Dagur - 06.03.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 6. marz 1957
D AG U R
7
NÝJA-BÍÓ
Aðgöngumiðasala opin kl. 7—9.
Sími 1285.
í kvölcl kl. 9:
Shake Rattle and
Rock
Fyrsta ROCK-MYNDIN,
sem sýnd er á' Akureyri.
Þetta er mynd fyrir alla á
aldrinum 7—70 ára.
Seinna i vikunni:
Mynd, sem allir hafa beðið
eftir:
Maðurinn með gullna
arminn
Hin lieimsfræga kvikmynd^
með FRANK SINATRA,
sem fékk Oscar-verðlaun
fyrir leik sinni í myndinni.
Laugardag kl. 5 og 9:
Brúðkaupsferðin
Þáttur Sveins Ásgeirssonar og
snillinganna.
Uppselt.
Pantanir óskast sóttar fyrir
kl. 4 á 5 sýningu og fyrir kl.
6 á 9 sýningu. Annars seld-
ir öðrum.
Um helgina:
í djúpi Rauðaliafsins
Ovenju vel gerð neðansjávar-
kvikmynd.
Héðan til eilífðar
(From Here to Eternity.)
Myndin er gerð eftir hinni
víðlesnu skáldsögu James Jo-
nes. Auk þess að þessi mynd
var valin bezta mynd ársins
1953 hefur hún hlotið 8 önnur
heiðursverðlaun.
Aðalhlutverk:
BURT LANCESTER,
MONTGOMERY CLIFT,
deborrah KERR,
DONNA REEIl,
FRANK SINATRA.
Herbergi til leigu
Lítið herbergi er til leigu
nú þegar í Grænumýri 12.
Nýkomið
Þykk pils,
rauð, grá, blá,
blágræn, brún.
Verð frá kr. 250.00.
Verzlunin DRÍFA
Sími 1521.
DÖMUJAKKAR
NÝ GERÐ.
DÖMUPEYSUR
svartar, háar í háls
og flegnar.
Verzlunin DRÍFA
Sími1521
Áskriffarsími TÍMANS á
Akureyri er 1166
NYKOMNAR VORUR:
Slétt flauel,
grænt, rautt.
Rifflað flauel,
rautt, blátt, grænt, brúnt
Cretonne glugga-
tjaldaefni, 120 cmbr.,
á aðeins kr. 20.00 pr. m.
Molskinn
Vinnufataefni
Flónel,
einlitt, hvítt, bleikt.
Hvít léreft,
80, 90, 140 cm breið.
Sirz, m. litir og gerðir
Vaxdúkur, m. litir.
Dúnhelt léreft
Fiðurhelt léreft
o. m. fl.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Dalvikingar! Nærsveitamenn!
Rýmingarsala frá og með 6, þ. m. Opið frá kl. 1—6. —
Mikill afsláttur á sportskyrtum drengja, kvennælon-
blússum, skófatnaði, metravöru o. fl.
Verzlun Jóhanns F. Gunnlaugssonar
Dalvík. — Sími 76.
Hús tii söIu
Húseignin Norðurgata 46-er til sölu. í húsinu eru 4
herbergi, eldhús og geymsla.
Nánari upplýsingar í síma 2.172 kl. 5—7 síðdegis.
- Gömul saga
(Framhald af 5. síðu.)
snjóskafla. Birta sólarinnar skar
í augun er hún kastaðist frá
snjónum, þar sem hann enn var
hvítur.
Jón sagði mér líka, að hún
Manga væri flutt á neðri hæðina
í húsinu hjá honum, með krakk-
ana þrjá.
„Mikill dugnaðarforkur hún
Manga, það held ég. E-he — hún
bað mig að kaupa fyrir sig eitt-
hvað efni í kjól. Nylon heitir það
víst.“ Hann brosti út undir eyru.
„Einhvern tíma á nú að klæða sig
upp á.“ Hann gaf mér kumpána-
legt olnbogaskot og það hlakkaði
í honum.
„Jæja,“ sagði eg og þóttist
ekkert skilja.
„Oja, já, þannig er nú það.“
Nú fannst mér minn tími kom-
inn, svo að eg bað hann að lána
mér hundrað kall, „svona rétt í
bráðina. Eg þarf að snara út fyrir
nokkrum bókum,“ sagði eg og
bar ótt á.
Hann brosti ennþá sínu vin-
gjarnlega og sérstæða brosi.
„Jæja, ljúfurinn. Er hann pabbi
þinn naumur á peningana við
þig?“
„Ja — ne-nei,“ sagði eg, „svo
vinn eg líka á sumrin en.. .
Eg þagnaði, því að eg sá að
hann var búinn að taka upp
gömlu budduna sína og byrjaður
að losa teygjurnar utan af henni.
Svo dró hann upp úr einu hólf-
inu tvo velkta hundrað krónu
seðla, slétti úr þeim og rétti mér.
Eg sá að þetta voru einu pening-
arnir, sem hann hafði á sér. —
En það var eins og hann tæki
ekki eftir því, en vafði teygju-
böndunum vandlega utan um
budduna á ný.
„Þakka þér kærlega fyrir,“
sagði eg, „þetta kemur sér vel.
En.... “
„Já blessaður strákurinn. Þetta
er ekki neitt.“
En hvernig er það með efnið
hennar Möngu?“ spurði eg.
Hann hrökk við.
Jú. — Jú, það er víst rétt. . ..“
Augnaráðið var allt í einu orð-
ið flóttalegt. — „Eg held eg sleppi
því núna.“
Hann reyndi að brosa, en bros-
ið varð að glotti. Þegar hann
kvaddi og gekk í burtu, sá eg að
þetta var gamall maður, sem
hafði verið fátækur alla sína ævi.
Kannski aldrei eins fátækur og
nú. Hann fór með áætlunarbíln-
um klukkan sex.
Það var ekki fyrr en um kvöld-
ið, um það leyti, sem tapparnir
flugu úr flöskunum ,sem keyptar
voi-u fyrir peningana hans Jóns
gamla, að eg hætti að hugsa um
þennan einkennilega mann.
Löngu síðar frétti eg að Manga
væri gift gömlum bónda í næstu
sýslu.
Pétur Jónsson.
□ Rún 5957367 — Frl.: Atg.:
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Sálmar nr. 275 — 337 — 62 — 413
og 114 .— K. R.
Sunnudagaskóli Ak.kirkju er á
sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h.
Tólfta mynd. 5 og 6 ára börn í
kapellunni, 7—13 ára börn í
kirkjunni.
Fundur á sunnud.
kemur í stúlknadeild
kl. 5 e. h. Munið eftir
handavinnunni. Gull
bráarsveitin sér um fundarefni.
Föstuguðsþjónusta í kvöld kl.
8.30. Fólk er vinsaml. beðið um
að hafa með sér Passíusálmana.
Frá K. F. U. K. Sameiginlegur
fundur fyrir A. D. og U. D. verð-
ur í kristniboðshúsinu Zíon í
kvöld kl. 8.30. Sýnd verður kvik-
myndin „Fólgnir fjársjóðir.. —
Telpum úr yngstu deild er boðið
á fundinn, en þess er óskað að
þær komi í fylgd með mæðrum
sínum. — Allar stúlkur og konur
eru innilega velkomnar!
Frá starfinu í Zíon. — Almenn
samkoma sunnud. kl. 8.30 e. h. —
Olafur Olafsson talar. Samveru-
stund laugardagskvöld kl. 9. —
Allir velkomnir!
S. R. A. Stökkkeppni fer fram
næstk. laugardag 9. þ. m. kl. 4 e.
h. í stökkbrautinni fyrir ofan
Aðalstræti 64. Farið er upp að
stökkbrautinni norðan við Kirkju
hvol (Aðalstræti 62). Aðgangur
kostar kr. 5 fyrir fullorðna. Kom-
ið og sjáið skemmtilega stökk-
keppni. — S. R. A.
St. Brynja heldur skemrati- og
spilafund í Varðborg næstk.
fimmtudag, 7. þ. m., kl. 8.30 e. h.
Mætið stundvíslega. Æðstitempl-
ar.
Húsnæði
Reglusamur maður óskar
eftir herbergi með húsgögn-
um frá 1. aprll næstk. Til-
boð merkt: „Reglusamur
leggist inn á afgr. blaðsins
sem fyrst.
K.A.-félagar! Stjórnin
skorar. á alla meðlimi
félagsins að taka þátt í
Landsgöngunni. Gengið
er daglega frá kl. 5—7 e.
íþróttahúsið. — Þá eru
knattspyrnumenn úr meistarafl.
minntir á, að þýzki þjálfarinn er
kominn og æfingar á vegum K.
R. A. eru nú að hefjast af fullum
krafti. Stjórn K. A.
Kvenfélagið Framtíðin heldur
fund föstud. 8. marz í Kvenna-
skólanum kl. 8.30. Hafið með
ykkur brauð. — Stjórnin.
Bréfaskipti. Þýzk íþróttakona,
18 ára gömul, óskar eftir bréfa-
skiptum við mann á svipuðum
aldri. Nafn hennar er:
Christel Lange,
Hilden, Diisseldorf,
Dusseldorfer-str. 45.
Skógræktarfélag Tjarnargerðis
heldur félagsfund að Stefni
þriðjud. 12. marz kl. 8.30 e. h. —
Skemmtiatriði. Takið kaffi með.
Stjórnin.
Húnvetningafélagið heldur að-
alfund í Ásgarði á morgun. Sjá
augl. í blaðinu í dag.
Landsgangan fer daglega fram
hér á Akureyri kl. 5.30—7 e. h.,
nema á laugardögum og sunnu-
dögum kl. 1.30—6 e. h.
Slysavarnafélagskonur! Munið
áður auglýstan fund í Alþýðu-
húsinu fimmtud. 7. þ. m. kl. 8.30.
Menningar- og friðarsamtök
ísl. kvenna á Akureyri halda al-
mennan fund í Alþýðuhúsinu n.k.
föstudag. Sjá augl. á öðrum stað
í blaðinu í dag.
Nýtt sundnámskeið fyrir börn
kl. 9—10 á þriðjudags- og
fimmtudagsmorgun. Upplýsingar
í síma 2260.
íslenzkf sjónvarp undirbúið
Útvarpsráð samþykkti á fundi
sínum nýlega að Ríkisútvai-pið
byrjaði þegar undirbúning að því
að koma hér á fót sjónvarpi.
Skyldi leitað nákvæmra upplýs-
inga um kostnað og annað, er lýt-
ur að því að reisa sjónvarpsstöð
og reka sjónvarp. Þeir Benedikt
Gröndal, formaður útvarpsráðs,
og Vilhjálmur Þ. Gíslason, út-
varpsstjóri skýrðu frá þessu í
viðtali í fréttaauka útvarpsins.
Útvarpsstjóri benti á það í við-
talinu, að útvarpið hefði áður
haft með höndum athugun á
möguleikum á því að koma hér
upp sjónvarpi fyrir 25 ára afmæli
þess. Formaður útvarpsráðs kvað
hugsanlegt, ef allt gengi að ósk-
Felleg einlit kjólaefni
í FERMINGARKJÓLA
NÝKOMIN.
Dömu og barnahúfur
i fjölbreyttu úrvali.
Ullarvettlingar
og höfuðklútar.
ANNA & FREYJA.
um, að hægt væri að hefja hið
íslenzka sjónvarp eftir 2—2Vz ár,
en þó taldi hann verið geta, að
það drægist lengur. Fyrst í stað
kvað hann sjónvarpsdagskrána
vart verða lengri en 1—2 klst. á
dag. Hann sagði og, að sjónvarps-
tækni fleygði nú svo fram, að
nauðsyn bæri til, að íslenzkir sér-
fræðmgar yrðu látnir fylgjast
með henni og kynna sér það allra
nýjasta henni viðvíkjandi, jafn-
harðan og fram kæmi.
BREF TIL KENNARA.
(Framhald af 4. síðu.)
kvæðið til þess að geta lesið betur
upp í skólanum. — Gott er að
prófa svo leshraðann á léttu,
ólesnu efni, t. d. gömlum próf-
blöðum, — á mánaðar fresti. —
Ef framför er sýnileg, eykst vilja-
þrek barnsins og framförin verð-
ur meiri á jafnlöngum tíma næst.
Takmarkið við lestrarkennsluna
er í raun og veru tvíþætt. — Að
öðru leyti þarf að keppa að því,
að nemandinn nái hæfilegum les-
hi-aða og skýrum, fögrum fram-
burði, en að hinu leytinu, að
nemandinn verði fær um að ná
sem mestu efni á sem stytztum
tíma með hljóðlestri.11
(Framhald.)