Dagur - 06.03.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 06.03.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miSviku- daginn 13. marz. XXXX. árg. Akureyri, miSvikudaginn 6. marz 1957 10. tbl. I.andsgangan hófst á Akureyri kl. 4 e. h. síðastliðinn sunnudag. — Landsgangan hófs) í fögru veðri og ágætu skíðafæri sl sunnudag Landsgangan hófst á Akureyri i nokkru hafa ráðið þeirri svoköll- klukkan fjögur eftir hádegi á uðu landsgöngu er nú er háð um sunnudaginn. Skíðasnjór var | land allt og stendur yfir til apríl- Er þelta fegursli báfur sinnar sfærSar í Eldsvoði í Strandg. 23 Miklar vöruskemmdir loka. Er vonandi að þátttaka verði bæði mikil og jöfn um land allt. nægur og færi hið ákjósanlegasta. Fánar blöktu við hún hjá íþrótta- húsinu og hópur manna beið þess að hefja gönguna. Lúðrasveitin gat ekki leikið, svo sem þó hafði verið ráðgert, vegna frostsins. En formaður Skíðasambands íslands, Hermann Stefánsson, mælti nokk ur hvatningarorð. Hin 4 km. leið var merkt með flöggum og lá í stórum hring í of- anverðum bænum og var enda- markið við íþróttahúsið. Kepp- endurnir lögðu svo af stað og gengu í sólarátt við síðasta skin vestansólarinnar. Hér var ekki um kappgöngu að ræða, heldur mikið fremur skemmtigöngu, þar sem ungir og aldnir nutu útivist- ar á hreinhvítu nýsnævinu, en lögðu um leið þegnlega hlutdeild eil sigurs fyrir bæ sinn. Eftir hina miklu þjóðflutninga á íslandi frá sveit að sjó, lifii- nú meiri hluti landsmanna í þéttbýli. Sú hættr vofir yfir að 1000 ára aðlöðun landsins barna við móður náttúru sé innan stundar aðeins hverfa aukizt um helming — upp fölnað blað. Innistörfin krefjast í 5 millj. kr. árlegt framlag og sé ekki hinna daglegu samskipta við greitt til ársins 1981, í stað 1967 náttúru landsins og þeim tengsl- eins og áður var í lögum. um er hætta búin er voru sköp þjóðarinnar og hinn mikli skóli gegnum aldirnar. En þetta sam- band má aldrei rofna og til þess eru skíðaferðir og hvers konar útilíf og íþróttir hinar nauðsyn- legustu. Munu þessi sjónarmið að Klukkan 4.46 síðastliðna laug- ardagsnótt var slökkviliðið kallað að Strandgötu 23 hér í bæ. Var kviknað í kjallara hússins, þar sem var vörulager Herrabúðar- innar. — Var eldurinn slökktur fljótlega. Komst hann aðeins inn í verzlunina sjálfa og urðu þar miklar skemmdir af úða og reyk og. enn meiri í kjallaranum. Er tjónið mjög tilfinnanlegt, þar sem vörurnar eru mjög verðmætar. Húsið sjálftr er lítið skemmt. — Eldsupptök eru ókunn og er mál þetta í rannsókn og var ólokið í gær. íslenzka flotanum? Nýr bátur frá Skipasmíðastöð KEA - Eigend- urnir kunnir útgerðar og aflamenn í Olafsvík Fyrir stuttu hljóp af stokkunum nýr 54 smálesta bátur hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Hefur bátur þessi vakið at- hygli sjómanna og útgerðarmanna. Þykir hann mjög fallegur og líklegur til að vera gott sjóskip. Reynsluferð sína fór hann á laugardaginn var, þótt á væri stórhríð þann dag og þótti liinum nýju eigendum það ekki lakara til að reyna nýjan bát. Hins vegar vai' ekki ákjósanlegt myndatökuveður! Nýju eigendurnir eru frá Ól- afsvík, bræðurnir Víglundur og Tryggvi Jónssynir, kunnir at- hafna- og dugnaðarménn þar Áukin íramlög til ræktunar í sveitum landsins Samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnaz-innar um aukin framlög til ræktunar eru stórmerkar nýjungar, er verða munu til hagsbóta fyrir bændastéttina og þjóðina alla. Eru þessar helztar: 4 milljónum skal varið til rækt- unarframkvæmda á þessu ári á þeim jörðum er nú hafa of lítið ræktað land. Féð er veitt sem ó- afturkræft framlag. Síðan skal 5 millj. kr. árlega varið til slíkra framkvæmda næstu 5 árin. Skal landhámsstjóri hafa yfijiimsjón með þessum fjárveitingum. Þá er gert ráð fyrir að framlag ríkisins til nýbýla og byggða- Enn gerir frumvarpið ráð fyrir 25 þús. kr. framlagi til íbúðar- bygginga á nýbýlum til viðbótar, þar sem kostur nýbýlinga er hinn 1 erfiðasti. Ber ríkinu að leggja til þess millj. kr. árlega. Nýbýli skulu hafa 25 ha. land í stað 12 áður. Einnig eru gerðar meiri kröfur til beitilands en áður þótti nægja. Þessar breytingar o. fl. hlið- stæðar eru í samræmi við álykt- un síðasta flokksþings Framsókn- armanna. Með þeim er stórt spor stigið í byggingar- og ræktunarmálum sveitanna. Sérstaka athyoli vek- ur hinn stóraukni stuðningur við smærri búin. Þar kreppir skórinn harðast að meðal bændastéttarinnar. Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari. vestra. sunnudaoinn O Héldu þeir af stað á og hugðust fara fyrsta róðurinn í gær. Skipið, sem kjölur var lagður að í-maí í vor hefur hlotið nafnið Jökull og er 54 smálestir að stærð og búinn öllum nýtízku öryggis- og siglingatækjum m. a. þýzkum dýptarmæli þeim fyrsta sinnar tegundar sem settur er í bát hér á landi. Vélin er 280 hestafla Lister-dieselvél og 16 hestafla ljósavél með 6 kw. rafal. jj,Ennfremur er 3 kw. rafall tengd- ur við aðalvél. Vindurnar eru <r ■ vökvadrifnar. Teikningar gerði Tryggvi Gunnarsson skipasmíða- meistari og sá um alla smíðina. Hefur hann áunnið sér mikið traust fyrir vandvirkni og hag- sýni í iðn sinni. Járnsmíði ann- aðist Oddi h.f. raflagnir Raf- lagnadeild KEA miðstöð Mið- stöðvadeild KEA. Um 20 manns vinna nú hjá Skipasmíðastöð KEA og eru 3 dekkbátar og nokkrir hringnóta- bátár í smíðum. Stöðin smíðar einnig innréttingar hurðir og glugga og starfa 2 smiðanna ein- við það. Mun fyrirhugað efla þá grein verulega. Happa- Snæfell er stærst þeirra skipa er frá stöðinni hafa komið, •um 160 smálestir að stærð. Alit hinna nýju eigenda. I “ . . í viðtali sem blaðið átti við I Ólafsvíkingana, létu þeir í ljósi ánægju sína yfir hinu nýja skipi. Hingað til Akureyrar hefðu þeir leitað fyrir sér um smíði á nýjum bát, vegna þeirr ar reynslu vestur frá, er fengin væri af bátum frá Skipasmíða- stöð KEA. En þeir líkuðu með ágætum vel. Lögðu þeir áherzlu á að bátar frá þessari skipasmíðastöð tryggðu sjó- mönnum betri aðbúnað en víð- ast væri fyrir liendi á hlið- stæðum bátum og væri það mikils vert. Þá mundi tæplega þurfa að hafa áhyggjur af (Framhald á 8. síðu.) Öskudag iirinn er 1 í dag er öskudagurinn, hinn ár- legi fjársöfnunardagur Rauða kross íslands. Víða um land eru seld merki dagsins til eflingar hinum margþættu mannúðarmál um. Ungir Akureyringar hafa lengi haft þann sið á öskudaginn að klæðast skraut- og gerfibúning- um margs konar og fara í stórum hópum um bæinn með söng og hljóðpípublæstri. Nýji báturinn JökuII frá Skipasmíðastöð KEA. — Myndirnar. sem felldar eru inn í, eru af Víglundi Jónssyni, t. h., útgerðarmanni, og Tryggva Jónssyni, t. v.. formanni, eigendum bátsins. Þriðji bróðir- irinn er Trausti og er hami véiamaður. — (Ljósmynd P. B. Þrjú skip búast á togveiðar Verið er að búa 3 skip frá Ak- ureyri til togveiða fyrir Norður- landi. Eru það Snæfell, Súlan og Kópur. Tvö þau síðarnefndu eru á för- um, en Snæfell mun verða tilbú- ið litlu síðar. Aflann munu þessi skip leggja upp á Eyjafjarðarhöfnum. Tog- veiðar hafa gefið sæmilega góða raun síðustu vetur, og er nú af mörgum talið líklegt, að fiskur sé að glæðast fyrir Norðurlandi hin síðari ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.