Dagur - 13.12.1956, Side 5

Dagur - 13.12.1956, Side 5
Fimmtudaginn 13. desember 1956 D AGUR 5 Fimm MORÐRáBÆKUR Vatnaniður eftir BJÖRN J. BLÖNDAL, borgfirzkan bónda og veiðimann, sem áður hefur kvatt sér hljóðs á skáldaþingi. Þessi nýja bók er helguð veið- um í ósöltu vatni, og ber þess merki að höfundur hefur notið stangveiðanna í ríkum mæli og •þeirra töfra er þeim fylgja, án þess þó nokkurn tíma að sjást yf- ir fegurð landsins eða friðsæld þess. Bókinni er skipt í kafla eftir efninu: Maðkveiði, Þyrilbeitur, Fluguveiði o. s. frv. — Konungur fiskanna, laxinn, á þarna virðu- legan sess, svo sem vera ber og ævintýrgjegir viðburðir í viður- eigninni við hann, oft í góðra vina hópi. Bækur Björns eru allar sér- stæðar í frásögn og þrungnar að- dáun á náttúru landsins. — Þessi síðasta bók er þar engin undan- tekning, og auk þess að vera bráðskemmtileg aflestrar, er hún sérlega fróðleg um allt er að stangveiði lýtur. í bókinni Vatnaniður er fjöldi fagurra lýsinga á votum vegum þeirra ferðalanga, er leggja á sumrin leið sína upp í árósana og leita í strauminn langt inn í land á hverju sumri. Höfundur gefur veiðiánni nánar gætur og hann hefur líka opinn hug fyrir ann- arri náttúrufegurð, sem þó er að- eins fögur umgerð. Um viðureign við sprettharða fiska er höfundur oftast stuttorður, en veiðigleðin býr þó í hverju orði. Til gamans og af handahófi er þessi kafli tekinn úr bókinni: „Áin var blá og tær. Enginn gári á yfirborðinu. Mislitir stein- ar sjást langt út í á. Ekki vil eg reyna að veiða sjóbirtinginn, meðan birtu er svo farið. Það væri að kasta góðu tækifæri á glæ. Öðru hverju stökkva silfurgljá- andi fiskar og ber við höfðann dökka, minnast við skyggðan flöt og hverfa. Þetta er fögur sjón og fágæt á haustdegi.. .. Veiðimað- urinn situi' hljóðui' á ái'bakkanum og horfir á. Þessari mynd ætlar hann að bæta við í paradísar- draum sinn. Hún er þess verð. Sólin hefur lækkað á lofti. Mávarnir hnita hringa yfir ánni. Sumir sitja í flæðarmálinu, hljóð- ir eins og öldurnar, spakir að viti. Við Nonni göngum upp með ánni. Nú teljum við tímabært að sýna sjóbirtingnum fluguna. Eg læðist í skuggann af höfð- anum, kasta flugunni eins vel og eg get, gæti þess, að ekki glamri í steinum, er eg stíg á þá. Svo rætist óskin. Fluga mín er hrifs- uð, gleggra en oftast fyrr. Andar- taki síðar þýtur spegilfagur fisk- ur upp úr ánni og stekkur hátt, aftur og aftui'. Kunnur, brezkur veiðimaður á að hafa mælt þessi orð: Auð fjár hef eg átt, setið í veizlum kon- unga og keisara, notið flestra þeirra gæða, er stórveldi getur veitt syni sínum. Allt þetta hverfur í skuggann fyrir þeirri geislandi gleði, er grípur huga minn, er hinir silfruðu íbúar vatnanna taka flugu mína.“ Björn Blöndal gerir orð hins brezka veiðimanns að sínum og bókin hans öll sannfærir mann næstum um að þau séu rétt, og ekki er mér grunlaust um, að vegna þessarar bókar leiti fleiri menn yndisstunda við ár og vötn, þegar ísa leysir, jörðin ang- ar að nýju og hin sterka þrá dregur konung fiskanna og frændur hans á gamlar slóðir. En þá verða allir þeir, sem einhvern tíma hafa handleikið veiðistöng, búnir að marglesa hina ágætu veiðibók borgfirzka bóndans, Vatnanið. Prentun annaðist Prentsmiðjan Edda h.f. Sögur Mmichliausens Og enn gefur Norðri út hinar heimsfrægur lygasögur Miinch- hausens. Er það önnur útgáfa. — Heita þær Svaðalfarir á sjó og landi. Bókin er myndskreytt af Gustave Doré, en Ingvar Bryn- jólfsson annaðist þýðingu. Þessar furðusögur hins mikla vellygna Bjarna hafa jaf-nan átt vinsældum að fagna hér á landi, enda eru þær heimsfrægar. Er vel að Norðri gefur íslenzk- um lesendum kost á nýrri og myndarlegri útgáfu þessa bók- menntaþáttar. r Á dularvegum eftir EVU HJÁLMARSDÓTTUR frá Stakkahlíð. í inngangsorðum segir höfund- urinn frá því, að hann hafi frá fyrstu tíð haft marga drauma og sýnir, er nú koma fyrir almenn- ingssjónir. Margt af því, sem þarna er frá sagt, er harla merkilegt, svo sem fyrirboðar í draumi og vöku. Mál höfundar er gott og laust við mælgi og framsögnin eðli- leg. Mörgum mun þykja fengur að bók þessari, sem er í senn óvenjuleg og merkileg um margt. Prentverk Odds Björnssonar h.f. annaðist prentun. Leynilögreglumaður- inn Karl Bloinkvist Þessi bók er nýútkomin í þýð- ingu Skeggja Ásbjörnssonai'. — Höfundurinn, Astrid Lindgren, er talin meðal fremstu barnabóka- höfunda á Norðurlöndum og hef- ur þessi saga verið kvikmynduð og sýnd hér á landi undir nafn- inu „Litli leynilögreglumaður- inn“. Bókin er prýdd mörgum mynd- um úr hinu ævintýraríka lífi söguhetjanna. Aðalsöguhetjan, sem er 13 ára piltur, lifir og hrærist í leynilög- reglusögum, og hann sér þjófa og ræningja á hverju strái. Ekki reynist hann alltaf sannspár í þessu efni. En ekki vantar þó atburði, sem jafnaldrar aðalsögu- hetjunnar munu kunna að meta. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Eddu h.f. í föðurgarði fyrruin eftir GUÐRÚNU AUÐUNS- DÓTTUR, húsfreyju á Stórumörk undir Eyjafjöllum. Þetta er fögur barnabók í bundnu máli og fagurlega skreytt teikningum eftir Halldór Péturs- son. Eftirmála ritar séra Sigurður Einarsson í Holti. Segir hann að höfundurinn sé húsmóðir á stóru heimili og skáldskapur hennar því algei’t tómstundaverk. „Sjálf er Guðrún ágætt dæmi þess, hvernig þjóðleg mennt máls og andlegrar íþróttar lifir enn góðu lífi meðal fólksins í sveitum landsins,“ segir presturinn. Letui' bókarinnar er stórt og skýrt og ánægjulegt viðfangsefni barna með teiknimyndirnar á aðra hlið. Lithoprent ljósmyndaði. íslenzkir pennar Útgefandi Setberg. íslenzkir pennar nefnist nýút- komin bók ' frá bókaútgáfunni Setbergi. Hún er sýnishorn 23 ís- lenzkra höfunda, er allir eiga smásögur í bókinni, valdar af bókmenntagagnrýnendum Rvík- ui'blaðanna. Elzti höfundurinn er Einar H. Kvaran, fæddur 1859, og kom sú smásaga hans, er valin er í þessa nýju bók, fyrst út í Sunnanfara árið 1901. Yngsti höfundur er Ásta Sig- urðardóttir, fædd 1930. íslenzkir pennar gefa skýra mynd af smásagnagerð síðustu hálfa öld og hefur söguvalið tek- izt vel, þótt af nógu sé að taka og jafnan orki tvímælis um slíkt val. Líklegt er að smásögurnar séu að verða eftirsóttasta lesefni al- mennings, þótt margir séu á ann- arri skoðun og afsaka með því áhugaleysi skálda fyrir þessari listgrein íslenzkra bókmennta. — Segja má að þessi nýja bók sé fremur sýnishorn en úrval smá- sagna. Enda fékkst ekki birting- arleyfi nokkurra ágætustu höf- unda. Meðal íslenzkra smásagna eru margar bókmenntalegar perlur, sem skína munu um langan ald- ur. — íslenzkir pennar bregða ljósi á smásagnagerð síðari tíma. Þar eru margar skemmtilegar sögur og nokkrar perlur. E. D. Ivær bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar Francoise Sagan: EINS KON- AR BROS. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri 1956. Guðni Guðmundsson þýddi með leyfi höfundarins. X fyrra kom út Sumarást eftir sama höfund, og vakti sú bók mikla athygli um víða veröld, vegna þess að hún þótti frábær- lega vel skrifuð af kornungri stúlku. Eftir næstu bók hennar var því beðið með nokkurri for- vitni og eftirvæntingu um það, hvort hér mundi vera í uppsigl- ingu meiri háttar rithöfundur eða ekki. Þessi skáldsaga sker nú reynd- ar ekkert úr um það sem naum- ast er að vænta. Stúlkan er ekki nema ári eldri en í fyrra og enn ekki nema um tvítugt, svo að ekki er við því að búast, að reynslusviðið sé stórt. Þessi bók eykur því hvorki né minnkar hróður hennar. Hún er skrifuð af svipaðri íþrótt og hin fyrri, fjall- ar um lík efni og í svipuðum tón. Það er ung stúlka, sem lýsir ástalífi sínu. Henni leiðist og öll- um, sem í kringum liana eru. — Þegar einhver „heldur að hann elski“ hana, eða hún heldur að hún elski einhvern, þá finnst henni sú játning ógnar hlægileg. Fyrir henni er ástin-lítið ánnað en eins konar aðferð til að gleyma leiðindum sínum í bráð- ina. Hún á sér þokkalegasta unn- usta, sem hún fer út með og dansar við, drekkur með og séfur hjá öðru hverju, en hvorugt héf- ur mjög mikinn áhuga fyrir öðru. Þá kynnist hún frænda unnusta síns, miðaldra manni og þar að auki kvæntum. Hann „er einn af þeirri gerð manna, sem dregur ungar stúlkui' á tálar,“ enda líð- ur ekki á löngu áður en hann stingur upp á því, að þau slái sér saman í ævintýri. Þetta vekur strax áhuga hennar, því að „hvað sem öðru líður, þá virðist ekkert í öllum þessum svikum, sem nefnast líf, vera eins ógurlega eftirsóknarvert og óforsjálnin, að minnsta kosti, þegar maður er ungur.“ Hún lætur reka á reið- anum, fer með honum í ferðalag og býr með honum í hálfan mán- uð á hóteli á Riveraströndinni. Þá skeður það óvart, að því er manni skilzt, að hún verð- ur alvarlega ástfangin, enda þótt maðurinn ætlaðist ekki til þess og varaði hana jafnvel við því. Verður úr þessu hálfgerð raunasaga ,því að elskhuginn er giftur ágætiskonu, sem honum hefur aldrei dottið í hug að skilja við, enda hefur hún verið stúlk- unni eins góð og móðir dóttur. Lýsir sagan allvel hugarástandi stúlkunnai' og örvæntingu í þess- um vandræðum. Francoise Sagan hefur í tveim- ui' skáldsögum sínum lýst því með mikilli nærfærni, hversu nautnahyggan ein gerir menn dapra og innantóma. Gaman væri, ef hún tæki nú að snúa sér að öðrum og veigameiri viðfangs- efnum og tæki að reyna skáld- gáfu sína og ritlist á að glíma við þau. Mika Waltari: ÆVINTÝRA- MAÐURINN. - Bókaforlag Odds Björnssonar. — Akureyri 1956. — Björn O. Björnsson þýddi með leyfi höfundarins. Fyrir nokkrum árum síðan kom út ágæt skáldsaga frá fornöld eft- ir þennan sama höfund, sem hét Egyptinn, snilldarlega þýdd af séra Birni O. Björnssyni. Vakti hún mikla eftirtekt og var mikið lesin. Þessi skáldsaga er líka söguleg, gerist á öndverðri 16. öld, og hefst á því að skýra frá sundur- liðun Kalmarsambandsins með hi'yðjuverkum Kristjáns konungs II í Svíþjóð (Stokkhólmsvígun- um) og í föðurlandi höfundarins, Finnlandi. En eftir að söguhetjan verður landflótta berst sagan suður um álfu, þar sem hún lýsir umbrotum siðaskiptaaldarinnar, galdramálum og mörgu fleira. Er ekki trútt um, að galdrahreinsan- irnar, eins og þeim er þarna lýst, minni á aðrar hreinsanir austur í álfu, sem fram hafa farið á seinni árum, enda er ofstækið ætíð samt við sig. Bókin heitir eigin- lega fullu nafni: Ævintýramað- urinn, hans æskufoi'lög og furður víðs vegar um lönd, allt til ársins 1527, af honum sjálfum dyggilega frá skýrt í tíu bókum., Frá höfundarins hendi er það efalaust tilætlunin með verki þessu, auk þess að skrifa skemmti lega skáldsögu, að gera eins kon- ar þverskurð af menningarlífi miðaldanna, atburðum sem þá gerðust, sálarlífi fólks og lifnað- arháttum. Verður ekki annað: sagt en vel hafi tekizt, enda er. auðséð að höfundurinn er vel heima í sagnfræði. Atburðirnir eru að vísu margir hrikalegir og hrottalegir, en svo voru þessir tímai'. Inn í hina óhefluðu um- gerð er ofið mörgum hugðnæm- um og spennandi atburðum og er frábærlega vel á penna haldið. Þetta er í raun og veru aðeins fyrri hlutinn af miklum sagna- bálki, og minnir Waltari að ýmsu leyti á samlanda sinn Topelíus og hinn mikla sagnabálk hans frá fyrri öldum: Herlæknissögurnar. Þessi skáldsaga er þó ennþá lit- auðugri og safameiri, en jafn- framt svo matarmikil og við- burðarík, að hægt er að hafa góða dægradvöl af að lesa hana. Séra Birni O. Björnssyni hefur enn sem fyrr tekizt afbragðsvel þýðingin. Hefur hann náð með ágætum hinum orðmarga, barna- lega, en um leið launkímna, stíl, sem höfundinum lætur svo vel og stældur er eftir ýmsum ritum þeirra tíma, er sagan er látin gerast, og á drjúgan þátt í því að gera söguna svo skemmtilega af- lestrar. Bcnamín Kristjánsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.