Dagur - 29.05.1957, Síða 1
F'ylg'íst meS því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 5. júní.
XXXX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 29. maí 1957
25. tbl.
Siálfstæðisflokkurinn vill sfera \
jiarffi’seði
V)
es*’ >
.
Áður Iiafði liaim reynt eftir megni að koma í veg fyrir
lántöknr ríkisstjórnariimar Iijá erlendini! iánastofnumim
Ræða Hermanns jónassoiiar, forsætisráðlierra, í cldhúsdagsumræðiimim
*ús" i»w ;i i—.
iiennann Jonasson, íorsætisraðherra.
Þessar útvarpsumræður ná því
aðeins tilgangi sínurn, að lands-
menn hafi að þeim loknum betri
aðstöðu til þess að dæma rétt um
það, hvernig ríkisstjórninni hef-
ur tekizt lausn vandamálanna, en
til þess þarf þá fyrst og fremst að
gera sér fullljóst, við hvaða
vandamálum ríkisstjórnin tók, og
ennfremur, hvernig stjórnarand-
staðan hefur unnið, því að auð-
vitað ber hún einnig ábyrgð
verka sinna og dæmist af þeim.
1) Framleiðslan stöðvaðist árið
1946 eftir stjórnarforustu Sjálf-
stæðisflokksins. Þá var í fyrsta
sinn tekin ríkisábyrgð á fram-
leiðslunni við sjávarsíðuna. Síðan
hefur dýrtíðin haldið áfram að
aukast og alltaf hallað undan fæti
fyrir framleiðslunni. Langverst
var ástandið síðastliðið haust. —
Vegna sívaxandi dýrtíðar hafði
hallinn á framleiðslusjóði orðið
20—30 millj., þörfin fyrir niður-
ÞingmeöB og baíjarstjórn Ákureyrar leyta nýrra
tilboða í byggingu dráttarbrautar fyrir togara
ISnaður, verzlun cg útgerð
veitir Akureyringum daglegt
brauð. Samvinnumenn gcrðu
bæinn að iðnaðarbæ og dugmikl-
ir cinstaklir.gar rcka einnig iðn-
fyrirtæki. Kaupfélag Eyfirðinga
tók snemma forystuna í verzlun-
armálum oó hefur haldið henni
síðan í heilbrigðri samkeppni vsð
kaupmenn. Úígerðin tók vaxtar-
' Ventu sínu kvæði í
kross
Karlakórinn Svanur á Akranesi
. auglýsti söngskemmtun í Vest-
mannaeyjum um sl. helgi. Veður
hamlaði flugferð þangað og ventu
Akurnesinarar þá kvæði sínu í
kross og sungu í Nýja-Bíó á Ak-
ureyri á laugardagskvöldið við
góðar unditektir og furðu mikla
oðsókn, þegar miðað er við
ónægan undirbúning í auglýs-
ingum o. fl. Héðan héldu söng-
mennirnir til Skagafjarðar og
sungu á Sauðárkr.óki á sunnu-
dagskvöld.
kipp með tilkomu 5 íogara og fór
glæsilega af stað, hefur færí
björg í bú og veitt fjölda manns
aívinnu og enn er hún að ná
mikilvægum áfanga með hyg^rf-
ingu nýs hraðfrystihúss, scm
brátt mun hefja móttöku aflans.
Iðnaður og útgerð verða að
mæta eðlilegri fólksfjölgun bæj-
arins. Stórútgerð, eins og rekin
er hér, krefst hafnarmannvirkja
og dráttarbrautar. Hafnarsjóður
(Framhald á 7. síðu.)
Tónlistarskóli Akureyrar efndi
til tónleika sl. laugardag í Barna-
skóla Akureyrar. Þar komu fram
10 nemendur og léku á orgel og
píanó. Atta léku á píanó og 2 á
orgel.
Viðfangsefnin voru mjög mis-
munandi erfið eftir getu nem-
endanna og verður ekki annað
sagt en að þeir sýndu yfirleitt
vandvirkni og góðan árangur og
bæru kennurum sínum gott
vitni.
Kennarar Tónlistarskóla Ak-
ureyrar ,auk skólastjórans, Jak-
obs Tryggvasonar, eru: Frú Þór-
gunnur Ingimundardóttir, frú
Þyri Eydal og frú Soffía Guð-
múndsdóttir. Kenndur er hljóð-
færaleikur á píanó og orgel og
auk þess tónfræði og .tónlistar-
saga.
Skólinn hefur jafnan verið vel
sóttur. Nú í vetur stunduðu 38
nemendur þar nám, flestir á
aldrinum 8—13 ára.
Nemendatónleikar Tónlistar-
skólans síðastliðinn laugardag
hefðu mátt vera betur sóttir. —
Tónlistarskóli Akureyrar er
undirstaða að tónmennt og ættu
menn því að gefa störfum hans
fullan gaum.
greiðslur aukizt um 30 millj. og á
þriðja hundrað milljóna þurfti til
viðbótar því, sem áður var, til
þess að framleiðslan gæti haldið
áfram árið 1957. Um þessa þörf
framleiðslunnar voru allir stjórn-
málaflokkarnir sammála á Al-
þingi. Þetta var fyrsta myndin,
sem við blasti við stjórnarskiptin.
2) Húsbyggingar um land allt
voru að stöðvast vegna fjárskorts
og hátt á þriðja hundrað milljóna
vantaði til þess að fullgera þær
byggingaj-, sem höfðu verið hafn-
ar í Reykjavík einni.
3) Rafmagnsmál dreifbýlisins
stóðu þannig, að 18—20 millj. kr.
skorti til þess að fullgera það,
sem áætlað hafði verið og um
samið 1996.
4) Bændur höfðu stofnað til
stórskulda vegna framkvæmda,
en Ræktunarsjóð vantaði 20
milljónir til þess að geta fullnæcrt
lánaþörfinni.
5) Fiskveiðasjóður hafði lofað
lánum ,en skorti 10—20 milljónir.
6) Sementsverksmiðjan var
stöðvuð; landsmönnum hafði
verið sagt, að séð hefði verið fyr-
ir fé til hennar, en í ljós kom, að
þar skorti 60 millj. til þess að
fullgera verkið.
7) Nokkur fiskiðjuver voru
hálfgerð og þar um bil, en fram-
kvæmd stöðvuð sakir fjárskorts.
8) Stækkun Sogsins þoldi enga
bið, en lánsfé til verksins, hátt á
annað hundrað milljóna, hafði
reynst ófáanlegt.
Á!!f íánsíraust var þroflð
Þegar ríkisstjórnin sneri sér til
bankanna, var svarið: Við höfum
enga peninga, okkar fé licfur
þegar verið lánað út.
Fyrrverandi ríkisstjórn hafði
leitað eftir láni í mörgum lönd-
urn sl. tvö ár án árangurs, þar á
meðal til Sogsvirkjunarinnar,
sem getur þó boðið betri grund-
völl til lántöku en aðrar fram-
kvæmdir, vegna þess hve fyrir-
tækið er arðbært.
Allar þessar tölur, sem sýna
ljóslega myndina af aðkomunni,
eru óhrekjandi staðreynd, og
mun sennilega verða birt skýrsla
um það áður en langt um líður.
Þetta var arfurinn, sem við var
tekið.
Maður skyldi nú halda, að for-
ustuflokkur fyrrverandi ríkis-
stjórnar, sem skildi þannig við
málin, í algjöru strandi og óreiðu,
hagaði Sér sæmilega í stjórnar-
andstöðu. En það fyrsta, sem nú-
verandi ríkisstjórn varð að snúa
sér að, áður en hún hóf störf, var
að leiðrétta ýmiss konar mis-
sagnir og hnekkja rógi, scm
sendur hafði verið til útlanda í
fréttaskeytum í því skyni að gera
stjórnarskiptin tortryggileg er-
lendis.
Rógskeyfin
Blöð Sjálfstæðisflokksins eða
menn frá þeim hafa umboð frá
ýmsum stærstu erlendu frétta-
stofum heims til þess að senda
þeim fréttir héðan. Þessar stóru
fréttastofur senda svo fréttirnar
til fjölda stórra og víðlesinna
blaða víða um heim. Þessi að-
staðá hefur verið notuð með hin-
um furðulegasta hætti til þess að
senda rógskeyti út um heim um
íslenzku ríkisstjórnina. Um þessa
einstöku vinnuaðferð hefur verið
rætt í blöðum, og er tímans
vcgrna aðeins unnt að nefna örfá
dæim.
Send voru skeyti til útlanda um
það, að kommúnistar réðu öllu í
íslenzku ríkisstjórninni, henni
væri því ekki að treysta. Hún
mundi leita austur fyrir járntjald
með flest sín vandamál. Send
voru fréttaskeyti um það, að
Reykjavík væri alveg orðin troð-
full af austanjárntjaldsmönnum,
hér væri pólsk sendinefnd, verzl-
unarráðherra Tékkóslóvakíu o.
fl., fullt af blaðamönnum, rúss-
neskt knattspyrnulið, þó að stað-
reyndin væri sú, að allar þessar
heimsóknir höfðu verið ákveðnar
rneðan fyrrverandi ríkisstjórn sat
við völd. Rógskeyti voru send til
útlanda út af því, að við fengum
þriggja ára samning um sölu
fisks við Rússland. Þó hafði fyrr-
verandi forsætisráðherra gert
ítrekaðar tilraunir til þess að ná
slíkum samningum, en án árang-
urs. Send voru rógskeyti um það,
að íslendingar væru að taka upp
stórfelld viðskipti við Austur-
Þýzkaland. Þó var það einnig
staðreynd, að einn aðalmaður
Sjálfstæðisflokksins samdi um
þessi viðskipti í samráði við fyrr-
verandi ríkisstjórn. Scnd voru
símskeyti um það út um víða
veröld, að nýja íslenzka ríkis-
stjórnin væri mjög fjandsamleg.
Bandaríkjunum. Þannig rigndi
rógskeytunum frá Reykjavík.
(Framhald á 5. síðu.)
Miimmganlagur
1 dag, 29. maí, cru rótt 10 ár
liðin frá því að flugslysið
mikla varð í Hestfjalli við
Héðinsfjörð. í þessu ægileg-
asta flugslysi í sögu þjóðar-
innar létu 25 manns lífið, far-
þcgar allir og áhöfn. — Vér
minnumst þessa sorgardags og
þcirra er þá voru i burtu kall-
aðirf, með þökk og virðingu.