Dagur - 27.02.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1957, Blaðsíða 2
2 ■ —-i D A G U R Miðvikudaginn 27. febrúar 1957 Til sölu er amerískur hermanna- skáli, innréttaður sem sum- arbústaður. Skálinn stend- ur í Neslandi i Fnjóskadal. Upplýsingar í símum 2048 og 2052. HERBERGI óskast Stúlka óskar eftir herbergi helzt á Eyrinni. Uppl. i Lundargötu 1, eftir kl. 5 e. h. Gúmmí- pakkningar í þýzka mjólkurbrúsa, 10,20,30 og 40 lítra. Véla- og búsáhaldadeild. Skemmtiklíibbiir IÐJU félags verksmiðjufólks, heldur spilakvöld n. k. föstu- dag kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhús- inil. Spiluð verður félagsvist, Góð verðlaun. Dans á eftir. Ungfrú Laufey Pálmadótlir syngur með hljómsveitinni. Aðgangskort fást á vinnustöð- unt Iðju og á skrifstofu verka- lýðsfélaganna. — Verð kr. 50 gilda fyrir 3 kvöld. STJÓRNIN. DANSLEIKUR verður haldinn að Hrafnagili iatigardaginn 2. marz kl. 10 e. h. — Veitingar. Söngvari með hljómsveitinni. Kvenfélagið IÐUNN. Fermingarföt! Höfum tilbúiu ferming- arföt dökk og mislit, tvær stærðir. F e rmingarskyrtur og Rindi. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar li.f. Hafnarstr. 96 — Sími 1423 Vekjaraklukkur Eldftúsklukkur járn- og glervörudeild - Nemendur lýsa Ákureyrarferð (Framhald af 7. síðu.) langt að bíða, að Bragakaffi verði eftirsóttasta kaffi landsins. Fyrir- tækið sem örast hefur þroskast, er sauma- og prjónastofan Hekla. Hún hefur vaxið á ótrúlega stuttum tíma. Fyrirtækið hefur tollað í tízkunni ef svo mætti að orði komast, en þó er annað áhrifameira og táknrænna, hin frábæra vöruvöndun, sem á varla sinn líka hér á landi. Framleiðsl- an er seld langt fram í tímann og sýnir það bezt, hve eftirspurnin er óhemju mikil. Frá 1906 hefur Kaupfélag Ey- firðinga verið forysta og fyrir- mynd allra kaupfélaga'á íslandi. Það ár kom ungur Eyfirðingur heim frá Danmörku, efti rað hafa kynnt sér rekstur og skipulag samvinnufélaga. Þessi ungi Ey- firðingur var Hallgrímur Krist- insson, og kom hann enska skipu- laginu á hér. Enginn vafi er á því, að Hallgrímur er sá maður, sem átt hefur ríkastan þátt í að skapa og móta íslenzka sam- vinnuhreyíingu. Eyfirðingar hafa verið heppnir með val kaupfé- lagsstjóra. Frá 1906 hafa þeir haft fjóra, fyrst Hallgrím, því næst Sigurð bróðir hans, þá Vil- hjálm Þór og síðast Jakob Fri- mannsson, sem nú veitir kaupfé- laginu forstöðu. Allir hafa þeir verið fráhærir fjármálamenn. — Undir stjórn þeirra hefur félagið vaxið og dafnað jafnt og þétt. Enn í dag fer KEA eigin leiðir og tek- ur þau fyrirtæki til fyrirmyndar, sem því finnst að hezt henti hag félagsmanna sinna. Áður en KEA var stofnað, var staðsett á Akur- eyri verzlunarfélaga bænda, Gránufélagið. — Forstöðumaður þess var Tryggvi Gunnarsson. — Má til sanns vegar færa, að það hafi verið lífæð sjálfstæðrar verzlunar á íslandi. En eigi að síður var það Hallgrímur Krist- insson, sem hrinti af stað þeirri samv'innuöldu, sem barst svo óð- fluga út. Kvöldið áður en við héldum heim bauð KEA okkur til kvöld- verðar á hóteli sínu. Þar talaði meðal annarra fulltrúi kaupfé- lagsstjóra Ingimundur Árnason, og það, sem mest einkenndi mál hans var brennandi fjör, áhugi og kraftur,en hann hafði unnið með Hallgrími á fyrstu starfsárum hans. Er Ingimundur táknrænt dæmi um þann eldmóð, sein sam- vinnuhugsjónin vakti í hugum æskunnar á fyrstu starfsárum sínum hérlendis. Seinni daginn, sem við vorum á Akureyri, ókum við inn Eyjafjörð og vúrtum hann fyrir okkur. Ekki varð hjá því komizt að taka eftir því, að þró- un landbúnaðarins hefur verið þar mjög ör. Bændur við Eyja- fjörð virðast fyllilega standa jafn- fætis stéttarbræðrum sínum sunn anlands í flestu, sem búskap við kemur, ræktunarmenning er mikil, vélvæðing víðtæk, húsa- kostur jafn og góður. Að sjálf- sögðu hefur vöxtur Akureyrar og kauptúnanna við Eyjafjörð skap- að mjög góð vaxtarskilyrði fyrir landbúnaðinn. Svæðið milli Borgarfjarðar og Eyjafjarðar hef- ur orðið á eftir í hinum stórstígu framförum, sem átt hafa sér stað beggja vegna þess. Ástæðan virðist augljós. Svæðið er stórt, en kauptúnin lítil og fá. Hafnar- skilyrði eru mjög erfið og það gerir það að verkum, að kaup- túnin vaxa ekki, þar sem ekki er um að ræða iðnað eða fiskverkun. Búskapur er mjög einhliða og hlutfallið milli neyzlu og fram- boðs óhagstætt. Að morgni 3 .nóvember kvödd- um við Eyjafjörð, mildan og blíðan og nutum að nokkru hins fagra útsýnis. — Norðlendingar virðast vera kjarkmiklir sjálf- glaðir menntamenn og einmitt sjálfgleðin er undirstaða bjart- sýni þeirra dugnaðar og fram- sýni. Grétar Ingimundarson frá Borgarnesi. Fréttabréf úr Höfðakaupsfað Engar áfeiigisveitiiifiiar C o o Frétt frá Washington, sem ný- lega birtist í norska blaðinu „Folket“, segir frá því, að Eisen- hower forseti hafi ákveðið, að eftirleiðis skuli allaF samkomur, móttökuathafnir og veizluhöld, sem fram fara í Hvíta húsinu, vera áfengislaus, þ. e. gestunum verður ekki boðið áfengi til neyzlu í neinni mynd. Það fylgir sögunni, að fregn þessi hafi vakið mikla athygli, og leikur það ekki á tveim tungum, að fordæmi forsetans mun hafa hin víðtækustu áhrif.. ‘ i’. 4 ' , Það, sem þykir hæfa í Hvíta húsinu verður brátt siður og venja annars staðar í landinu. Áfengisvarnanefnd. 11 Jf Mjög gott tæki til eyðingar á skordýr- uin og illgresi svo sem njóla o. fl. Eimiig góðar sem KALK- og MÁLNINGASPuAUTl R BAKDTXUR, kr. 43G.GÖ FÖTUDÆLUR. kr. 133,00 Hagstætt verð. Véla- or búsáhaldadeild Nýárið byrjaði með sömu veð- urblíðunni sem síðastliðið ár kvaddi. Það má segja, að hér hafi verið góður vetur, það sem liðið er af honum. Bændur hér út á Skaganum hafa enn ekki tekið sauðfé sitt á hús til gjafar.. í lok janúarmánaðar var hér auð jörð og færir vegir eins og um sumar- dag. Stormar hafa verið hér afar- miklir, svo að fiskibátar reru ekki nema sex róðra allan janú- armánuð. Héðan róa 5 eða 6 bátar í vetur. Afli hefur verið meiri nú í vetur, þegar gefið hefur á sjó, en undanfarin ár. Má óefað þakka Dað friðun fiskimiða hér inn- fjarða. Það er því ákveðin stefna okkar Skagstrendinga í landhelg- ismálum þjóðarinnar, að vinna að útvíkkun landhelginnar. Það mun gifturdrýgst fyrir landið í heild. 17. og 18. jan. sl. var hér ofsa- veður á suðvestan, sem olli miklu tjóni, sérstaklega á höfninni og vegum meðfram henni. Sjór gekk mjög hátt og braut víða skörð í veginn. Þök skemmdust á húsum og fuku nokkuð. Tjón af veðri þessu varð mjög mikið. Gæftaleysið heldur áfram þessa viku sem liðin er af febrúar en vonandi fara þorrastillurnar að koma, og þá kemur fiskurinn fyr- ir frystihúsið og vinna fyrir ólkið. Ilugleiðing um áramótin. Flugvöllur. — Samgöng- ur eru eitt frumskilyrði fyrir bættum atvinnuháttum og af- komumöguleikum fólks hvar sem er á landi hér. — Samgöngur á Skagaströnd á landi eru allar um einn veg. Ef hann teppist eða lok- ast af snjó sem alltaf er hægt að búast við á veturna erum við, sem hér búum, slitnir úr vega- sambandi við aðalumverðaveg héi', Norðurlandsveginn. Hér þarf að gera flugvöll, enda er hér gott flugvallárstæði í nágrerini kaúp- staðarins. Á svokölluðum Vindhælisstapa má byggja flugvöll einungis með því að valta og jafna harða mela, sem eru norðaustan í Stapanum. Þar festir aldrei snjó, svo að eg muni, á þeim þrjátíu árum, sem eg hef verið í nágrenni við Vind- hælisstapann. Veg er mjög auð- velt að leggja að Stapanum. Hon- um má ýta upp með jarðýtu alla leið inn með sjónum og mundi hann ekki verða nema ca. 5 km. langur. Flugvélar hafa setzt á mela fyrir neðan Kjalarland án nokk- urra umbóta af manna völdum, en þeir melar liggja ekki eins vel við eins og melarnir á Vindhæl- isstapa. Þeir eru of nærri fjöllun- um. Auk þess mun ætíð reynast gott flugtak á Stapanum, því að jafnvel í logni mun vera nokkut' loftstraumur ofan úr Hallárdaln- um, sem kemur mjög til góða flugvelli á Vindhælisstapa.Fengj- um við Skagstrendingar slíka samgöngubót mundum við vera eins vel settir, hvað samgöngur snertir, og önnur þorp á útskög um landsins. Heitt vatn. — Á nokkr- um stöðum á landinu hefur heitt vatn verið leitt í kaupstaði og einstaka hæi til upphitunar, og hvar, sem svo hefur verið gert, þykir það mikil hagsbót. Nú er svo háttað hér við „Kaupstaðinn", að í Spákonufelli, sem rís hér austan við þorpið í 3ja km. fjar- lægð, eru lindir, uppsprettur, sem aldrei frjósa, og þó að yfir þær fenni, líða ekki nema 1-—2 dagar svo að lindirnar verði aftur auð- ar. Nú þarf að rannsaka, hvort hér er heitt vatn í jörðu, sem svo víða annars staðar. Það þarf að afhuga og rannsaka með borun. Ef svo reyndist, að þarna væri hægt að ná í heitt vatn, væri það til mikilla hagsbóta og mikil vandamál leyst, ef heitt vatn fengist til upphitunar húsa í þorp inu. Einu sinni voru það loforð þingmannsins okkar við alþingi- iskosningar, að lofa heitu vatni frá síldarverksmiðju ríkisins, sem reist var hér á „nýsköpunartím- unum“. Við litum til þeirra glæstu loforða um aukin þægindi og vellíðan. Þingmaðurinn var endurkosinn. En síldin kom ekki. Verksmiðjan hefur lítið verið starfrækt, og heitt vatn hefur ekki runnið frá henni um þorpið, nema þá sjóinn. En við horfum til Spákonufellsins eins og Þórdís forðum. Við spáum, að framfara- mennirnir líti til „Fellsins“ at- hugi lindarnar og fái heitt vatn, sem hægt verður að leiða í hús þeirra frámtíoarinnar barna, sem þá byggja Höfðakaupstað, og þá hefjist nýsköpunin fyrir alvöru. 8. febrúar 1957. Páll Jónsson. Borgarbíó fullkomnar sýningartæki sín Borgarbíó hefur nú hafið sýn- ingar með nýju Cinema-scope- tjaldi. Verða myndirnar stærri á tjaldinu og njóta sín betur, sér- staklega í landslagsmyndum gef- ur myndin meiri dýpt. Linsurnar, sem Borgarbíó hefur fengið, eru þær fyrstu sinnar tegundar, sem. fgngnar eru frá Ameríku. Enn- fremur er Ijósaútbúnaður í saln- um og fleiri lagfæringar gerðar. Bauð bíóið blaða- og frétta- mönnum og nokkrum fleiri gest- um á sýningu sl. laugardagskvöld af þessu tilefni og sýndi þá myndina Ríkarður Ijónshjarta og krossfararnir. Er hér um góða framför að ræða og gleðilega fyrir sýning- argesti bíósins. Hestur til sölu Vil selja dráttarhest nú þegar. GÍSLI JÓNSSON, Ytri-Reistará. Áskriftarsími TÍMANS á Akureyri er 1166

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.