðarson MINNINGARORÐ Pálmi Jónas Þórðai'son, fyi'i'um bóndi og oddviti að Núpufelli, andaðist sviplega 8. þ. m. og var jarðsunginn að Saurbæ að við- stöddu fjölmenni 14. þ. m. Pálmi Þórðarson var fæddur að Kambfelli 13. ágúst 1886. For- eldrar hans voru Guðlaug Jónas- dóttir og Þórður Daníelsson frá Skáldsstöðum. Pálmi fór til náms Möðruvallaskóla haustið 1903, útskrifaðist þaðan árið 1905, vann að verzlunai-störfum á Eskifirði í tvö ár hjá föðui'bróður sínum, en hvai'f síðan heim aftur og stai'faði að búi föður síns að Guðm. Guðlaugsson. Jóhann Frímann Gagnfræðaskólans á varð fimmtugur í gær. Vinir hans og samstarfsmenn árnuðu honum heilla og sýndu honum verðskuld | Dóndi Núpufelli þar til hann giftist 23. nóv. 1918 Auði Þorsteinsdóttur frá Ytx-a-Dalsgei'ði og hóf þá á næsta vori búskap að Núpufelli. Bjuggu þau þar síðan góðu búi, skólastjóri I þar til Auður andaðist 5. júní Akureyri j 1944. Böxm Pálma eru þessi: Daníel að Núpufelli, Sigríður, sýnn framfaramaður, en gætti þó hófs hvað fjármálin snerti. Jafn- hliða búskapnum annaðist hann ýmis opinber störf fyrir sveit sína, var hi'eppsnefndaroddviti í 16 ár, frá 1930—46, starfaði í skattanefnd hreppsins í 30 ár, var foi'maður Búnaðarfélags Saui'- bæjai'hrepps um fjölda ára, var úttektai'maður og umboðsmaður brunatrygginga, einnig í möi'g' ái\ Reyndust störf hans farsæl, enda x-ækti hann þau af stökustu alúð, svo að nákvæmni hans og sam- vizkusemi var við brugðið. Lagði hann jöfnum höndum rækt við bústörf sín og hin opinberu störf og lagði jafnan á sig meii'a erfiði ,en góðu hófi gegndi, því að held- ur lagði hann á sig næturvökur ,en að láta á sér standa með að hafa allt í lagi á réttum tíma, sem hin opinberu störf snerti. Starfið var hans líf og yndi og áhugi hans og starfsgleði sönn fram á síðasta dag. Jafnvel þótt það kæmi í hlut Pálma í Núpufelli að rækja störf, sem sérstaklega á fyrri starfsár- um hans voi'u fxekar óvinsæl í framkvæmd, vai'ð hann vina- max-gur í sínu sveitarfélagi, enda var hann hið mesta ljúfmenni í allri framkomu, glaður og í’eifur vinahópi og fljótur til sátta, þó til árekstra kæmi, en hélt þó fast á sínu máli, hver sem í hlut átti. Við fráfall hans höfum við, samstarfsmenn hans og vinir, margra ánægulegra samveru- stunda að minnast og sendum honum hugheilar þakkir og hlýj- ar kveðjur yfir á ókunna landið. Benedikt Ingimarsson. aðan sóma við það tækifæri og | húsfreyja á Æsustöðum, Þórður. tveir hafa kvatt sér hljóðs hér blaðinu í dag. Með nokkuð óvæntum og til- I stöðUm. vil-jakenndum hætti lágu leiðii' okkar Jóhanns saman um tíma á Þorsteinn, báðir búsettir á Akur- eyri, og Birgir, búsettur Æsu Það er margs að minnast er ski'ifstofum Dags.Þar var hanntil slíkir menn, sem Pálmi í Núpu- kvaddur í veikindafoi'föllum í'it- stjói-ans, að gi'ípa pennanntilsókn ar og varnar. Ritleikni hans og í'ökvísi var mér eða öðrum ekk- ert undrunarefni, því maðurinn var enginn nýliði á því sviði og áður kunnur á þeim vettvangi og felli eru hox'fnir af sviði athafna- lífsins, svo víðtæk hafa störf hans og áhrif verið í sveitai'félaginu | um fjölda ára. Búskap sinn stund aði hann með prýði, byggði íbúð- ai-hús á jörð sinni 1930, keypti einnig kunnugur ritstjórastörfum einn af fyrstu heimilisbílunum við Dag. En ekki vissi ég fyrr en þá hver kennari hann er. Áð- ur en mig varði eða vissi af, var ég orðinn nemandi hans í furðu- þessari sveit og tileinkaði sér yf- irleitt nýjungar í tækni við bú- reksturinn, enda var hann bjart- Saumartíð framan af vetri Fram að síðustu helgi voru hlýindi um allt Norðurland og tíð óvenjulega mild allt frá stórhríð- inni er gei'ði 3. okt. í haust. Til marks um hina óvenjulegu veðurblíðu má nefna, að blóm sprungu út í görðum, svo sem stjúpur og anemonur, auk fífla og annarra hai'ðgerðari tegunda. — Gras spratt á túnum, sérstaklega (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.