Dagur


Dagur - 27.03.1957, Qupperneq 8

Dagur - 27.03.1957, Qupperneq 8
8 Bagur Miðvikudagisui 27. marz 1957 Ymis fíSindi úr nágrannabyggðum Verkun misgamifs fisks verður að miðasf ví§ yngsta fiskinn Viðtal við Bergsvein Á. Bergsveinsson fiskim.stj. Bjargað frá drukkniin Dalvík, 26. marz. Sá atburður varð í Dalvík fyrir stuttu, að 6 ára drengur, Jón Steingrímsson, Grímsnesi, féll í sjóinn milli báts og bryggju. — Aldraður sjómaður varð þessa var og gerði nærstöddum sjó- mönnum aðvart. Einn þeirra, Þorsteinn Kristinsson, stakk sér þegar til sunds og bjargaði drengnum. Var hann þá meðvit- undarlaus orðinn, en flaut í sjón- um vegna þess að loft hafði kom- ist í Hekluúlpuna, sem hann var í. — Læknir kom þegar og báru lífgunartilraunir fljótt árangur. Frá Dalvík eru gerðir út 3 dekkbátar frá áramótum: Freyja, Skíði og Hafþór. Ógæftir hamla veiðum. Elzti maður, sem þreytt hefur Landsgönguna í Dalvík, er Þor- leifur Jóhannsson, 84 ára, en 5 börn 3ja ára hafa lokið göngunni, og er áhugi yfirleitt mikill. Má m. a. marka hann af því, að kon- ur, sem aldrei áður hafa stigið á skíði, hafa lokið göngunni. Færi er orðið gott til Akureyr- ar, en fram í dalina hefur ekki verið skafið, og er þar illfært og ófært nema stórum trukkbílum. Sæluvika Skagfirðiuga Sauðárkróki, 26. marz. Samgöngur eru nú greiðar orðnar í Skagafirði og ekki mik- ill snjór. Sæluvikunni var frestað þar áður vegna snjóa á vegum, en hefur nú verið ákveðin í næstu viku. Verður þar margt til skemmtunar og búizt við fjöl- menni, verði veður hagstæð. Leikfélag Sauðái-króks sýnir sjónleikinn Gasljós undir leik- stjórn Eyþórs Stefánssonar öll kvöldin. Verkamannafél. Fram frumsýnir Förina til Brazilíu eftir Agnar Þórðarson á föstudaginn, Karlakórinn Heimir syngur undir stjórn Jóns Björnssonar á Haf- steinsst. Þá gengst stúdentafé- lagið fyrir málfundi, þar sem frummælandi verður Guðm. G. Hagalín. Kvikmyndasýningar verða margar og dansað öll kvöld frá miðvikudegi að telja. Skíðanámskeið í Ólafsfirði Ólafsfirði 26. niarz. Þriggja vikna skíðanámskeið hefur staðið yfir í Ólafsfirði með mikilli þátttöku og undir stjórn Matthíasar Gestssonar frá Siglu- firði. Sýndi hann dugnað, þótt veður væru válynd.. Námskeið- inu lauk með mjög fjölmennu skíðamóti. Beztum árangri náði Bjarnþór Ólafsson. Stökk hann 43 metra. í norrænni tvíkeppni hlaut hann 436,5 stig. Gunnólfur landaði fyrir viku 15- tonnum af fiski eftir 5 daga útivist. Hann kom aftur í gær (mánudag) með 17 tonn eftir 3 daga. Norðlendingur landaði hér 182 tonnum. Hraðírystihús Ólafs- fjarðar og þurrkvinnslustöð Magnúsar Gamalíelssonar tóku á móti aflanum að mestu. Atvinna en nokkur, en hefur verið lítil að undanförnu. Um 300 manns hafa ! lokið Landsgöngunni. Elztur er Arni Björnsson, fyrrv. gjaldkeri Sjúkrasamlagsins, og er hann 80 ára. Yngstur er Gylfi Ragnarsson 3ja ára. Þrymur syngur í Húsavík Húsavík, 26. marz. Karlakórinn Þrymur í Húsavík hélt samsöng í Húsavíkurkirkju á föstudaginn var við mikla aðsókn og ánægju. Á söngskránni voru 12 lög ,cg þeirra á meðal eitt eftir söngstjórann, Sigurð Sigurjóns- son. Undirleikari var Björg Frið- riksdóttir, og einsöngvarar: Ingvar Þórarinsson, Eysteinn Sigurjónsson og Bjarni Sigur- jónsson. Á laugardaginn áttu silfur- brúðkaup merkishjónin Elín Jónsdóttir og Gunnar Maríusson bóndi. Margt fólk heimsótti þau þennan dag. Enda eru þau frænda- og vinamörg. Þeim hjón- um var íært að gjöf vandað út- varpstæki. Eiiivísíisskákin D Einvígisskák þeirra Hermanns Pilniks og Friðriks Ólafssonar lauk á sunnudaginn. Jafntefli varð eftir þessar 6 skákir og vann hvítt allar skákirnar. Þeir munu nú tefla tvær skák- ir til viðbótar og mun sú fyrri verða teíld í kvöld. Einvígisskákinni hefur verið veitt athygli um land allt af ung- um og gömlum og hafa þær án efa enn á ný glætt skákáhuga almennings. — Pilnik og Friðrik eru báðir skáksnillingar á heims- mælikvarða og hafa skákir þeirra allar birzt í sunnanblöðunum. Umræðum um Útgerðarfélag Akureyringa h.f. heldur enn áfram manna á milli og í blöðum bæjarins. Er vel að áhugi manna beinist að svo þýðingarmiklum málum og sýnir raunar hver ítök þessi stofnun á í hugum manna. Enda er Útgerðarfélagið sterkur þáttur í atvinnulífi og afkomu fjölda bæjarbúa. Opinberar umræður, og þar með talin rökstudd gagnrýni á stjórn og störf fyrirtækisins ættu að vera jákvæðar fyrir stofnun- ina í heild. En umræður hafa snúizt mjög ákveðið að einum þætti ,saltfiskverkuninni, og hef- ur þar mikið borið á milli. Blaðið greip því tækifærið, þegar fiskimatsstjórinn, Berg- sveinn Á. Bergsveinsson, var hér nýlega staddur og lagði fyrir r Opemsöngkonaii Nanna Egils Björnsson syngur á vegum tónlistarfélagsins næstk. fimmtudag, 28. marz, í Nýja-Býó kl. 9 fyrir styrktarfé- laga og gésti. — Við hljóðfærið verður hinn góðkunni píanóleik- ari F. Weisshappel. Frú Nanna Egils hefur ekki sungið á Akureyri fyrr, en hún hefur getið sér gott orð sem óperusöngkona erlendis og mun því Akureyringa fýsa að heyra söng hennar. Nýjir styrktarfélagar geta snú- ið sér til gjaldkera tónlistarfé- lagsins, Haraldar Sigurgeirssonar, (sími 1915). Aðgöngumiðar hafa verið sendir heim til félagsmanna og er því nú að mestu lokið. Ekki varð hjá því komist að hækka árgjöldin, en þau hafa aðeins einu sinni áour verið hækkuð í þau 14 ár, sem félagið hefur starfað og félagið hefur þar af leiðandi síður en svo gétað safnað neinu í vara- sjóð og. mun svo heldur ekki verða enn. Aðalfélagar hafa jafn- an lánað félaginu rekstursfé. Er þess því að vænta að gjöldin inn- heimtist fljótt og vel. Ráðgert er að annar konsert félagsins á þessu vori verði píanó leikur okkar mikla listamanns Árna Kristjánssonar skólastjóra Tónlistarskólans i Reykjavík. — Munu Akureyringar eflaust fagna þessari ráðstöfun. hann nokkrar spurningar, ef svör við þeim kynnu að varpa nokkru Ijósi á þessa hlið málsins. En Bergsveinn er yíirmaður fiski- mats á íslandi og ættu orð hans því að vera nokkur ávinningur til íróðleiks. Kann blaðið honum þakkir fyr- ir viðtalið og fara spurningarnar og svörin hér á eftir. —o— Hverjar telurðu helztu orsakir skenunda á óverkuðum togara- fiski? Fiskimatsstjórinn svarar á þá leið, að sitt hlutverk sé einkum það að meta miskinn, en um or- sakir skemmdanna, er stundura komi fram, sé ekki hægt að svara tæmandi í stuttu máli, nema þrengra sé spurt. Telur þú sérstök vandkvæði á fiskverkun, þar sem uppskipun úr togara fer þannig fram, að nýjum fiski og götnlum, t. d. 2ja daga til 18 daga gömliun fiski er blandað saman. ,Slík meðferð er óviðunandi11 segir fiskimatsstjórinn „og leiðir af sér meiri vanda í verkun fiskj- arins en annars væri.“ Er nauðsynlegt að umstafla fiskinn fljótíega eftir að landað er? „Ef fiskinum mjög misgömlum er blandað saman í uppskipun úr togara, verður að miða meðferð hans við yngsta fiskinn, sem ekki er búinn að draga í sig nema tak- markað saitmagn. Undir þeim kringumstæðum er umstöflun nauðsynleg innan viku til hálfs mánaðar." Hversu langa geymslu þolir óverkaður saltfiskur? „Eftir 2V2—3 mánuði fer fisk- urinn að tapa útliti og gæðum,“ segir Bergsveinn, „nema hann sé geymdur í kældum húsum. En sé fiskurinn geymdur þannig, þarf að flytja hann út í kæliskipi." Léttist hann mikið við langa geymslu? „Já, hann léttist um 10—15% á 8—9 mánuðum.“ Þarf gervihendi Eins og mörgum mun vera kunnugt varð dóttir þeirra hjón- anna Sigurbjargar Hlöðversdótt- ur og Áskels Jónssonar fyrir því siysi að missa aðra héndina. Þarf hún því síðar meir að fá gervi- hendi. Verður það áreiðanlega kostnaðarsamt, þar sem leita verður til erlendra sérfræðinga. Undir svipuðum kringumstæð- um og þessum hafa oft margir viijað hlaupa undir bagga, ekki hvað sízt, þegar ungbörn hafa átt hiut að máli, en litla stúlkan er á 2. árinu. „Dagur“ mun því fúslega taka á móti gjöfum frá þeim, sem eitt- hvað vilja leggja af mörkum vegna þessa slyss. ÁSðífundur SkógrækfðrféEsgs Ák. Föstudaginn 22. marz sl. hélt Skógræktarfélag Akureyrar að- alfund sinn. Formaður, Tryggvi Þorsteinsson, kennari, gaf skýrslu um starfsemina á árinu, sem hafði verið allmikil. Alls höfðu verið gróðursettar 21.570 plöntuur í skógarreiti félagsins, mest þó í Kjarnaskóg. Á árinu höfðu skát- ar fengið ca. þriggja hektara laiid í Kjarnaskógi og hyggjast Börain fá verðlaun Leikfangagerð Baldvins Ás- geirssonar hefur heitið verðlaun- um þeim keppendum Landsgöng- unnar á Akureyri, sem yngri eru en fjögurra ára. Verðlaunin eru leikföng er afhent verða þegar Landsgöngunni lýkur. Ekki hefur heyrzt um að öld- ungar verði gladdir á einn eða annan hátt og væri þó athugandi. Fræðsluvika B. í. Fræðsluvika Búnaðarfélags ís- landis hófst á mánudaginn með ávarþi Steingríms Steinþórsson- bt búnaðarmálastjóra. Hvatti hann mjög til að veita erindum þeim athygli, er flu.tt yrðu þessa 5 daga. Væru þau einn liður í fræðslustarfsemi B. f. og nær 20 ára gömul, vin- sæl ver.ja. Búnaðarmálastjórinn sagði það aðkallandi verkefni B. í. að ná sambandi við það kaupstaðarfólk, sem þráði að komast úr fjöl- menninu og setjast að i sveitum og létta því landnámsstörfin. Fræðsluvikunni lýkur á föstu- daginn með kvöldvöku og fjöl- hreyttri dagskrá. setja þar niður um 24 þús. plönt- ur á þremur árum. Sjálfboða- vinna var alls hjá skógræktarfé- laginu um 65 dagsverk, og fjölda margir höfðu lánað ókeypis bíla til að koma fólki á gróðursetn- ingastaðina. Þá gaf Eiríkur Stefánsson, kennari, formaður unglingadeild- ar, skýrslu. í deildinni eru 136 félagar, .og um helmingur þeirra hafði farið í skógræktarferðir. Þá gaf gjaidkeri félagsins, Mar- teinn Sigurðsson, skýrslu um fjárhaginn og lögð var fram fjár- hagsáætlun. — Niðurstöðutölur hennar voru 50 þúsund kr. Til plöntukaupa voru áætlaðar 16 þús. kr., en til framræslu í Kjarnalandi 15. þús kr. Þá urðu miklar umræður um ýmis mál, er varða skógræktina og samþykktar nokkrar tillögur. Meðal annars var skorað á skóg- rækt ríkisins, að hún hlutist til um, að kvikmyndin „Fagur er dalur“, svo og ýmsar aðrar skóg- ræktarmyndir verði jafnan til í kvikmyndasafni fræðslumála- skrifstofunnar svo að skólar landsins og aðrir eigi aðgang að þeim. Þá var þeirri ósk beint til Skógræktarfélags íslands, að það láti gera fræðslu- og hvatningar- mynd um skógræktarmálin í því skyni að fá hana sýnda sem auka mynd í kvikmyndahúsum lands- ins. Þá taldi fundurinn æskilegt, að sem flest héröð fengju að koma upp hjá sér skógræktar- reitum með svipuðu sniði og Heiðmörk. Að lokum fóru fram kosningar og meðai annars á 18 fulltrúum á aðaifund Skógrækt- arfélags Eyfirðinga. Fundinum stjórnaði Ármann Dalmannsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.