Dagur - 28.11.1956, Síða 8

Dagur - 28.11.1956, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 28. nóv. 1956 Kommúnistðr heimta gjald fyrir n ■Jbrr r Ilialdið vill láta bæjarsjóð borga fyrir sig Dagur gerði nýlega að umtals- efni í smágrein, hversu tilhugalíf íhalds ok kommúnista frá í vor, ætlar að draga miður skemmti- legan dilk á eftir sér. Olafur Thors bauð kommúnistum sæti í stjórn með sér og kommúnistar voru viðmælanlegir, en vildu ekki bindast tryggðaböndum. — Meðan Olafur var enn á biðils- buxum, gerðust óvæntir atburðir hér norður á Akureyri, sem rót áttu að rekja til þessara enda- sleppu tilburða. Kommúnistar hjálpuðu íhaldinu til að krækja í Rafveitastjórnarbitling handa föllnum manni við Alþingiskosn- ingarnar. Jónas Rafnar þáði bit- ann úr lófa kommúnista, með lít- illæti þess manns, sem áður hafði verið lýst svo, að aldrei mundi slíkt þiggja, ef kommún- istar kæmu nærri. Kommúnistar heimta bitling. Ef íhaldið hefur álitið að „góð- verk“ þetta fæli sjálft í sér laun- in ,skjátlaðist þeim hrapallega. — Kommúnistar heimtuðu annan bitiing sér til handa, með hlið- stæðri aðstoð íhaldsins, eins og fram er komið. Síðan hafa þessir tveir flokkar kappsamlega unnið að því í bæj- arstjórn Akureyrarkaupstaðar, að stófna nýtt embætti, vel laun- að og með tilheyrandi skrifstofu til að sjá um vinnumiðlun á Ak- ureyri. íhaldið lætur undan. Vinnumiðlun er skylda, sem bæði að lögum og í eðli sínu er sjálfsagt að rækja. En um fram- kvæmd hennar eru skiptar skoð- anir. Fulltrúar Alþýðu- og Framsóknarflokksins vilja fela framkvæmdina fátækrafulltrúa bæjarins, sem hefur lýst því yfir, að hann geti bætt þeim störfum við sig undir umsjá bæjar- stjóra. Telja þeir mál þetta vel leyst á þennan hátt, hvað fram- kvæmd og kostnað snertir. — Kommúnistar vilja ekki heyi'a slíkt nefnt á nafn og segja, að ekki dugi minna en sérstök ski'if- stofa og fasti'áðinn starfsmaður og skuli hann vera vel launaður. Frásögn Dags af þessum skrípa- leik hefur að vonum komið illa við íhaldið. Geystust allir full- trúar þess í bæjarstjórn fram á ritvöllinn í síðasta blaði íslend- ings til að verja gerðir sínar. Voru þeir þessir: Helgi Pálsson, Jón G. Sólnes, Guðmundur Jör- undsson og Jón H. Þorvaldsson. Eru þessi nöfn sérlega hentug í þessum umræðum og varnir fór- menninganna tæplega í réttu blutfalli við nafnafjöldann. Löng lög — mikil vinna! Rithöfundai'nir leggja megin- áherzlu á að sýna lengd laganna og birta nokkra kafla þeirra í þessu skyni. Og þeir komast að þeirri niðui'stöðu, að ekki veiti af heilli skrifstofu og einum manni til að annast fx-amkvæmd slíks lagabálks. Þeim hefur þó láðst að láta prenta þessa smági'ein úr lögum um vinnumiðlun: „Sveitai'stjói'n annast vinnu- miðlun, hver í sínu sveitarfélagi, undir yfirumsjón félagsmála- ráðuneytisins. Hún getur falið oddvita sínum, sveitarstjóra, bæj arstjói'a eða öðrum manni, fram- kvæmd hennar." Vonandi heimta þeir ekki að- stoðarstúlku fyrir þessa viðbót! Aðeins tveir atvinnulausir. Þeim hefur ennfremur láðst að gera sér grein fyrir því, að að- eins tveir menn létu skrá sig at- vinnulausa um síðustu mánaða- mót. — En kannski er íhaldið að hugsa um dimma og daufa daga verkamanna, þegar meira þreng- ist um atvinnu! Hverjir eiga að borga? Fjórmenningarnir samþykkja með þögninni hina ógeðfelldu klípu gagnvart kommúnistum, sem þeir eru í og fyrr var greint frá. En þeir geta engum nema sjálfum sér um kennt, hvernig komið er fyrir þeim. Þeir verða að gera sér að góðu, þótt al- menningur sjái þá gi'ímulausa spfikla í höndum kommúnista. Sú sjón kann í hæsta lagi að vekja meðaumkun. En hitt er víst, að bæjarsjóður á ekki að gi'eiða fyrir þá vangoldna skuld við kommúnista. Það eiga þeir sjálfir að gera. íhaldið talar um húsnæði, sem ekki er til. Fjói'menningai'nir fullyrða að bærinn hafi nægilegt húsnæði fyi'ir nýja skrifstofu og gefur auk þess í skyn að bærinn hagnist á að setja hana upp, þar sem ríkið greiði kostnað af henni að sínum hluta! Vilja íhaldsfulltrúarnir benda á þetta húsnæði? (Framhald á 7. síðu.) Ýmis tíSindi úr nágrannabyggðum Minkar í Laxárdal Reynihlíð 27. nóv. Finnbogi Stefánsson fékk lán- aðan einn af veiðihundum Karl- sens minkabana. Gekk hann síð- an með Laxá og fann hundurinn tvo minka og drap þá báða. Var annar í Hofsstaðaeyju en hinn hjá Hamri í Laxárdal. Gimbill Dalvík 27. nóv. Verið er að æfa sjónleikinn Gimbil hjá leikfélaginu í Dalvík. Leikstjóri er Steingrímur Þor- steinsson. Unnið er við að endur- bæta götulýsinguna. Til grasa á Lágheiði St jórnmálanámskeið Hér í bænum stendur nú yfir stjórnmálanámskeið á vegum Framsóknarflokksins. Þegar hafa þrír fundir verið haldnir. For- stöðumaður námskeiðsins er Björn Hermannsson, lögfræðing- ur. Þátttakendur eru yfir 20. Næsti fundur verður á fimmtudagskvöldið kl. 8. Fund- arstaður er enn ekki ákveðinn. Á þeim fundi flytur Jóhann Frí- mann, skólastjóri, erindi um upp- byggingu ræðu og ræðuflutning. Að erindinu loknu verðut' mál- fundur eins og að undanförnu. Ólafsfirði 27. nóv. Héðan frá Olafsfirði fóru menn til grasa á Lágheiði 7. nóvember sl. Er það einsdæmi, að því er gamlir menn herma. Grösin ,voru góð og gekk tínslan vel, þótt dagur væri orðinn stuttur. Bændaklúbbsfundur Sauðárltróki 27. nóv. Á fimmtudaginn var, var hald- inn fyrsti bændaklúbbsfundurinn að Sauðárkróki. Frummælendur voru Steingrímur Steinþórsson, fyrrv. ráðherra, og Þórir Bald- vinsson, forstöðumaður teikni- stofunnar. Fundurinn var mjög vel sóttur og umræður miklar. Úr Svarfaðardál Svarfaðardal, 22. nóv. 1956. Frá vetrarbyrjun hefur tíðar- farið verið mjög milt, örsjaldan komið frost eða snjóföl. Óstilllt hefur þó verið og rigningasamt. Jörð er nú auð. Fé er þó víðast hýst, en ekki mikið gefið. Hey sparast því óvenjumikið, enda kemur það sér vel, því að hey- fengur var hér minni en und- andanfarin sumur. Olli því óhag- stæð heyskapartíð í júlí og léleg háarspretta, sem kom í kjölfar hinna þrálátu kulda síðasta sum- ars. Talsverðar heyfyrningar voru til og bættu þær svo úr skák, að fæstir hafa þurft að fækka búpeningi vegna fóðui'- skorts. Mun nú gangandi. fé bænda vera fleira en áður, eink- um fjölgar sauðfénu. Hrossum fer aftur heldur fækkandi. Er það eðlileg afleiðing þess, að dráttarvélar eru komnar á flesta bæi. Talsverðar jarðræktarfram- kvæmdir er hér. í sumar hefur skurðgrafa unnið í Skíðadal og að austanverðu í Svarfaðardal fram á fremsta bæinn, Kot. Þá hefur á nær því hverum bæ sveitarinn- ar verið meira og minna unnið með beltisdráttarvél. Vélar þess- ar eru á vegum Ræktunarsam- bands Svarfdæla. Þrjú íbúðarhús eru hér í smíð- um á jörðunum Sökku, Dæli og Koti. Sökkuhúsið er fyrir nokkru íbúðarhæft, enda flutt í það fyrir göngur. Hin eru styttra á veg komin, en þó fokheld. Peningshús eru allvíða byggð og hlöður reistar á nokkrum stöð um og í sumar sett súgþurrkun- arkerfi. Hrútasýning fór hér fram á vegum Búnaðarfélags Svarfdæla. Um 30% hrútanna fengu fyrstu verðlaun. Prúður Stefáns á Grund var dæmdur bezti hrútur- inn. Mjög var áliðið þegar sýn- ingin var haldin og hrútar farnir að missa. Héraðsráðunauturinn Ingi Garðar var aðaldómarinn. í sumar var lagður sími á þá bæi, sem áður voru símalausir. Hefur þar með rætzt margra ára draumur okkar Svarfdælinga, að hver einasti bær sveitarinnar kæmist í símasamband og ein- angrunin þar með rofin. Nú er næsta skrefið, sem vonast er eft- ir, að rafmagnið fáist á hvert heimiíi, svo að myrkrið þokist til hliðar og þægindin skapi betri kjör. Kristján Haildórsson, Klængs- hóli var sjötugur 20. okt s. 1. Kristján hefur búið í Skíðadal alla sína búskapartíð, fyrst í Hlíð, en síðar á Klængshóli. Þá jörð keypti hann 1920 og hefur dvalið þar síðan. Hefur hann stórbætt jörðina, bæði með túnsléttun girðingum og landþurrkun. Bygg ingar eru einnig hafnar. Nú er hann að mestu hættur búskap, en hefur fengið jörðina í hendur tengdasyni sínum. Kristján er greindur maður, sem tekur ákveðna afstöðu til hlutanna, er hirspurslaus og ófeiminn að segja meiningu sína og hleypur oft kapp í kinn er hann rökræðir. Hann er skraf- hreyfinn og skemmtilegur í við- tali, höfðingi heim að sækja og veitull vel. Kristján var fyrrum léttur á sér og garpslegur enda göngumaður hinn mesti. En nú hefur meinsemd í hné gert hann þungfærari. Kristján var hörkuduglegur að hverju sem hann gekk og er það raunar enn. Svo harður og óvæg- inn var hann við sjálfan sig, að það þótti af bera. Hefur hann og ætlazt til nokkurs af öðrum. Afköst Kristjáns hafa verið meiri en margra annarra, þurfti hann þess með, því að einyrki hefur hann nær alltaf verið. Það var í almæli á sinni tíð, að vart sæust breiðari skárar í Svarfaðar dal en eftir Kristján. Var auð- sætt, að skárarnir vitnuðu um áhuga og kapp þess, sem þar var að verki. Má segja, að svo væri um hvert verk, sem hann tók höndum til. Liðtækur hefur Kristján verið á sviði félagsmála. En vegna að- stöðu sinnar ekki getað sinnt þeim þætti sem skyldi. Kona Kristjáns er Margrét Árnadóttir frá Atlastöðum £ Svarfaðardal. Er hún merk kona, hinn mesti vinnúforkur og manni sínum mjög fullkosta. Klængshóll er fremsti bær í Skíðadal að austanverðu, en frammi í botni dalsins er afrétt- arland, Sveinsstaðaafrétt. Gangna. mönnum, sem þangað hafa farið hefur löngum orðið tíðförult að Klængshóli og setið þar stundum þröngt. En öllum hefur verið tek- ið tveim höndum og veitt af hinni mestu rausn. Ýmsir ættingjar, venzlafólk og vinir heimsóttu Kristján í tilefni afmælisins. H. S. Fréttabréf frá Höfða- kaupstað '21. okt., sunnudagur: í dag var hér hrútasýning, sem Sauðfjár- ræktarfélag Höfðakaupstaðar sá um. Þar voru sýndir ca. 25 hrút- ar. 9 af þeim hlutu 1. verðlaun. Þyngsti hrúturinn vó 106 kg., 4 vetra gamall. Þá var og af- kvæmasýning á tveim ærhópum. Eigandi þeirra er Jón Jónsson. (Framhald á 7. síðu.) IJér sést Ungverji vera að nema á brott rússneskt minnismerki af vcgg ráðhússins í Búdapest, á meðan stóð á uppreistinni um dag- inn. Fjöldi nianns horfir á og lætur sér meira en vel líka. Verður opnað fyrir jól? Samkvæmt símtali við forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins, Guð- brand Magnússon, mun enn ekki ákveðið hvenær útsalan verður opnuð hér á Akureyri. En hann taldi, að undirbúningi yrði hrað- að sökum mikilla anna við póst- sendingar syði'a, er þeir gjarnan vildu losna við sem fyrst — jafn- vel fyrir jól! Þá sagði forstjórinn ennfremur, að frú Gerda Stefánsson mundi veita útibúi Áfengisverzlunarinn- ar hér forstöðu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.