Dagur - 06.03.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 06.03.1957, Blaðsíða 8
» Daguk Miðvikudaginn 6. marz 1957 Sjómannastéttin gerir hreint fyrir sínum dyrum Hrindir níðskrifum íhaldsins um Hamrafell í síðasta heíti Sjómanna- blaðsins Víkingur, sem er ný- komið hingað norður, segir svo um deilumar um farmgjöld m.s. Hamrafclls: „Forystumenn Sambands ísl. samvinnufélaga og Olíufélags- ins h.f. hafa með þessum skipa- kaupum leyst stórt hlutverk, sem öll þjóðin mætti virða að verðugu. Og íslenzk sjómanna- stétt hefur ekki látið sitt eftir liggja. Það hefur ávallt verið taiið, að til þess að starfrækja svo stórt olíuskip, þyrfti sér- menntaða sjómenn og flciri mánaða þjálfun. En íslenzka skipshöfnin, sem tók við Hamra fellinu, náði því á örskömmum tíina að starfrækja skipið.... Ef skipakaupin liefðu tekizt einu eða tveimur árum fyrr, hefði slíkt skip kostað um 20 milljónum króna minna. En það samsvarar því, að ef strax hefði verið hægt að tryggja kaup á skipi þegar áformað var, hefði mátt fá tvö skip fyrir sama verð og eitt nú. Þá hefð um við staðið nærri því að eiga nú skipakost til að flytja nær- fellt alla olíu til landsins á eig- in skipum, og hefði það senni- lega sparað okkur aðrar 20 milljónir króna, sem við höfum á þessum tíma greitt útlend- ingum í farmgjöld fyrir olíu og sjáum aldrei eyri af aftur. En svo undarlega bregður við, að þetta glæsilega afrek í siglingamálum íslendinga er að hverfa þjóðinni á fyrstu vikun- um eftir komu skipsins til landsins í moldviðri pólitiskra gjörninga. Farmgjöld skipsins, sem eru lægri en skipanna sem sigla á sömu leiðum með sams konar farm, en lægri tilkostnað, heita „okur“ og dugur forystumann- anna „glæpur“.“ Grein sú, er þessi orð eru tekin úr, birtist eins og áður er sagt, í Sjómannablaðinu Vík- ingi, síðasta hefti. Þar hefur sjómannastéttin gert hreint fyrir stnum dyrum. - Er þetta fegursti bátur flotans? Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1957 afgreitt á Alþingi Niðurstöðutölur 811.6 milljónir króna Á hinum nýju fjárlögum eru ráðgerð stóraukin framlög til raf- væðingar. Ber þar að nefna 10 millj. kr. hækkun til Raforku- sjóðs og 10 millj. kr. hækkun til atvinnubóta. Þá er ákveðin 8 millj. kr. upphæð til aukinnar aðstoðar við ræktun og landnám. Þá er tvöfaldað framlag til Bygg- ingasjóðs kaupstaða og kauptúna. Hækkar sá liður um 1.957 millj. kr. Framlag til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði er hækk- að um eina milljón kr. Framlag til Iðnlánasjóðs hækkar um eina millj.kr. Framlag til sjúkrahúsa hækkar um eina milljón. Fé, sem átælað er að verja til þess að leita að nýjum fiskimiðum er hækkað um 250 þús. og til skurðgröfu- kaupa um 350 þús. Þá er nýr liður, þar sem gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn- inni sé heimilað að ábyrgjast allt að 4 millj. kr. lán til skipa- Frá Holmenkollen- mótinu smíðastöðva til bátasmíði inn- anlands. Þá er komin inn í frumvarpið mjög mikilvæg tillaga um ráð- stöfun skuldabréfa vegna Bjarg- ráðasjóðs og fleiri aðila, vegna lánveitinga í sambandi við snjóa- veturinn mikla á Norðausturlandi og óþurrkana sunnanlands og vestan, og ennfremur vegna lána, er ríkissjóður er ábyrgur fyrir, yegna viðgerða á þurrafúa í skip- um. í'fiðurstöður eru 811.602 millj. kr. og gert ráð fyrir 1.4 millj. kr. greiðsluafgangi. Bændaklúbburinn lieldur fund næsta mánudags- kvöld, þ. 11. þ. m., að Hótel KEA kl. 21. — Gudmund . Knutzen, dýralæknir, talar um búfjársjúkdóma. — Aðalfundi Bændafélags Eyfirðingaí sem fyrirhugað var að halda þcnnan dag, verður frestað. Vegir lokuðust á laugardag Húsavík 4. marz. Allir vegir lokuðust á laugar- daginn en mjólkurbílar brutust til Húasvíkur með hjálp ýtu og komust þangað sl. mánudags- nótt. Hagbarður aflaði 93 skippund í febrúar og Hrönn 89 skippund. Héraðsbúar hyggja á stofnun pjólkursamlags að Egilssföðum (Framhald af 1. síðu.) miklum viðhaldskostnaði fyrstu 8—10 árin, ef ekkert sérstakt óhapp kæmi fyrir. Þegar blaðið spurði á hverju það byggðist einkum, voru svörin þau, að þar sem skipa- siníði væri framkvæmd í smáu og stóru eins og hér hefði verið gert, af ýtrustu vandvirkni, bæði í efnisvali, vinnu og hag- sýnum frágangi, væri reynslan sú, að viðhaldskostnaður væri sáralítill mörg fyrstu árin. — Fullyrti Víglundur að leitun mundi á slikum bát í íslenzka flotanum, miðað þó við þessa algengu stærð, og meðeigandi hans og bróðir, Tryggvi afla- kóngur í Ólafsvík, sagði það vera einstakt og ósæmilegt vanmat á góðum vinnubrögðum ef slíkt smíði væri ekki viður- kennt. Þessi umsögn hinna þaulvönu sjómanna og útgerðarmanna, er athyglisverð, og hefur reynzlan af öðrum bátum og skipum frá Skipasmíðastöð KEA raunar sannað hana. Við Eyjafjörð hefur um langan aldur verið kostur góðra bátasmiða allt frá því að Þorsteinn á Skipaláni hóf þil- skipasmíði sem kunnugt er. Tvöfalt gleðiefni. Það þykir jafnan fagnaðai’efni þegar nýtt skip bætist í íslenzka flotann. Slíkt er þó tvöfalt gleði- efni þegar smiðin er framkvæmd af innlendum skipasmiðum svo sem sér var gert. Vert er að vekja athygli á því, að innlendur skipasmíðaiðnaður hefur að nokkru verið fyrir borð borinn og er það til hins mesta tjóps. Ekki er trútt um að vald- hafar þjóðarinnar í þessum mál- um hafi verið óþarflega gin- keyptir fyrir sterkum auglýs ingaáróðri erlendis frá en síður munað eftir innlendum skipa smiðum og skipasmíðastöðvum. Einnig virðist á skorta félagsleg sanitök innlendrá skipasmíða- stöðva. norðan á Snæfellsnesi vestan- verðu. íbúar eru á áttunda hundrað og hefur fjölgað um ná- lega helming á 12—15 árum. Þar var fremur lítið um dýrðir fram til 1940 eða þar um bil, en síðan hafa hinir ótrúlegustu hlutir gerzt þar í framkvæmdum. Segja má að staðurinn hafi verið byggður upp á þessum tíma. Þar eru tvö hraðfrystihús og saltfisk- verkunarstöð, 12 bátar eru gerðir þar út í vetur og hefur afli verið mikill. Hafnarskilyrðin eru góð, en allmikið átak þarf að gera svo að vaxandi bátafloti hafi viðun- andi aðstöðu. Þær endurbætur, sem gerðai' hafa verið, vega ekki einu sinni upp á móti því hve bátunum fjölgar ört. Atvinna hefur verið geysimikil mörg undanfarin ár og jafnan þurft að ráðá margt aðkomu- manna. Hjá Víglundi Jónssyni vinna nú til dæmis 20 Færeying- ar, en alls munu þeir vera um 100 á staðnum. Sennilega mun hvergi á land- mu hafa fengist hlútfallslega jafnmikill afli og í Ólafsvík mörg undanfarin ár. Hin öra þróun byggist á feng- sælum miðum og framtakssömu fólki. E. D. Frammistagða íslendinga í Holmenkollenmótinu var góð í bruni. Marta Guðmundsdóttir, ísaf- firði varð nr. 8. Haukur Sigufðsson, Isafirði, varð nr. 21. Svanberg Þórðarson, Reykja- víkvarð nr. 25. Jóhann Vilbei'gsson, Siglufirði, varð nr. 26. Kristinn Benediktsson, ísafirði, varð nr. 29. Sigtryggur Sigtryggsson, Akui'- eyri, varð nr. 36. Eysteinn Þórðarson, Reykjavík, varð nr. 42. Keppendur voru um 80. Stórsvigið féll niður vegna snjóleysis, og frammistaða ís- lendinga í svigi var léleg. Á nýlega afstöðnum fundi að Egilsstöðum, þar sem mættir voru-bændur úr flestum hrepp- Í um sýslunnar, var rætt um stofn- un mjólkurbús að Egilsstöðum. Þar ;ýar;- stofnsett rjómabú fyrir nokkrum árum. Síðan hefur mjólkuí'framleiðslan farið vax- andi, en skilyrði vantar til fullrar nýtingar mjólkurinnar, þar sem einungis er tekið á móti rjóma til vinnslu. Satnkvæmt frásögn Austra um þetta mál, liggja þegar fyrir teikningar að hinni fyi'irhuguðu stöð. Ennfremur upplýsti kaupfé- lagsstjórinn, Þorsteinn Jónsson, að Kaupfélag Héraðsbúa hefði Haglaust og harðindi Ófeigsstöðum, 23. febr. Mikil harðindi eru nú þessa síðustu* daga og fé á gjöf. Hér í hréppnum er haglaust með öllu, nema ef vera kynni í Djöflaskál. þegar keypt flestar þær vélar, er þörf er á, og væru þær komnar austur. Nefnd, kjörin á fyrrnefndum fundi, er falið að undii'búa mál þetta. Vilja menn hraða fram kvæmdum eins og auðið er. Daiii hlutskarpastur í Sidney í Ástralíu er í ráði að reisa óperuhús mikið, og vai' efnt til samkeppni meðal arkitekta víða um heim um uppdi'átt að húsinu. í endaðan janúar voru úrslitin birt. Alls bárust 932 teikningar, en hlutskarpastur varð ungur, danskur arkitekt, Jörn Utzon að nafni, og er teikn- ing hans, sem birt hefur verið í dönskum blöðum, mjög nýtízku- leg,' en stílhrein og fögur. Danskir arkitektar vinna oft verðlaun í alþjóðlegum keppnum og eru í miklu áliti. Framtakssamt fólk og fengsæl mið. Beztu árnaðaróskir fylgja Jökli oo- eigendum hans til heimahafn- ar í Ólafsvík og vonandi færir hann mikla björg í bú af hinum fengsælu miðum við Snæfellsnes. Ólafsvík er sem kunnugt er, Hvar eru hanarnir? í hvert sinn og snjóar eitthvað að ráði, fara brunahanarnir í kaf. Koma þeir þá ekki að tilætluðum notum, ef til þarf að taka. Enn- fremur hverfa niðurföllin á göt- um bæjarins í fyrstu snjóum og verður oft leit úr, þegar hlákur koma og beina þarf vatnselgnum í göturæsin. Efalust munu teikn- ingar vera til af brunahönum og niðurföllum. En væri ekki ólíkt skynsamlegra að setja upp steng- ur er örugglega stæðu upp úr snjónum, er vísuðu með skilti á brunahana og niðurföll? — T. d. væri sýnt með ör, 4 m. bruna- hani, 2 m. niðurfall o. s. frv. Loðnan gengin að Suðurlandi Loðnan er nú gengin að land- inu sunnan og suðaustanverðu og skipti þegar um til hins betra í aflabrögðum. 33 msllj, kr. fil fiugvélakaupa Á föstudaginn var samþ. á Al- þingi að veita Flugfélagi íslands 33 millj. króna ríkisábyrgð til kaupa á tveim nýjum og mjög fullkomnum flugvélum til milli- landaferða. Á Flugfélagið þess kost að kaupa 2 fjögurra hreyfla Vicker’s Visecount gerð. Á þeim er 2ja ára afgreiðslufrestui' en af sér- stökum ástæðum er hægt að fá vélar, þessar nú þegar, nýjar og ónotaðar. Eru þær taldar mjög fullkomnar að gerð og eru mjög eftirsóttar á heimsmarkaðinum. eru þær því líklegar til að henta vel ísl. flugfélagi og verða enn merkur áfangi í flugmálum ís- lendinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.