Dagur - 05.12.1956, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 5. desember 1956
D A G U R
Ritstjóri: ERLINGUR DAYÍÐSSON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þoikell Bjömsson.
Skrifstofa í Hafnarstraeti 90. — Sími 1166.
Argangurinn kostar kr. 75.00. — Gjalddagi er 1. júlú
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Stúdenfar í fremstu víglínu
^JEftirminnilegustu atburðir síð-
ustu viku voru eflaust hátíðahöld
háskólastúdenta í tilefni full-
veldisdagsins. Stúdentar hafa
jafnan staðið í fremstu víglínu í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og
fer því vel á því, að þeim skuli
hafa verið falið að annast hátíða-
höld á fullveldisdaginn, þegar
hann nú hefur vikið fyrir öðrum
degi, sem hátíðisdagur þjóðarinn-
ar allrar. Þegar athugaður er
þáttur stúdenta í sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar kemur í ljós, að
það voru einkum háskólastúdent-
ar, sem fremstir stóðu, ungir
menn, sem stunduðu nám við
Kaupmannahafnarháskóla. Hinir
eldri voru gjarnan íhaldssamari
og vildu fara hægar í sakir. Og
enn er hlutur háskólastúdentanna
veglegri en hinna eldri. Það vakti
sérstaka athygli, að í útvarpsdag-
skrá eldri stúdenta að þessu sinni
komu eingöngu fram málsvarar
eins stjórnmálaflokks og töluðu
gjarnan sem slíkir. Er það af-
leiðing af skipulegri innrás
íhaldsins í öll menningarfélög
landsins. Samkvæmt áætlun þess,
eiga þau helzt öll að verða eins
konar útibú frá Sjálfstæðis-
flokknum. Hér á landi hefur
lengst af borið lítið á viðleitni í
þá átt ,að spilla einingu menning-
arfélaga með því að draga þar inn
flokkspólitísk deilumál. En öfga-
flokkarnir báðir, kommúnistar og
Sjálfstæðismenn, hafa nú á seinni
árum gert tilraunir til að misnota
þau sér til pólitísks framdráttar,
og unnið þeim með því hið mesta
ógagn. Það mun aldrei verða
Stúdentafélagi Reykjavíkur til
gagns eða sóma, að það skuli nú
rígbundið á flokksklafa eins
st j órnmálaflokks.
Ekki ber því að neita, að há-
skólastúdentar eru vel pólitískir,
enda eru kosningar til stúdenta-
ráðs algjörlega pólitískar. En þeir
hafa oftast sýnt það, að þeir eru
óbundnir stjórnmálaflokkunum
og fara þess vegna sínar eigin
leiðir. Vonandi endist þeim
manndómur til þess á komandi
árum. Útvarpsdagskrá þeirra öll
bar því og vitni, þó að aðalræða
dagsins, flutt af Þórarni Björns-
syni skólameistara, bæri af öllu,
sem þar var vel sagt. Hún var í
senn snjöll og tímabær hugvekja
til þjóðarinnar allrar. I hinni
merku ræðu sinni drap skóla-
meistari á það ,að eitt hið allra
nauðsynlegasta til þess að sjálf-
stæði gæti þrifist hér til lang-
frama væri það ,að menn væru
andlega frálsir í víðasta skilningi.
En einkum væri það tvennt, sem
mest hamlaði andlegu frelsi og
varnaði mönnum að sjá rétt og
gera rétt, en þetta tvennt væri
peningar og skoðanir. Of margir
væru þrælar peninga og of marg-
ir þrælar skoðana. En þar sem sá
kafli ræðunnar, sem um þessi
atriði fjalla, er birtur á öðrum
stað í blaðinnu, þykir ekki ástæða
til að rekja þau nánar hér. .En
hér drap skólameistari vissulega
á athyglisverðar staðreyndir, sem
vel er þess vert að nánar sé
gaumur gefinn. Það er nú einu
sinni svo, að margir eru ekki
þroskaðri en það, að fjármagnið
er orðinn herra þeirra í stað þess
að vera þjónn. Og síðustu dagana
höfum við séð átakanleg dæmi
þess, hversu rígbundnir menn
eru við sínar fyrri skoðanir og
fi'æðisetningar, þó að þær stang-
ist gegn öllum staðreyndum og
heilbrigðri skynsemi. Margir
hafa að vísu sýnt þann manndóm
að viðurkenna mistök sín og snúa
frá villu sinni, en þeir eru olltof
fáir. Og margir berja höfðinu við
steininn og látast hvorki heyra
né sjá það sem gerzt hefur í lepp-
ríkjum kommúnismans. Það kann
að vera, að það yrði mörgum
þung spor að ganga fram og við-
urkenna mistökin ,én samt er það
þó eina færa leiðin. Enginn þax-f
að fyrirverða sig fyrir það að
hafa yfirsézt, en hitt er lítil-
pignpska að þora ekki að kannast
við það. Svo mikla trú vex’ður
maður enn að bei'a til mannsins
og þroska hans, að heilbrigð
skynsemi verði látin ráða um
síðir.
- Kynningakvöld
„ Náttúrulækningafél.
(Framhald af 1. síðu).
ui-ður L. Pálsson menntaskóla-
kennai’i.
Tilgangur Náttúrulækningafé-
laganna er að vinna að auknum
skilningi fólks á hollum lífsvenj-
um, einkum hvað fæðu snertir. í
samræmi við það höfðu fram-
takssamar konur í félaginu hér
framreitt fagui't kaffiborð með
hinum glæsilegustu réttum. Var
hver rétturinn öðrum ljúffengai’i
og var ekkert hvítt hveiti notað
eða hvítur sykur.
Brauðið, sem var mjög fjöl-
breytt, var allt bakað úr nýmöl-
uðu korni og hefur félagið sjálft
annast mölun á korni fyrir fé-
lagsmenn sína. — Félagið mun,
ef þátttaka fæst, halda mat-
reiðslunámskeið.
Kvöldið leið mjög fljótt við
þennan góða kost, skuggamyndir,
ræðuhöld og upplestur.
Næsfi Bændaklúbbsfundur
verður mánudaginn 10. des. n.
k. á vcnjulegum stað og tíma.
Ólafur Stefánsson ráðmiautur
Búnaðarfélags íslands mun
mæta á þessiun fundi og talar
hann um nautgriparæktina! —
Athygli skal vakin á, að þetta
mun verða siðasti fundur
Bændaklúbbsins á þessu ári. —
Ávarp fil bifreiðasfjóra
Vegna hinna tíðu bifreiðaslysa,
sem valdið hafa dauða margra
manna á þessu ári, og vegna þess
að nýlega lá við dauðaslysi hér á
Sauðárkróki, sakir ógætilegs
aksturs, beinir stjórn Félags
áfengisvarnanefnda í Skagafirði
því til allra bifreiðastjóra héraðs-
ins (í sýslu og bæ) að gæta
fyllstu varúðar í starfi sínu.
Ennfrmeur væntir stjórnin þess,
að bifreiðastjórar stofni sem fyrst
bindindisfélag ökumanna í Skaga
firði. Geta menn í því efni snúið
sér til einhvers hinna undirrituðu
um upplýsingar viðvíkjandi þess-
ari nýju og næsta nauðsynlegu
félagsstofnun í landi hér.
Sauðárkróki 28. nóv. 1956.
Bjarni Halldórsson, Uppsölum.
Jón Þ. Björnsson, Sauðárkróki.
Pétur Jóhannsson, Glæsibæ.
Jólaskraufkerfi
útlend og innlend.
SPIL
\ýi Söiutucrtirinty
. mfn/iAstræti ioo sím! mo.
Kaupið
JÓLÁKORTIN
meðan úrvalið er mest.
IJB ckaverþluji
| Cj imnlaugi Jryggva
RA9HI/ST0HO I SÍMI 1100
ILMVÖTN
STESNKVÖTN
Allar fáanlegar teg.
Jólabækurnar
berast til okkar daglega.
w/
-BcktweQlttn ; &
Sufudaugá Jryggva
RAPHusrono! UAto tffHiT'r-
Nýkomið!
Kvenbomsur, gúmmí
Verð kr. 89.00.
Telpubomsur, rauðar
Verð frá kr. 52.50.
Karlmannabomsur
gúmmí,
háar. — Verð kr. 95.00
Hvannbergsbræður
Nylonteygju
SLANKBELTIN
margef t irsp u rð u,
eru komin.
Jörð til sölu
Jörðin YTRI-REISTARÁ í Arnarneshreppi, Eyjafjarð-
arsýslu, er til sölu og laus til ábúðar í næstk. fardögum.
A jörðinni er vandað, nýlega byggt íbúðarhús með
rafmagni til ljósa og suðti. Sími er á staðnum. Einnig
nýlega byggt 16 kúa fjós, með þvaggryfju og haughúsi.
Mikið þurrkað land til ræktunar. Grasgefið tún, vél-
tækt. Sernja ber við eiganda jarðarinnar,
JÓHANN SIGVALDASON, Norðurgötu 3, Ak.
Sími 1067.
Einnig gefur upplýsingar um jörðina ÞÓRODDUR
JÓEIANNSSON, mjólkurbílstjóri, Fagraskógi.
CÍTRÓNUBELGIRNSR
eru komnir aftur.
Kr. 5.25 stykkið.
- Ekta Cítrónusafi. -
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Nýlenduvörudeildin og útibu.
Einnig mikið úrval af
BRJÓSTAHÖLDUM
og UNDIRFATNAÐI
Anna & Freyja
Nýkomið:
Brjóstahöld
11 tegundir.
Sokkabandabelti
11 tegundir.
Slankbelti
2 tegundir.
Millipils og skjört
í miklu úrvali.
Verzl. Ásbyrgi li.f.
Skipag. 2. — Sími 1555.
Kvenföskur
Ný sending af
enskum töskum.
Samkvæmistöskur
Verzl. Ásbyrgi h.f.
Sliipag. 2 — Sími 1555
HjtKHKBÍÚÍBWBWKBÍtKBKHWKHStt