Dagur - 27.02.1957, Side 5
Miðvikudagimi 27. fcbrúar 1957
D A G U R
5
Afurðagelð kúnna hefur aukizf hraðar og
náS meiri kynfesfu en hreystin
„Steinefnablandan er fóður en ekki meðal“
Viðtal við Gudmund Knutzen héraðsdýralækni
Farðu hcldur á skíðum!
Gudmund Knutzen héraðs-
dýralæknir var nýlega að leggja
af stað í bíl sínum þegar tvo
drenghnokka bar að og spurðu
þeir hvert hann væri að fara.. —
Upp á Súlur, svaraði dýralækn-
irinn. Varð þá öðrum drengnum
að orði: Ertu alveg vitlaus mað-
ur! Farðu heldur á skíðum. —
Var þessari ábendingu vel tekið,
svo sem vera bar af góðum skíða-
manni. En Knutzen er þaulvanur
á skíðum frá heimkynnum sínum
í Noregi og hefur ekkert á móti
því, þegar tækifæri gefst, að
viðhalda þessari íþrótt.
En hér átti raunar ekki að
segja sögu af börnum. Hins vegar
var tækifærið gripið, þegar snjór
teppti allar leiðir á landi, að hitta
dýralæknirinn að máli og leggja
fyrir hann nokkrar spurningar.
Hinn vörpulegi Norðmaður, sem
hér hefur starfað um 3 ára skeið
fyrir bændastéttina, hefur áunnið
sér traust og virðingu í starfi.
Helztu búfjársjúkdómar.
Hverjir eru aðal búfjársjúk-
dómarnir í héraðinu?
Dýralæknirinn svarar því svo,
að fyrst megi nefna doða í kúm,
súrdoða, ófrjósemi og vöntunar-
sjúkdóma. Að vísu grípi þessir
sjúkdómar hver inn í annan, t. d.
beinaveiki og doði.
Er ekki hægt að fyrirbyggja
doða?
Það mun tæplega vera hægt,
segir Knutzen, svo að öruggt sé.
En heilbrigði kúnna byggist yfir-
leitt á því, að hirðingin sé í góðu
lagi í fjósunum og fóðrið sé hollt
og nægilegt og kemur þar margt
til greina. Aðalfóðrið er hey —
og það virðist vera mjög misjafnt
að gæðum. Bezta taðan er ágætt
fóður, en þegar á það skortir,
fara vöntunarsjúkdómarnir að
gert vart við sig, nema vel sé
staðið á verðinum.
Fóðurtöflur og uppskriftir.
Geta bændur ekki haft allmikil
not af fóðurtöflum þeim, sem oft
eru birtar til leiðbeininga?
Uppskriftirnar eru ekki ein-
hlítar þótt við þær megi styðjast,
segir dýralæknirinn, hvað snertir
aðalefli fóðursins og næring-
arþarfir búpeningsins. — En til
þess að búpeningurinn skili góð-
um afurðum, þarf einnig ýmis
smáefni, sem oft er vöntun á í
venjulegustu fóðurtegundum.
Steinefnablöndur eru fóður en
ekki nieðul.
Þar mun dýralæknirinn eiga
við hin margumtöluðu steinefni?
Já, segir Gudmund Knutzen.
Eg er búinn að tala um steinefni
við bændurna í þrjú ár. Mér
finnst stundum að eg hafi lítið
annað gert en tala um steinefni.
Það er vöntun á steinefnum, sem
veldur margvíslegum kvillum,
hinum svokölluðu vöntunarkvill-
um. Stcinefnablöndur cru fóður
en ckki meðöl, og þær ættu
bændur að gefa kúnum allt árið.
Innihald heyjanna er misjafnlega
auðugt af steinefnasamböndum,
án nánari greiningar hér. Yf-
irleitt er dálítill skammtur af
þessum steinefnablöndum, sem
hér fást, til bóta og mikils ör-
yggis-
Gudmund Knutzcn.
Hvað ráðleggur þú að gefa
mikið á dag hverri kú?
50—100 grömm. Mest síðasta
mánuðinn fyrir burð og einnig á
meðan kýrin skilar mestri mjólk.
Síðan tók Knutzen dæmi og
sagði: Kýr, sem mjólkar 25 kg. á
dag, á erfitt með að melta eins
mikið kalk og fosfor, og hún
þarf til mjólkurframleiðslunnar,
jafnvel þótt það sé til staðar í
fóðrinu, því að þar er það oft í
torleystum samböndum. Mjólk-
urlagin kýr leggur þá til af eigin
líkama og beinvefir hennar eyð-
ast þá af sama skapi og áður en
varir koma fyrstu einkenni stein-
efnavöntunar í Ijós.
Það virðist nauðsynlegt að
kýrnar geti safnað sem mestu af
steinefnum í líkama sinn að
sumrinu. Er það sem eins konar
varaforði til vetrarmánaðanna.
Og eg gleðst yfir því, segir dýra-
læknirinn, að flestir bændur
skilja þetta raunar mæta vel og
margir, þótt þeir séu of fáir enn-
þá, eru farnir að telja þetta sjálf-
sagðan lið í fóðruninni og gefa
steinefnablöndu allt árið.
KúakviIIar meiri nú cn áður.
Hvernig stendur á því, að alls
konar kúakvillar eru nú langtum
algengari en var fyrir 20—30 ár-
um?
Kýrnar mjólka víða helmingi
meira en áður, bæði vegna þess
að þær eru fóðraðar með há-
marksafurðir fyrir augum, m. a
með mikilli kjarnfóðurgjöf og
kynbæturnar hafa hnigið meira í
þá átt að fá mjólkurlagnar kýr en
hraustar. Með öðrum orðum, af-
urðagetan er meiri en hreystin.
Sumar ættir virðast næmar fyrir
beinaveiki, súrdoða og doða. —
er mjög algengt, bætir dýralækn-
irinn við, að „kultursygdommer"
geri vart við sig, eins og nú á sér
stað hér. Og rétt er að benda á
það um leið, að kindur hefðu
vissulega gott af ofurlitlum
skammti af steinefnablöndu.
Afllcysi í unglömbum.
Hvað viltu ráðleggja þeim
at'lleysi í lömbum hefur orðið
sauðfjárbændum að gera, sem
vart hjá undanfarin vor?
Undanfarin 2—3 vor hefur bor-
ið nokkuð á þessari veiki hér á
Akureyri og næsta nágrenni og
valdið töluverðu tjóni. — Sam-
kvæmt læknisfræðinni stafar
þetta af skorti á e-fjörefni. Þetta
er þó ekki örugglega rannsakað
ennþá. Veikin kemur einkum
fram, þar sem lömbin eru í húsi
og hafa litla hreyfingu fyrstu og
aðra vikuna. Þegar þeim er svo
hleypt út leika þau sér en eru
næsta dag orðin fárveik af afl-
leysi og drepast innan skamms.
Tel eg því til bóta, að snögg um-
skipti séu takmörkuð og áríðandi
er að unglömbin hafi næga hreyf
ingu strax. Ofurlítill síldarmjöls-
skammtur handa ánum virðist til
bóta gegn þessari veiki.
—o—
En er nú ekki komið nóg um
kúa- og lambasjúkdóma, segir
Gudmund Knutzen og lítur á
klukkuna. Hann þarf að sinna
sínum skyldustörfum, þótt lengri
ferðalög séu nær útilokuð vegna
ófærðar. En hann vonar að sér
gefizt tími til að skrifa smápistla
í blaðið um búfjársjúkdóma og
nokkrar ráðleggingar, sem bænd-
um gæti komið að einhverjum
notum. Er það þegið með þökk-
um.
Miðdegisverður kl. 2 að nóttu.
Er ekki oft mikið að gera?
Jú, sérstaklega á vorin. Oft
vinn eg þá 18 klukkutíma í sólar-
hring, og það hefur komið fyrir
nokkrum sinnum, að eg hef borð-
að hádegismatinn kl. 2 að nóttu.
Eg er samt ekki að kvarta yfir
þessu, síður en svo, því að eg er
hér til að starfa, og það er ánægju
legt að geta orðið að sem mestu
liði. Hér í Eyjafirði og annars
staðar, þar sem eg þekki til, er
gott fólk og ánægjulegt að starfa
fyrir bændurna. Eg hcf líka not-
ið íslenzkra vornótta. Margar
þeirra eru meira virði en svefn-
inn.
Þeir nota tækifærin.
Er oft kallað á þig að nauð-
synjalausu?
Nei, en stundum, þegar mest er
að gera á vorin, og eg er beðinn
að koma á ákveðinn stað, koma
kannski þó nokkrir nágrannar,
og vilja nota tækifærið. Dvelzt
mér þá miklu lengur en áætlað
var og verð eg þá á seinni skip-
unum á aðra staði, sem eg hef
í lofað að koma þann daginn. Þetta
inn er nægur. En stundum gæti
litið svo út að eg væri að lofa upp
í ermina mína, þegar eg kem ekki
á ákveðnum tíma á aðra staði og
sað þykir mér illt.
Samnefndir bæir villtu mig.
Hefur þú aldrei villzt á þess-
um ferðalögum þínum?
Ekki er það nú. En einu sinni
var eg beðinn að koma að Hall-
gilsstöðum og þegar þangað kom
var ekkert að. Mundi eg þá, að til
voru aðrir Hallgilsstaðir austur í
Fnjóskadal og sneri eg ferð minni
rangað. Þar beið sjúklingurinn
eftir mér. En nú er eg orðinn
kunnugur og samnefndir bæir
villa mig ekki lengur.
Nokkur ævintýr?
Nei, nei, segir dýralæknirinn
hlæjandi, ekki senr færandi eru í
frásögur. En þegar hann er spurð
ur að því, hvort hann hafi ekki
stundum þurft að taka skíðin
með í ferðalög, svarar hann, að
þess þurfi mjög sjaldan. Bílvegir
hafi ekki teppzt nema fáa daga á
vetri.
Eitt sinn var þó kallað á Knut-
zen austan úr Bárðardal. Þar var
kýr, sem ekki gat borið. — Lagði
hann af stað á jeppanum, en
komst skammt upp í Vaðlaheiði
vegna ófærðar. Hann sneri þá
heim til að sækja skíði. Gekk
hann síðan austur yfir í glans-
andi sólskini og ágætu skíðafæri.
Var útsýni hið fegursta og unun
að ganga í hinum hreina og
ósnortna snjó. Sigurður á Foss-
hóli hafði verið beðinn að fara á
móti lækninum. Komst hann all-
langt upp í heiðina austanverða,
gekk síðan upp á háheiði, en sá
ekki til mannaferða og sneri við.
Hann var í jeppabifreið og hrað-
aði sér niður að Skógum til að fá
S. 1. mánudagskvöld hélt K. A.
innanfélagssundmót og náðist
mjög góður árangur á mótinu,
og voru sett 3 Akureyrarmet:
4x50 m boðsund (skriðsund)
kvenna, 2.43.7 mín. í sveitinni
voru: Guðrún Sigurðardóttir,
Helga Haraldsdóttir, Þórveig
Káradóttir og Rósa Pálsdóttir.
í 4x50 m skriðsundi karla settu
met þeir: Hákon Eiríksson, Giss-
ur Helgason, Klaus Scheel og
Vernharður Jónsson og var tím-
inn 2.12.6. Eldra metið átti K.A.
2.14.8, sett 1936. — Loks setti
Eiríkur Ingvarsson nýtt met í
50 m baksundi og synti á 4.19 sek.
fréttir af ferðum dýralæknisins.
Tók hann hverja beygjuna af
annarri eins og leið liggur, en þá
kom Knutzen á heiðarbrúnina og
fór beint og bar hann ört yfir. —
Komu þeir nær samtimis í Skóga.
En dýralæknirinn þurfti ekki
lengra. Kálfurinn var fæddur í
Bárðardalnum.
Blaðið þakkar héraðsdýralækn-
inum samtalið og getur glatt
bændur með því, að síðar mun
hann skrifa greinar til fróðleiks
fyrir búendur.
E. D.
Sjónvarpið og börnin
Margir horfa nú vonaraugum
til þess tíma er sjónvarpið verður
almenningseign hér á landi. En
margir telja að það sé skammt
undan. Sérfræðingar brezka heil-
brigðismálaráðuneytisins hafa
komizt að þeirri niðurstöðu að
sjónvarpið hafi skaðleg áhrif þar
í landi á heilsu barnanna.
Augnlæknar telja engum efa
undirorpið að mörg börn þjáist af
augnveiki og ofþreytu í augum
vegna sjónvarpsins. — Læknum
þykja þó langar setur barna við
þetta undratæki ennþá viðsjálli
og hættulegri heilsu barnanna.
En yfirleitt kemur mönnum sam-
an um það, að sjónvarpið dragi úr
útivist barnanna og úr hreyfing-
um þeirra og þroska. Hins vegar
benda rannsóknir sérfræðinga
eindregið til þess, þrátt fyrir
sjónvarpið og afleiðingar þess, að
heilsa skólabarna sé óvenjugóð og
miklu betri en var fyrir 2—3 ára-
tugum.
Um staðfestingu á metum þess-
um er óvíst þar sem synt var í
innilauginni sem er aðeins 12.5 m
að lengd, en getan er greinilega
fyrir hendi og mun þetta efnilega
sundfólk ryðja flestum eldri met-
um þegar lögleg skilyrði eru fyrir
hendi, þ. e. a. s. 25 m laug. í bak-
sundi vakti hinn kornungi sund-
maður Björn Arason mikla at-
hygli fyrir frábæran stíl. Næsta
mánudag munu bringusunds-
meyjar félagsins, Súsanna Möller,
Svala Hermannsdóttir, Helga
Haraldsdóttir og Jónína Pálsdótt-
ir glíma við bringusundsmetin.
Ófrjósemin er að nokkru leyti
sambandi við þessa óhreysti. Það gerir auðvitað ekkert til ef tím-
Guðrún Sigurðardóttir, Þórveig Káradóttir, Hclga Haraldsdóttir og
Rósa Pálsdóttir.
Þrjú Akeyrarmef á sundmóti KA